Þjóðviljinn - 24.08.1977, Qupperneq 7
Miðvikudagur 24. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Ef veröbólgan væri stöövuö skyndilega og öllum
lánveitingum til einkaaöila í atvinnurekstri hætt
mundu ríkisstofnanir líklega sitja uppi með
megnið af atvinnurekstri landsmanna.
Gunnar
Karlsson,
lektor
íslenska lénskerfið
Oft hefur verið óvenjulega
gaman að lesa Þjóðviljann i
sumar. 1 fyrsta sinn siðan ég
man eftir hefur blaðið orðið
vettvangur fyrir nokkurn visi að
fræðilegri þjóðmálaumræðu, og
má liklega ekki sist þakka það
þessum dagskrárþætti sem var
hleypt af stokkunum á siðast-
liðnu hausti. Freistandi er að
leggja orð i belg um einhver
þeirra efna sem hafa verið á
dagskrá að undanförnu, en þar
er orðið um allt of margt að
velja eftir sumarið. Ég ætla þvi
að stilla mig um að segja nokk-
uð um marxisma eða freud-
isma, menningarróttækni eða
evrópukommúnisma að sinni en
reyna i stað þess að halda áfram
eftir nokkuð svipaðri leið.
Það vill oft brenna við að rót-
tæk þjóðmálaumræða verði
nokkuð mikið mótuö af erlend-
um fræðikenningum um gerð
samfélaga en geri of litið að þvi
að reyna að skilja og skilgreina
islenskt þjóðfélag og sérkenni
þess. Þannig er að jafnaði geng-
ið út frá þvi að við búum við
kapitaliskt hagkerfi á Islandi.
(Stundum er að visu talað um
blandað hagkerfi en það bætir
sist um.) Ég held að þetta komi
hreint ekki heim við raunveru-
leikann, við búum alls ekki við
kapitalisma i þessu landi. Það
væri ofætlun að ætla að rök-
styðja þessa staðhæfingu til
nokkurrar hlitar i blaðagrein.
Hér verða aðeins settar fram
nokkrar einfaldar tilgátur til
umhugsunar, og ég skal glaður
taka við leiðréttingum.
Megineinkenni kapitalisma er
að fjármagn i einkaeign er not-
að til að skapa aðstöðu til að
draga að sér arðinn af vinnu
annars fólks. (1 kapitaliskri
hagfræði er þetta auðvitað kall-
að að féð skili arði eða ávaxti
sig.) Oft gerist þetta i tveim
(eða fleiri) stigum. Sá sem á
fjármagnið lánar það öðrum til
að kaupa vinnu, og báðir hljóta
sinn hluta af arðinum, en niður-
staðan er hin sama. Án þess að
ég þekki nokkuð sérstaklega vil
til atvinnurekstrar á Islandi
þykist ég geta fullyrt að við
finnum ekki mikið af þessu fyr-
irbæri hér. Það virðist tiltölu-
lega sjaldgæft að nokkur maður
auðgist á eigin fjármagni, og
mér er til efs að það sé yfirleitt
mjög algengt að fjárfesting skili
verulegum arði hér i kapitalisk-
urh skilningi. Mikill hluti af
fjármagninu sem gerir islensk-
um atvinnurekendum kleift að
kaupa vinnu er lánsfé. Hagnað-
ur þeirra myndast ekki fyrst og
fremst við það að fyrirtæki
þeirra skili hagnaði, heldur hitt
að verðbólgan greiðir lánin fyrir
þá. Þegar að skuldadögunum
kemur er lánið orðið lægra að
raungildi, þótt vextir séu
greiddir, og lánþeginn situr
uppi með mismuninn. Það er
þvi ekkert meginatriði fyrir is-
lenskan atvinnurekanda að fyr-
irtæki hans beri sig i rekstri,
hann græðir i sjálfu sér á þvi að
hafa fé að láni i umferð. Nærri
má geta hvaða áhrif þetta hefur
á hagkvæmni i atvinnurekstri,
enda blasa dæmin um fárán-
leikann alls staðar við. Nú sið-
ast þegar ég er að skrifa þetta
er upplýst i útvarpinu að frysti-
húsin, sem nú eru sem óðast að
hóta stöðvun vegna hallarekst-
urs, hafa yfirborgað fiskinn i
allt sumar.
