Þjóðviljinn - 18.09.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977.
Róska
°g
Ólafur
liljurós
13 september s.l. var
frumsýnd i Reykjavik ný
islensk kvikmynd „Ballaöan
um Olaf liljurós”. Róska
samdi handritiö, en auk
hennar koma við sögu
Manrico Pavolettone,
Þrándur Thoroddsen,
Megas, Jón Hermannsson,
Jón Gunnar Árnason, Dagur
Sigurðarson, Birna
Þórðardóttir, Sigriður Stella
Karlsdóttir og fleiri.
Mjög erfitt er að dæma um
tæknilega hlið þessarar
myndar, vegna þess að
skilyrði voru ekki nógu góð á
þeirri sýningu sem ég var á
( f o r s ý_ n i n g u f y r i r
blaðamenn og auk þess
talið afar gallað (bein
ii)jóðupptaka 1), en verður
lagfært ef ákveðið verður að
sýna myndina viðar. Þessi
galli er ekki á þvi eintaki
sem italska sjónvarpið
keypti, þar var talið hljóð-
ritað uppá nýtt - á itölsku.
Ef við byrjum hins vegar á
þvi að bera Olaf liljurós
saman viö aðrar nýlegar
Róska
islenskar kvikmyndir - svo-
sem eins og Morðsögu og
Blóörautt sólarlag - fer það
varla milii mála að nýjasta
myndin ber af hinum eins og
gullafeiri. Vantar þó ekki i
hana morðin, þvi þau eru tvö
framin. i alvöru talað á
Olafur liljurós ekkert sam-
eiginlegt með áðurnefndu
myndunum. Hér er nefni-
lega verið að yrkja ljóð með
kvikmyndavélinni og það er
talsverður galdur. Tónlistin
tengir saman andlit, lands-
lag og sögu og gerir úr þessu
eina samfellda heild, sem er
undirstrikuð með ágætri
klippingu. Sagan er eins
einföld og verða má, boð-
skapurinn sömuleiðis: Til
hvers eru eru álfar? Voru
þeir kannski stundun fundnir
upp til að hylma yfir með
menskum álfakroppum sem
frömdu ódæðisverk? Ytri
atburðarás sögunnar
gerir lítið annað en
setja fram þessar
spurningar, en sagan segir
miklu meira i mynd og
tónum. Ekki er þó allt jafn-
gott: Dagur nær sér ekki
verulega á strik i hlutverki
bóndasonarins heimfúsa, og
einkun er „ástarsenan”
klaufaleg - er það reyndar
ekki Degi einum að kenna.
Italska sjónvarpið tók
einhvern þátt i gerð þessarar
myndar og nú hafa þau
Róska og Manrico fengið
græntljós með nýtt verkefni,
sem verður öllu stærra i
sniðum. Þar verður væntan-
lega fjallað um Alþingi hið
forna, og Njála höfð til
grundvallar við gerð
handrits. Verður óneitan-
lega spennandi að sjá hvað
kemur út úr þvi.
ein allrabesta kvikmynd sem Finnar hafa framleitt,
.Jörðin er syndugur söngur
Norræn kvikmynda-
vika
Kvikmyndamenningin riður
ekki við einteyming á þessu
hausti. Varla er Fjalakötturinn
farinn á stjá þegar yfir oss dynur
Norræna kvikmynda vikan
(24 sept. til 2. okt.). A Að henni
standa Samtök norrænu vina-
félaganna i Reykjavik, ásamt
Norræna húsinu, en Norræni
menningarsjóðurinn hefur veitt
til hennar fjárstyrk.
Sýningar verða i Nýja biói á
venjulegum sýningartimum.
Boðið er upp á niu kvikmyndir frá
Danmörku, Finnlandi, Noregi og
Sviþjóð, og eru þær allar
framleiddar á timabilinu 1973-
1976, en fl. ,á sl. ári. Hér
er þvi um gullið tækifæri aðræða
fyrir þá sem vilja fylgjast
með kvikmyndalist bræðra-
þjóðanna, eða einfaldlega sjá
eitthvað annað en þetta venju-
lega, ameriska. Kvikmyndirnar
voru valdar með það fyrir augum
að þær höfðuðu til sem flestra.
