Þjóðviljinn - 24.08.1977, Síða 3
Miðvikudagur 24. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
TVEIR NORSKIR ÞINGMENN RJÚFA ÞAGNAREIÐ:
I
Gerhardsen og Lange fóru
á bakviö þing og stjórn
Frá Ingólfi Margeirssyni, fréttaritara Þjóðviljans I Osló, 23/8:
I gær rufu forustumenn Sósialiska vinstriflokks-
ins, þeir Berge Furre og Finn Gustavsen, þagnar-
eið sinn sem þingmenn og íjölluðu um hinn leyni-
lega hluta svonefndrar Schei-skýrslu, sem fjallar
um tilkomu og tilgang miðunarstöðva af gerðunum
Loran C og Omega. t skýrslunni kemur fram, að
hinn raunverulegi tilgangur stöðvanna var að þjóna
bandariskum Pólaris-kafbátum, búnum kjarnorku-
vopnum og reyndu Bandarikin með ölium brögðum
að halda tilgangi þessun
stjórnvöldum.
Forsaga þessa máls er sú, að
fyrirrúmum tveimur árum skrif-
aði höfuðsmaður einn i yfirstjórn
varnarmáladeildar, Anders
Hellebust, magistersritgerð um
það, hvernig Noregur hefði tekið i
notkun m iðunarstöðvarnar
Omega og Loran C. Hann hélt þvi
fram, að stöðvar þessar hefðu
verið reistar að undirlagi Banda-
rikjanna til aðstoðar Polariskaf-
bátum búnum kjarnorkuvopnum,
og að tilkoma stöðvanna hefði
brotið i bága við þingsamþykktir
þær sem banna erlendar her-
stöðvar og kjarnorkuvopn á
norksu yfirráðasvæði. Það kom
einnig fram i ritgerðinni, að
ábyrgir embættismenn höfðu ekki
veitt þinginu allar upplýsingar
um raunverulegan tilgang stöðv-
anna þegar ákvörðunin um bygg
leyndum fyrir norskum
ingu þeirra var tekin af norska
þinginu 1960.
Þegar ritgerðin var lögð fram,
vakti hún mikinn úlfaþyt og hin
svonefnda Schei-nefnd var sett á
laggirnar til að rannsaka, hvort
ásakanir þessar hefðu við einhver
rök að styðjast. Nefndin skilaði
áliti i desember 1975, og ætla má
að ekki hafi allt verið með felldu,
þar eð utanrikismálanefnd þings-
ins sem tók niðurstöðurnar til
umfjöllunar, birti aðeins litinn
hluta þeirra. Utanrikismála-
nefndin lagði hinsvegar hinn
leynilega hluta skýrslunnar fyrir
þingið á lokuðum fundi i júnibyrj-
un, en tókst ekki betur til en svo
að lak út og umræðurnar birtust i
málgagni Sósialiska vinstri-
flokksins, Ny Tid. Skömmu siðar
lýsti formaður flokksins, Berge
S-Afríka með
kjarnavopn?
PARÍS 23/8 Reuter — Franskir stjórn þeirra væri reiðubúin að
embættismenn tilkynntu i dag að
Deila BHM
komin til
sáttasemjara
í gær hélt samninganefnd rikis-
ins fund með fulltrúum Banda-
lags háskólamenntaðra manna og
gerði hún tilboð um kauphækkan-
ir, en fulltrúar BHM höfnuðu
þeim, þar sem þeir töldu að þess-
ar hækkanir væru lægri en þær
sem ASÍ fékk við sólstöðusamn-
ingana. Samkvæmt lögum kemur
málið nú til kasta sáttasemjara
rikisins, en geti hann ekki leyst
það er ekki önnur leið til en leggja
það fyrir kjaradóm.
Jón Hannesson menntaskóla-
kennari skýrði Þjóöviljanum frá
þvi i gær að takmark BHM væri
að brúa það bil sem er á milli há-
skólamenntaðra rikisstarfs-
manna og háskólamenntaðra
manna i störfum hjá einkaaðil-
um, en kannanir hafa leitt i ljós
að munurinn er nú um 40%. A
fundinum i gær bauð sáttanefndin
1.5% kauphækkun 1. nóvember og
auk þess 2.5% hækkun fyrir ýmsa '
sérsamninga. Auk þess var boðið
upp á ýmsar áfangahækkanir,
eða 3% 1. desember, 1. júni ,1978,
1 . september 1978 og 1. júli 1979.
