Þjóðviljinn - 17.09.1977, Síða 3
Laugardagur 17. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Bygging skipaverkstödvar—
brýnt hagsmunamál Rvíkur
Sagt frá umrœðum um tillögu
Alþýðubandalagsins í borgarstjórn
A fundi borgarstjórnar s.l.
fimmtudag mælti Sigurjón Pét-
ursson fyrir tillögu Alþýöubanda-
lagsins um rekstur og byggingu
stórrar skipa verkstöö var i
Reykjavik.
1 ræðu sinni rakti Sigurjón bar-
áttuna fyrir byggingu slfkrar
stöðvar, en hún er löng og marg-
brotin og hefur Alþýðubandalag-
ið og fulltrúar þess á þingi og i
borgarstjórn löngum átt frum-
kvæði að þvi að hreyfa málinu.
Borgarstjórnarmeirihlutinn
hefur hins vegar oftast drepið
málinu á dreif, en þó látið kanna
ýmsa möguleika á uppbyggingu
og gerð slikrar stöðvar.
Siðustu könnuninni, sem gerð
var af sænskum sérfræðingi
Helmerson að nafni, var hrundið
af stað fyrir tilstuðlan þáverandi
iðnaðarráðherra, Magnúsar
Kjartanssonar, en siðan stjórnar-
skipti uðru, hefur ekkert af mál-
inu heyrst.
Sigurjón sagði að bygging
skipaverkstöðvar, sem jöfnum
höndum annaðist viðgerðirog ný-
smiðar stórra skipa, væri eitt
brýnasta hagsmunamál borgar-
búa.
Benti Sigurjón i þessu sam-
bandi á niðurstöður i atvinnu-
málaskýrslu Reykjavikurborgar,
en þar kemur greinilega fram að
atvinna hér á höfuðborgarsvæð-
inu er mjög einhæf og byggir að
mestu á þjónustustarfsemi.
Sigurjón sagði að ljóst væri að
þjónustustarfsemi tæki ekki til
sin fleiri starfskrafta i nánustu
framtið ef ekki kæmi til stóraukin
framleiðslustarfsemi i borginni,
og þvi væri málið mikilvægt bæði
atvinnulega og fjárhagslega séð.
Hann rakti athuganir og kann-
anirsem gerðar hafa verið i þess-
um efnum, en þær eru allar á
þann veg, að nauðsyn beri til að
slikri stöð verði komið upp hér i
höfuðborginni, og að bygging
hennar sé svo fjárfrek að opin-
berir aðilar, riki og borg, verði að
taka þátt i stofnkostnaði i sam-
einingu.
Sigurjónsagðiað lokum að eftir
atvinnuskýrsluna væri jafnvel
borgarstjórnarmeirihlutanum
ljóst að til einhverra raunhæfra
aðgerða þyrfti að gripa, og þvi
sagðist hann búast við þvi, að nú
fengi mál þetta betri byr en oft
áður og þvi fyllilega timabært að
hreyfa þvi'.
Hann sagði að tiliagan miðaði
fyrst og fremst að þvi að hafist
yrði nú handa um framkvæmdir i
þessum efnum, þvi dýrmætur
timi hefði farið til spillis siðan
málinu var siðast hreyft fyrir al-
vöru af hálfu þáverandi iðnaðar-
ráðherra, Magnúsar Kjartans-
sonar.
1 svari formanns hafnarstjórn-
ar, ÓlafsB. Thors, kom fram að
fullur vilji væri nú fyrir hendi hjá
borgarstjórnarmeirihlutanum til
þess að standa að framgangi
málsins.
Ólafur sagði að tveir möguleik-
ar væru fyrir hendi, annars vegar
að bæta aðstöðuna i vesturhöfn-
inni, þar sem slippurinn er, og
hins vegar hefði nýlega borist
beiðni Stjörnustáls h.f. um lóð i
Elliðaárvogi undir slika stoð.
Sigurjón tók aftúr til máls,
sagði að rekstur og hagkvæmni
stórrar stöðvar af þessu tagi
krefðist mikils og rúms athafna-
svæðis, sem ekki væri unnt að
veita i vesturhöfninni. Taldi hann
tómt mál að tala um það sem
mögulegar úrbætur.
