Þjóðviljinn - 24.08.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.08.1977, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Miövikudagur 24. ágúst 1977 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans 1 sima- skrá. Grafíð í tœttur samals evðibvlis í Kelduhverfi í miðju Kelduhverfi, um niu til tíu kilómetra suð- ur af bæjunum i miðri sveit, eru leifar gamals eyði- býlis, sem kallað er Bláskógar. Fyrir fáeinum dög- um tóku sig til þrír menn, Kári Þórarinsson á Lauf- ási i Kelduneshreppi, Sigurður bróðir hans og sr. Sigurvin Eliasson á Skinnastað, og grófu i tætturn- ar. — Við fundum þarna nokkra kljásteina, sem notaöir hafa veriö i vef, sagði Kári Þórarinsson, þegar Þjóðviljinn náði tali af hon- um simleiðis. — Engar sagnir eru til um býli þetta og ég veit ekki til þess að þess sé nokkursstaðar getið i gömlum annálum eöa forn- sögum. Vist er um það að byggð þarna hefur lagst niður fyrir nokkrum öldum, því aö i jáfða- mati Arna Magnússonar frá 1712 er Bláskóga ekki getið, og er þar þó getið allra þeirra eyðibýla, sem þá var kunnugt um. Við höf- um verið að giska á að tætturnar þarna gætu verið frá timabilinu 1000-1200, en vitum auðvitað ekk- ert um það með vissu. En búseta hlýtur að hafa verið þarna nokkuð lengi, þvi að við komum niður á þykka gólfskán. Mjög litið ber orðiðá rústunum og bendir það til þess að þær séu gamlar. En þarna eru talsverðar tættur, svo að ætla má að þetta hafi verið allstór bær. Þar að auki eru leifar af stórum vallargörðum. Allt hefur þetta verið hlaðið úr torfi. Við grófum 85 sentimetra áður en við komum niður á gólflag, sagði Kári Þórarinsson ennfrem- ur, og bendir það til þess ásamt öðru að langt sé um liðið frá þvi að bærinn fór úr byggð. Þarna skammt frá liggur gömul þjóð- braut úr Reykjahverfi til norð- austurlandsins, kölluð Bláskóga- vegur. dþ V öruskipta- jöfnuður óhagstæður um miljarð á mánuði i frétt frá Hagstofunni kemur fram aö vöruskiptajöfnuöur okk- ar tslendinga var óhagstæöur um 7138 miijónir króna á timabilinu frá áramótum til júliloka á þessu ári. A sama tima i fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagsstæöur um 2805 miijónir króna, en hafa ber i huga að meðalgengi erlends gjaldeyris i janúar — júli 1977 er taliövera 9.3% hærra en þaö var i sömu mánuöum i fyrra. A þessum fyrstu sjö mánuðum ársins var nú flutt inn fyrir 63.7 miljarða en út fyrir 56.6 miljarða. 1 fyrra nam útflutningurinn á sama tima 40.2 miljörðum, en innflutningurinn var þá rúmlega 43 miljarðar. 1 júlimánuði einum var vöru- skiptajöfnuðurinn nú óhagstæður um 650 miljónir króna, en i sama mánuði i fyrra var hann hagstæö- ur um kr. 1160 miljónir. Árlegar hópferðir Iðju á Akureyri Nokkrir félagar úr Iðju á Akur- eyri fóru i júli s.l. I ferðalag til Sovétrikjanna, en þetta er i annaö sinn sem hópur frá Iðju fer út fyr- ir landsteinana. t hitteðfyrra var farið til Fær- eyja, en þetta er langmesta ferð sem farin hefur verið til þessa á vegum Iðju, eftir þvi sem Jón Ingimarsson hjá Iðju sagði,mjög vel heppnuð,og sagði Jón,að fyrir- greiðsla og móttökur hefðu verið til fyrirmyndar. Þá fór einnig 40 manna hópur frá Iðju i