Þjóðviljinn - 17.09.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Side 7
Laugardagur 17. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 3Ad áliti Hudsonstofnunarinnar stafar fjölþjóda- fyrirtækjum nú mest hætta af viðhorfum þess fólks sem tekur lífsgæði eins og skemmtilega vinnu, ósnortna náttúru og tómstundir fram yfir hærri laun og meiri neyslu Samstarf fjölþjóða- fyrirtækja og hin „nýja stétt” Afskaplega veitmaöur nú lítiö um svonefnd fjölþjóöafyrirtæki. Nýlega las ég gíein i timariti sænskra málmiönaðarmanna (Metallarbetaren, 31-32 tbl. þessa árs) þar sem starfsemi þessara fyrirtækja er gerð aö umtalsefni. Þar koma fram, að mér finnst, ýmsar forvitnilegar upplýsingar. — Ekki hafði ég t.d. hugmynd um að vestur i New York væri aö finna svo- nefnda Hudson-stofnun (Hud- soninstitutet eins og sænskir nefna hana), sem fjármögnuð er af fjölþjóöafyrirtækjum um allan heim, þar á meöal sænsk- um. En kannski er fáfræöi mfn skiljanleg, þvi greinarhöfundur (Björn Lyngfelt) segir að til þessa hafi fjölþjóðafyrirtækin ekki viljaö gangast við þessari stofnun, ekki viðurkennt aö þau ættu sér einn samstarfsvett- vang. Útá við komi þau jafnan fram sem aödáendur hinnar margrömuðu frjálsu sam- keppni. En reyndin sé önnur, eins og tilvist Hudsonstofnunar- innar sanni, þvi þar sé unniö aö langtimaáætlunum um það á hvern hátt fjölþjóðafyrirtæki geti i sameiningu aukið áhrif sin og völd. — Þvi ekki að rifja hér upp nokkra fröðleiksmola úr þessari grein? Lætur i té leyniskýrslur Af fyrirtækjum, sem aðild eiga að stofnuninni og njóta þjónustu hennar, má nefna: Volvo, Saab-Scania, Philips, Peugeot og Colgate. Fyrir ár- gjald, sem nemur um 100 þús. sænskum kr. (liðlega 4 milj. Isl. kr.) lætur stofnunin stórfyrir- tækjunum i té leyniskýrslur (superhemliga rapporter) sem hafa að geyma upplýsingar, rannsóknarniðurstöður og ráð- leggingar. Þar getur til að mynda verið lagt á ráðin um hvernigunntsé að þagga niður I dagblöðum og áhugamönnum um umhverfisvernd — ellegar með hvaða hætti sé best að fá rikisstjórnir til að taka upp vin- veittari stefnu gagnvart stór- fyrirtækjum. Hjá Hudsonstofnuninni vinna um 80 sérfræðingar við rann- sóknir og skýrslugerð. Spár sin- ar og áætlanir byggir stofnunin m.a. á upplýsingum um viö- skipti og hráefnabirgðir. Og þessar spár hafa reynst mjög áreiðanlegar. Þannig spáði stofnunin t.d. fyrir um oliu- kreppuna einu ári áður en hún skall á. Jafn sannspá hefur hún reynst um fall gjaldmiðla, rikis- stjórna og þjóðhöfðingja. Stýrir atburðarásinni Þess eru mörg dæmi að skýrslur stofnunarinnar, einar sér, hafi stýrt atburðarásinni. (Það er sjálfsagt ekki nein til- viljun að greinarhöfundur skuli i eftirfarandi tilvitnun nefna gengislækkun i Sviþjóð til að rökstyðja þetta. Og dæmið er þeim mun sannverðugra sem greinin birtist tæpum mánuði (5. ág.) áður en fall sænsku krónunnar var orðið að veru- leika.) ,,Ef f skýrslum hennar (þ.e. stofnunarinnar) væri talað um að sænska krónan yrði felld innan hálfs árs myndu stór- fyrirtækin auðvitað taka að miða áætlanir sinar við þetta og knýja