Fjölskyldumyndin „Agaton Sax”
„Sven Klang Kvintettinn” — fræg
sænsk mynd um danshljómsveit i
smáþorpi á sjötta áratugnum.
frá Sviþjóð verður sýnd á
siðdegissýningum báðar helgar-
nar, og svikur áreiðanlega engan.
Þetta er teiknuð leyni-
lögreglumynd sem fullorðnir
hafa engu minni ánægju af en
krakkar. Hinar iryndirnar
frá Sviþjóð eru >t Svén Klang
Kvintettinn” - sem kvikmynda-
timaritið Chaplin veitti verðlaun
fyrir „bestu leikstjórn á árinu
1976”- og „Nær og fjær” - frum-
raun ungs leikstjóra, Marianne
Ahrne. Frá Danmörku koma
tvær myndir: „Drengir” eftir
NilsMalmros og „Blindur félagi”
eftir Hans Kristensen. Finnsku
myndirnar heita „Sólarferð” -
nýjasta gamanmynd hins þekkta
leikstjóra Risto Jarva - og
„Jörðin er syndugur söngur”
eftir Rauni Mollberg, ein
allrabesta mynd sem
Finnar hafa framleitt, fyrr eða
siðar. Þetta siðastnefnda er ekki
aðeins persónulegt álit undir-
ritaðrar, heldur einnig viður-
kennd staðreynd i kvikmynda-
sögunni. „Jörðin er syndugur
söngur” var framleidd árið 1973,
en er nú þegar orðin sigild.
Nánar verður sagt frá henni og
fleiri myndum i næstu
kvikmyndakompu. Frá Noregi
koma einnig tvær myndir:
„Sumarið sem ég varð
15 ára„eftir Knut Andersen
og „Við” eftir Lailu Mikkelsen.
Ef vel tekst til með þessa
kvikmyndaviku er ætlunin að
halda áfram á þessari braut, og
langtimamarkmið er að gera
Norrænu kvikmyndavikuna að
föstum lið i reykvisku
menningarlifi framtiðarinnar.
Fjalakötturinn
Eins og sagt var frá hér i
blaöinu s.l. miðvikudag byrjar
F jalakötturinn, kvikmynda-
kldbbur framhaIdskólanna,
vetrarstarfsemi sina 22. þ.m með
sýningu á „Teorema” eftir
Pasolini. Hér á siðunni birtum
við nú vetrardagskrá klúbbsins,
sem er æði girnileg eins og sjá
má. Þar eð flestum myndanna
voru litillega gerð skil á
miðvikudaginn verður ékki farið
út I þá sálma hér og nú, en
reynt verður að kynna þær smám
saman i vetur, eftir þvi sem
aðstæöur leyfa.
A sinu þriðja starfsári fitjar
Fjalakötturinn upp á ýmsum
nýjungum. Gylfi Kristinsson,
framkvæmdastjóri klúbbsins
skýrði frá þeim á blaða-
mannafundi nú i vikunni. Sagði
hann aö aldrei fyrr hefði verið
byrjað jafnsnemma að undirbúa
vetrardagskrána og panta
myndir, enda hefði klúbburinn
fengið staðfestingu fyrir nær
öllum þeim myndum sem ákveðið
heföi veriö aö panta.
Þá hefur klúbburinn nú aukið
við vélakost sinn og er von á nýrri
sýningarvél innan skamms, en
hingaðtil hefur aðeins ein slik
veriö til. Þarf því vonandi ekki
framar að gera hlé á sýningum til
að skipta um spólur.
Kvikmyndatökuvél hefur einnig
verið keyptogerætluninað leigja
hana áhugamönnum við vægu
verði. Auk þessa hefur svo verið
fjárfest I nokkrum góöum og si-
gildum kvikmyndum, sem eru
visir að kvikmyndasafni. Safnið
hefur reyndarþegar veriö stofnað
og heitir Kvikmyndasafn Fjala-
kattarins. En einhvers staðar
þarf að geyma safniö, og
húsnæðismál eru eitt brýnasta
vandamál klúbbsins. Að visu eru
þeir félagar ákaflega þakklátir
háskólayfirvöldum fyrir afnot af
Tjarnarbiói, en eftir þvi sem
umsvif klúbbsíns aukast verða
kröfurnar meiri og þarfirnar
stærri.
