Þjóðviljinn - 24.08.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.08.1977, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. ágúst 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar og þjódfrelsis. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvaemdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar: Siðumúla 6. Slmi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. Bákniö burt! Tvö umræðuefni hefur borið hæst i stjórnmálaumræðu siðustu daga, annars vegar lokun nokkurra frystihúsa og hótun um lokun fleiri, og hins vegar skýrsla hag- fræðideildar Reykjavikurborgar um al- varlega hrörnun framleiðsluatvinnuvega i höfuðborginni. Þegar nánar er að gáð, þá er hér um að ræða tvær greinar á einu og sama póli- tisku vandamáli. Sú stefna i stjórnmálum, sem ráðið hefur rikjum i stjórn landsins og við stjórn höfuðborgarinnar.hefur verið við það miðuð að byggja upp bákn i kring- um viðskipti og þjónustu, hlaða upp yfir- Kyggingu bæði i einkarekstri og margvis- legum opinberum rekstri, — allt á kostnað framleiðsluatvinnuveganna. Þessi stefna hefur mjög lengi mótað alla stjórn borgarmála i Reykjavik og þó aldrei svo mjög, sem á siðustu árum, þeg- ar heita má að fulltrúar verslunarauð- valdsins fari með allt vald i Sjálfstæðis- flokknum, og þó alveg sérstaklega i borgarstjórn Reykjavikur með Birgi, borgarstjóra, og .Albert Guðmundsson, persónugerving þessa valds,i broddi fylk- ingar. Þessi stefna, sem hleður undir versl- unarvaldið, hvers kyns milliliði, fjár- plógsmenn og braskara, hún hefur einnig ráðið alltof miklu um stjórn islenska ríkis- ins um langt skeið, nema á þeim alltof fáu árum þegar sósialistar hafa átt þess kost að hafa veruleg áhrif á stjómarstefnuna, en þar er skemmst að minnast siðustu vinstri stjórnar. Það er þessi stefna, en ekki uppbygging atvinnulifs úti um landið, sem veldur þvi, að i Reykjavik hefur hlaðist upp ofvaxið bákn verslunar, viðskipta og margvis- legrar fjáraflastarfsemi, sem fram- leiðslustarfsemi landsmanna ris varla undir til lengdar. Það er þessi stefna, en ekki of hátt kaup verkafólks, sem veldur þvi, fremur en allt annað, að nokkurra rekstrarerfiðleika gætir nú hjá fiskvinnslunni, sjálfri undir- stöðuframleiðslunni i okkar þjóðfélagi. Þessir erfiðleikar koma fram nú, þrátt fyrir alltof lágt kaup, og þrátt fyrir hærra verð á útflutningsmörkuðum en nokkru sinni fyrr. Þvi veldur sú stefna i stjórn landsins, sem gerir framleiðsluatvinnuvegina að hornrekum, sú stefna sem beinir allt of miklu fjármagni i verslun, viðskipti og hvers kyns brask, en ætlar erlendri stór- iðju að verða vaxtarbroddurinn i atvinnu- lifi á íslandi, utan viðskiptageirans. Gegn þessari þjóðhættulegu stefnu, sem i alltof rikum mæli hefur náð að móta is- lenskt þjóðfélag er aðeins til eitt pólitiskt svar, — það að hefja til varanlegs vegs stefnu aukinnar framleiðslu og meiri úr- vinnslu á öllum þeim sviðum, sem nátt- úrugæði lands og sjávar hafa fram að bjóða, með öðrum orðum — islénska at- vinnustefnu. bankastarfsemi, en það er óhæfa, þegar svo er komið að á íslandi hafa fleiri menn atvinnu sina af lánastarfsemi en af vinnslu sjávarafla. Höfuðborg