á þann háttfram gengis- lækkun. Hefði gengislækkun ekki verið spáð er óvist að til hennar hefði þurft að koma.” Þetta sýnir að stofnunin er ekki bara upplýsingamiðill, heldur á hún beinan og óbeinan þátt i aðgerðum sem eru til hagsbóta fyrir stórfyrirtækin. Skýrslur hennar fjalla raunar ekki eingöngu um efnahagsmál, heldur lika um stjórnmál, skoð- anakannanir, fjölmiðla og önnur svið þjóðlifsins. Hudson- stofnunin vinnur nú að skýrslu sem nefnist: „Framtið Skandi- naviu.” Opinberlega er stofnunin þekkt fyrir upplýsingamiðlun, sem almenningur á greiðan að- gang að. Þannig eru t.d. fyrir- tæki viða um heim áskrifendur að upplýsingaritinu „The Hudson Letter” (árgjald um 85 þús. Isl. kr.), en þar er að finna fjölþættar upplýsingar um efna- hagsþróun og viðskipti. Ógnvaldurinn: Hin nýja stétt Stofnunin hefur lagt áherslu á að kynna sér sem best pólitiska strauma i einstökum löndum. Tilgangurinn er að komast að raun um hvaöa stjórnmála- hreyfingar séu liklegar til að bregða fæti fyrir stórfyrirtæk- in og hverjar geti orðið þeim lyftistöng. Hinir hefðbundnu vínstri flokkar, frjálslyndir, sósialdemókratiskir og sóslal- iskir flokkar eru ekki ýkja hættulegir að áliti stofnunar- innar. Og hún telur aö kröfur verkalýösstéttarinnar um betri lifskjör, aukna neyslu, meira frjálsræði og möguleika á að þoka sér upp eftir samfélags- stiganum geti býsna vel sam- rýmst markmiðum og viðhorf- um fjölþjóðafyrirtækjanna. Að áliti stofnunarinnar ýta þessar kröfur undir aukinn hagvöxt, hagkvæmari framleiðslu, stækkun fyrirtækjanna: i stuttu máli þróttmeiri kapitalisma. En hætturnar leynast annars staðar. Ögnvaldinn er að finna i röðum fólks.sem á máli stofn- unarinnar kallast einu nafni „hin nýja stétt.” I þessum hópi er fyrst og fremst fólk sem ve- fengir tilverugrundvöll kapital- ismans. Árangursrikast að inn- lima óánægjuna Þetta fólk er einkum að finna iefri lögum samfélagsins, þó ekki þeim efstu. Það er yfir- leitt vel menntað og vinnur gjarnan hjá fjölmiðlum, i stjórnkerfinu ellegar við kennslu eða rannsóknarstörf: það vinnur meira að segja stundum hjá stórfyrirtækjum. Þetta fólk talar um takmörk- un hagvaxtar og innihaldsrik- ara li'f. Ahugi þess snýst ekki fyrst og fremst um hærri laun og minni neyslu, heldur störf sem geti veittþvi aukna lífsfyll- ingu. Það virðist sækjast eftir ósnortini náttúru, tómstundum og öðrum óefniskenndum gæð- um. Þessi nýja stétt vinnur ósleitilega gegn stórfyrirtækj- um, að áliti Hudsonstofnunar- innar. Hún boðar umhverfis- vernd og berst gegn þvi að iðnaðurinn leggi allt undir sig, hún krefst aukinnar vitneskju um fyrirtækin og hvetur rikis- stjórnir til að auka eftirlit með starfsemi þeirra. Hin nýja stétt er yfirleitt tortryggin á tækni- þjóðfélagið og þessvegna er hún hættuleg I pólitisku tilliti. Þessi nýju llfsviðhorf valda stórfyrirtækjunum áhyggjum. Það er torvelt að „kaupa upp” fólk, sem ekki sækist eftir efnis- legum lifsgæðum, i þvi felst „hættan”. Að mati stofnunarinnar hafa þessi viðhorf enn ekki náð veru- legri útbreiðslu, og stofnunin er á því að halda megi þessum