Þjóðviljinn - 18.09.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977.
heygarðshornið
: ■=
£
Umsjón:
Halldór Guðmundsson
og Örnólfur Thorsson
BYLTINGIN OG LISTIN
Ekki er laust við að um-
ræðuþyrstum marxistum
hafi heldur hlýnað um
hjartarætur nú í sumar,
þegar menn tóku að ríf ast
um marxismann og
vandamál sósíalískrar
hreyf ingar á síðum Þjóð-
viljans eftir „logn og lá-
dauðan sjó" um langa
hríð.
Það sem einna helst ýtti
mönnum útá ritvigvöllinn var
stofnun nýs menningarfélags
vinstri manna, Gagns og gam-
ans, en áður höfðu nokkrir ein-
staklingar — þráttað um það
hvort það kæmi sósialistum að
einhverju gagni að lesa ljóð
Dags eða hlusta á Megas. Nú
uppá siðkastið hafa menn skipst
á greinum um þessa fyrr-
nefndu félagsstofnun og tengsl
hennar við hið gamla menn-
ingarfélag vinstri manna, rætt
hvort hér sé á ferðinni ótima-
bært upphlaup vegvilltra menn-
ingarróttæklinga (sem siðan
eru ættfærðir á ýmsan hátt)
sem hlaupist undán merkjum og
takist ekki á við raunveruleg
vandamál baráttunnar, kunni
ekki að skilja á milli baráttunn-
ar fyrir afnámi kapitalismans
og karps um ólikar neyslu-
venjur.
Við ætlum ekki að blanda okk-
ur beinlinis inn i þessa umræðu,
heldur að benda á nokkur atriði
sem varða sósialiska forræðis-
baráttu og afstöðu byltingar-
sinna til listar. Þvi Gaga er ekki
eina hreyfingin sem sprottið
hefur upp um útbreiðslu ,,ann-
ars konar listar” að undan-
förnu. Segja má, aö lystræning-
inn, kvikmyndaklúbburinn,
galleri Suðurgata 7 og fleiri séu
greinar á sama meiði. Hvaða
verkefni biða þessara fyrir-
tækja?
Marxistar hafa frá upphafi
litið á listina sem viðfangsefni
visindalegrar skilgreiningar á
þjóðfélaginu. Báðir gömlu
mennirnir höfðu umtalsverðan
áhuga á þessu fyrirbæri, og
Marx hóf raunar ritferil sinn
sem blaðamaöur á þvi að rita
um algert frelsi til listrænnar
tjáningar. Æ siðan hafa sósial-
istar skeggrætt um möguleika
byltingarsinnaðrar listar (og
þyrfti 1000 sunnudagsblöð til að
rekja þá umræöu allaí.Þetta er
auðvitað vegna þess að mönn-
um er ljóst að listin er áhrifa-
mikið hugmyndafræðilegt vopn
i baráttu stéttanna. Hluti henn-
ar hefur með höndum mikilvægt
hlutverk i menningarlegu for-
ræði auðvaldsins. Spurningin er
hins vegar: ef listin er fær um
að umskapa hversdagslega
reynslu með tilstyrk imynd-
unaraflsins og búa til mýtur
sem staðfesta daglega reynslu
alþýðu manna af stöðu sinni i
þjóðfélaginu, er hún þá ekki um
leið tæki sem þjónað getur bylt-
ingarsinnuðum markmiðum,
getur hún ekki miölað bylt-
ingarboðskap i auövaldsþjóð-
félaginu? Slika list veröa sósial-
istar aö gera að hluta af reynslu
verkalýðsins, ryðjast inni hana
með brauki og bramli og snúa
henni á brautir byltingar. Þetta
er ekki „öreigalist”, sem
sprettur eingöngu af reynslu
verkafólks, heldur list sem
einnig tileinkar sér það besta úr
borgaralegri menningu og eldri
arfleifð. 1 þessu sambandi ber
að varast alla vélhyggju: listin
lýtur aö mörgu leyti innri þró-
unarlögmálum og eigin þró-
unarhraða, einsog raunar aðrir
þættir yfirbyggingarinnar, þó
svo að þegar allt kemur til alls
sé þróun efnahagsgrundvallar
frumforsenda þeirrar þróunar.
