Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 11
Ragnar Arnalds: Laugardagur 5. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Eignaréttinum yerdi sett skyn- samleg takmörk Rætt um frumvarp 4 alþýðubandalagsmanna Slbastliðinn miövikudag var til umræbu I efri deild frumvarp til stjórnskipunarlaga sem flutt er af 4 þingmönnum Alþýöubandalags- ins, þeim Ragnari Arnalds, Stefáni Jónssyni, Helga F. Seljan og Geir Gunnarssyni. Feiur frumvarpió i sér að viö eignar- réttarákvæbi 67. gr. stjórnar- skrárinnar bætist þrjár nýjar málsgreinar. 1 máli framsóknar- þingmannanna Einars Ágústs- sonar og Steingrims Hermanns- sonar kom fram aö þeir væru sammála meginstefnu frum- varpsins þó aö þeir heföu fyrir- vara um einstök atriöi. Eignarréttartillagan Þær málsgreinar sem lagt er til aö bætist viö 67. gr. eru svohljóö- andi: 011 verömæti i sjó og á sjávarbotni innan efnahagslög- sögu, svo og almenningar, afrétt- ir og önnur óbyggö lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóöarinnar allrar, einnig námur i jöröu, orka i rennandi vatni og jaröhiti neöan viö 100 m dýpi. Eignarrétti á islenskum náttúruauöæfum, landi og land- grunni skal aö ööru leyti skipaö meö lögum. Tryggja ber lands- mönnum öllum rétt til eölilegrar umgengni og útivistar I landinu. Viö eignarnám á landi, i þéttbýli sem dreifbýli, skal almennt ekki taka tillit til veröhækkunar, sem stafar af uppbyggingu þéttbýlis- svæöa i næsta nágrenni, opinber- um framkvæmdum eöa öörum ytri aöstæöum, heldur ber að miöa mat viö verömæti hliö- stæöra eigna, þar sem þess háttar ástæöur hafa óveruleg áhrif til verðhækkunar. Með þeim takmörkunum, sem hér greinir skal viö þaö miöa, aö bændur haldi eignarrétti á jörö- um sinum, beitirétti I óbyggöum og öörum þeim hlunnindum i heimalöndum og utan þeirra, sem fylgt hafa Islenskum búskaparháttum á liönum öldum. Itarleg greinargerð fylgir frumvarpinu og hefur hún veriö birt hér i Þjóöviljanum. Tengja verkalýðs- stétt og bændastétt Ragnar Arnalds fyrsti flutn- ingsmaöur geröi grein fyrir frumvarpinu og lagöi hann áherslu á aö meö þessu frum- varpi væri veriö aö reyna aö festa I stjórnarskrá, aö það sem veriö hefur sameign þjóöarinnar um aldir veröi þaö áfram. Meö þessu frumvarpi vilji flutningsmenn reyna aö hnýta betur böndin milli verkalýðsstéttarinnar og bænda- stéttarinnar og koma i veg fyrir aö þessir aöilar hefji óþarfa tog- streitu sin i milli um eignarráð á landi og þar meö marka almenna stefnu sem, bæöi þéttbýlisbúar og sveitafólk eigi aö geta sætt sig viö. Stefnt aö kommúnisma? Albert Guömundsson sagöist geta samþykkt sumt I frumvarp-. inu, en þaö væru lika mörg ákvæöi sem fælu i sér skeröingu á eignarétti einstaklingsins. Sagö- ist hann vilja aö þaö veganesti fylgdi frumvarpinu frá sér inn i allsherjarnefnd, aö menn héldu vöku sinni gegn lævislegum til- lögum um breytingar á stjórnar- Ragnar Arnalds Steinþór Gestsson Einar Ágústsson Jón Helgason Albert Guömundsson Stefán Jónsson Steingrimur Hermannsson Heigi Seljan skránni I átt til sósialisma eöa kommúnisma. Ragnar Arnalds tók næst til máls og sagöist vilja fullvissa Albert aö frumvarpiö væri langi frá þvi aö vera