Þjóðviljinn - 24.08.1977, Page 6
6, SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. ágúst 1977
Á innrásardegi 21. ágúst 1968
í hjarta Evrópu
fyrir níu árum
Ávarp
Hauks Jó
hannssonar
21.ágúst
1977 á
útifundi
herstööva-
andstæð-
inga í
Reykjavík
Viðstaddir minnast auðvitað
tiðindanna, sem urðu i' Tékkósló-
vakiu, „hjarta Evrópu”, fyrir niu
árum. Þó ætla ég að rifja at-
burðarásina sumarið 68 upp i
stuttu máli. Hún er lærdómsrik.
Fylgispekt kommúnista við
bróðurflokkinn i Sovétrikjunum
var viö brugðið allt frá valdatöku
þeirra tilársins 1968. Hinn 5. april
það ár var samþykkt ný starfs-
skrá Kommúnistaflokks Tekkó-
slóvakiu (KT). Þar var mörkuð
algjör stefnubreyting i starfshátt-
um flokksins. t starfsskránni
segir svo:
„Kommúnistaflokkurinn bygg-
ir á stuðningi manna af frjálsum
vilja. Hann framkvæmirekki for-
ystuhlutverk sitt með þvi að
drottna yfir þjóðfélaginu, heldur
með þvi að þjóna af mestri dyggð
frjálsri þróun, framfarasinnaðri
og sósialiskri. Flokkurinn þving-
ar menn ekki til að hlita leiðsögn
sinni, heldur verður hann alltaf
að vinna sér forystutraust að nýju
með verkum sinum. Stefna hans
kemst ekki fram með fyrirskip-
unum, heldur aðeins með starfi
flokksfélaganna og fyrir sann-
leika hugsjóna flokksins.”
Með starfsskránni var stefnt að
þvi að verkamenn fengju aukna
hlutdeild i'stjórn fyrirtækja, og að
stjórn efnahagslifsins yrði dreift.
Komið skyldi á málfrelsi, prent-
frelsi og samtakafrelsi, bætt yrði
úr rangsleitni og lögleysum fyrri
ára eftir mætti, kosningafyrir-
komulag skyldi bætt, ferðafrelsi
aukið og dregið úr ofurvaldi rikis-
stofnana, svo sem lögreglu. Tekið
var fram, að staðið yröi við allar
skuldbindingar rikisins við
bandamenn þess i öörum sósial-
iskum rikjúm á grundvelli gagn-
kvæms afskiptaleysis um innri
málefni og jafnréttis allra aðila.
Var ákveðið að efna til nýs
flokksþingsh.9. sept. um haustið,
og voru fulltrúar til þingsins
kjörnir siðast i júni. úrslit kosn-
inganna urðu þau, að umbóta-
sinnar fengu yfirgnæfandi meiri-
hluta fulltrúa á flokksþingið.
I júnilok fóru fram miklar her-
æfingar Varsjárbandalagsins i
Tékkóslóvakiu. 1 þeim tóku þátt
herir frá öllum löndum banda-
lagsins nema Rúmeniu. Aö lokn-
um æfingunum hurfu hersveitirn-
ar úr landi nema þær sovésku, um
30.000manns. Þær þumbuðust við
að fara úr landinu i rúman mán-
uð.
Sumarið 68 gekk á gegndar-
lausum árásum á umbótasinnaöa
forystu KT i málgögnum flokk-
anna i rikjum Varsjárbandalags-
ins nema Rúmeniu. Málflutning-
urinn var ógeðfelldur, en aðferðin
ekki óþekkt. Þvi var slegið föstu
að gagnbyltingaröfl væru að
verki í Tekkóslóvakiu og að
kommúnistaflokkurinn gerði ekk-
erttil aðhindra framgang þeirra.
