Þjóðviljinn - 24.08.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. ágúst 1977
BÓLlVlA
Bólivía erland, sem li'tiö er get-
iö um i heimsfréttum, og er ekki
úr vegi aö rifja aðeins upp helstu
atriði úr sögu landsins. A landa-
mærum Perú og Bólivíu er vatniö
Titicaca, sem spannar nær 9 þús-
und ferkilómetra. Nálægt þessu
vatni blómstraði menning aym-
ara-talandi indiána frá 600 f.Kr.
til 900 e.Kr., en þá endaöi þetta
skeið, sem kennt er viö þetta
landssvæöi, Tiwanaku. Orsakir
þessa hruns hafa ekki verið
skýrðar ennþá. Þessi menning er
kunn fyrir ýmis konar byggingar
úr steini, vandaða klæðagerð,
smiði úr málmum og keragerð.
Margt af menningarlegum afurð-
um þessa tímabils má sjá á söfn-
um i stærstu borg Bóliviu, La
Paz.
Um 1200 e.Kr. réðust Inkarnir
frá Perú inn á þetta svæði, en
^ymara-indiánarnir vörðust vel
og svæðið komst ekki undir Inka
fyrr en á síðari helmingi 15. ald-
ar. Aymara-indiánarnir héldu þó
sinu fyrra skipulagi, en voru að
nafninu til sömu trúar og Inkarn-
áratugnum hafði rikt mikil ólga
og i einni uppreisninni var
Villaroel forseti hengdur á aðal-
torginu i La Paz, Plaza Murillo.
Þá flýði fjármálaráöherrann til
Buenos Aires. Hann hét Victor
Paz Estenssoro. Flokkur hans
MNR, Byltingarsinnaða þjóð-
ernishreyfingin, var og bannaöur.
í forsetakosningunum 1951 sigr-
aði þó þessi flokkur og Paz
Estenssoro var kjörinn forseti.
En herinn skarst i leikinn og
meinaði honum að snúa heim úr
útlegð. En i april 1952 geröi fólkið
uppreisn og vann. Þessi bóliviska
bylting, sem svo er nefnd, var hin
179. f röðinni af uppreisnum þar i
landi og sú eina sem hafði veru-
legar breytingar i för með sér.
Stjórnin undir forustu Paz
Estenssoros gaf út þrjár til-
skipanir, sem áttu eftir að hafa
verulegar breytingar f för meö
sér. 1 fyrsta lagi þjóðnýting
tinnámanna sem eru burðarásinn
i efnahagslffi landsins og sem
leggja til megnið af gjaldeyris-
tekjunum, i öðru lagi aimennur
Herforingja-
einræði og
ir. A fjórða áratugi 16. aldar
komu svohinir spönsku landvinn-
ingamenn og slógu eign sinni á
svæðið. Eins og alls staöar þar
sem Inkar höfðu ráöið, hrundi hið
fyrra skipulag og samgöngur og
hagur almennings versnaöi. Það
voru þvf oft uppreisnir gegn oki
spdnverja, þær sem þekktastar
eru 1661, 1730 og frá 1776 til 1780.
Þá tókst indiánunum jafnvel að
taka La Paz áður en þeir voru
brotnir á bak aftur. Bólivia var
svo lýst sjálfstætt riki 1825.
En eins og viöast i allri
Rómönsku-Ameriku breyttist
hagur hins stritandi fjölda litið
þótt sjálfstæði væri fengið. I
Kyrrahafsstriðinu 1879-83, þar
sem Chile bárðist gegn Perú og
Bólivi'u, var barist um þá auöugu
eyðimörk.sem nú kallast Norður-
Chile en var fyrir 1879 bóliviskt
landsvæði. Chilebúar höfðu sigur
og þvi varð Bólivia landlukt land,
tapaði aðalhöfn sinni, Antofa-
gasta. Siðan hafa þeir löngum
staðið i stappi út af hafnaraðstööu
sinni, jafnvel háð strið viö Para-
guay og nú einmitt á siðustu
mánuðum hafa staðið yfir við-
ræður milli Chile, Perú og Bóli-
viu, þar sem þeir siðastnefndu
hafa farið fram á að löndin þrjú
gætu oröið sammála um svæði,
þar sem Bóliviumenn gætu haft
sina eigin höfn. Það mál hefur
ekki veriö Utkljáð enn.