Hins vegar væri rétt að borgin
tæki frumkvæði að stofnun félags
rikis og borgar og þeirra fyrir-
tækja eins og Stjörnustáls h.f.,
sem áhuga hefðu á framgangi
þessa máls. Sigurjón lýsti sig að
lokumsammála framkominni til-
lögu formanns hafnarstjórnar um
að tillagan yrði tekin til annarrar
umræðu i borgarstjórn þegar við-
ræður við Stjörnustál hefðu farið
fram og borgarráð hefði fjallað
um málið. — AI
Uppeldisbraut stofnuð í Kvennaskólanum
Kennararnir bída
í Ármúlaskólanum
Þorbjörn Broddason, borgar-
fulltrúi, ræddi á fundi borgar-
stjórnar i vikunni það vand-
ræðaástand sem skapast hefur í
Armúlaskóia eftir stofnun upp-
eldisbrautar við Kvennaskól-
ann, og gagnrýndi enn sam-
þykkt fræðsluráðs á deildar-
stofnuninni, sem hann sagði að
spillti fyrir hagkvæmni i rekstri
annarra skóla i borginni og
bryti i bága við yfirlýsta stefnu
fræðsluyfirvalda i málefnum
framhaldsskóladeildanna.
Þjóðviljinn ræddi i gær við
Arnfinn Jónsson, yfirkennara I
Armúlaskóla, og sagði hann að
69 nemendur hefðu upphaflega
sótt um nám i uppeldisfræði á 1.
ári, og að ákveðið hefði verið að
skipta þeim i 3 bekkjardeildir
með 23 nemendum i hverri.
15 af þessum nemendum hafa
ekki skilað sér, sagði Arnfinnur,
og þvi er nú svo komið að aðeins
18nemendur eru i hverri bekkj-
ardeild, sem að sjálfsögðu veld-
ur verri nýtingu á kennslukröft-
um og kennsluhúsnæði en ella
hefði verið.
Mér er kunnugt um að a.m.k.
6 þessara nemenda hafa flutt sig
i Kvennaskólann, 4 hættu við
nám og aðrir hafa liklega
dreifst um aðra skóla, sagði
Arnfinnur.
Við Armúlaskóla starfar sér-
hæft kennaralið, sem árum
saman hefur kennt uppeldis-
fræði og heilsugæslu i Lindar-
götuskólanum, og vakti það
sannarlega furðu okkar hér,
þegar samþykkt var uppeldis-
braut i Kvennaskólanum. Við
sjáum ekki rökin fyrir þessari
ákvörðun, sagði Arnfinnur, þvi
þörfin fyrir brautina er engin.
Þegar ákvörðunin var tekin,
höfðu fáir nemendur sótt um
nám i uppeldisfræðum i
Kvennaskólanum, en nú munu
21 hafa innritast i deildina.
Þrátt fyrir þessa fjölgun, gæti
Armúlaskólinn tekið við öllum
þessum nemendum, sagði Arn-
finnur, og yrðu þá 25 nemendur i
hverjum bekk.
Auk þess er braut i uppeldis-
fræðum i Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti, en mér er ekki kunn-
ugt um nýtingu hennar. _ AI
Stjörnustál h.f. hefur sótt um lóð
I Elliðaárvogi, á iðnaðarsvæðinu, sem merkt er á kortið við Klcppsvikina.
• að gefa út fríhlutabréf að upphæð 100 milljónir kr.
og tvöfalda á þann hátt hlutafjáreign núverandi
hluthafa
Þúgetur
eignast hlut í banka!
Samvinnubankinn hefur ákveðið:
• að auka hlutafé bankans úr 200 millj. i 500 millj. kr.
• að gefa öllum kost á að gerast hluthafar
Hlutabréfin eru að nafnverði 10 þús., 50 þús., 100 þús.
og 500 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift en
eftirstöðvarnar innan árs.
Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum,
útibúunum og í kaupfélögunum um land allt.
Kynningarbæklingur sendur þeim, sem þess óska.
VILT ÞÚ VERA MEÐ!
Samvinnubankinn
Bankastræti 7, Reykjavík sími 20700