Þvi var haldið fram að Tekkósló-
vakia hyggðist hætta þátttöku i
Varsjárbandalaginu. Sagt var, að
fundist hefðu vopnabirgðir gagn-
byltingarmanna. Seinna varð
ljóst, að austurþýska leyniþjón-
ustan hafði látið koma þessum
birgðum fyrir. Sjónarmið forystu
KT komu aldrei fram í frétta-
flutningi i þessum rikjum,og svara
flokksins við gagnrýni var að
engu getið. A það var ekki
minnst, að eitt rikja Varsjár-
bandalagsins, Rúmenia, studdi
umbótasinna eindregið. Lika var
vandlega um það þagað, að um-
bótasinnar nutu óskoraðs stuðn-
ings kommúnistaflokka Júgó-
slaviu, Frakklands og ítaliu.
Hinn 3. ágúst var haldinn fund-
ur I Bratislövu með forystumönn-
um kommúnistaflokka Tékkósló-
vakiu, Sovétrikjanna, Austur-
Þýskalands, Póllands, Búlgariu
og Ungverjalands. Var þar f jallaö
um samskipti þjóðanna. Fundar-
menn samþykktu að varðveita
árangur sósialismans I löndum
sinum, og að halda áfram sam-
vinnu á sviði varnar- og efna-
hagsmála. Að ráöstefnunni lok-
inni sagöi Dubéek, að fundurinn
hefði farið að bestu vonum tékkó-
slóvaka; þeim væri nú opin leið á
þeirri framfarabraut, sem haldið
hefði veriö á i janúar 68. Nú væri
tryggt, að ekki þyrfti að óttast '■
ihlutun bandamanna tékkósló-
vaka i sósialisku rikjunum. 1
vestur-Evrópulöndum var talað
um fundinn sem próf, sem komm-
únisminn hefði staðist með ágæt-
ur. Rúmenar lýstu hinsvegar
óánægju og sárindum yfir að hafa
ekki fengið að taka þátt i fundin-
um sem eitt af rikjum Varsjár-
bandalagsins og Comecon.
Agreiningsefni milli landanna
virtust á yfirborðinu hafa verið
jöfnuð að mestu, og hlé varð á
árásum sovéskra blaöa. En nú
tók að styttast tilflokksþingsins 9.
sept., og eftir það yrði enn erfiö-
ara fyrir sovétmenn að fá vilja
sinum framgengt.
Og fyrir réttum niu árum, um
lágnætti aðfaranótt 21. ágúst,
ruddist herliö, álika f jölmennt og
Bandarikin höfðu i Vietnam þeg-
ar flest var, yfir landamæri
Tekkóslóvakiu I austri, norðri og
suðri. Sovétmenn sýndu Banda-
rikjamönnum þá kurteisi að til-
kynna þeim um innrásina fyrir-
fram.
Hernum var ekki veitt vopnuö
mótspyrna, en fólk reyndi aö taka
hermenn tali og leiða þeim fyrir
sjónir hvað þeir væru að gera.
Piltunum i hersveitunum haföi
verið talin trú um að þeir færu til
aðfrelsa fólk undan oki gagnbylt-
ingarkúgara, og þeir áttu von á
fagnaðarlátum almúgans. Sovét-
rikinreyndu að réttlæta innrásina
með hjálparbeiðni manna úr
kommúnistaflokknum og forystu
rikisins; aldrei hafa nöfn þessara
hjálparþurfi manna verið birt.
Forystumenn flokks og rikis-
stjórnar voru umsvifalaust hand-
teknir og fluttir til Moskvu, og
voru meðhöndlaðir sem glæpa-
menn. Stjórn innrásarhersins
skipaði svo fyrir, að þegar i stað
skyldi mynduð þóknanleg rikis-
stjórn, ella myndi herinn skipa
hana sjálfur.
Flokksþingið, sem átti að hefj-
ast 9. sept., var kallað saman i
skyndi daginn eftir innrásina og
var haldið á leyndum stað — i
verksmiðju i úthverfi Prögu.
Flokksþingið kaus nýja miðstjórn
og samþykkti, að innrásarherinn
skyldi hverfa af landi brott fyrir
hádegi daginn eftir, ella yrði alls-
herjarverkfall i landinu um
óákveðinn tima og gripið yrði til
frekari ráðstafana. Einhugur
landsmanna gegn innrásarliöinu
var algjör.
