Þjóðviljinn - 16.08.1977, Side 10

Þjóðviljinn - 16.08.1977, Side 10
íslandsmótið í golfi að Grafarholti Björgvin Þorsteinss. / varð Isl.- meistari Ragnar ólafsson gefur tslandsmeistaranum Björgvini ákaft lófaklapp aft sigri loknum — eftir geysiharða keppni við Ragnar Ólafsson Björgvin Þorsteinsson, margfaldur íslandsmeist- ari í golfi, varði titil sinn mjög glæsilega á Islands- mótinu í golfi sem fram fór á Grafarholtsvellinum um heigina. Björgvin náði forystunni strax á öðrum degi og hélt henni svo að segja sleitulaust út. Björg- vin sem unnið hef ur titilinn allt frá árinu 1973 átti í mjög harðri keppni við Ragnar ólafsson,en Ragn- ar hefur átt mikilli vel- gengni að fagna á golfvöll- unum í sumar. Þegar siöasti dagurinn rann upp var Björgvin einu höggi betur en Ragnar. Björgvin hóf seinasta daginn af miklum krafti, og áöur en varöi var hann búinn að auka forskot sitt uppi 5 högg. Sigurinn virtist i höfn.en meö mikilli bar- áttu og hörku tókst Ragnari að minnka þaö aftur niöur i eitt högg og siðan að ná forystu. Þá var kappanum Björgvini fariö aö renna blóðiö til skyldunnar, hann geystist áfram og þegar siöasta holan rann i garö var hann aftur búinn að ná forystunni. Siöustu holuna spiluðu svo báöir kepp- endur algerlega fumlaust, pöruðu báöir, eins og það er kallaö á golf- málinu, og sigurinn var Björg- vins. Úrslitin i Meistaraflokki urðu sem hér segir: 1. Björgvin Þorsteinsson GA 306 högg. 2. Ragnar Olafsson GR 307 högg. 3. Siguröur Thorarensen. GS 314 högg. 4. -5. Sveinn Sigurbergsson GS 318 högg. Óttar Yngvason GR 318 högg. 6.-7. Jóhann Guömundsson GS 323 íslandsmótið 1. deild: Víkingur - ÍA 0:3 Skagamenn fylgja Val elns og skuggi — eftir 3:0 sigurinn yfir lélegum Víkingum Skagamenn eru nú i mjög góöri stööu i 1. deildinni, eftir sigur á Vlkingum á Laugardalsvellinum i gærkvöld. Skoruöu Skagamenn 3 mörk, Vikingar ekkert. í hálfleik var staöan 2-0. Þeir Pétur Péturs- son og Kristinn Björnsson sáu öörum fremur um sigurinn, þvi þeir voru langbestir i liöinu og mjög ógnandi viö Vikingsmarkiö. Fyrstu minutur leiksins voru nokkuö fjörugar og áttu Vikingar strax góð marktækifæri, en Jón Þorbjörnsson i ÍA-markinu varöi afmikiilisnilli.alltþaösem vörn- in missti inn fyrir. Eftir nokkuö haröa og góöa sókn hjá Vikingum náöu Skagamenn fyrst aö sýna klæmar. Lékuþeir saman nokkuö aftarlega, en skyndilega var Er sjonvarpið bilad% Skjárinn Sjónvarpsverlistói Be ngstaða st neti 38 simi 2-1940 knötturinn gefinn á Kristin , sem sólaöi inn aö endalinu, gaf undir Diörik Ólafsson i Vikingsmark- inu, sem kom út á móti honum, til Péturs.og haföihann nægan tima til aö leggja boltann fyrir sig og skora örugglega, 0:1. TIu minútum siöar kom annaö markiö, enn eftir samleik Kristins og Péturs. Kristinn sneri skemmtilega á varnarmenn Vik- ings og komst inn i hornið, sendi boltann til Péturs, sem renndi honum fyrir fæturna á Herði Jóhannessyni, I staöinn fyrir aö skjóta sjálfur, og hann skaut þrumuskoti sem fór I stöngina og inn, óverjandi fyrir Diörik, 0:2. Skömmu siöar skall hurö mjög nærri hælum viö lA-markiö. Hannes Lárusson sneri af sér varnarmann og fékk tækifæri til aöskjóta þrumufleyg, en Jón var vel veröi og handsamaöi boltann. Hannes átti fleiri góö fa;ri, en öll enduöu á einn veg, Jón varöi. SfÖasta mark leiksins kom ekki fyrr en á 37. min. siöari hálfleiks. Jón Áskelsson gaf góöan bolta á Pétur sem þakkaöi fyrir sig meö þvi aö skora og innsigla sigur Skagamanna i þessum leik. Sigur sem heldur þeim f toppbaráttunni meö Val. Skagamenn voru eins og mörk- in gefa til kynna betri aöilinn I þessum leik. Þeir voru alltaf, aö undanskyldum fyrstu minútun- um, öruggari I öllu spili og flýttu sér ekki aö neinu. Vikingar voru frekar lélegir, en þó var mikil hætta á feröum þegar Hannes og Óskar Tómasson komust á skriö. Ragnar Magnússon dæmdi þennan leik og oft hefur hann skil- aö hlutverki sinu betur. Helgi Helgason Vikingi fékk gult spjald fyrir aö brjóta gróflega á and- stæöingi. /»v staöan ^mmmmmmmmmmmmmmmm^m Staöan i 1. deildarkeppr inni I knattspyrnu eftir 16 umferðir er þessi Þór-KR 2:2 ÍB-IBK 3:2 Fram-UBK 1:4 FH-Valur 1:1 Vikingur- 1A 0:3 Valur 16 11 3 2 32:12 25 Akranes 16 11 2 3 30:12 24 Keflavik 16 7 4 5 25:22 18 Vikingur 16 6 6 4 18:19 18 IBV 16 8 3 5 23:17 17 Breiöabl. 