Þjóðviljinn - 24.08.1977, Blaðsíða 1
MOÐVIUINN
Miðvikudagur 24. ágúst 1977 —42. árg. 184. tbl.
Fyrsta boð
tll BSRB
Samninganefndir BSRB og fundar klukkan 5 I gær
rikisins i kjaradeilu opinberra eftir langt hlé. Stóö fundurinn i 2
starfsmanna komu saman til klukkustundir.
V onast
eftir
úrlausn
Fulltrúar frystihús-
anna á fundi
með forsætisráðherra
i gærdag átti fimm manna
nefnd fiskverkenda fund meö for-
sætisráöherra vegna þess ástands
sem skapast hefur i rekstri fisk-
verkunarhúsa á Suövesturlandi.
i nefndinni eiga sæti Hjalti Ein-
arsson, ólafur B. Ólafsson. Ágúst
Flygering, Arni Benediktsson og
Margeir Jónsson, en auk þeirra
sátu fundinn þeir Siguröur Stef-
ánsson endurskoðandi, Einar
Ingvarsson fulltrúi sjávarútvegs-
ráöherra og Jón Sigurðsson, for-
stöðumaöur Þjóðhagsstofnunar.
Fundurinn stóð i eina klukku-
stund og sagði Hjalti Einarsson
að honum loknum að undirtektir
stjórnvalda hefðu verið jákvæð-
ar, og vonast nefndin til þess að fá
einhverja úrlausn sinna mála
bráðlega.
Hjalti sagði að þeir hefðu ekki
komið með nein loforð af þessum
fundi, en á honum kom fram, að
forsætisráðherra hefur átt við-
ræður við Seðlabankann vegna
aukinnar lánafyrirgreiðslu til
fiskverkenda, en eins og fram
hefur komið telja fiskverkendur
að ekki hafi verið staðið við loforð
i þeim efnum, sem gefin voru i
kjarasamningunum í vor.
Hjalti sagði að ekki hefði verið
minnst á gengisfellingu á fundin-
um, enda hefði nefndin sem slik
ekki sett fram neina slika kröfu,
þótteinstaka fiskverkendur hefðu
gert það. Hjalti taldi að gengis-
felling nú myndi ekki koma að
þeim notum sem oft var áður
Framhald á bls. 14.
Þorsk-
klak illa
heppnað
Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræöingur.greinir frá þvl
i viðtali við Morgunblaðiö I
gær að samkvæmt niðurstöð-
um þeirra seiðarannsókna,
sem unnið hefur verið að að
undanförnu á hafrannsókna-
skipunum Arna Friðrikssyni
og Bjarna Sæmundssyni, þá
hafi þorskklakið heppnast
illa i ár og litlu skár liafi til
tekist með ýsuna.
Hins vegar tekur Hjálmar
fram, að loðnuklak virðist
hafa heppnast vel.
Þess munu flestir minnast,
að í fyrra tókst þorskklakið
mun betur en almennt hafði
verið reiknað með, en fiski-
fræðingarbentu þá á, að slíkt
gæti alltaf viljað til eitt og
eitt ár, þótt stofninn væri
smár, meðan ekki væri um
algeran viðkomu brest að
ræða.
Eins og nú horfir má þá
búast við þvi að þorskár-
gangurinn frá 1976 verði
sterkur, árgangurinn frá
1977 hins vegar mjög lélegur.
Þetta er þó enganveginn full
séð enn, þvi að sjálft klakið
er aðeins einn þátturinn af
fleirum, sem úrslitum ráða
um það, hversu mikið af fiski
nær að vaxa upp úr þessum
árgangi eða hinum.