frumvarp um framkvæmd sósialisma á Islandi. Meginefni frumvarpsins væri ekki aö skeröa rétt einstaklinga nema aö óverulegu leyti, heldur aö setja eignarréttinum skyn- samleg takmörk. Einar Ágústsson utanrikisráö- herrasagöi aö mikill munur væri á þessu frumvarpi og frumvarpi Alþýöuflokksmanna sem einnig liggur fyrir efri deild. Þetta frumvarp geröi ekki ráö fyrir aö skeröa þann eignarrétt sem er á landsins gögnum og gæöum. í frumvarpinu væri ekki gerö til- laga um aö taka allar lóöir og lendur llkt og gert væri ráö fyrir i frumvarpi Alþýöuflokksins og sem hann væri á móti. Hann sagöist þó ekki þora aö litt athuguöu máli aö lýsa sig sammála öllum ákvæöum frum- varpsins, þyrfti hann aö athuga frumvarpiö betur áöur. Rikiseign á öllu landi þegar aðstæður krefjast Stefán Jónsson sagöist vegna ræöu Einars vilja taka þaö fram aö formaöur Alþýöubandalagsins heföi ekki lýst þvi yfir aö þaö hljóti ævinlega aö vera rangt aö rikiö eigi allt land. Hins vegar væri engin þörf á sllku viö núver- andi aöstæöur. Eins og ástandiö væri i dag þá væri þaö til hins verra aö rlkiö ætti allt land, bújaröir væru mun nær þvi aö vera i almenningseign i dag, heldur en ef allt land væri þjóönýtt og sett á vald fárra embættismanna i Reykjavik. Af hálfu Alþýðubandalagsins væri þaö þó ljóst aö rlkiseign á öllu landinu kæmi mjög svo til greina þegar aöstæöur kreföust sliks. Jón Helgason sagðist vilja vekja athygli á þvi aö þvi væri slegiö föstu I frumvarpinu aö afréttir séu sameign þjóðarinnar. Þaö heföi hins vegar veriö skiln- ingur margra aö þeir eigi aö telj- ast eign þeirra sveitarfélaga sem þá hafa nytjað undanfarnar aldir. Benti hann á að þó aö sveitar- félögin heföu taliö sig eiga afrétt- ir þá heföi þaö ekki truflaö um- feröarrétt um þær. Steingrímur í megin- atriðum sammála Steingrimur Hermannsson lýsti sig L'ammála i öllum meginatriö- um þeirri stefnu sem frumvarpiö markar. Meö frumvarpinu sé tek- inn alur vafi um eign á lands- svæöum sem um hafi verið deilt (jaröhiti o.fl.) Hins vegar sagöist hann þó hafa fyrirvara um einstök atriöi t.d. varöandi afrétt- ir. Hann sagöist skilja frumvarp- iö þannig aö ekki væri gengiö á þann afnotarétt sem bændur hafi haft af landinu. Ragnar Arnalds þakkaöi þing- mönnum jákvæöar undirtektir og sagði aö flest benti til þess aö traustur þingmeirihluti væri fyrir hendi til aö ákveöa skipan þess- ara mála til frambúöar. Hann sagöist vilja taka þaö fram aö sjálfsagt væri aö bændur héldu þeim réttindum sem þeir hafi haft af afréttum, en aö hinn formlegi eignarréttur væri best kominn i höndum þjóðarinnar allrar. Benti Ragnar á aö i dómi hæstaréttar 1955 heföi veriö kom- ist að þeirri niöurstöðu aö afréttir væru ekki formleg eign sveitar- félaga. Steinþór Gestsson lýsti þvi yfir aö hann myndi ekki styöja frum- varpiö. öllum almenningi væri opin umferö um afrétti og myndu þvi ekki öölast neinn nýjan rétt meö þessu frumvarpi. Ekki svo mikill munur á frumvörpunum Helgi Seljan sagöist vilja leiö- rétta þaö sem fram heföi komiö i umræöunum aö þetta frumvarp táknaöi nýja stefnu af hálfu Al- þýöubandalagsmanna. Þessi stefna þeirra heföi komiö skýrt fram i umræöum I sambandi