Auðvitað verður slik boð-
skapslist að standast allar list-
rænar kröfur og geta tekið á sig
margvisleg form. Þá er ver af
stað fariö en heima setið þegar
listin veröur heimskuleg for-
múla einsog stór hluti sósial-
realismans. Og hitt skiptir ekki
siður máli, að listin verði breidd
út. Hafa menn gert sér grein
fyrir þvi hvað svokölluö æðri
list nýtur fáránlega litillar út-
breiðsiu? Ljóöabækur á Noröur-
löndum koma iðulega út i 600
eintökum, 400.000 danskar kon-
ur iesa ekkert nema vikublöð,
og stór hluti bandarikjamanna
er hálflæs, þ.e. getur ekki lesið
lengri ritverk — þess vegna eru
meira segja komin út fréttablöð
sem teiknimyndaseriur. Hér
biður sósialista risavaxið verk-
efni, sem þeir verða að sinna
jafnhliða annarri þjóðfélags-
legri baráttu. Skoðum þetta bet-
ur*
Alhliða barátta við
borgaralegt samfélag.
I borgaralegu samfélagi er
sérhverju félagslegu athæfi
markaður sinn bás. Samkvæmt
sjálfsskilningi þess má greina
hinn samfélagslega vettvang i
fernt — með hæfilegri einföldun.
Þar er um að ræða annars vegar
einkavettvang og hins vegar
opinberan vettvang, sem skipt-
ast svo hvor um sig i tvennt. Til-
finningasviðið heyrir undir
einkavettvanginn, þar er staður
kynlifs, trúarafstöðu og „per-
sónulegra skoðana og tilfinn-
inga”. „Stofnunin” sem annast
þetta er fjölskyldan. Hinn hluta
einkavettvangsins mætti nefna
félagslegt svið, þar eru efna-
hagsmálin einkamál hvers og
eins, hvort sem það er á vinnu-
staðnum eða i búðinni. Hér
ganga vörur kaupum og sölum,
þar á meðal sú ágæta vara
vinnuaflið. Opinberi vettváng-
urinn greinist annars vegar i
pólitiskan vettvang, undir hann
heyra stjórnmálin og stofnanir
hans eru stofnanir borgaralegs
þingræðis, og hins vegar i
menningarlegan vettvang, þar
sem listin á sér varnarþing með
tilheyrandi menningarstofnun-
um (leikhúsum, söfnum af
ýmstu tagi, tónleikahöllum
o.s.frv.). Utan þessara sviða að
nokkru leyti stendur rikisvald-
iö, sem reynir að tryggja endur-
framieiðslu heildarauðmagns-
ins, viðhalda framleiðsluaf-
stæðunum, „sætta” hinar jstrlð-
andi stéttir, dyggilega i höndum
þeirra sem ráðandi eru. Þessi
svið eru skýrt aðskilin, og það er
hluti af rikjandi hugmynafræði
að lita svo á aö þau megi ekki
gripa hvert inn á annað. Viö
kennum aftur þessa skiptingu i
rikjandi viðhorfum: það á ekki
að bera einkamál sin á torg og
það á ekki að vera að þvarga um
pólitik þegar menn hafa þaö
notalegt i stofunni heima hjá
sér, það er hreint hneyksli ef
rithöfundur (eða ritdómari) ját-
ar á sig að skrifa fyrir peninga,
það er óviðurkvæmilegur áróð-
ur að blanda pólitik inn i list og
listaverkin biða tjón af og
stjórnmálamenn eiga ekki að
blanda persónulegri velferð
sinni inn i pólitískar ákvarðanir
(þá verða Lockheed-hnykslin).
Sist af öllu á að ræða um pólitik
i vinnutimanum.
Hér er ekki timi til að rekja
sögulega uppkomu þessarar að-
greiningar og tengsl hennar við
þróun kapitalismans, en ekki
þarf að velta lengi vöngum yfir
þessu likandi til að sjá að við-
hald þess er einkar imikilvægt
tii að treysta stöðu auðvalds-
skipulagsins og kúgun verka-
fólks (og raunar kúgun kvenna
likaKTökum til að mynda dæmi
um aðskilnað pólitisks sviðs og
framleiöslusviðs: vinnustaður
verkafólks er ekki sá vettvang-
ur sem ákvarðanir sem það
helst varða eru teknar á. Slik
ákvarðanataka er i höndum at-
vinnurekenda eða á hinu póli-
tiska sviði i höndum embættis-
manna, atvinnupólitikusa og
annarra þeirra sem hafa tima
til að sinna stjórnunarstörfum
(og hverjir skyldu það nú helst
vera?) Framleiðendurnir eru
sviptir möguleikum til raun-
verulegrar sjálfsstjórnar á fjög-
urra ára fresti taka þeir þátt I
sviðssetningu skopleiks lýð-
ræðisins — þingkosningum.