skoðanahópi I skef jum með þvi að koma i takmörkuðum mæli til móts við kröfur hans: Það er til að mynda gerlegt að hreinsa mengandi útblástur svolltið bet- ur: það má endurvinna pappir og málma, og það er hægt að nota aðra orkugjafa en oliu og kjarnorku. En I þessum efnum verða stórfyrirtækin þó að fara gætilega I sakirnar. Arangurs- rikast er að sjálfsögðu að inn- lima hina nýju stétt I hið kapitaliska samfélag og kæfa gagnrýninga á þann hátt. Okkar fólk i rikisstjórn Hinn sænski greinar- höfundur telur að stór- fyrirtækjunum sé lagið að taka á siggerfiþeirra sem ráða lögum og lofum I þjóðfélaginu: þannig sé þetta i fasistarikjum Suður-Ameriku, I Sviþjóð séu þau lýðræðiselskandi og jafnvel I Austur-Evrópu þar sem þau hafa einnig skotiðupp kollinum. En leikreglur lýðræðisins virða þau svo lengi sem ekki er vegið að hagsmunum 'þéirra, bætir greinarhöfundur við, og vitnar til álits Hudsonstofnunarinnar á þvihvernig bregðastskuli við ef lýðræðislega kjörin rikisstjórn fer að verða fyrirtækjunum óþægur ljár I þúfu: Megininn- takið iráðgjöf stofnunarinnar er þá þetta: „Við verðum að fá okkar fólk inn i rikisstjórnina.” Þaö ber með öðrum oröum ekki að hika við valdarán, ef aðrar aðferðir duga ekki. Fjölþjóðafyrirtækin beita raunar margvislegum aðferð- um til að ná markmiðum sinum. Lánafyrirgreiðsla er einn mögu leiki: „Lönd sem þiggja lán eru nauðbeygð til aö hegða sér vel,” segir i einni skýrslu stofnunar- innar. Hreinar mútur og leyni- legir samningar við valdamenn eru einnig vel þekktar aðferðir hjá fjölþjóðafyrirtækjum, segir greinarhöfundur. í niðurlagi greinar sinnar vekur hann athygli á, að umsvif fjölþjóða- fyrirtækja hafi viötæk áhrif i Sviþjóð: efnahagslíf landsins sé i hættu vegna stórfelldrar skuldasöfnunar erlendis. Sé nú svo komið aö þessar skuldir nemi sem svarar 10 þús. kr. sænskum (um 420 þús. isl. kr.) á hvert mannsbarn i Sviþjóð. Telur hann að þessi stórfellda skuldasöfnun muni um siðir færa ákvörðunarvaldiö yfir efnahagslifi landsins I hendur eigenda erlendra stórfyrir- tækja. Hér skal numið staðar við endursögn úr þessari grein. Óneitanlega er athyglisvert að lesa um þetta efni i timariti stærsta verkalýðssambands i Sviþjóð. Hvað varðar félags- mennina um þessi mál? Greini- legt er að forsvarsmenn sam- bandsins telja að þetta efni eigi brýnt erindi til félagsmann- anna, og hér sé á ferðinni mál sem verkalýðshreyfingin verði að láta til sin taka. Kannski má lika draga af þessu þá ályktun, að hin hefð- bundna verkalýðshreyfing sé að sækja I sig veðrið I þjóðfélags- legum efnum: Meira að segja hin sóslaldemókratlska verka- lýðshreyfing I Sviþjóð telur það ekki vera sitt eina verkefni að hugsa um buddu félagsmann- anna, heldur skoðar hún einnig þjóðfélagsmálin i viðara sam- hengi. . Islenskur lyfsedill gildir um öll Norðurlönd Eftirritunarskyld lyf þó undanþegin Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur samkvæmt til- lögu frá Norðurlandaráði og i samráði við heilbrigðisyfirvöld i Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð ákveðið að heimilt sé, samkvæmt