Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. september 1977 « Málaskólinn Mímir Lifandi tungumálakennsla. Mikiö um nýjungar. Kvöld- námskeið fyrir fulloröna. Samtalsflokkar hjá Englending- uin. Léttari þýska. Norðurlandamálin. Suöurlandamálin. Ilinn vinsæli Enskuskóii Barnanna. Unglingum hjálpaö fyrirpróf. Einkaritaraskólinn, simi 10004 og 11109 (kl. 1-7 e.h.) List frá Lettlandi Sýning í Bogasal Þjóöminjasatnsins á bóka- skreytingum (grafik), auglýsingaspjöldum og skartmunum frá Sovét-Lettlandi. Opin dag- lega til sunnudagskvölds kl. 14-22. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið með framhjóladrifi og Jeppa bifreið, enn- fremur Larc vatnadreka ásamt nokkrum ógangfærum bifreiðum er verða sýndar að Grenásveg 9 þriðjudaginn 20. sept.'kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA Kyrrsetumenn á öllum aldri Hefjið daginn með heilsubótargöngu. Eftirtalin blaðburðarhverfi eru laus til umsóknar þegar: KAPLASKJÓLSVEGUR, HÁSKÓLAHVERFI, HVERFISGATA, LAUFA SVEGUR. Verið með i blaðberahappdrættinu frá byrjun. ÞJÓÐVILJINN Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna Síðumúlafi — simi 81333 mánud. — föstud. Auglýsing í Þjóöviljanum ber ávöxt Húsavfk. Tveir tannlæknar til starfa á Húsavík A undanförnum árum hefur veriö mikill skortur á tannlækn- um viöa út um land og er svo enn. Húsvikingar þurfa þó naumast lengur aö kvarta yfir sinu hlutskipti i þessum efnum og hafa raunar oft veriö betur settir en ýmsir aörir hvaö tannlæknaþjónustu snertir. Þar hefur þó enginn tannlæknir ver- iö nú um eins árs skeiö, en nú hefur brugöið svo viö, aö þeir eru orönir tveir. Eru þaö þeir Stefán Haraldsson og Sigurjón Benediktsson. Innréttuð hefur veriö aðstaöa fyrir tannlæknana á vegum heilsugæslustöövarinnar og veröur hún raunar þaö rúm, aö unnt verður aö bæta þeim þriðja viö. Læknarnirleggja sér sjálfir til tól sin og tæki og reka stof- una. Von er bráðlega á nýjum sjúkrahúslækni til Húsavikur Jóni Aðalsteinssyni. Hefur hann starfaö viö sjúkrahúsið á Akureyri upp á slðkastið og þar áður var hann á Fáskrúðsfirði. Útbreiðsla skóglendis: Gullbringu- og Kjósarsýsla A árunum 1971-1974 var að störfum nefnd, er ætiaö var aö gera drög aö áætlun um hversu best mætti haga skógræktar- málum landsins. 1 nefndinni áttu sæti þeir Jónas Jónsson, Snorri Sigurðsson, Hákon Bjarnason, Baldur Þorsteinsson og Gunnar Finnbogason, Baidur hvarf úr nefndinni 1972,en i staö hans kom Haukur Kagnarsson. llaukur Jörundarson, deildar- stjóri, starfaöi og með nefnd- inni. Einn þáttur i starfi nefndar- innar var að gera athugun á út- breiðslu skóglendis og mögu- leikum til skógræktar i einstök- um sýslum. Eru þessar athug- anir, — sem og raunar allt starf nefndarinnar — hinar fróðleg- ustu. Mun Landpóstur þvi laum- ast til þess að drepa á þær nú og i nokkrum næstu tölublöðum og byrjum við þá á Gullbringusýslu Skóglendi Gullbringusýslu er alls 6.037 ha. en er viöast hvar kjarr eitt og viða aðeins strjál kræða á hrauni. Það er 11% af öllu gróðurlendi sýslunnar. Hæð yfir sjó er frá 20 m. upp i 60 m. Allur birkigróður er talinn undir 2 m. hæð nema 11 ha i Heið- mörk. Þó eru til smásvæði i Undirhliðum með nokkru hærra birki, allt upp i 5 m og langt úi i Almenningum er einstæð björk og einstofna, sem er um 5 m. Vöxtur er á þá ieið, að 4.591 ha. 76%, er iafturför, 