viö tillögu Alþýöufloiksins um þessi efni. Helgi sagöi aö i reynd væri ekki um svo mikinn mun aö ræöa 1 frumvörpum alþýöubandalags- manna og alþýöuflokksmanna, þvi I frumvarpi alþýöuflokks- manna væri nú ákvæöi þess efnis aö bændum væri frjálst aö eiga jarðir til eigin búrekstrar og aö bújöröunum skuli fylgja þau hlunnindi sem þeim hafi fylgt, þó ekki veiöiréttur i ám og vötnum, en um þetta siöasta atriöi greindi þessi tvö frumvörp. Helgi taldi þó aö i heild væri aöeins blæbrigöamunur á frumvörpun- um og þaö ætti að vera litill vandi aö komast aö fullu samkomulagi i þessum efnum. Jón Helgason og Ragnar Arnalds tóku aftur til máls um frumvarpiö en aö þeim umræöum loknum var frumvarpinu visaö til allsherjarnefndar. Fassbinder Þýskaland um haust Herzog, Fassbínder og fleiri þekktir þýskir kvikmyndagerðar- menn gera kvikmynd um atburði haustsins í Vestur-Þýskalandi Arás þýsku framvaröarsveit- arinnar á Lufthansa i Moga- disku Sómaliu þykir ævintýra- leg ekki siöur en skyndiárás Israela á flugvélaræningjana á flugvellinum i Entebbe i Uganda. Bókaútgefendur og kvikmyndaframleiöendur eru nú i ofsafengnu kapphlaupi viö timann aö koma bókum og kvik- myndum um þennan atburö á markaöinn. Þar verður sjálf- sagt um venjulegan iönaö aö ræöa og sölumennskusjónarmiö allsráöandi. En nokkrir þekktir þýskir kvikmyndageröarmenn hafa einnig ákveðib aö leggja fram sinn skerf um hina pólitisku at- buröi I Vestur-Þýskalandi á þessu hausti. Þeir ætla sam- eiginlega að gera kvikmynd sem á að heita „Þýskaland um haust”. Kvikmyndageröar- mennirnir eru m.a. Rainer Werner Fassbinder, Werner Framhald á 14. siðu Herzog Lúðvík spyr um fjölda innflutningsfyrirtækja Lúðvik Jósepsson hefur lagt fram fyrirspurn til viöskiptaráö- herra I sameinuöu þingi um starfsmannafjölda banka o.fl. Er óskaö eftir aö ráöherra svari eftirfarandi spurningum: 1. Hve margir starfsmenn vinna á vegum bankakerfisins og 10 stærstu sparisjóðanna? Hvaö voru starfsmenn sömu aöila margir áriö 1970? 2. Hverjar voru bókfæröar tekjur bankanna umfram gjöld 1976, þar meö taldar tekjur af eigin fé? 3. Hve margir starfsmenn vinna á vegum oliufélaganna? Hvaö voru þeir margir áriö 1970? 4. Hve mörg fyrirtæki starfa nú aö innflutningsverslun hér á landi og hve margir eru starfs- menn þeirra? Hvaö hefur starfsmönnum þeirra fjölgað siban 1970? HERAÐSSAGA — ÞJÓÐSAGA Björn Haraldsson Saga Kaupfélags Norður-Þing- eyinga, mannlif viö ysta haf, út- gefin fyrir siöustu jól, eftir Björn Haraldsson, var i upphafi ætluö héraösbúum heima og heiman. En vegna lofsamlegra ummæla fjölda gagnrýnenda og vaxandi eftirspurnar er nú horfiö aö þvi ráöi, að dreifa bókinni meðal bók- sala næstum ári eftir útkomu hennar. Saga hinnar dreiföu byggðar, lesin niður i kjölinn, spegiar mikla félagslega þróun, vanda- söm viðfangsefni, margbreytileg viöhorf og örlagarik, baráttu, sigra og ósigra. Hún er grund- völlur þeirrar samvinnu- byggingar, sem á að risa, nútiö og framtiö til handa, ekki aöeins viökomandi héraös, heldur þjóðarinnar sem heildar. Bókin er smámynd af lifi þjóöarinnar i 80 ár, hugsandi mönnum hollur lestur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.