Þetta samningstilboð var til
tveggja ára og var ekki endur-
skpðunarréttur nema til aðal-
samningsins en ekki til sérsamn-
inga. Töldu fulltrúar BHM þetta
tilboð ekki raunsætt.
slfta viðskiptasamböndum og
stjórnmálasambandi við
Suður-Afriku, ef Suður-Afrlka
framkvæmdi kjarnorkuspreng-
ingu f tilraunaskyni. Louis de
Guiringaud, utanríkisráðherra
Frakklands, sagði i gær að stjórn
hans hefði komíst að þvi, að
Suður-Afrikustjórn hefði slika
kjarnorkusprengingu i hyggju.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum að upplýsingar þessar
séu upphaflega komnar frá
bandariskum og sovéskum
njósnagervihnöttum, og að úr
þeim hafi uppgötvast tilraun-
astöðvar fyrir kjarnorkuvopn i
Kalahari-eyðimörkinni i Nambiu.
— Suður-Afrikustjórn segir það
fjarri öllum sanni að hún hafi
slikar tilraunir i hyggju.
Kekkonen til
Austur-
Þýskalands
AUSTUR-BERLIN 23/8 Reuter —
Tilkynnt var i Austur-Berlin 1 dag
að Uhro Kekkonen, Finnlandsfor-
seti, myndi dveljast i
Austur-Þýskalandi dagana 6.-9.
sept. n.k. sem opinber gestur
stjórnar landsins. Er þetta I
fyrsta sinn að rlkisleiö togi vestan-
tjalds heimsækir Austur-Þýska-
land opinberlega.
Kekkonen hefur áður heimsótt
öll Austur-Evrópuriki nema
Albaniu.
Einar Gerhardsen — Þeir Lange
utanrikisráðherra vissu um
tilganginn með Loran-stöðvunum
þegar 1960.
Furre, þvi yfir, að samvisku sinn-
ar vegna myndi hann birta hinn
leynilega hluta skýrslunnar, ef
stjórnin opinberaði ekki allt inni-
hald skýrslunnar. I siðustu viku
ákvað norska stjórnin að hinn
leynilegi hluti skýrslunnar skyldi
ekki koma fyrir almennings-
sjórnir, og varð það til þess að
Berge Furre og Finn Gustavsen
lásu upp þennan hluta skýrslunn
ar á fjölmennum fundi I Folkets
Hus i Osló I gær. Kom þar fram,
að allar staðhæfingar Anders
höfuðsmanns Hellebust höfðu við
rök að styðjast.
Eftir birtingu skýrslunnar er
eftirfarandi ljóst:
Fyrrverandi forsætisráðherra
og formaður Verkamannaflokks-
ins, Einar Gerhardsen, og þáver-
andi utanrikisráðherra Noregs,
Halvard Lange, vissu báðir árið
1960 að miðunarstöðvakerfið Lor-
an C var ætlað til aðstoðar fyrir
bandariska Polaris-kafbáta, búna
kjarnorku vopnum . Loran
C-stöðvarnar eru tvær, önnur i
Vesterálen fyrir norðan Lofoten,
hin á Jan Mayen. Hvorki norska
þinginu né allri stjórninni var
kunnugt um samband Loran
C-kerfisins og bandarisku
Polaris-kafbátanna. Það voru að-
eins meðlimir i öryggisnefnd
stjórnarinnar, sem vissu allan
sannleikanna i málinu, að við-
bættum örfáum embættismönn-
um og yfirmönnum i norska hern
um. Það kom einnig fram i
skýrslunni, að Bandarikin lögðu
mikið kapp á, að norska þinginu
yrði ekki tilkynnt um hinn raun-
verulega tilgang með stöðvunum.
