Þjóðviljinn - 16.08.1977, Page 12

Þjóðviljinn - 16.08.1977, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. ágúst 1977 Guðni Jónsson, afgreiöslumaöur i Gömlu búð. Þorleifur Jónsson, alþingismaður i llólum. Torfi Þorsteinsson: Gamla búðin á Höfn Hér birtistþá niðurlag frásagn- ar Torfa Þorsteinssonar i Haga um Gömlu búðina á Höfn: Þar sem hér hefur að nokkru verið getið þeirra starfsmanna i Gömlu búð sem mest komu þar við sögu, þykir hlýöa að segja hér i örfáum orðum frá næsta nábúa hennar, Sláturhúsinu gamla, sem búið er að standa áfast við Gömlu búð, likt og siamskur tviburi i hálfan sjöunda áratug. Reist 1912 Gamla sláturhús mun hafa ver- ið reist árið 1912. Það var stein- steypt bygging með járnþaksrisi og hvitmáluðum veggjum. Bygg- ingameistari við þetta hús mun hafa verið Ragnar Þórarinsson frá Breiðabólstaö i Suðursveit, sá hinn sami, sem leiddi meistara Þórberg til öndvegis að Skóla- vörðustig 10, anno domini 15.okt. árið 1915, kl. 15 minútur fyrir fimm. Varla mun ofmælt þó að sagt séaðmeð tilkomu Gamla slátur- hússins hafi orðið algjör menn- ingarbylting á sviði hreinlætis og hollustuhátta, varðandi meðferð sláturfjár og sláturafurða á Hornafriði. Áður en sláturhúsið var reist, var öll aðstaða til slátrunar mjög frumstæð, enda annaðist hver innleggjandi slátrun á sinu fé á bersvæði austur á Heppu, þar sem fólk gekk örna sinna viö flæð- armál og þvoði siðan vambir til sláturgerðar á sama svæði. Sú gamansaga var sögð frá þeim tima, að karl nokkur úr Mýra- hreppi, Sigurður „Sei—sei—já”, þá ráðsmaður i Digurholti, hefði skorið sláturfé sitt að kvöldi af ótta við að tapa þvi um nóttina, og látið fláningu biða næsta dags, en þá hefðu Digurholtsdilkar verið orðnir að stórgripum. Sláturhússtjóri Verkstjóri i Gamla sláturhúsi frá fyrstu tið og allt til þess að nýtt sláturhús var byggt, var Jón Eiriksson, bóndi og hreppstjóri i Volaseli. Var þrifnaður allur og hreinlæti undir hans stjórn með miklum ágætum og var þó engan vegínn vandalaust að gæta þar fulls hreinlætis á meðan engin vatnsleiðsla var komin i þorpið og vatn hvergi fáanlegt nema úr jarðgröfnum brunni utanvert við sláturhúsvegg, þar sem vatn mettaðist öðru hverju af sióseltu, vegna þess að brunnbotn mun hafa staðið lægra en yfirborö sjá- var á stórum flóðum. Úr þvi var þó eitthvaö bætt með vatnslögn frá öðrum brunni, sem hærra stóö yfir sjávarmál. Jón Eiriks- son hafði mjög strangt eftirlit með nærri hverju einasta hand- taki þeirra, sem að fláningu og þvotti unnu,og fann vægðarlaust að við þá, sem skiluðu rifnum skrokkum úr fláningsbekkjum og hætti ekki við umvöndun, fyrr en allt hreinlæti mátti teljast i fullu lagi. Þá hafði hann einnig mjög strangt eftirlit með upphengingu og kælingu kjötsins. Heilbrigðiseftirlit Eftir að sláturhúsið var reist, var krafist heilbrigðisvottorðs frá sérmenntuðum manni. Var til þes's kjörinn héraðslæknirinn, Hinrik Erlendsson. Eftirlit hans mun ekki hafa getað talist um- fangsmikið eða strangt á nútima- visu, þar sem dýralæknir er með nefið niðri i sérhverjum hlut inn- an veggja sláturhússins. En hann annaðist alla stimplun á kjötinu, sem þýddi heilbrigðisvottorð og heimild sláturleyfishafa til að selja vöruna á erlendum mark- Minninga- brot frá sögu slátur- hússins aði. Það mun jafnan fylgja heil- brigðiseftirliti I hverju sláturhúsi, að einhverjir árekstrar verði þar á milli sauðfjárinnleggjenda og þess, sem eftirlitið á að annast. Ekki er annað vitað