16 7 3 6 24:22 17 FH 16 4 5 7 19:26 13 Fram 16 4 4 8 20:31 12 KR 16 3 2 11 21:31 8 Þór 16 2 2 12 19:39 6 Markhæstu menn: Pétur P étursson IA 12 Sigurlás Þorleifsson IBV 12 IngiBjörnAlbertssonVal 10 högg. Jóhann Benediktsson GR 323 högg. 8.-9. Þorbjörn Kjærbo 324 högg. Jón H. Guðlaugsson GS 324 högg. 10.-11. Atli Arason NK 325 högg. Július R. Júliusson GR 325 högg. 1. flokkur 1. Helgi Hólm GS 334 högg. 2. Gylfi Kristinsson GS 339 högg. 3. Halldór B. Kristjánsson GR 344. 4. Einar B. Indriöason GR 346 högg. 5. Tryggvi Traustason GK 347 högg. 2. flokkur 1. Karl Jóhannsson GR 365 högg. 2. Sæmundur Knútsson GK 371 högg. 3. Georg V. Hannarsson GS 371 högg. 4. -5. Ingólfur Bárðarson GOS 374 högg. Jón Alfreðsson GL 374 högg. 3. flokkur 1. Guðmundur Hafliöason GR 340 högg. 2. Július Ingason GJ 349 högg. 3. Ólafur Þorvaldsson GOS 352 högg. Kvennaf lokkur 1. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 343 högg. 2. Kristin Pálsdóttir GK 351 högg. 3. Jakobina Guðlaugsdóttir GV 351 högg. 1. f lokkur kvenna 1. Agústina Jónsdóttir GR 395 högg. 2. Hanna Gabrielsdóttir GR 406 högg. 3. Guðrún Eiriksdóttir GR 411 högg. Sem svona hálfgerða ábót ofan á allt verðlaunaflóðiö til þeirra Björgvins og Ragnars fá þeir nú ferð til Manila á Filippseyjum til keppni á heimsmeistaramótinu i golfi. Golfsambandið hefur rétt til að senda tvo keppendur til mótsins,og hverjir aðrir en þessir ofjarlar islenskra golfmanna eru verðugri til þeirrar farar? Einn keppandi á mótinu, Hrólfur Hjaltason, vann það glæsilega af rek að fara holu i höggi á mótinu. Hrólfur er keppandi i 2. flokki. _________ —hói. Eyjameim eiga nú góða mögu lelka á 3. sæti Vestmanneyingar bættu tveimur stigum í safnið þegar þeir unnu IBK í Eyj- um á sunnudaginn. Með þessum sigri þokuðust þessir galvösku strákar í iBV-liðinu uppí 3. sætið/ sæti sem þeir munu ekki gefa baráttulaust eftir. Það er liklega engum vafa bundið að Eyjaliðið hefur sýnt mestar framfarir allra liða í sumar. Eftir mjög torsótta byrjun náðu þeir sér mjög vel á strik, léku hvern leikinn öðrum betri, og árangurinn er að sama skapi mjög góður. Annars var leikurinn gegn IBK einhvers konar þver- skurður af bæði getu liðs- ins og eiginleikum þess. Þannig var sóknarleikur- inn mjög beittur, miðjan fljótaðátta sig á hlutunum þótt oft væri hún ekki nógu fylgin aftur. Vörnin var eins og í svo mörgum leikj- um sumarsins hriplek á köflum. En nóg um það. Aðstæður til að leika knatt- spyrnu voru ekki uppá það besta. Rok meðan á leiknum stóð og völlurinn þungur yfirferöar. tBV var i látlausri sókn allan fyrri hálfleikinn og þegar á 15. min kom fyrsta markið. Þaö var markakóngurinn Sigurlás Þor- leifsson sem skoraði markið eftir sendingu frá Gústaf Baldvins- syni. Keflvikingar jöfnuöu 5 min. siðar. Kári Gunnlaugsson braust i gegn og skoraði örugglega, 1:1. Eyjamenn ná forystunni á 30. min. Einar Friðþjófsson tók aukaspyrnu og sending hans til Sveins Sveinssonar var afgreidd með föstu og hnitmiðuðu skoti i bláhornið vinstra megin, 2:1. Strax á 1. min. seinni hálfleiks jöfnuöu Keflvikingar svo aftur. Einar Ólafsson skaut af löngu færi föstu skoti sem hafnaöi I net- inu. Tómas Pálsson átti svo allan heiöurinn að sigurmarki IBV. Hann lék mjög skemmtilega upp völlinn framhjá tveimur varnar- mönnum IBK, sendi laglegan bolta til Karls Sveinssonar sem var i dauöafæri og honum brást ekki bogalistin, 3:2. Um Eyjaliöið var rætt hér að framan. Keflvlkingar áttu miö- lungsgóöan leik. Þeirra bestu menn voru GIsli Torfason og Þor- steinn Bjarnason I markinu. Dómari var Þorvarður Björns- son. Stóö hann sig mjög laklega.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.