Þjóðviljinn - 17.09.1977, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. september 1977
Laugardagur 17. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Upp grasi grónu brekkur, skref
fyrirskref, þung spor óvönu fólki.
Nær færast tindar og skörð. AB
baki Hornvik. Grasið er þungt og
þykkt. Himinn framundan. Eng-
inn mælir orð. Eitt hvað stórkost-
legt er i vændum. tit með strönd-
inni aö baki eru mörg hús i túni.
Stórbýli — sem var fyrir mörgum
árum. Horn i Hornvik. Golan blæs
þar um gróinn varpann og enginn
reykurliðast úr strompi. Sóleyjar
og súra, en mannlif horfið.
Brekkurnar veröa brattari og
brattari og knén eru að þvi komin
að neita að hlýða. En það er eitt-
hvað stórkostlegt I vændum —
jafnvel ógnþrungið. Tindarnir
framundan búa yfir leyndardóm
um. Efst i brekkunum er gróöur
jarðar svo þéttur og flókinn aö
erfitt er að átta sig á þúfum og
grjóti sem býr undir og inni á
milli. Hvað eftir annaö fellur
maður viö og á erfitt með að reisa
sig við aftur vegna þyngsla bak-
pokans.
Skyndilega stendur maöur á
brúninni og það er eins og hljóð-
múrinn sé rofinn. Dumbshaf
stendur fyrir fótum manns svo
langt sem augað eygir og sam-
hljómur bjargfogls skellur á
hlustum eins og striðsöskur.
Brúnin er þverhöggvin og langt
langtniður —svo langt sem sér —
er æðisgengið þvarg fugla.
Upphafinn og óttasleginn
stendur maður á öxl risans og
horfir niður fellingar á hrjúfum
skrokk hans, ataðan i fuglaskit og
blautum leir, horfir niður skorn-
inga, hvöpp, þræðinga og syllur.
Niður. ..Niður.
Bakpokinn gleymist og allt
gleymist.
Hornbjarg er þverhnipt úr sjó
með reglulegum blágrýtislögum
og rauðum móbergsröndum inn á
milli og mun viðast hvar vera
300-400 m á hæð en einstök fell og
tindar nokkru hærri. Hæstur er
Kálfatindur. Hann er rúmur hálf-
ur kilómetri á hæð (534 m).
Þreyttir ferðalangar leggjast 1
kafgresið og hvila sig á brún.
Grátt skýjaþykkni Ifður hægt fyr-
ir sjónum þeirra á himninum.
Blágresið bærist i hægum sveip-
um, og saman viö ýliö I stráum
blandast tignarlegur pólýfónkór
bjargsins með' einstökum skerandi
sólóröddum. Myndir lföa fyrir
sjónum.
Vor.og fjöldi fólks er kominn á
brún. Þaö er lif og fjör. Unga fólk-
ið gantast og hleypur til og frá,
gömlu karlarnir sitja á ráðstólum
og skeggræða, en 12 gefa niður
fygling. Piltur og stúlka hafa
dregiö sig i hlé svo að litið ber á I
lautu, en óðar er tekiö eftir þvi og
nýorpin egg drifa I átt til þeirra.
Hlátur um allt bjarg. Svo hljóðn-
ar eins og ský dragi fyrir sólu.
Guðmundur Márusson hefur
hrapaö. Bergið sprakk i sundur
ofan hans og hvarf með hann nið-
ur.
Lik hans stöövast á breiðu
bergnefi og næst aldrei. Andi
hans er enn á sveimi i miðju
bjargi.
Ferðalangur i ágúst 1977 hrekk-
ur upp meö andfælum. Svo er
staðið upp og haldið austur meö
bjargi undir tindum að Almenn-
ingsskarði og niður i Látravik.
— GFr
Myndir
og texti
Þverhöggviö gnapir bergift
Þreyttum ferftalangi rennur I brjóst Ikafgresi á briin.
Skyggnst til fogla vift Fjalir
Kálfatindur og Eilffstindur en Haröviörisgjá nær. Gamla þjóögatan úr Gjánni I
Almenningsskarö þrædd.
I seiltngarfjarlægft frá rönd bjargsins bylgjaat blómin fyrir hægum vindi
Klöngrast niftur f fjöru austast undir bjarginu
t Löngufjöru undir Hornbjargi. Fjallrnar til hægrl.
Setift á brún og séft austur Hornstrandir. 1 fjarska Geirólfsgnúpur og Smlftju
vlkurbjarg ■
Skreiöst á fiöringsmaga og gægst fram af. Forvafti niftri.
Stjórn Landssambands fsl. samvinnustarfsmanna: frá v. Pétur Kristjónsson, Kópavogi. Jóhann
Sigurösson, Akureyri, Anna Kristmundsdóttir, Reykjavik, Siguröur Þórhallsson, formaöur, Ann
Marie Ilansen, Garöabæ, Pálmi Gislason, Reykjavik, Björk Thomsen, Reykjavik, Reynir Ingason,
Isafirði, Páll A. Magnússon, Akureyri og sitjandi Reynir Ingibjartsson, starfsmaöur L.Í.S. A myndina
vantar tvo stjórnarmenn, þá Kristinn Jónsson, Búöardal, og Egil Jónasson, Höfn í Hornafiröi.
Samvinnustarfsmenn um 10 þúsund
Samið beint við
Vinnumálasambandið?
Landsþing samvinnustarfs-
manna, sem var haldið á Bifröst i
Borgarfirði, um siðustu helgi
samþykkti m.a itarlega ályktun
um stöðu samvinnustarfsmanna i
stéttarfélögum. Þar er bent á að
á launum hjá samvinnu-
félögunum eru um það bil 10
þúsund einátaklingar eða rúm-
lega 20% af öllum félagsmönnum
innan Albvðusambands Islands.