Af þessu leiðir að mestu máli
skiptir hverjir úthluta atvinnu-
rekendum rekstrarfé. Alkunna
er að megnið af lánsfé lands-
manna kemur úr rikisbönkum
og opinberum fjárfestingarsjóð-
um. Yfirmenn þessara stofnana
eru fulltrúar rikisvaldsins,
menn sem beint eða óbeint (og
mest liklega óbeint) eru til-
nefndir af þjóðkjörnum fulltrú-
um. Það eru þessir menn sem
ákveða hverjum skuli leyfast að
leika hlutverk kapitalista i þjóð-
félagi okkar. Ef verðbólgan
væri stöðvuð skyndilega og öll-
um lánveitingum til einkaaðila i
atvinnurekstri hætt mundu rik-
isstofnanir liklega sitja uppi
með megnið af atvinnurekstri
landsmanna. Svo einfalt væri
það á pappirnum að þjóðnýta is-
lenskt atvinnulif.
Hvað eigum við nú að kalla
svona hagkerfi? Orðið rikis-
kapitalismi kemur strax i hug-
ann, en það hefur verið tekið i
notkun um annað, nefnilega rik-
isrekstur i löndum sem búa við
gersamlega ólýðræðislegt
stjórnarfar. Hagkerfi okkar
minnir mig hins vegar mest af
öllu á lénskerfi miðalda, kerfi
sem islendingar kynntust aldrei
að neinu marki en var rikjandi i
stærstu og rikustu þjóðfélögum
álfunnar. t sveitum, þar sem
meira en 90% evrópubúa bjó,
var ræktunarland meginfor-
senda þess að fólk gæti skapað
arð með vinnu. Til þess að geta
lifað á vinnu annarra þurfti
maður þvi umfram allt að hafa
yfirráð yfir landi. Að þvi leyti
fór landið með sama hlutverk og
peningar nú. Viðast var landið i
eigu afar fárra formlega, sums-
staðar var jafnvel allt land talið
eign konungsins. Hann veitti
siðan meginhluta landsins að
léni (= láni) til aðalsmanna
sinna. Þeir veittu gjarnan öðr^
um lénsmönnum eitthvað af þvi
að léni áfram, og svo gat það
gengið koll af kolli ýkja lengi.
En hver lénsmaður hafði nokk-
urt landsvæði til eigin fram-
færslu þar sem hann hafði hóp
af bændum til að rækta jörðina.
Það voru þessir bændur sem
stóðu undir öllu bákninu með
vinnu sinni.
Upphaflega var hugmyndin
að lénsmaðurinn veitti léns-
herra sinum fylgi til herferða og
landvarna til endurgjalds fyrir
landið, en á þvi varð oft mis-
brestur i reynd. Jafnframt fór
það fljótt að tiðkast að lén
gengju að erfðum mann fram af
manni, og þá varð ekki tilfinn-
anlegur munur á þvi að hafa
land að léni og að eiga það.
Lénsaðallinn varð drottnandi
stétt i hverju þjóðfélagi sem bjó
við þetta kerfi. Mér er nær að
halda að rikjandi stjórnmála-
menn okkar og stjórnmála-
flokkar fái meira fyrir peninga-
lén sin en lénsherrar miðalda
fengu fyrir jarðalénin.
