Þjóðviljinn - 24.08.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.08.1977, Qupperneq 8
r ► ► 8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. ágúst 1977 LÁTRABJARGSFÖR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á VESTURLAIMDI Um síðustu helgi fór Alþýöu- i bandalagiö á Vesturlandi i feröa- ' lag á Baröaströnd. Var margt um r manninn í ferðinni og þótti hdn r heppnast með eindæmum vel, r enda var ferðaveður eins og best r verður á kosið, sól og bliða. r Má með undrum telja hve vel r hefur viðraö á sumarferðir r Alþýðubandal agsins á þessu r sumri, sem og i fyrra. Eru harð- sviruðustu trúleysingjar I flokkn- um farnir að tala um að ,,forsjón- in” sé með flokknum þegar hann fer i ferðalag. En hápunktur þessarar ferðar var þó ekki veðrið,heldur heim- sóknin i Látrabjarg og að heyra < frásögn Asgeirs Erlendssonar r vitavarðar af bjarginu, flval- í látrum og sögur tengdar bjargi og r vi1<. r Lagt var i ferðina um kaffileyt- , ið á föstudag, 19. ágúst frá Akra- r nesi með rútu frá Sæmundi. 1 r Borgarnesi voru Borgnesingar og nágrannar þeirra teknir i hópinn, en siðan var ekið norður Mýrar. Við Heydalaveginn voru Snæ- fellingar teknir uppi, var siðan ekið norður Heydal og i Dali. t Búðardal komu hinir siðustu til leiks og hélt nú hópurinn fuilskip- aður vestur Dalasýslu og vestur á Barðaströnd. A leiðinni skemmtu menn sér við söng, kveðskap og frásagnir. Leiðarlýsing mæddi mikiðá þeim Skúla Alexanderssyni og Jenna R., en ýmsir komu þeim þó tii hjálpar. I vesturförinni tókst einnig að sameina gaman og gagn, þvi i Gilsfirði voru hinir filefldu karl- menn drifnir út til að hjálpa við aö koma bil upp á götuna. Hafði sá ekið ákaflega snyrtilega út af veginum og sat fastur milli girð- ingar og vegkants. Með liprum akstri og stuðningi margra handa tókst að koma honum aftur upp á veginn. Um eittleytið aðfararnótt laugardags var komið i áfanga- stað: Birkimel á Barðaströnd. Þar er skóli og félagsheimili fyrir Barðarstrandarhrepp og hafði fengist leyfi til að hópurinn gisti i félagsheimilinu. Þar var einnig sundlaug ágæt, þvi jarðhiti er á svæðinu. Var laugin óspart notuð meðan fólkið hélt sig á Birkimel. Stendur hún niðri við sjávarkambinn og geta þvi sundgestir hlaupið i'sjóinn og kælt sig ef þeim þykir nóg um yl- inn. Hinum sem þykirlaugin ekki nógu heit býðstað setjast í baðkar eitt er stendur skammt frá laug- i inni. 1 karið fellur buna ein heit ■ úr röri er stendur beint út úr , sjávarbakkanum. , Birkimelur er á hinni raun- verulegu Barðaströnd, sem er að- einslitill hluti þess sem i daglegu tali kallast Barðaströnd, þ.e. öll Barðastrandarsýsla. Hin raun- verulega Barðaströnd takmark- ast af Siglunesi i vestri og Krossanesi i austri, og er því að- eins svæðið milli Rauðasands og Vatnsfjarðar. Þar er ríki Hákonar i Haga, er allt átti og öllu réði á þessu svæði meðan hann var og hét. Var hann enda einn af stofnendum Sjálf- stæðisflokksins og sá af stofnend- unum er lengst lifði. Ógleymanlcg stund. Asgeir Er- lendsson vitavörður lýsir stað og sögu á Látrabjargi. Ilér er megniö af hópnum við vitann á Bjargtöngum. Asgeir vitavörður situr fyrir miðju I fremstu röð. Unnar Þór er standandi þriðji frá vinstri. Med fræðaþul á efstu brún En vinstri hreyfing á einnig hauka ihorni á Barðaströnd. Enn þeirra er skólastjórinn á Birki- mel, Unnar Þór Böðvarsson. Hafði svo um samist að auk þess að útvega hópnum húsaskjól yrði hann leiðsögumaður hópsins um