Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. september 1977 Fá adeins sex vikna fæðingarorlof ef barnið fœöist i sumar Umsjón Helga Sigurjónsdóttir. Þórunn Traustadóttir kennari hringdi til blaðs- ins til að vekja athygli á þeirri einkennilegu ráð- stöfun að kennarar sem eignuðust börn að sumar- lagi fengju aðeins 6 vikna barnsburðarleyfi. Sum- arleyfi kennara væri látið ganga upp í hinar 6 vik- urnar, en sem kunnugt er er barnsburðarleyfi opin- berra starfsmanna 3 mánuðir. — Mér finnst þetta mikið óréttlæti, sagði Þórunn, og ég veit ekki til að sumarleyfi sé þannig tekið af nokkurri annarri stétt. Við erum alls ekki I sumarfríi allt sumarið eins og sumir virðast halda. Við vinnum af okkur á kennslutima hluta sumarsins og einnig fer mikill timi á sumrin til undirbúnings kennslu, námskeiða o.fl. Sumarleyfi okkar er þvi aöeins einn mánuður eins og annarra stétta, og mér finnst hart að við konur i kennarastétt skulum vera einar allra launamanna sem eigum það á hættu að missa lögboðið leyfi við það aö fæöa barn. Það er ekki að sjá að ráðamenn meti það mikils að við höldum að mestu leyti uppi öllu fræðslustarfi á grunnskóla- stiginu amk. á Reykjavikur- svæðinu. Þórunn sagði ennfremur að i kröfugerð BSRB nú væri mál þetta tekið upp og leiðréttingar krafist, þannig að barnsburðar- leyfi fengist óskert á kennslu- tima. Engar reglur áður Við ræddum þetta mál við Guðna Jónsson, framkvæmda- stjóra Sambands isl.barnakenn- ara, og efnislega fórust honum orð á þessa leið: — Já, þetta er viðkvæmt mál og eitt af þeim málum, sem kennarar gera nú kröfur um að verði fært til betri vegar. Þang- að til fyrir fáum árum giltu i raun engar fastar reglur um þetta, stundum fékk kona ekk- ert orlof ef t.d. barnið fæddist um mitt sumar. Þetta var að mestu á valdi skólastjóra og flestir held ég hafi reynt að vera kennurum sinum sem mest inn- an handar og fá leyfið á kennslutima ef mögulegt var. — Og loks þegar samiö var um málið varð niðurstaðan þessi: „Vegna barnsburðar á timabilinu frá lokum eins kennslutimabils að upphafi hins næsta skal barnsburðarleyfið tekið þannig að alls falli 6 vikur leyfisins á kennslutimann. Kennari getur ákveðið með samþykki skólastjóra hvort leyfið er tekið i lok fyrra eða i upphafi siðara kennslutima- bils.” 12 vikur á kennslutíma = 15 vikur, segja þeir hjá ráðuneytinu. Guðni sagöi að röksemdir fulltrúa rikisins væru þær að með þvi að veita kennurum fullt leyfi,fæðist barn á kennslutima- bilinu, sé i raun verið að veita þeim 15 vikna leyfi i stað 12, þar sem kennarar vinna af sér einn hluta af sumrinu. Verði öllum veitt sama leyfi án tillits til þess hvenær fæðingin er, sé verið að mismuna kennurum. Þær konur sem eignast börn að vetrinum ættu þá að réttu lagi aðeins að fá tveggja og hálfs mánaðar leyfi. Guðni sagði einnig að það væri þó til bóta frá fyrra fyrir- komulagi að fá inn i samninga þau ákvæði sem nú eru i gildi, hins vegar væru kennarar ekki ánægöir með túlkun ráðuneytis- ins, og myndu nú i yfirstand'andi samningaviðræðum krefjast breytinga, þannig að allir kenn- arar fengju óskert fæðingaror- lof á kennslutima. Sams konar ákvæði um fæðingarorlof er i samningum Landsambands framhalds- skólakennara og hjá Bandalagi háskólamanna. L FLokk n R. . . e - ite. Þessi tafla sýnir fjölda starfsmanna Kópavogsbæjar I mai sl. vor og launaflokka. Hvitu súlurnar tákna konur, en þær dökku karla. Eins og sjá má er engin kona i hærri fiokki en 16, og i flokkunum 4-12 cru konur i mikium meirihluta. LAUNAMÁL í KÓPAVOGI: Hæsta konan í ll.fi. Lægsti karlinn í 14. fl. I 5. tbl. bæjarmála- blaðsins „Kópavogur", sem er málgagn Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi, er frétt um launakjör