Auðvitað er myndin ekki stöðn-
uð, verkalýðsstéttin hefur
skipulagt sig til hagsmunabar-
áttu á þremur þessara sviða:
með verkalýðsfélögum (ASl) á
hinu félagslega sviði i baráttu
fyrir hærra verði vörunnar
vinnuafl, með verkalýðsflokk-
um á stjórnmálasviðinu og með
menningarfélögum (Máli og
menningu á sinum tima) á
menningarsviðinu. En hreyfing
verkalýðsins hefur alls ekki
gætt þess nægilega að vinna
jafnframt að niðurbroti þessar-
ar skiptingar hins samfélags-
lega vettvangs. Og þar komum
við enn að hlutverki byltingar-
sinnaðrar listar, og menningar-
baráttu (-róttækni?) verkalýðs-
stéttarinnar yfirleitt.
Brjótum múra Jeríkó-
borgar.
List á ekki siður en stjórnmál
erindi á öll svið samfélagsins,
og pólitisk list getur orði sterkt
vopn i þessari hugmyndafræði-
legu baráttu við borgaralegan
sjálfsskilning. A fyrstu árunum
eftir rússnesku byltinguna fóru
róttækir leikstjórar (Mey-
erhold) með leiksýningar inn i
verksmiðjur, niður i námur og á
aðra vinnustaði. Listin á erindi
þangað sem fólk starfar, og að
sýningu lokinni er hægt að
skapa fjörugar umræður meðal
fólks, sem lært hefur aö lita á
menningarneyslu sem einkamál
hvers og eins. Hér ber aö minn-
ast ágæts framtaks Menningar-
og fræðslusambands alþýðu,
þegar farið var með leikrit Vé-
steins Lúðvikssonar á vinnu-
staði. Þessu framtaki verður að
fylgja eftir, jafnvel þó að (eða
fremur vegna þess) það brjóti i
bága við öll hefðbundin
borgaraleg viðhorf til „menn-
ingarneyslu”. Hér biða róttæk-
um listhreyfingum nútimans
fjölmörg verkefni.
Bandariskir róttæklingar áttu
það til hér i eina tið að hertaka
stigagang i einhverri risablokk-
inni, berja uppá i öllum ibúðun-
um og halda siðan pólitiskan
fund með öllu þvi fólki sem rak
nefið útum dyragættina. A svip-
aðan hátt gætu róttækir lista-
menn reynt að brjóta listsköpun
sinni leið inn á -einkavettvang-
inn — einangrun hans hefur
hvort sem er verið rofin fyrir
iöngu siðan með útvarpi og
sjónvarpi. Það ruglar ekki siður
borgaralegan sjálfsskilning i
riminu að storma með listina á
hið félagslega svið eða hinn
pólitiska vettvang. Æfintýrin
mega ekki veröa að veruleika:
minnumst þess þegar danski
leikflokkurinn Solvognen dulbjó
sig sem jólasveina, hélt inn i
stórar kjörbúðir og útdeildi vör-
um til fólksins. Eða þegar hann
lék fjöldamorð Bandarikjanna á
indiánum i tilefni opinberra
hátiðarhalda vegna tvöhundruð
ára afmælisins. Og enn þegar
menn dulbúnir sem örkumla-
hermenn úr Vietnam-striðinu
tóku á móti Kissinger i Osló Slik
viðleitnisem þessi verður ávallt
að vera þáttur af byltingar-
sinnaðri iistsköpun: að velta
listinni af stalli sinum, þvo af
henni helgislepjuna og færa
hana nær öllu venjulegu fólki.
Það verður að hindra með ráð-
um og dáð að góð list lokist inni
meðal örfárra útvaldra eins og
orðið hefur raunin svo viða — æ
færri lesa finar bækur- og sjá
„erfið” leikrit. Og gegn þessari
þróun má sporna á margvisleg-
an máta: götuleikflokkar,
götusöngvarar og spilimenn
gegna hér mikilvægu hlutverki.
Haldiði að það sé munur aö sjá
Brecht eða heyra Mozart niður
á Hlemmi á leið heim úr vinn-
unni? Þær fjölmörgu róttæku
listhreyfingar sem nú eru að
skjóta upp kolli hér hafa of
mikla tilhneigingu til e-3 loka sig
inn i stað þess að storma út, ögr-
andi og sigurvissar og notfæra
sér alla þá möguleika sem
borgaralegt þjóðfélag þrátt
fyrir allt hefur upp á að bjóöa.
Og flokkar og félög verkalýðsins
verða að styöja slika viðleitni,
án þess að múlbinda hana á
nokkurn hátt. Byltingarástand,
tildrög að raunverulegri valda-
töku og sjálfsstjórn vinnandi
fólks, felur einnig i sér fjölda-
virkni á öllum sviðum, sem
brýtur niður þá sundurbútun
samfélagsins, sem auðvaldinu
er svo þóknanleg. Sósialismi er
félagsleg frelsun.
—
£