Að sjálfsögðu er margt ólikt
með islenska peningalénskerf-
inu og jarðalénskerfi miðalda,
og gæti verið fróðlegt að velta
muninum fyrir sér i einstökum
atriðum. En hér dugir ekki að
teygja lopann, og ég kýs heldur
að velta fyrir mér hvernig við
eigum að bregðast við lénskerfi
okkar, ef þessi tilraun min til
þjóöfélagsgreiningar skyldi
hafa eitthvað til sins máls. 1
fyrsta lagi blasir það við að and-
stæðingar kerfisins hljóta að
veita bönkum og fjárfestingar-
stofnunum meiri athygli en þeir
hafa gert. Það hefur i rauninni
jafnan verið furðu hljótt um
starf þeirra stofnana sem út-
hluta til einstaklinga leyfum til
að mega leika hlutverk kapital-
ista á Islandi. 1 öðru lagi verður
varla komist hjá þvi að setja
spurningarmerki við allar
venjulegar aðferðir i kaup-
gjaldsbaráttu ef það kemur i
ljós að hún snýst ekki um að
skipta rekstrarhagnaði heldur
arðinum af hallarekstri. Loks
skiptir það auðvitað mestu máli
hvaða aðferðir eru hugsanlegar
til að koma þessu kerfi af og
hverju verður auðveldasi að
koma á i staðinn. Og þá vona ég
að við séum sem flest sammála
um að berjast gegn þvi að gervi-
kapitalisminn breytist i raun-
verulegan kapitalisma. Þá
varnarbaráttu verður að heyja
af fullri alvöru, en hún er auð-
vitað ekki fullnægjandi.
Kannski mætti reyna að læra
eitthvað af sögunni. Lénskerfi
miðalda tapaði gildi sinu við það
að borgaratvinnuvegir urðu
smám saman mikilvægari en
landbúnaður i hagkerfi Evrópu-
þjóða. Engar likur virðast til að
neitt hliðstætt gerist hjá okkur;
peningalénskerfið er miklu bet-
ur fallið til að mæta nýjungum i
atvinnuháttum af þvi að pening-
ar eru ávisun á allt sem til er á
markaði. t sveitunum sjálfum
var lénskerfi miðalda komiö af
með ýmsum hætti, en viðast
varð niðurstaðan sú að landið
komst i eigu bænda. Þegar
borgarastéttin (að meðtöldum
embættismönnum) hafði náð að
skyggja algerlega á aðalinn i
pólitiska valdakerfinu gat ekki
hjá þvi farið að yfirráð hans yfir
landinu yrðu afhjúpuð sem
fáránleg timaskekkja. Og þá
varð það augljóst að bændur
hlutu að taka við landinu, þeir
höfðu þar yfirgnæfandi mestra
hagsmuna að gæta. Viö eigum
sennilega langt i land að sann-
færa islenskan almenning um
að yfirráð peningalénsmanna
okkar yfir atvinnutækjunum séu
jafnfáránleg, en þau kunna vel
að vera það jafnt fyrir þvi. Að
minnsta kosti hygg ég að við
getum dregið svo miklar álykt-
anir af sögunni að við hljótum
að stefna að þvi að koma at-
vinnutækjunum sem mest undir
yfirráð þeirra sem vinna við
þau. Einhvern tima hreyfði ég
þvi hér i dagskrárgrein að það
yrði best gert með þvi að knýja
á með siaukið atvinnulýðræði,
og er það þó auðvitað engin alls-
herjarlausn. En hver sem leiðin
verður skiptir miklu að við ger-
urh okkur ljóst við hverja við er-
um að berjast. Eru það kapital-
istaar eða lénsherrar rikis-
valdsins?
Norræna húsið:
Tvær
danskar
sýna
Tvær danskar listakonur, Lone
Plaetner og Mable Rose,opna list-
sýningu i sýningarsölum Nor-
ræna hússins á morgun, fimmtu-
daginn 25. ágúst, kl. 18.00. Sýn-
ingin verður opin daglega kl. 13-19
fram til sunnudagsins 4. sept.
A sýningunni eru teikningar,
grafikmyndir, vatnslitamyndir
og pastelmyndir og eru flestar til
sölu.
Lone Plaetner dvaldist á ís-
landi fyrir tveimur árum, ferðað-
ist þá um landiö og teiknaði og
málaði. Árangurinn af þvi ferða-
lagi má m.a. sjá á þessari sýn-
ingu. Lone setur sjálf upp sýning-
una og býr i Norræna húsinu.