starfsmanna bæjarins. A meðfylgjandi töflu, sem birt er með fréttinn'usést að munur hæstu og lægstu launa er æði mikill eða heilir 20 flokkar. Það kemur sjálfsagt fæstum á óvart að mikill meirihluti hinna lægstlaunuðu eru konur og i 7 efstu flokkunum eru karlarnir algjörlega einráðir. Hæstlaun- uðu konurnar eru i launafl. B16, en það eru tónlistarkennarar. Orðrétt segir svo um þetta i frétt Kópavogs: Munur að vera maður og .... „Einnig er athyglisvert að konur eru að langmestum hluta i lægstu launaflokkunum. Er tæplega að efa að þar kemur til dulið launamisrétti karla og kvenna, en alkunna er að launa- misrétti er viðhaldið alls staðar i atvinnulifinu með þvi að meta svokölluð „kvennastörf” lægra en störf sem karlar vinna aðal- lega. Þessu neita fáir enda sýna allar kannanir og skýrslur um þessi mál að konur eru orðnar fjölmennasti láglaunahópurinn á íslandi.” Þá segir og i fréttinni að hæst- launaða konan á bæjarskrifstof- unni sé i launafl. Bll en lægst- launaði karlinn I fl. B14. Ekki verra en annars staðar Nú er engin ástæða til að ætla annað en að svona og þaðan af verra sé ástandið I launamálum starfsmanna bæjar- og sveitar- félaga um land allt, að þvi er varðar mat á störfum eftir þvl hvort konur eða karlar vinna Væri einkar gagnlegt að fá svipaðar upplýsingar frá fleiri sveitarfélögum, ekki veitir af að hvetja konur til að herða sig i kjarabaráttunni nú, þegar opin- berir starfsmenn eru að reyna aö ná samningum við ríki og sveitarfélög. Lögregluvarðstjóri Staða lögregluvarðstjóra á Raufarhöfn er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. september 1977. Húsavik 14. september 1977. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, bæjarfógeti Húsavikur, Sigurður Gizurarson (sign). Forstjóri Comecon heimsækir EBE BRÖSSEL 14/9 Reuter — Mihai Marinescu, varaforsætisráðherra Rúmeníu og núverandi forstjóri Comecon, viðskiptabandalags Austur-Evrópurikja, kemur til Brússel i næstu viku og ræðir við háttsetta embættismenn Efna- hagsbandalags Evrópu, að sögn talsmanna EBE. Marinescu ræðir til að mynda við Henri Simonet, utanrikisráðherra Belgíu, sem nú er forseti ráð- herraráðs EBE, og vesturþjóð- verjann Wilhelm Haferkamp, utanrikismálafulltrúa Efnahags- bandalagsins. Comecon átti frumkvæðiö að fundi þessum, og I jdnl sam- þykktu utanrikisráðherrar EBE að bjóða Marinescu til Brussel. EBE hefur annars til þessa brugðist kuldalega við uppá- stungum Comecon um náin við- skiptasambönd milli bandalag- anna tveggja. Skólar lokaðir vegna mengunar SEVESO, ltaliu, 16/9 Reuter — Þeir 155 skóiar sem eru í grennd við bæinn Sevesto, þar sem diox- in-mengunin mikla varð i fyrra, verða sennilega ekki opnaðir þeg- ar skólaárið hefst á italiu næsta þriðjudag, þar sem nýjar athug- anir hafa leitt í Ijós að enn leynist eitur i jörð á þessum sióöum. Antonio Spallino, sem hefur yfirumsjón með öllum málum varöandi mengaða svæðið, sagði fréttamönnum i gærkvöldi að ný hreinsun þarna myndi vafalaust taka margar vikur. í skóla einum i Medea, nálægt Seves, mæld- ist 0,01 milligramm af dioxin á fermetra i skólahúsinu, en á leik- vellinum var magniö hins vegar 10.46, sagði hann. Mikil mengun varð i Seveso og þar i grennd i júli i fyrra, þegar sprenging varð i efnaverksmiðj- unni Icmesa, sem var i eigu alþjóðahringsins Hoffmann-La Roche, og mikið magn af eitur- efninu dioxin barst út i loftið. Er dioxin eitt eitraðasta efni sem þekkt er og hafði aldrei borist út i veður og vind eins mikið magn af þvi. Meira en 500 skólabörn i þessu héraði fengu húðsjúkdóm af völdum þessa eiturs næstu mánuði. Allt fólk var þó flutt burt úr Seveso fljótlega eftir spreng- inguna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.