ferðalág um Suðurland i júli, en efnt hefur verið til hóp- ferða innanlands á vegum Iðju á hverju ári siðan árið 1937. Farar- stjóri i þessari ferð var Arný Runólfsdóttir. Tók ferðin 5 daga og voru menn mjög ánægðir með hana. þs Athygli hefur verið vakin á þvi i Alþýðublaðinu undanfarna daga, að eitt af þvi fjölmarga, sem verður til þess að hækka vöruverö á íslandi er að i þeim grundvelli, sem tollar, verslunarálagning og sgluskattur reiknast út frá, þá er jafnan reiknað með hærri farmgjöldum en þau eru i raun. Jón Ingimarsson, formaöur Iöju. Þetta byggist á þvi, að miðað er við að farmgjöld séu greidd ,,að fuilu”, en föst venja er að inn- flytjendur fái a.m.k. 5% afslátt af farmgjöldum hjá skipafélögunum og dæmi munu vera um allt að 30% afslátt. Afleiöing þessarar reiknings- aðferðar er sú, að sé farmgjald vörunnar t.d. reiknað með þess- um hætti lOþús. kr. hærra en það er i raun, þá verður söluverö vör- unnar ekki aðeins þessum 10 þúsund krónum hærra til neytandans heldur þrefaldast upphæðin á leiðinni i gegnum kerfiö, vegna þess að tollar, álagning og söluskattur er allt ar nýjungar verða á sýninguiíni, m.a. bátar á tjörn, turnar til að spranga i, gegnsætt sjónvarps- tæki, kringlótt hjónarúm, tölva sem gengur fyrir ljósi og margt fleira. Tiskusýningar og skemmtiatriði verða daglega. | Á hverju kvöldi verður dregið ■ um litsjónvarpstæki og aö sýn- I ingunni lokinni verður dregiö I um fjölskylduferð til Flórida. | þs • ___________________________-______! reiknað ofan á i prósentum og varan verður þannig 30 þús. krón- um dýrari en ef rétt farmgjald hefði verið lagt til grundvallar. Þannig hækkar t.d. verð einnar bifreiðar, sem komin á götuna kostar rúmar 2 miljónir króna,um kr. 15.461,- ef afslátturinn hefur verið 5% en um kr. 92.771,- ef af- slátturinn, sem veittur var undir borðið.hefur verið 30%. Sömu sögu er að segja um hvaða aðra vörutegund sem er. Þaðer full ástæða til, að krefj- ast þess að vérðlagsyfirvöld stöövi svona gróðabrall innflytj- enda, og að verslunarálagning og gjöld til rikisins leggist aðeins á raunverulega greidd farmgjöld. við Suðurlandsbrautina Hér er verið að dæla sandi i stærsta stól i heimi, svo að hann fjúki ekki út i buskann, en hann er reistur við Suðurlandsbraut i til- efni sýningarinnar „Heimilið ’77”. Þorkell Guðmundsson, hús- gagnaarkitekt teiknaði þennan stól, sem er 7.50 m á hæð. Samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki Heimsmeta- bókar Guinness er stærsti stóll i heimi til þessa i Massachusetts i Bandarikjunum og er hæð hans 6.27 m. Atti stóllinn, sem helg- aður er sýningunni i Laugar- dalshöll, að risa i gærkvöld , en verið var að dæla 8 tonnum af sandi i stólfæturna i gær þegar eik tók þessa mynd. Var gert ráð fyrir aö nauðsynlegt yrði að dælaenn meira magni af sandi i stólinn, eða svo að sandurinn næði vel upp i stólfæturna. Sýningin Heimilið ’77 verður opnuð fyrir almenning kl. 18.00 á föstudag og sýna þar 130 aðil- ar fjölbreytta innlenda og er- lenda framleiðslu. Fjöldamarg- 85 sentimetrar niður á þykka gólfskán Mörg er matarhola heildsala

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.