islands skartar með nær 1000 heildverslanir, á sama tima og heildsala i þeirri mynd sem hér tiðkast hefur viða verið lögð niður i nálægum löndum og vöruverð þannig lækkað. í Reykjavik eru aðeins örfáar fjölskyldur um hverja smásöluverslun, en á sama tima hafa útgerð og fiskvinnsla drabbast niðúr, og iðnaðurinn hangir á horriminni,en mörg iðnfyrirtæki hafa ým- ist þegar kosið að flýja Reykjavik, eða ihuga nú þann möguleika. í viðskiptalifinu og braskstarfseminni, sem fyrst og fremst á sér stað undir verndarvæng borgarstjórnarihaldsins i Reykjavik er að finna það bákn, sem öll alþýða landsins ber á herðum sér. Fulltrú- ar þessa bákns sitja hvarvetna fvrir i hinu opinbera kerfi og skáka þar i skjóli póli- tisks valds Sjálfstæðisflokksins og hjálparkokka hans. Það er þetta póli- tiska valdakerfi, það er þetta bákn, sem öll alþýða, bæði i Reykjavik og úti um allt land, þarf að hrinda af höndum sér við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig er hægt að tryggja hvort tveggja i senn blómlega framleiðslustarf- semi, bæði i Reykjavik og úti um land,og mannsæmandi lifskjör vinnandi fólks til sjávar og sveita. Niður með pólitiskt valdakerfi fjár- plógsmanna. Báknið burt. íslensk atvinnustefna er kjörorð dags- Smitandi sjúkdómur Ekki kemur fram i forystu- grein Magnúsar Torfa nánari skilgreining á sjúkdómi þessum „móðurskipsþreytu”. Þeirrar skilgreiningar er þörf fyrir ó- kunnuga þó að Magnús Torfi kunni að hafa gert sér grein fyrir grundvallaratriöum henn- ar; vonandi er sjúkdómurinn ekki smitandi. Þögnin rofin 1 Framsóknarflokknum hafa vinir Alfreðs Þorsteinssonar efnt til herferðar til stuðnings honum. Bera borgarstjórnar- fréttir Timans þess glöggt vitni. Þetta eru vissulega góð tiðindi að mati undirritaðs, allt of lengi hefur verið hljótt um hinn valin- kunna sæmdarmann, skransal- ann, Alfreð Þorsteinsson. Sem betur fer... Þegar hann tók við embætti skransalans ætlaði margur framsóknarforinginn að koma Alfreð út úr borgarfulltrúasæti við næstu kosningar. Jafnframt þótti mörgum glámskyggnum manninum gott að losna við Al- freð af viðavangi Timans. En Alfreö hefur sem betur fer séð við þessum mönnum, ekki i fyrsta sinn að hann leikur á þá. Nú stefnir hann á fyrsta sætið á borgarstjónarlista Framsókn- arflokksins i úæstu borgar- stjórnarkosningum. Þvi miður Alfreðj Hann lék á þá. hefur undirritaður ekki heyrt um að framsóknarmenn hafi skorað á Alfreð að gefa kost á sér til þings, það væri þó að mati allra góðgjarnra og velviljaðra manna timabært og maklegt eftir mikil störf og ósérhlifni i þágu Kristins Finnbogasonar og Co. Rannsóknar- blaðamennskan ' Morgunblaðið hefur ástundað rannsóknarblaðamennsku að undanförnu: Tekið viðtöl við menn úr öðrum flokkum um framboðsmál og forystustörf. Þessi rannsóknarblaðamennska er sérdeilis fróðleg. Hitt vekur þó ekki siður athygli sem aldrei er spurt um i Morgunblaöinu, þ.e. til dæmis framboösmál Sjálfstæðisflokksins. Lesendum Morgunblaðsins væri þó áreið- anlega engu minni fengur að fréttum um framboðshugleið- ingar Alberts Guðmundssonar Halldórs Blöndals, séra Ingi- bergs Hannessonar, svo nokkur nöfn séu nefnd af handahófi