Barðaströnd. Til að tryggja sem besta leiðsögn hafði Unnar tryggt sér fulltingi Asgeirs Erlendsson- ar, vitavarðar á Látrabjargi, fróðasta og frásagnagleggsta manns sem hægt er að hafa með sér um þær slóðir. Látrabjargsför A laugardagsmorgun vöknuðu ferðalangar i glaðasólskini, og er sund hafði verið iðkaö um stund var haldið af stað út að Látra- bjargi. Unnar tók við leiðsögn og lýsti staðháttum auk þess sem hann sagði sögur af mannlifi á Barða- strönd, fyrr og nú. Er komið variPatreksf jörðvar ekið heim að Sauðlauksdal, þar sem hinn þekkti klerkur Björn Halldórsson hóf kartöflurækt, og varð einna fyrstur manna til að reyna að hefta sandfok. Var hópnum sýnt það sem eftir er af þeim fræga grjótgarði Ranglát, en hann urðu sóknar- börn Björns að hlaða endur- gjaldslaust. I Sauðlauksdal er nú i sumar i fyrsta sinn starfrækt sumardval- arheimili fyrir börn. Er við komum á staðinn voru þar 15 börn eftir, en megnið af sumrinu hafa verið um 25 börn i Sauðlauksdal, þangað komin af öllum landshornum. t Sauðlauksdal var kirkjan skoðuð og kirkjugarðurinn, og vakti athygli að þar virðast menn hafa verið grafnir með höfuðið ýmist í austur eða vestur. Afram var haldið um örlygs- höfn og yfir í Breiðuvik. Þar með útsýn yfir vikina og út á hafið snæddu menn nesti sitt. Siðan var haldið áfram siðasta spölinn heim að Hvallátrum. Ásgeirs þáttur Erlends- sonar. Þar tók á móti okkur eldri mað- ur, lágvaxinn og léttur á fæti og kynnti sig sem Asgeir Erlends- son, vitavörð. Hóf hann þegar að segja okkur af lifi og náttúru á Látrum, og satt að segja, þá skortir orð að lýsa þeim frásagnarmáta, og þeirri orðkynngi er þá frásögn alla einkenndi. Var hans þáttur allur sem sýni- kennsla i þeirri list er tslendingar eru nú sem óðast að týna niður: frásagnarlistinni. Sagði hann okkur frá útrasði að Brunnum i Látravik, en þar var mikil verstöð fram á þessa öld, frá sigi í Látrabjarg, til eggja og fulgatekju. Hefur Asgeir i þeim efnum ýmislegt reynt, og má þar nefna þann þekkta atburð er sylla hrundi undan mönnum i bjarginu. Þrir féllu niður og létu lifið, einn sat eftir og bjargaðist. Hinn eini er Asgeir Erlendsson. Svipurinn á Sigurði og Bjarnfríði er eins og einn úr hópnum hafi hrapaðfyrir björg. Séð inn með Látrabjargi. Fjærst er Barð, sem Asgeir telur að Barðaströnd taki nafn af. Miðvikudagur 24. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Skemmtileg er frásögn Asgeirs af Guðmundi góða Hólabiskupi og bjargvigslum hans. Er Guðmundur vigði Látrabjarg skildi hann eftir hluta i bjarginu og heitir þar Heiðnaberg. Sömu sögu er að segja frá Drangey. As- geir er þeirrar skoðunar að með þessu hafi Guðmundur verið að hugsa um fátæklingana þvi Heiðnaberg i Látrabjargi er eins- konar almenningur, þangað gátu menn sótt björg i bú ef hungrið svarf að. Að visu er bergið illsótt á þessum stað, en þarna var þó viss möguleiki. Fái þessi skoðun staðist er þarna komin ný og ákaflega skemmtileg hlið á Guðmundi góða. Það vakti athygli okkar að við vitann er fánastöng. Ásgeir fræddi okkur á þvi að hún hefði verið reist i tilefni að komu for- seta Islands i vitann, sem reynd- ar ekkert varð af, þvi timi forset- ans leyfði það ekki. Þarna er flaggað á hinum lög- giltu fánadögum og einnig ef sér- lega gott fólk kemur i heimsókn. Ekki var flaggað þennan dag, og kvaðst Asgeir ekki hafa vitað hvort við kærðum okkur um slikt. Er staðað var við uppi á bjarg- inu sigldu skip framhjá á leið suð- ur fyrr