ákveðnum reglum, að (| afgreiða lyfseðil sem gefinn er út . I einu Norðurlandanna, I ein- hverju hinna. Eftirfarandi reglur gilda um afgreiðslu islenskra lyfseðla: Heimilt er að afgreiða islensk- anlyfseðil einu sinnii Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Sviþjóð, innan árs frá útgáfudegi ef: 1. lyfseðillinn er gefinn út af lækni (þó ekki tannlækni eða dýra- lækni) með fullt lækningaleyfi hér á landi — simalyfseölar gilda ekki, 2. ávisað er lyfi, sem skráð er i þvi landi, sem afgreiða á lyfseðilinn i, 3. lyfseöillinn hljóðar ekki á ávana- eða fiknilyf (eftirrit- unarskyld lyf) eða áfengislyf. Lyf, sem afgreitt er i einu hinna Norðurlandanna skal greiðast að fullu i viðkomandi lyfjabúð gegn kvittun. Við framvisun kvittunar og lyfseðils endurgreiðist lyfið siðan, þegar heim er komið, af sjúkrasamlagi samkvæmt þeim reglum sem um slikar endur- greiðslur gilda á hverjum tíma. Þeir, sem telja sig þurfa á lyfj- um að halda meðan þeir dveljast á Norðurlöndum, geta þvi tekið með sér lyfseðil og fengið hann afgreiddan einu sinni meðan á dvöl stendur. Á það skal þó bent að talsverður munur er á þvi hvaða sérlyf eru á markaði og fáanleg (skráö) i hverju landi og er þvi öruggast að hafa með sér þau lyf, sem nauð- synleg eru meðan á dvöl stendur, einkum ef um stuttan tima er að ræða. Góðurmarkaá ur í Kanada Fjörgur islensk fyrirtæki tóku þátt i fiskveiðitækjasýningunni World Fishing Exibition i Halifax i Kanada, sem stóð frá 31. ágúst til 7. þessa mánaðar. Sýninguna sóttu um 25 þúsund manns og voru sýnendur nær 200 frá 14 löndum. Arangur sýningarinnar er að sögn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins mjög góður, og fyrir- spurnir og umtalsverðar pantanir hafa borist. Fyrirtækin sem sýndu voru Elliði Norðdahl Guðjónsson h.f., sem sýndi handfæravindur og neta-og linuspil, Hampiðjan sem sýndi net, kaðla og garn. J. Hinriksson h.f., sem sýndi tog- hlera og blakkir og Sjóklæðagerð- in h.f. og Hilda h.f. sýndu I sam- einingu alls konar sjóklæði. Markmið Sjóklæðagerðarinnar og Hildu var einungis að kynna vörurnar, athuga hvort þær hent- uðu kanadiska markaðinum, hvort þær væru samkeppnisfærar og athuga með hugsanlega dreifi- aðila. Góður markaður virðist nú vera i Kanada fyrir vörur er tengjast sjávarútvegi og má það fyrst og fremst rekja til útfærslu Kanadamanna á fiskveiðiland- helginni út I 200 mílur. Fiskveiði stunda Kanadamenn á svipaðan hátt og best þekkist i heiminum en tæknivæðing kanadisks fisk- iðnaðar hefur verið nokkuð hæg- fara og eru þeir þvi alllangt á eft- ir forustuþjóðum á þvi sviði. Nú eru uppi mikil áform i Kanada um að ráða bót á þessu og við það skapast verulegir viðskipta- möguleikar. Forstöðumaður við heymardeild Starf forstöðumanns við heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur er laust til umsóknar. Áskilin er tal- og heyrnarfræðimenntun. Upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri. Umsóknir sendist framkvæmdanefnd Heilsuverndarstöðvanimnar eigi siðar en 1. október n.k. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.