úr þremur kjördæmum. Að undanförnu hefur komið fram að fiskkaupendur hafa stundað yfirborganir á afla, þ.e. þeir hafa greitt hærra verð fyrir fiskinn en um er samið i verð- lagsráði sjávarútvegsins. Þess- ar yfirborganir eru með marg- vislegum hætti. Ein aðferöin er sú að borga hreinlega hærra verð fyrir fiskinn. Þá kemur yf- irborgunin til skiptanna — þ.e. . til sjómannanna lika. Ein að- I ferðin er sú að greiða útgerðinni ? einni beint. Ein aðferðin er fólg- | in i þvi að fiskkaupendur greiða ■ ákveðinn útgerðarkostnað fyrir | fiskseljendur, þ.e. útgerðar- m mennina. Þessi aðferð mun | vera sú algengasta. Með þess- ■ um hætti er farið á svig við sjó- ■ mennina og almennar skipta- I reglur og þessa tegund yfir- j borgana er mjög auövelt aö fela | i bókhaldinu. ■ Við kveinstafi frystihúsaeig- I enda þessa dagana rifjast B margt upp sem fram hefur | komjið um sérkennilegar aðferð- * ir sem ástundéðar eru i sjávar- ■ útvegi og bókþaldi fyrirtækja i I þessari mikilvægu starfsgrein. ■ Þó að Þjóðhagsstofnun reikni og | reikni nær það skammt, gróða- ■ myndunin á sér stað i Banda- I rikjunumhjá fyrirtækjum SH og m SÍS og þar kemur engin Þjóð- | hagsstofnun nærri bókhaldinu. ] Smásvindlið hér heima liggur i ■ augum uppi, og allir sjá hvernig I einkaframtakið lætur þjóðnýta " tapiö, en hirðir gróðann i bilifi | forstjórans og skyldmenna hans ■ i þriðja lið minnst. Stórgróöann I sér enginn, hann er i bandarikj- „ unum. En hann má ekki gleym- | ast. —s. Að sjálfsögðu þurfa Islendingar að stunda verslun og hér þarf að halda uppi íns. Ekki minnst á pólitík Karvel er með móður- skipsþreytu, segir Magnús Torfi. ing hans á brotthvarfi Karvels er sú að Vestfjarðaþingmaður- inn haf veriðhaldinn sjúkdómi, sem nefnist „móðurskips- þreyta’ : „Akvörðun Karvels Pálma- sonar, að tilkynna kjördæmis- ráðsfundi Samtakanna á Vest- fjörðum að af sinni hálfu komi ekki til greina að standa að framboðiikjördæminu i næstu kosningum til Alþingis öðruvisi en utanflokka, kemur ekki á ó- vart. Þvi lengra sem liðið hefur á kjörtimabilið, þeim mun meira hefur gætt hjá Karvel og ýmsum nánustu samstarfs- mönnum hans i kjördæminu kvilla, sem aðrir samtakamenn hafa gefiö heitið móðurskips- þreyta.”. Bjarni Pálsson, Núpi, ritar grein I „Ný þjóðmál” um við skilnað Karvels Pálmasonar við Samtök frjálsiyndra og vinstri- manna sem stjórnmálaflokk. Bjarni Pálsson: Ekki minnst á pólitik. Bjarni ræðir ma. um markmið hins óháða framboðs Karvels Pálmasonar á Vestfjöröum og segir: „Pólitiskt markmiö hins ó- háða framboðs er ekkert, enda var ekki minnst á stjórnmál á kjördæmisráðstefnunni.” 1 lok greinar sinnar býður Bjarni Pálsson upp á Samtaka- framboð á Vestfjöröum, gegn hinu óháða framboði Karvels: „Karvel Pálmason hefur hamrað á þvi i viðtölum að það beri einhverja sérstaka nauðsyn til þess að bjóða Vestfirðingum upp á óháð framboð. Á sama hát geta SFV talið sér skylt, ef fært þykir, að gefa þeim rúmlega 700 Vestfirðingum sem kusu Sam- tökin kost á þvi að kjósa þau aft- ur.” Kvillinn móður- skipsþreyta Magnús Torfi Ólafsson skrifar forystugr. i Ný þjóðmál. Skýr-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.