385ha., 6%, er staðnað, en 1.061 ha. i framför, eða 18% og er það allt innan girðinga. Skilyrði til skógræktar eru ekki mikil en i stórum reit i Undirhliðum hefur sitkagreni, ásamt fleiri trjátegundum, tek- ið ágætum þroska, og Skógrækt- arfél. Hafnarfjarðar hefur náð ágætum árangri með skógplönt- un á ýmsum stöðum. Sitkagreni hefur og náð undraverðum þroska undir Háabjalla upp af Vogum. Þar eru 7-8 m. há tré gróðursett um 1950. Norðan i fjallinu Þorbirni er stór skóg- ræktargirðing, en vöxtur þar mun segja til um gróðrarskil- yrði i framtiðinni. Kjósarsýsla Skóglendi alls 385 ha. og að- eins 1% af gróðurlendinu. Hæð yfir sjó 50 m. að 160 m. Skóg- lendið er allt undir 2 m. hæð nema smáblettir i Brynjudal. Af þvi eru 60 ha. i afturför, 16%,en 290ha., 75%, staðnaðir.en aðeins 35 ha., 9%, i vexti. Kjarrið er viðast allþétt og er það mest og best i landi Ingunn- arstaða i Brynjudal. Með friðun dalsins mundi skógur breiðast mjögút. Skógræktarskilyrði eru ágæt þar i dalnum og sæmileg i Vindáshlið. Brynjudalur er kjörið útivistarsvæði og þaðan er stutt gönguleið til Þingvalla. — mhg Fjóröungaþing Norðléhdinga: Alyktanir um samgöngumúl Hér fara á eftir þær tillögur, sem Fjórðungsþing Norölend- inga samþ. um samgöngumál: Fjórðungsþingið... „bendir á, að samgönguáætlun Norður- lands getur ekki talist viðunandi úttekt á vegamálum fjórðungs- ins, þar sem hún nær ekki tii byggðaveganna, sem hafa vax- andi gildi, t.d. vegna tankvæð- ingar og aksturs nemenda i skóla. Jafnframt fagnar þingið þeirri yfirlýsingu rikisstjórnar- innar, að áfram verði unnið að þvi að byggja upp og leggja þá vegi bundna slitlagi, sem tengja helstu þéttbýlisstaði landsins. Tii þessara framkvæmda verði útvegað fjármagn sérstaklega utan vegaáætlunar, eins og gert hefur verið vegna annarra stór- framkvæmda i samgöngumál- um. Þingið mótmælir þvi, að þegar útboðið huppdrættisfé skuli ekki að fullu hafa runnið til þeirra framkvæmda, sem lögin ætluðu.” Fjórðungsþingið... „leggur áherslu á að landshlutasamtök- in verði viðurkennd sem um- sagnaraðili um skiptingu vega- fjár i vegaáætlun og um skipt- ingu fjármagns til vegafram- kvæmda, sem aflað er eftir sér- stökum leiðum utan vegaáætl- ana, þannig að betur verði tryggð skipting fjármagns i samræmi við framkvæmda- þörf”. Fjórðungsþingið... „leggur til að i sambandi við endurskoðun Samgönguáætlunar Norður- lands verði teknar upp viðræður við stjórnvöld um sérstaka fjár- mögnun til framkvæmdahluta áætlunarinnar”. Fjórðungsþingið... „itrekar fyrri samþykktir sinar um að tekjur vegasjóðs verði stór- auknar, svo hægt verði betur að sinna brýnni þörf ibúa Norður- lands um bætta vegi”. Fjórðungsþing... „fagnar framkominni framkvæmda- áætlun Flugmálastjórnar fyrir árin 1978-1981”, en „leggur einnig þunga áherslu á, að flýtt verði uppbyggingu smærri flug- valla með bundnu slitlagi, far- þegaskýlum og öryggisútbúnaði hér i fjórðungnum. Bent er á þróun Norðmanna i þessum efn- um”. Fjórðungsþingið... „fagnar þeim hugmyndum um breyting- ar á rekstri Skipaútgerðar rikis- ins, sem fram hafa komið. Með tilliti til þess hve mikilvæg þjón- usta fyrirtækisins er fyrir landsbyggðina bendir þingið á, að nauðsynlegt sé að hrinda þessum hugmyndum i fram- kvæmd sem allra fyrst”. - mhg Umsjón: Magrtús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.