Breiðafjörð. Eitt þeirra var Þórsnesið frá Stykkishólmi og sendi okkur kveðju með skips- flautu. Þeirri kveðju er hér með svarað með þökk á prenti. Er niður af Látrabjargi var haldið (landmegin að sjálfsögðu) sýndi Asgeir okkur aflrauna- steina þá er útróðramenn á Brunnum spreyttu sig á. Heitir annar Brynjólfssteinn og er 260 kíló á þyngd. Ber hann nafn Brynjólfs nokkurs er nefndur var hinn sterki og bar stein þennan á bakinu um 50 metra veg. Sterk- ustu menn i okkar för gátu reist hann upp á endann, en enginn hafði hann á loft. Annar steinn er þarna og heitir Júdas. Ber hann það nafn sakir þess að hann tolldi hvergi i hleðslu, heldur skreið alltaf út. Var hann notaður til að skera úr um hvort hálfdrættingar gætu orðið hlutgengir. Er hann 120 kíló að þyngd. Hinir hraustustu úr hópnum fengu lyft steininum, og ein af kvenþjóð fékk lyft honum svo vatnaði undir. Að aflraunum loknum var sest að kaffidrykkjuog hlýttá frásögn Asgeirs af Spánarvigunum svo- nefndu 1616, einu nöturlegasta atriði islenskrar vigasögu, er vestfirðingarallt frá Ströndum til Látrabjargs mufkuðu niður spánska skipsbrotsmenn. Er sú frásögn var liðin sagði Asgeir frá sjóslysinu við Látra- bjarg árið 1947, og verður sú frá- sögn öllum ógleymanleg. Að svo búnu var ekið frá Látra- vik og yfir til Keflavikur við hinn enda bjargsins og fylgdi Asgeir okkur þangað yfir og sagði .frá staöháttum. Var hann siðan kvaddur uppi á Látraheiði með pomp og pragt og miklu þakklæti og er seinast sást til hans skokk- aði hann léttur á fæti móti sól áleíðis heim að Hvallátrum. Eftir nokkur ár hættir hann störfum við vitann. Verður þar skarð fyrir skildi. Af Látraheiði var haldið til baka sem leið liggur fyrir botn Patreksf jarðar og til kauptúnsins Patreksfjarðar, eða Vatneyrar eins og það einnig heitir. Þar sá Jenni R. um leiðsögn, enda inn- fæddur Patreksfirðingur. Eftir að menn höfðu nestað sig á Patró var ekkert eftir að gera nema koma sér aftur i náttstað- inn á Birkimel, og lokaspölinn hlýddu menn á frásagnir Unnars af lifi og fristundagamni manna á Barðaströnd. Ragnheiður i Krossholti. Ragnheiður, sambýliskona eða ráðskona Unnars eins og hún kallar sig, var þátttakandi i Alþýðubandalagsferð Vestlend- inga ifyrra.enda með lögheimili i Borgarfirði. Nú býr hún á Breiðamel, eða i Krossholti sem er næsta hús við, og hugsar um Unnar og soninn Böðvar. Yfir kvöldkaffi berst taliö að hinni miklu „starfsreynslu” Ragnheiðar, en hennar starfs- reynsla er ekki i þvi fólgin á hfma sem lengst i sama starfinu, held- ur i þvi að reyna sem flest störf, og er það auðvitað miklu merki- legri starfsreynsla en hitt. Má segja að hun hafi hafið feril sinn 16 ára er hún fór til Noregs og var þar einn vetur á lýðskóla. Að þvi' loknu skrapp hún til Dan- merkur og vann i nokkra mánuði á lýðháskóla, svona til að kynnast hinni hliðinni á slikum stofnun- um. Eftir þessa útreisu hélt hún sig við ættjörðina i nokkur ár. Vann i Borgarfirði á sumrin, við hó- telþjónustu og við tómatana i Reykholtsdalnum. Hún brá sér um stund i HUs- mæðraskóla en fann brátt að slik- ar stofnanir voru ekki að hennar skapi. Betur kunni hún við sig i Bændaskólanum á Hólum og það- an lauk hún búfræðiprófi. Stær- ir sig lika af því að vera eini bú- fræðingurinn á Barðaströnd. Ragnheður er listræn og þvi eðlilegt að hún kynnti sér nokkrar starfsgreinar er að sliku lúta. Hefur hun þvi starfað i leðuriðju ogviðframleiðsluá gler-og postu- linsvörum. Auk þess hefur