Innrásarherinn fann enga not-
hæfa menn til að taka sætii þókn-
anlegri rikisstjórn. H. 26. ágúst
var undirrituð i Moskvu fundar-
gerð ráðamanna Sovétrikjanna
og fanganna frá Tékkóslóvakiu,
sem þá höfðu verið leystir úr
haldi. Fangarnir neyddust til að
lýsa miðstjórnarkjör flokksþings-
ins 22. ágúst ógilt. Þeir urðu að
fallast á dvöl erlends hers i
Tékkóslóvakiu, en sovéskir ráða-
menn hétu þvi að herinn myndi
ekki blanda sér i innanrikismál
landsins, og að hann myndi fara á
brott þegar ástand i landinu væri
komið i eðlilegt horf.
Umbótasinnar reyndu I lengstu
lög að halda I það sem áunnist
hafði vordagana I Prögu, en allt
sliktvar bælt niðursmám saman.
Menn þóknanlegir hernámsliðinu
voru settir i valdastöður i stað
umbótasinna, einn eftir annan.
Josef Smrkovský var sviptur em-
bætti þingforseta 1. janúar 69, og
AlexanderDuböek var hrakinn úr
formennsku i flokknum í april 69.
Gustav Husák tók við formennsku
flokksins og hefur reynst rússum
þarfur þjónn. Flokksstarf allt ein-
kennist nú af rússaþjónkun, og
mikill fjöldi hefur sagt sig úr
flokknum eöa verið rekinn. Þeir,
sem láta i ljósi óánægju með
stjórnarstefnu, mega búast við að
verða sviptir vinnu sinni og af-
komumöguleikum. Ferðafrelsi er
mjög takmarkað, og menningar-
lif hefur verið drepið i dróma.
Spilling og mútuþægni embættis-
manna er gifurleg.
Þjóðfélagsástand nú er furðu
svipað og það var fyrir 20 árum.
Mætti þvi ætla að nú væri ástand
komið i „eölilegt horf”. En
sovéski herinn situr sem fastast.
Herbúðir eru viða um landiö, en
herinn hefur hægt um sig og fólk
verður hans litið vart. Ætla má,
aðsovéski herinn i Tékkóslóvakiu
á vegum Varsjárbandalagsins sé
álfka fjölmennur og bandariski
herinn á Islandi á vegum Atlants-
hafsbandalagsins. Og hvorugur
herinn blandar sér i innanrikis-
mál...
Sú ljóta saga, sem nú hefur ver-
ið stuttlega rakin, sýnir við
hverju má búast af hernaðar-
bandalagi, ef aðildarriki þess læt-
ur ekki að vilja forystuveldisins.
Ef Tékkóslóvakia hefði ekki verið
aðiliað Varsjárbandalaginu hefði
ekki komiö til hinnar svivirðulegu
innrásar. Ein meginröksemd
rússa fyrir nauðsyn ihlutunar var
sú, að hætta væri á að Tékkósló-
vakfa hyrfi úr Varsjárbandalag-
inu, og við það myndi valdajafn-
vægi i Evrópu raskast. Slikt
mætti aldrei verða. Ein megin-
röksemd herstöðvasinna á íslandi
er ósköp áþekk, — að ef herinn
fari héðan og tsland hverfi úr
Nató raskist valdajafnvægið i
Evrópu. Slikt megi aldrei verða.
Flestir fylgismenn bandariskra
herstöðva á íslandi eru mótfallnir
dvöl rússnesks hers i Tékkósló-
vakiu, að minnsta kosti I orði
kveðnu. Ef hugur fylgir máli ættu
þeir að geta fallist á að senda
bandariska herinn úr landi og
hætta þátttöku i Atlantshafs-
bandalaginu gegn þvi, að sovéski
herinn fari frá Tékkóslóvakiu og
landið hætti þátttöku i Varsjár-
bandalaginu. Valdajafnvægiö
yrði væntanlega óbreytt.
Við krefjumst þess, að sovéski
herinn hverfi frá Tékkóslóvakiu,
og að bandariski herinn fari frá
Islandi. Um leið hætti Tékkósló-
vakia þátttöku I Varsjárbanda-
laginu, og Island segi sig úr
Atlantshafsbandalaginu.
Haustútsalan
er hafin
Komið og gerið
góð kaup
lympí
Verzlanahöllinni
Laugavegi 26