Litið var um þjóðfélagsbreyt-
ingar i þessu fjallalandi þar til
leið að miðri öldinni. A fimmta
kosningaréttur, en hann hafði
áður takmarkast við læsi (enn i
dag er 60% ólæsi i landinu) og
tekjur, og i þriðja lagi áætlun um
landskiptingu og að stórjörðum
yrði skipt á milli bænda. Af
öðrum umbótum má nefna fullt
frelsi til handa verkalýðsfélög-
um, þjóðnýtingu á fleiri námum
en tinnámunum ss. kopar, silfri
og gulli. Það sem þó var kannski
mest um vert var aukið frelsi
indiánanna, sem höfðu verið i
þrælahaldi i raun og nær út-
skúfaðir ílandi.þarsem 70% Ibúa
eru hreinir indiánar. Þannig
fengu þeir nú ferðafrelsi,
kosningarétt og eigið land til
ræktunar.
1 áranna rás jukust mjög vær-
ingar innan MNR og var þar hver
leiötoginnupp á móti öðrum. Þeir
hélduþó um valdataumana þar til
1964, þegar herforingjastjórn
velti Paz Estenssoro úr embætti.
Sá herforingi, sem var þar i' for-
ustu hét Barrientos og stjórn
þeirra hóf skerðingu á frelsi
verkalýðsfélaga og þeirra flokka,
sem studdu verkalýðshreyfing-
una. Ahrifamestur þeirra var
löngum Byltingarflokkur verka-
manna, POR, hin bóliviska deild
4 alþjóðasambandsins sem var
stofnaður 1940 og hafði mikil áhrif
meðal námuverkamanna. 1 bylt-
ingui^ni 1952 höföu fylgismenn
hans ásamt MNR staðið i broddi
fylkingar. — Það var í tið
Barrientos, sem hinn frægi
skæruhernaður Che Guevara
Utboð
Tilboð óskast i lengingu Korngarðs i
Sundahöfn fyrir Reykjavikurhöfn. út-
boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 5000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 6. september n.k. kl. 14.
INNKAUPaSTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Indiánar á bólivlsku sölutorgi.
cueca-tónlíst
Eftir Tómas
Einarsson
hófst i Bóliviu, á árunum 1966-67.
Sú tilraun mistókst, mest vegna
skorts a nægilegum tengslum,
bæði við bændurá þvi svæði, sem
barist var á, sem og við róttæk öfl
i borgum. Sá stuðningur, sem
Kommúnistaflokkur Bóliviu hafði
lofað skæruliðum brást, þótt ein-
stakir liðsmenn hans gengju til
liðs við Guevara eins og þeir
Peredo-bræður, sem leiddu fyrst
baráttuna eftir fall Che, en siðar
hlutu þeir sömu örlög.
1969 drapst Barrientos I flug-
slysi, og eftirmaður hans Salinas
sat ekki lengi i forsetastól, þvi að
herforingi að nafni Óvando
Candia steypti honum. Ovando
Candia var svo sjálfum steypt i
október 1970 af vinstrisinnuðum
herforingja, Torres aö nafni. I
ágúst 1971 tók svo hinn hægrisinn-
aði Hugo Bánzer Suárez völdin og
hefur þvi' miður haldið þeim sið-
an. Hann hefur sagt að kosningar
og pólitisk starfsemi verði ekki
leyfð á næstu árum, fremur en nú
er.
Á meðan á viðdvöl okkar stóð i
Bóliviu, var haldið þing ameriska
blaðasambandsins SIPÓ, sem
nær yfir flest riki Ame-
riku. Var I þvi sambandi birt
skýrsla yfir lönd, þar sem frjáls
blaðamennska væri iðkuö, sem og
þar sem hún væri ófrjáls.
Eru bandariskir mælikvarðar
notaðir i flokkuninni. Þar var
bólivi'sk pressa talin frjáls og
kom mér þaö mjög á óvart eftir
að hafa kynnt mér helstu blöðin.
Er ég bar þetta undir ýmsa inn-
fædda fussuðu þeir og sveijuðu,
kváðu t.a.m. alla blaðaútgáfu
vinstri manna bannaða o.sv.frv.
En samkvæmt áliti SIP styrkir
þaðiíklega frjálsa blaðamennsku
fremur en hitt. í byrjun desember
lokaði stjórnin svo útvarpsstöð-
inni „Progreso” vegna þess að
þeir höfðu haft einhver óviður-
kvæmileg orð um Pinochet Chile-
forseta.
Það herforingjahyski, sem nú
fyllir valdastóla Bólivi'u, sannaði
rækilega þjónustulund sina við
auðvaldsöflin I verkföllunum
miklu s.l. sumar. Baráttuvilji
verkalýðs, og þá sérstaklega
námuverkamannanna og stúd-
enta og nema, hafði verið i sókn
framan af þessu ári. Það kom
m.a. fram i verkföllum og á
þingi námuverkamanna, sem
haldið var i Corocoro s.l. vor.
