Þjóðviljinn - 18.09.1977, Blaðsíða 24
DWÐVIUINN
Sunnudagur 18. september 1977.
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
B81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I sima-
skrá.
Vidtal viö Ólaf Nilsen
Tjörnin hefur oft verið
kölluð gersemi Reykja-
víkur og vist er að hún
nýtur mikilla vinsælda
borgarbúa og gesta, þeg-
ar vel viðrar. Mikið er
gert til þess að vernda
Tjörnina fyrir ágangi
manna og dýra og síðan í
júlí 1973 hefur ólafur
Nilsen líffræðinemi
fylgst með Tjörninni og
umhverfi hennar fyrir
borgina.
ANDALÍF
Ungar endur á sundi. — Ljósm. -eik.
Þjóðviljinn leitaði til Ólafs og
bað hann að segja frá starfi sinu
og fugialif við Tjörnina.
Ég vinn við þetta allan dag-
inn á sumrin, sagði Ólafur, og
hálfan daginn um vetur með
skólanum. Ég fylgist aðallega
með fuglunum, en hirði einnig
rusl sem fólk kastar i Tjörnina.
Hvað eru margar fuglateg-
undir við Tjörnina?
Þar hafa sést um 75 tegundir,
og er. þá Hljómskálagarðurinn
og Vatnsmýrin meðtalin. Þar af
eru 14 andategundir og kyn-
blendingar anda, 4 gæsategund-
ir, grágæs, heiöagæs, helsingi
og blesgæs.
Við Tjörnina verpa þó aðeins 5
tegundir anda , stokkönd, æður,
gargönd, skúfönd og duggönd.
Fyrir 20 árum.
Fyrir um 20 áruir. urpu aðeins
stokkendur við Tjörnina en á ár-
unum 1956-57 var gert mikið
átak til þess að gera fuglalifið
fjölbreytilegra og átti Finnur
Guðmundsson, fuglafræðingur
frumkvæðið að þvi.
Reykjavikurborg fékk þá
Kristján Geirmundsson ham-
skera á Akureyri til þess að ala
upp andarunga frá Mývatni og
voru þeir siðan fluttir til
Reykjavikur.
A Mývatni er fjölskrúðugast
andavarp hérlendis og Kristján
fékk nokkur hundruð egg þaðan
og ungaði þeim út i vélum. Alls
kom hann um 450 fuglum á legg
og voru þeir af 9 tegundum, hús-
endur, grafendur, skúfendur,
æðarfugl, gargendur, rauðhöfð-
ar, urtendur, skeiðendur og
duggendur. Siðan ól hann ung-
ana upp fram á haust, en það
var mjög erfitt verk, þvi hver
tegund þarf sina sérstöku fæðu.
Við þetta vann Kristján i tvö
sumur og á haustin voru fugl-
arnir fluttir að Þorfinnstjörn-
inni og vængstýfðir, ýmist til
frambúðar eða til eins árs. Það
var nauðsynlegt til þess að þeir
flygju ekki strax á braut i þessu
ókunna umhverfi.
Á þessum árum var fenginn
maður til þess að gefa öndunum
og fylgjast með þeim, en þær
urpu allar þegar þær voru orðn-
ar kynþroska. Sumar tegund-
irnar hurfu þó fljótlega, en eftir
standa núna þessar 5 tegundir
sem ég minntist á áðan.
Saga af húsöndum
Af húsöndunum drápust allar
nema 2. Saga þeirra varð nokk-
uð sérstök, en þær urpu tvisvar.
1 fyrsta skiptið var steypt undan
þeim, og i siðara skiptið drápust
ungarnir i oliubrák. Kollurnar
verða þá oft grimmar og ráðast
á andarunga og drepa þó, og svo
fór með húsandarkolluna. Hún
var þvi tekin og sett i girðingu,
en einn morguninn, þegar eftir-
litsmaðurinn kom á vettvang
hafði hún verið drepin með
grjótkasti.
Steggurinn var þvi einn eftir.
Hann hafði verið vængstýfður
svo hann komst ekki burtu, og
lifði hann þarna fram til vetrar
1972-1973. Þá drapst hann og var
orðinn nær 15 ára.
Húsöndin verpir hvergi nema
viö Mývatn og við Laxá i Þing-
eyjarsýslu. Hún verpir gjarna I
hreiðurkössum, þar sem þeir
hafa verið settir upp.en annars i
holum. 1 vor áskotnuðust mér
nokkur húsandaregg i Mývatns-
sveit og setti undir æðarfugl og
stokkönd. Þær komu 10 ungum á
vatn. og nú eru 4 lifandi eftir.
Þeir eru þvi aldir upp á tjörn-
inni og koma liklega aftur ef
þeir lifa. Húsöndin verður kyn-
þroska 3ja ára, og kannski
verða þessir 4 ungar til þess að
andalif á tjörninni auðgist um
eina sjaldgæfa tegund.
60-80% unganna drepast.
Hvað eru margar endur á
Tjörninni?
1 hólmanum verpa um 40 æð-
ur, i Vatnsmýrinni verpa um
120-130 fuglar, mest allt stokk-
önd, 10-15 duggendur, 5 skúfend-
ur og 2 gargendur. Þarna er
talsvert um mannaferðir og er
algengt að steypt sé undan fugl-
unum.
Tekur máfurinn ekki mikið af
ungum?
Eðlileg afföll eru 60-80% ung-
anna, og vissulega á máfurinn
stóran þátt i þeim.
Sllamáfurinn er hér allt sum-
arið, hann gleypir nýklakta
unga I heilu lagi og það er erfitt
aö ná honum.
Undanfarin 3haust hafa kom-
ið 1-2 svartbakar og hringsólað
yfir tjörninni. Þeir eru mjög
sterkir og ráða við stóra unga.
Haustið 1975 kom einn og drap
30 fullstálpaða unga. Næsta
haust komu 1-2 og gerðu mikinn
usla. í lok ágúst núna kom svo
einn svartbakur og fann ég tvo
dauða unga uppi i hólmanum
eftir hann. Þegar ég kom að
var hann að éta þann þriöja og
drap siðan einn til. Ég skaut
þennan fugl og hengdi hann upp
i hólmanum eins og allir sjá
Framhald á bls. 22
Sjaldgæfur kynblendingur æðarkóngs og æðarfugls innan um blika
og stokkandarsteggi. — Ljósm. Ó.N. Heiðagæsvið Tjörnina (ljósm. ÓN).
Svartbakurinn, sem hangir I hólmanum hræöir aðra frá. Ljósm. -eik.