Húsnæðismáíin hafa þegar
veriö rædd og ýmsar hugmyndir -
á reiki þaraðlútandi.
Gylfi sagði að forráðamenn
klúbbsins heföu mikinn áhuga á
að veita félagsmönnum aukna
möguleika á að hafa áhrif á val
kvikmynda sem sýndar eru i
klúbbnum og hefðu þeir þvi ráð-
gert að halda kynningarkvöld,
a.m.k.einu sinni á vetri, þar sem
skýrt yröi frá þeim myndum sem
á boðstólum eru hjá dreifingar-
aðilunum sem skipt er við og
félagsmönnum gefinn kostur á að
ræða málin og mæla með eða
Framhald á bls. 22
Dagskrá
Fjala-
kattar í
vetur
Sept. 22. 24. 25. Teorema.
(Pasolini 1968.)
Sept. 29. Sjöunda innsiglið.
(Bergmann)
Okt. 1. 2. Sjöunda innsiglið.
(Bergmann)
Okt. 6. 8. 9. Sjö Samurai
(Kurosawa)
Okt. 13. 15. 16. Tréskeri
Steiner i sjöunda himni
(Herzog 1975)
Okt. 13. 15. 16. Draumur og
martröð. (Osheroffog Kling-
mann, 1974)
Okt. 20. 22. 23. Bros sumar-
næturinnar. (Bergman)
Okt. 27. 29. 30. Kæra Irena
(Chr. Braad og Thomsen
1971).
Nóv.3.5. 6.Dvergar (Herzog
1970)
Nóv. 10. 12. I3.1nafni föður-
ins (Bellocchio 1971)
Ndv. 17. 19. 20. Meyjarlindin
(Bergmann - 1960)
Nóv. 24. 26. 27. Lér konungur
(Kozintsev 1971)
Des. 1. 3. 4.TungI yfir stræti
(Joseph Despins 1975)
Des. 8. 10. 11. Hamlet
(Kozintsev 1964)
Des 15. 17. 18. Macbeth (Or-
son Welles 1948)
Jan 5. 7. 8. Sultur (Carlsen)
Jan. 12. 14. 15.
W.R. Leyndardómar liffær
anna —Makavejef
Jan. 19. 21. 22.
Nosferatu eða The Quiet
Man (John Ford)
Jan. 26. 28. 29.
Huldumaðurinn (1974
Franju)
Feb. 2. 4. 5.
Númer tvö (1975 Godard)
Feb. 9. 11. 12.
Likbrennarinn (1968 Juraj
Herz)
Feb. 16. 18. 19.
Glerhjartað (1967 Herzog)
Feb. 23. 25. 26.
Þögnin (1963 Bergman)
Mars 2. 4. 5.
Lifsmark (1968 Herzog)
Mars 9. 11. 12.
Gladstoneburry (1971 Peter
Neal)
Mars 16. 18. 19.
Frú Kraussen (1929 Piel Jut-
zi)
Mars 23. 25. 26.
Að leiðarlokum (1957 Berg-
man)
Mars 20.,apr. 1. 2.
Hreinsunareldurinn (M.
Meschke)
Apr. 6. 8. 9.
Winstanley (1975 Brownlow
& Mollo)
Apr. 13. 15. 16.
Ludwig, sálumessa meykon-
ungs — Syberberg
Apr. 20. 22. 23.
Herbragð kóngulóarinnar
(1970 Bertolucci)
Apr. 27. 29. 30.
Náðarskotið (1976 Schlön -
dorff)
Maí 4. 6. 7.
Túskildingsóperan (1931
Pabst)
Mai 11. 13. 14.
Sifjaspell (1966 Sjöman)
Mal 18. 20. 21.
King Kong (1933 Schoedasck
& Cooper)
Mai 25. 27. 28.
Marjoe (1972 Kernochan &
Smith)