en vel hafi farið á með Hinrik Erlendssyni og innleggjendum sauðfjár á Horna- firði. Þó hafði einu sinni eða tvis- var út af þessu borið. Bdndi einn, Guðmundur Jónsson i^Borgum i Hornafirði, kappsfullur ákafa- maður, varbúinnað slátra fé sinu og vildi fá kjötið vigtað, áður en heimleiðis væri haldið. Héraðs- læknirinn, sem var söngkær sel- skapsmaður, hafði brugðið sér heim i Kaupmannshús og hafði gleymtsér þar i glöðum hópi, við söng og hljóðfæraslátt. Þegar hann svo seint og um siðir kom til að stimpla kjötið, var þolinmæði Guömundar i Borgum þrotin og leiddi óstundvisi læknisins til skarprar orðasennu. Að henni lokinni varð Henrik Erlendssyni að orði: „Það er vitlaus maður, Guð- mundur i Borgum. Hann er ekki óður, heldur er hann bandóður”. Einn þáttur i heilbrigðiseftirliti héraðslæknis var að fylgjast með sullaveiki sauðfjár i sláturhúsi og að skrá i bók alla sulli, sem i inn- yflum sauðfjár fundust. Héraðs- læknirinn átti að annast þetta eft- irlit, en honum leiddist að standa i þessu og fól skfáningu sullanna einum af starfsmönnum, sem vann við aðskilnað á mör og vömbum, Sæmundi Halldórs- syni á Stóra-Bóli. Einum gaman- sömum manni, Einari Þorsteins- syni í Hvammi, varð þá þetta að orði: „Útskrifaður er með láði (þ.e. 1. eink.) undir köldum Norðurpóli Sæmdur krossi af sullaráði Sæmundur frá Stóra-Bóli”. Kjötmat I ysta hluta hússins, næst Gömlu búð, var vigtarskúr og svæði til nokkurrar kælingar, áð- ur en kjötið fór til söltunar i kjall- ara, sem þar var undir. Samhliða vigtun var kjötið metið af þar til kjörnum matsmanni, Bimi Jóns- syni, bónda i Dilknesi. t þessu sama húsi fór fram ull- armóttaka, mat og vigtun á vorull og var Björn Jónsson þar einnig matsmaður og lengi honum til að- stoðar Eirikur Sigmundsson, bóndi i Bæ i Lóni, einstakt ljúf- menni og bjartsýnismaður, sem öðru hverju gaf sér tima til að ræða við ullarinnleggjendur um „góða veðrið i dag og útlit fyrir enn betra veður á morgun”. Skilnaðarstund Þann 20. júli þessa árs voru siömsku tviburarnir, Sláturhús og Gamla búð, aöskildir. Slátur- húsið stendur einstætt eftir, horf- ið sinni heitmey, Gömlu búð, sem hallað hefur sér upp að þvi og varið þaðvindum hafsins siðustu 65 árin, en þann dag var Gömlu búð, með véltækni nútimans, lyft af gamla grunninum og flutt á friðsælan stað innst í Hafnar- landi. Nokkurt skarð er nú autt og ófyllt þar sem Gamla búð stóð, en heilla- og hamingjuóskir fylgja henni i nýtt umhverfi. Máski hefur Gömlu búð fylgt forn hollvættur, sem eitt sinn hallaði sér þar fram á búðarborð I augsýn Asu þvottakonu og Sigur- jóns frá Þorgeirsstöðum. Hver veit nema að hulinn verndar- kraftur verði þar einnig húsvörð- ur i nýju umhverfi? Torfi Þorsteinsson. Heiðrún. Fimmtugasta skipið Skipasmiðastöð Mar- selliusar Bernharðs- sonar á Isafirði hefur nú fyrir nokkru lokið við að smiða sitt fimm- tugasta skip. Er það Heiðrún ÍS—4. Þetta er liðlega 300 lesta skip og á að geta stundað margskonar veiðar svo sem linu- veiðar, netaveiðar, togveiðar og nótaveið- ar. Um þessar mundir er unnið við að ganga frá yfirbyggingu skips- ins og koma fyrir i þvi nauðsynlegum tækjum. Það er fyrirtækið Einar Guðfinnsson h.f. i Bolungarvik, sem á Heiðrúnu. Skipstjórar verða þeir Einar Hálf- dánarson og Jón Egg- ert Sigurgeirsson, báð- ir Bolvikingar og þekktir aflamenn. Gert er ráð fyrir þvi að skipið verði tilbúið að hefja veiðar með haustinu. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.