hún að sjálfsögðu starfað við megin list- iðnað islendinga: fiskverkun. Það hefur hún gert i frystihUsum i Reykjavik og á Vestfjörðum. En ekki var hUn of lengi um kyrrt á fósturjörðinni. A vegum utanrikisþjónustunnar dvaldist hún hálft ár i Sviss, var þar þjónustustúlka hjá sendiherra vorum hjá Efta. Ekki löngu siðar en hún var heim komin úr þeirri för heim- sótti hún Danaveldi á ný. Vann hún þar sumarlangt við að fram- kalla „slætsmyndir” hjá fyrir- tækinu Kódak. Var að hennar sögn ákaflega skemmtilegt að bera saman hin óliku ljósmyndamótif Islendinga og Dana. Danskar „fjöiskyldu- myndir”-voru gjarna af hjónun- um berrössuðum i baði; islensku fjölskyldumyndirnaraf öllu liðinu skælbrosandi fyrir framan jóla- tréð. Svo vann hún i Liverpool. Ekki borginni ensku, heldur á Lauga - veginum, svona tilað fá nasasjón af lifi verslunarstéttarinnar. Meiri kynni hefur hún haft af uppeldismálum. Hún hefur starf- að á heimilinu á Skálatúni og einnig á upptökuheimilinu i Breiðuvik, rétt hjá Látrum. Einnig tók Ragnheiður þátt i námskeiðum I leiklist hjá Leik- félagi Reykjavikur og stundaði þess utan um skeið söngnám, enda hefur hún mikinn áhuga á leiklistogsöng. ErhUn þvijafnan pottur og panna i félagslifi hvar sem hún fer. ,,Ég kann vel við mig hér á Barðaströnd, en ég sakna þó margs úr Borgarfirðinum”, segir Ragnheiður. „Ég hef enn lög- heimili i Borgarfirði og flyt það ekki hingað af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki sérlega vel tekið á móti fólki hér um slóðir, þ.e.a.s. af yfirvöldum. Þrátt fyrir minn flæking og andúð á HUsmæðraskólum held ég að ég kunni bara best við mig í húsmóðurstarfinu, rétt eins og ég hef það nUna”. Þórsmörk að ári. Á sunnudag var haldið heim á leið og enn i góðu veðri. Var viða stansað og lifinu tekið með ró. A leiðinni skemmtu menn sér við kveðskap og ferðasögur. Einkum hlógu mennmikið af frásögn Lilju Ingimarsdóttur frá Akranesi af ferðalagi frá Akranesi til Seyðis- fjarðar á striðsárum. Væri sú saga þess virði að skrá hana á prent. I Dölum fór Kristjón Sigurðsson úr BUðardal að skemmta fólki með sögum um Dali og Dala- menn. Siðan fóru menn að hverfa frá borði einn af öðrum, en áöur en það yrði var tekin mikil ákvörðun: Næsta sumar fára Alþýðubanda- lagsmenn á Vesturlandi i Þórs- mörk, og verður það væntanlega helgina 18-20. ágúst. Þá verða kosningar búnar og væntanlega verður sú ferð sigurhátið. Gleöi- hátið verður hún, það er vist. eng. Tvær kempur af Snæfeilsnesi: Sigurjúnu Valdimarsdúttir með afkvæmin Sigriði Kristinu og Magnús iljörleifur Magnússon og Björg- s. Kristjúnsson. Þau voru ákaflcga ánægð með feröina þútt Sigriður vin Magnússon. „Ég fer sjálfsagt Væri lasin. Eiginmaðurinn lýsti þvi yfir að þau kæmu með næsta sumar inæstu ferð ef ég verð ofar foldu,” þött þauyröu aðaka iangt til aðkomast isamflotið. sagði Hjörleifur. Brimrún lyftir steininum Júdasi við mikinn fögnuð. Asdis Magnúsdúttir, Jún Hjartarson og Gunnlaugur Bragason frá Akranesi voru hin ánægðustu með ferðina, og verða væntanlega með i Þúrsmörk aö ári. Pálina Hjartardúttir frá Borgar- nesi. Undir lciðsögn Guðmundar Sigurðssonar var bilnum hjálpaö upp á veginn. Ólafur Guðmundsson litur upp frá harðfiskbarningnum. MYNDIR OG EXTI: ENG Þessir kappar heita Hallur Eyfjörð Þúrðarson, Jörgcn Hraín Magnús- son og Kristján Magnússon. Þeir hafa allir eytt sumrinu á sumar- dvalarheimilinu í Sauðlauksdal.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.