Þessi mynd var tekin i Bæjarútgerðinni i Reykjavlk I gær, og eins og sjá má, er þar nóg að gera. Engar
uppsagnir hafa enn átt sér stað i fiskverkun i Reykjavik, en verkafólk veit þó ekki hvað getur orðið
næsta dag, enda missir nú fjöldi fólks atvinnuna dag hvern á Suðurnesjum og hótanir um frekari lokun
frystihúsa dynja á mönnum. — Ljósm: eik
Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum:
Bíðum átekta
Karl Steinar Guðjónsson for-
maður verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavikur sagði að i fyrra-
dag hefðu forystumenn verka-
lýðsféiaganna á Suðurnesjum átt
fund meö fiskverkendum uni þaö
alvarlega ástand sem skapast
hefur í atvinnumálum staöanna
meö lokun hvers frystihússins á
fætur ööru.
Karl Steinar sagði, að menn
hygðust þó biða átekta enn um
sinn, enda færi meira fyrir hót-
unum og harmkvælum en að
þeir hlutir hefðu gerst sem köll-
uðu á alvarleg viðbrögð verka-
lýðsfélaganna.
Karl sagði að með lokun Sjö-
stjörnunnar hefðu 60 manns misst
vinnu, og i Vogunum hefðu 20-30
manns tii viðbótar misst vinnuna
við lokun Voga h.f.
I Hraðfrystistöðinni hefði fólk
hins vegar verið sent i sumarfri,
þar sem togarinn væri i slipp.
Karl sagði að fiskverkendur
hefðu greinilega ekki látið yfir-
völdunum i té þær upplýsingar sem
þeir áttu að gera, og hefðu verka-
lýðsfélögin lagt áherslu á það aö
þetta ástand yrði ekki lengt um of
með slikum vinnubrögðum.
'»Laun hafa verið greidd með
eðlilegum hætti i frystihús'unum
undanfarið, en miklir erfiðleik-
ar hafa verið með uppgjör á sum-
um togaranna. Karl sagöi að á
fundi með útgerðarmönnum i gær
hefði verið stofnuð samstarfs-
nefnd til að tryggja réttan fram-
gang þeirra mála og loforö hefðu
verið gefin um að gert yrði upp
samkvæmt samningum. —ÁI
A þessum fundi lagði samn-
inganefnd rikisins fram sitt
fyrsta tilboð, en þar er gert ráö
fyrir, að laun opinberra starfs-
manna hækki um 7,5% frá 1. júli
s.l. Sé launahækkunin, sem varð
vegna visitölubreytinga þann 1.
júni s.l.,og sú 4% hækkun launa,
sem varð 1. júli vegna ákvæða i
eldri samningum,reiknuð með, þá
ættu júlilaun opinberra starfs-
manna samkvæmt þessu tilboði
að vera 19,33% hærri i ár en laun
voru i mai s.l.
— Siðan er gert ráð fyrir tæp-
lega 4% hækkun 1. sept. n.k.
vegna visitöluhækkunar. Laun i
nóvember eiga siöan aö verða
21.12% hærri en mailaun og þess-
ar sömu visitölubætur upp á íæp
4% að greiðast ofan á það. Siöan
kæmi samkvæmt tilboðinu 3%
hækkun 1. des. n.k., þó eigi lægri
en kr. 5000, þá önnur hækkun 1
júni 1978, þó eigi lægri en kr.
5000.-,og 3% hækkun 1. sept. 1978,
þó eigi lægri en kr. 4000.-. öllu
svipar þessu mjög til ákvæða i al-
mennu kjarasamningunum.
Þá er enn gert ráð fyrir 3%
launahækkun 1. júli 1979, en gert
er ráð fyrir að samningarnir gildi
til tveggja ára.
Gert er ráð fyrir því i tilboði
samninganefndar rikisins að visi-
töluákvæði núgildandi samninga
framlengist út næsta samnings-
timabil, þó með þeirri breytingu
að áfengi og tóbak hverfi úr visi-
tölugrundvellinum.
Sitthvað fleira er komið inn á i
tilboði rikisins. Næsti samninga-
fundur verður haldinn klukkan 2 á
morgun og verða samningafund-
irnir i Lögbergi,húsi lagadeildar
Af hálfu BSRB er lögð áhersla
á, að samningaviöræðum verði nú
haldið áfram af fullum krafti.