Gæti þvi ekki talist óeðlilegt að
samtök samvinnustarfsmanna
semdu beint við Vinnu-
málaáamband samvinnu-
félaganna um kaup og kjör.
Þingið taldi að áfram þyrfti aö
ræða og kanna hugsanlegar
breytingar á stéttarlegri stöðu
samvinnustarfsmanna og afskipti
þeirra af verkalýðsmálum og
efna sem fyrst til sérstakrar ráð-
stefnu um þessi mál.
Þá taldi þingið að staða
samvinnustarfsmanna f stéttar-
félögunum væri of veik miðað viö
hinn mikla fjölda samvinnu-
starfsmanna, og hvatti til þess að
samvinnustarfsmenn létu sig
meira skipta störf verkalýðs-
félaganna, einkum varðandi sér-
hagsmunamál einstakra vinnu-
staða og starfshópa.
35 aöildarfélög í Landssambandi ísl. samvinnustarfsmanna:
Félagsmenn 4 þúsund
Frá landsþinginu, sem um 100 manns sóttu. Haukur Inglbergsson,
skólastjóri. I pontu. Viö boröiö frá v. Ingólfur Ólafsson, ritari, og
fundarstjórarnir Páll A. Magnússon og Jón Kristjánsson. Viö fremsta
borðið sitja Eyfirðingar, en skagfirskir fulltrúar á þvf næsta.
3ja Iandsþing Landssambands
Isl. samvinnustarfsmanna var
haldiö aö Bifröst i Borgarfirfti
helgina 10. og 11. september sl. A
þingiö mættu um 70 fulltrúar frá
nærri 30 aöildarfélögum lands-
sambandsins auk gesta.
Sigurður Þórhallsson formaður
L.l.S. setti þingið og siðan fluttu
ávörp þeir: Eysteinn Jónsson for-
maður Sambandsins, Haukur
Ingibergsson skólastjóri, Valur
Arnþórsson kaupfélagsstjóri og
Þóröur Magnússon fulltrúi starfs-
manna i stjórn Sambandsins.
A þinginu var lögö fram itarleg
starfsskýrsla um starfsemi
landssambandsins sl. tvö ár.
Meöal helstu verkefna má nefna
byggingu 12 nýrra orlofshúsa að
Bifröst i Borgarfirði, en þar eru
nú 24orlofshús i eigu félaga sam-
vinnustarfsmanna, útgáfu starfs-
mannablaðsins Hlyns, sem kom
út sex sinnum á ári, ferðir til
Norðurlanda, sem nærri 400 sam-
vinnustarfsmenn tóku þátt i,
starfrækslu sumarbúða að Bifröst
fyrir börn samvinnustarfsmanna
og margháttað fræðslu- og félags-
starf i Hamragörðum, félags-
heimili sam vinnumanna i
Reykjavik, þar sem haldið var
uppi öflugu leshringastarfi og
náms- og umræðuhópar komu
saman um mál eins og atvinnu-
lýðræöi og stöðu samvinnustarfs-
manna i stéttarfélögunum.
'h þinginu var ályktað um
fjölmörg atriði.
Hvatt var til þess að stofnuð
verði samtök lifeyrisþega i lif-
eyrissjóðum samvinnufélaganna,
sem vinni að bættum kjörum lif-
eyrisþega og láti sig m.a. skipta,
atvinnu- félags- og húsnæðismál
þeirra.
Þá fagnaði þingið þeirri sam-
þykkt siðasta aðalfundar Sam-
bandsins, þar sem hvatt er til
stofnunar og starfrækslu fram-
leiöslufélaga aldraðra og frum-
kvæði samvinnuhreyfingarinnar
og verkalýðshreyfingarinnar.
Þingið taldi eðlilegt og sjálfsagt
að lifeyrisþegar i lifeyrissjóöum
samvinnufélaganna haldi fullum
réttindum án greiðslu félags-
gjalda i starfsmannafélögunum.
Landsþingið taldi eðlilegt aö lif-
eyrissjóðir innan samvinnuhreyf-
ingarinnar yrðu sameinaöir i einn
sjóð — lifeyrissjóð samvinnu-
starfsmanna, og starfsmenn
hefðu jafna aðild að stjórn þess
sjóös á móti samvinnuhreyfing-
unni. Einnig væri æskilegt aö lif-
eyrisþegar ættu aðild aö stjórn
þessa sjóðs.
Landsþingið fagnaöi auknum
áhuga á reglubundnu námskeiöa-
haldi fyrir starfsfólk samvinnu-
hreyfingarinnar og skoraði á
stjórn Sambandsins að veita
Samvinnuskólanum það fjár-
magn, sem þarf til aö hrinda
þessari áætlun i framkvæmd.
Þá lagöi þingið til aö stofnaðar
verði sérstakar fræðslunefndir I
hverju kaupfélagi, Sambandinu
og öðrum samvinnufyrirtækjum,
sem skipaðar verði fulltrúum
starfsmanna, félagsmanna og
stjórnenda.
I Landssambandi islenskra
samvinnustarfsmanna eru nú 35
aðildarfélög með hátt i 4 þúsund
félagsmenn og á siðasta starfs-
timabili gengu 9 ný félög I lands-
sambandið.
LIS var stofnað 1. og 2. septem-
ber 1973 og gerðist þá strax aðili
að samtökum samvinnustarfs-
manna á Noröurlöndum. Starfs-
maöur landssambandsins frá
upphafi hefur verið Reynir Ingi-
bjartsson og skrifstofan er 1
Hamragörðum — félagsheimili
samvinnumanna að Hávallagötu
24 I Reykjavik.