Hægt er að ná sambandi við hana
i sima 17030. (Fréttatilkynning)
Síöasta „Opna húsid
55
Fimmtudagskvöldið 25. ágúst
verður „Opið hús” i Norræna
húsinu i siöasta sinni á þessu
starfsári. Sem kunnugt er hafa
fjögur undanfarin sumur verið
vikulegar dagskrár i Norræna
húsinu, sem eru einkum hugsaðar
sem þáttur i viöleitni hússins til
að kynna norrænum ferðamönn-
um, sem hingað koma, islenska
menningu. Hefur á þessum kvöld-
um jafnan veriö fyrirlestur um
bókmenntir, sögu, landafræöi og
jarðfræði; islensk tónlist hefur
verið kynnt, bæöi sönglög og
hljóðfæratónlist, listsýningar
hafa verið i sýningarsölum húss-
ins með verkum islenskra lista-
manna, nú siðast Sumarsýning
með verkum Jóhanns Briem, Sig-
urðar Sigurðssonar og Steinþórs
Sigurðssonar. Ennfremur hefur
kvikmynd um Island jafnan verið
sýnd i lok hverrar dagskrár. í sið-
asta „opna húsinu” talar Harald-
ur Ólafsson, lektor, um tsland nú-
timans, og i dagskrárlok verður
sýnd ein af öndvegiskvikmyndum
Ósvaldar Knudsens, Hornstrand-
ir. — I bókasafni hússins eru bæk-
ur um tsland á norðurlandamál-
um og norrænar þýöingar á is-
lenskum bókmenntum til sýnis og
útlána, og hafa ferðamenn verið
mjög þakklátir fyrir þá þjónustu.
(Fréttatilkynning)
Hvernig er heilsan?
Skrifstofa borgarlæknis hefur Hlaupabóla ............i (4)
sent fjölmiðlum eftirfarandi Mislingar................21(21)
skýrslu um farsóttir i Reykjavik Hvotsótt.............i (i)
vikuna 31. júli til 6. ágúst. Skýrsl- Hálsbólga......26(41)
an er byggð á upplýsingum 9 (9) KvefsóU .............39(35)
lækna. Tölurnar innan sviga eru Lungnakvef............9(11)
samanburðartölur frá næstu viku Inflúensa............10 (4)
á undan. Kveflungnabólga......l (1)
Blöðrusótt ungbarna ....1 (0)
Iðrakvef...............23(12) Dilaroði..............i (0)
Skarlatssótt...........1 (4) (Fréttatilkynning)
Kvikmyndasýning í dag:
„Toronto Olympiad
55
Þegar Olympiuleikarnir voru
háðir i Montreal i Kanada i
fyrra fóru einnig fram ólympiu-
leikar fatlaðra. Ekki hefur farið
mikið fyrir fréttum af leikum
þessum en um þá var samt gerð
kvikmynd, sem verður frum-
sýnd hér á landi i dag, miðviku-
dag. Myndin verður sýnd á veg-
um Fræðslumyndasafns rikisins
og Iþróttasambands Islands i Att-
hagasal Hótel Sögu,og hefst sýn-
ingin kl. 5,30.
Allmörgum gestum hefur verið
boðið á sýninguna, þar á meðal
þeim islendingum sem tóku þátt i
Stoke Mandeville leikunum nú I
sumar, en það eru alheimsleikar
fatlaðra.
Kvikmyndin „Toronto
Olympiad” er tæplega hálfrar
stundar löng og sýnir hve langt
fatlað fólk getur náð i Iþróttaiðk-
unum. Fræðslumyndasafnið hef-
ur keypt eintak af myndinni og
verður það framvegis falt til út-
lána.
Iþróttasamband Islands hefur
lagt sig fram um að styðja og efla
iþróttastarfsemi fatlaðra og var
kvikmyndin keypt fyrir atbeina
þess.
A undan sýningunni i dag flytja
Gisli Halldórsson forseti ISI og
Benedikt Gröndal, forstöðumaður
Fræðslumyndasafnsins, stutt
ávörp og Páll B. Helgason, endur-
hæfingarlæknir, ræðir um Iþróttir
fatlaðra.
—hs.