Bandarikin óskuðu ennfremur
eftir þvi að fá að byggja i Noregi
radarstöð til að hafa eftirlit með
langdrægum eldflaugum
(inter-continental-missles), en
þeim tilmælum neituðu norsk
yfirvöld. Þess má geta, að Lor-
an-stöðin á Jan Mayen átti að
vera i notkun i tvö ár, eða til 1962,
en er ennþá i notkun ásamt stöð-
inni i Vesterálen.
t útvarpsviðtali i gær sagði
Gustavsen, að ef þeir Berge
Furre yrðu kærðir fyrir rikisrétti
fyrir brot á þagnareiði, myndi
hann ekki hika við að stefna öðr-
um þingmönnum fyrir rikisrétt
fyrir þátt þeirra I máli þessu
Grunur leikur á, að þar eigi
Gustavsen m.a. við Guttorm
Hansen, forseta norska þingsins.
Það hefur vekið mikla athygli,
að bókaútgáfan Pax gaf út hina
umdeildu skýrslu i bókarformi i
dag, aðeins tæpum sólarhring
eftir að þingmennirnir tveir opin
beruðu hinn leynilega hluta
skýrslunnar. Það hefur einnig
vakið athygli, að hvorki norska
útvarpið né NTB-fréttastofan
norska hafa fjallaö um innihald
skýrslunnar. Saksóknari rfkisins
lýsti þvi yfir i dag, að Pax yrði
ekki stefnt fyrir útgáfuna á leyni-
skýslunni, þar sem hinir tveir
þingmenn Sósialiska vinstri-
flokksins hefðu áður leyst frá
skjóðunni. Aftur á móti mun
öryggisnefnd þingsins láta rann-
saka, hvernig bókaútgáfan varð
sér úti um eintak af skýrslunni.
Saksóknarinn sagði einnig, að
eftir kosningarnar 12. sept. yrði
óðalsþing stórþingsins að ákveða,
hvað gert yrði í máli þeirra
Gustavsen og Furre, með tilliti til
brots á þagnareiði.
FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN:
150 milj. til kaupa á
eldri íbúðum í Rvík
t gær birtist hér i blaðinu Htil
fréttum nýbyggingar i Reykjavik
og fólksfjölda og var þar sagt aö
Húsnæöismálastofnun lánaöi litið
sem ekkert til kaupa á gömlum i-
búöum. Vegna fréttar þessarar
haföi Siguröur E. Guömundsson
hjá húsnæöismálastofnun sam-
band við blaðið-
Sigurður sagði að vissulega
væru fjárhæðirnar sem stofnunin
lánaði til kaupa á eldri ibúðum
miklu lægri en til kaupa á nýju
húsnæði en það segði ekki allt. Sá
sem kaupir gamalt kemst t.d. oft
að hagstæðum lánakjörum hjá
fvrri eiganda og eins yfirtekur
kaupandi oft góð lán sem hvila á
húsnæðinu.
Sigurður sagði ennfremur að
lánin frá Húsnæðismálastofnun
til kaupa á eldri ibúðum væru
ekki eins litil og flestir héldu. Á
þessu ári er ákveðið að lána sam-
tals 150.8 milj. til kaupa á eldri i-
búðum i Rvk og af þeirri upphæð
væri þegar búið að veita 60.6 milj.
en 90.2 milj. kæmu til úthlutunar
15. sept. Samtals er hér veitt lán
til 369 ibúða eða um 450 þús. aö
meðaltali á hverja.
Þá sagði Sigurður einnig að
vissulega vildu þeir hjá Húsnæö-
ismálastofnun gera enn betur og
örva enn frekar aöflutning fólks i
eldri hverfin og sé nú stefnt að þvi
að hækka hámarksupphæð til
þessara lánveitinga upp i 600 þús.
á ibúð þó yrði þörfin fyrir lán
metin i hvert sinn.
Að lokum vildi Sigurður taka
fram að Húsnæðismálastofnunin
lánaði hundruðir milj. ár ári
hverju til bygginga- ibúða fyrir
aldraða og öryrkja i Rvk og viðar
og einnig væri þeim aðilum nú
veitt lán tii lagfæringar á eigin
húsnæði. —hs.