Rikisstjórn Banzers sá fram á
öfluga fjöldabaráttu ef ekkert
yrði að gert. Þeir tóku þvi frum-
kvæðið og hófu aðgerðir gegn
verkalýðssamtökunum. Herinn
var sendur til námusvæðanna,
lýst var yfir neyðarástandi, hand-
tekinn mikill fjöldi af forustu
FSTMB, sem eru samtök námu-
manna. Verkföll brutust út þar
sem mótmælt var ofsóknum her-
foringjanna. En þrátt fyrir mikla
hetjulund og baráttuhörku námu-
manna tókst hernum að brjota þá
á bak aftur með gerræðislegum
aðferðum. Stúdentar áttu og i
harðri baráttu en þar fór á sömu
leið og háskólunum var lokað, —
var nýbúið að opna þá er við vor-
um á ferð I október s.l. Herfor-
ingjarnir kórónuðu svo ofsóknirn-
ar með þvi að senda allmarga
leiðtoga námumanna i þrælk-
unarbúðir i Chile, þar sem þeir
tærast upp. Beiðnum eigin-
kvenna þeirra um að þeir yrðu
látnir lausir, svaraöi innanrikis-
ráðherra I blöðunum á þá leið að
„fáirværui haldi, og sök þeirra i
undirróðursstarfsemi hefði sann-
ast”.
t La Paz urðum við i fyrsta
skipti varir við ferðamenn
að einhverju marki og þá
sér I lagi bandarikja-
menn. Þá mættum viö
og i fyrsta sinn „börnum guðs”,
en það eru flestir ungir banda-
rikjamenn, sem koma þar suður
eftirog boða þennan fögnuð. Einn
af fyrstu dögum okkar i La Paz
vatt sér að okkur ungmenni,
greinilega frá guðseiginlandi,
með bunka af ritum sem titluð
voru „Hombres de la montana”
— fjailamennirnir. Hann spurði
að nafni og þjóðerni, fyrst á lé-
iegri spönsku en siðan á ensku
eftirað við létumhann vita af ein-
hverri kunnáttu i þvi máli.
Þar sem viðræður gengu stirt
og við höfðum ekkert við manninn
að ræða, sýndum við á okkur
fararsnið. Þá sagði hann ,,We
love you”, og bætti siðan við
„Jesus loves you too” og við urö-
um auðvitað guðslifandifegnir að
þarna væru menn sem bæru vel-
ferð okkar fyrir brjósti, þökkuð-
um þessar ástarjátningar og
héldum á braut. I annan stað vor-
um við á gangi i miðborginni,
þegar ung stúlka kemur hlaup-
andi til okkar, stekkur á Val og
segist elska hann. Fylgdu kossar
margir þessari bliðu. Stóðum við
þrumu lostnir með þvi að greini-
legt var, að stúlkan hafði ekki
bliðusölu að höfuðstarfi, en siðan
kom I ljós að hún elskaöi okkur
ekki í venjulegri merkingu, held-
ur var það frelsarinn sem notaði
stúlkuna sem millilið. Sáum við
siðan á e'ftir henni þar sem hún
stormaði um göturnar og kyssti
menn.
Ekkiverður við Bóliviu skilist
án þess að minnast á þá tón-
list sem þar blómstrar. Aðallega
er um að ræða tónlist sem nefnist
cueca og er einnig iðkuð nokkuð i
Cile og Perú Þetta er forn hljóm
list indiána og má hún heita ein-
ráð i Bóliviu, hefur vestræn tón-
list þar litið komist inn og hafa
bóliviumenn öðrum betur varð-
veitt þessar fornu tónlistarhefðir.
Auk þess sem að þessi tónlist óm-
aði á flestum stöðum þar sem tón-
list var framin, þ.á m. i kirkjun-
um þar sem kaþólskir sálmar eru
leiknir undir þessum tónhætti, þá
heimsóttum viðstað einn þar sem
hinar fornu hefðir indiána eru
fluttar i tón- og dansformi. Þau
hljdðfæri, sem helst eru notuö eru
trumbur og flautur af ýmsum
gerðum, sér i lagi s.k. pan-flaut-
ur, en þær lita út eins og margar
flautur samanbundnar. Einnig
voru gitarar slegnir. A þessum
stað komu fram margir hópar i
ýmsum gervum voru sumir
grimuklæddir, fóru með galdra-
stafi og hoppuðu tryllingslega
undir trumbuslætti og pipi. Voru
þarna og sýnd atriði, sem ástund-
uð voru á svipaöan hátt á valda-
timum Inka og frá þeim tima er
Aymra-indlánar voru sjálfstæðir.
Er við yfirgáfum staðinn eftir
miðnætti aöfaranótt sunnudags,
máttum viö greina cueca-tónlist
úr hverju húsi. Sagði okkur ungt
fólk er við kynntumst aö fólk á
öllum aldri notaði cueca sem
helsta tjáningarform jafnt i tón-
list sem dansi.