Fundu vatn við borun holu 9
Einskær heppni
segir EINAR TJÖRVI
Ennþá gerast ævintýr I
Kröflu. Þegar verið var að bora
holu 9 niður nú um helgina, kom
borinn skyndilega niöur á mikla
vatnsæð i berginu á aöeins 1260
m dýpi.
Einar Tjörvi,yfirverkfræöing-
ur við Kröflu, sagði i samtali við
Þjóðviljann I gær, að menn
teldu þetta einskæra heppni, þar
sem áætlað hafði verið að bora
holuna niöur i allt að 2000 m
dýpi.
Ekki er endanlega búið að
taka ákvörðun um það hvað gert
veröur næst, en borunum var
hætt i bili, þegar vatnsæðin
fannst.
Einar taldi þó liklegt að bor--
inn yrði fluttur af holunni, og
þess yrði beðið að hún hitnaði og
færi að blása, en samkvæmt
lauslegum mælingum er hita-
stigiö i æöinni vel vinnsluhæft.
Aflvélarnar i Kröflu eru ekki i
gangi nú sem stendur enda
vantar gufuna. Hola ll, sem
tengd er vélinni, hefur verið
dyntótt undanfarið og ekki skil-
aö sama gufumagni og fyrstu
dagana sem vélarnar voru
reyndar.
Ef þessi nýfundna vatnsæð i
holu 9 er eins góð og menn gátu
frekast gert sér vonir um, er þá
von til þess aö gufa fáist fyrr en
ella. Borinn verður þá liklega
fluttur að holu 7, en eins og fram
kom i Þjóðviljanum i gær eru
komnar borkrónur til landsins,
sem vinna eiga bæði á kalkstífi-
unum og skemmdunum á fóöur-
rörinu i þeirri holu. —-AI.
ÁSKORUN FÉLAGS JÁRNIÐNAÐARMANNA:
Fullkomna skipasmíðastöð
í Reykjavík
Þurrkví veröi byggð og
aöstaöa sköpuö til viðgerða
á öllum rslenskum skipum
A fundi sinuin þann 18. þ.m.
samþykkti stjórn Félags járniðn-
aðarmanna áiyktun, sem send
hefur verið borgarráði I Rvík.
Alyktunin felur i sér áskorun
Félags járniðnaöarmanna til
borgaryfirvalda I Reykjavik, að
þau gangist nú þegar fyrir því að I
Reykjavik verið byggð fullkomin
skipalyfta og þurrkvl ásamt
skipasmiða- og skipaviðgerða-
stöð, þar sem hægt verði að fram-
kvæma allar viðgerðir á stærri
fiskiskipum og öllum kaupskipum
islenska skipastólsins.
t bréfi Félags járniönaðar-
manna til borgarráðs er bent á,
aö i hinni nýju skýrslu til borgar-
stjóra um atvinnumál I Reykjavik
sé viðurkennt, hversú óviðunandi
ástandið sé i skipasmiöaiönaðin-
um i Reykjavik.
Guðjón Jónsson, formaður Félags
járniðnaðarmanna.
Það eru nú liðin um 10 ár
siöan Guðjón Jónsson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, flutti
fyrst tillögu I borgarstjórn
Reykjavikur um að byggð yrði
þurrkvi og fullkomin skipasmiða-
stöð i Reykjavik, en Guðjón sat
fundi borgarstjórnar sem vara-
borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins.
Siðan þá hafa ýmsir tekið
þetta mál upp á vettvangi borgar-
stjórnar, og á árum vinstri
stjórnarinnar siðustu leitaði þá-
verandi iðnaðarráðherra Magnús
Kjartanssbn eftir samvinnu við
borgaryfirvöld i Reykjavík um að
hrinda slikum hugmyndum i
framkvæmd, en nægilegur áhugi
reyndist þá ekki vera fyrir hendi
hjá borgarstjórnarmeirihlutan-
um i Reykjavik fyrir þessu sfóra
máli.
Vonandi er að málið fái betri
undirtektir nú i ljósi þeirrar
skýrslu um ástand atvinnumála i
höfuðborginni, sem hagfræðideild
Framh^ld á bls. 14.