Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Laugardagur 5. nóvember 1977 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, Utbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Slæmt ástand hjá frystihúsum á Suðvesturlandi og Suðurlandi:_ Of mörg, vanbúin og illa nýtt — er dómur Þjóöhagsstofnunar Áöur en ráöstafanir voru gerðar til aö rétta af halla fisk- vinnsiustööva til áramóta stefndi í 8-10% halia hjá frystihúsum á Suöur- og Suö- vesturiandi. Siöustu 2-3 árin hefur sifellt sigiö á ógæfuhliöina fyrir frystihúsarekstri á þess- um landshlutum. Þjóöha gs- stofnun telur að hallatölur af þessu tagi feli i sér yfirvofandi greiösiuþurrö, þar sem afuröa- sölutekjur dugi rétt til aö greiöa beinan launakostnaö, hráefni og umbúöir, en engan annan rekstrarkostnaö. Astæðurnar fyrir þessari óhagstæðu afkomuþróun segir Þjóðhagsstofnun vera þessar: 1) Nýting hráefnis er lökust á Reykjanesi og á umræddu svæöi má skýra helming afkomumun- arins miðaö við aðra landshluta með lélegri hráefnisnýtingu og þar af leiðandi meiri hráefnis- kostnaðar I hlutfalli viö tekjur. 2) Nýting afkastagetu fisk- vinnslustöðvanna er mun lélegri á Reykjanesi og Vesturlandi en annarsstaöar á landinu. Suður- landið er I þessu tilliti nálægt landsmeðaltali. Megin orsök þessa mismunar er sú aö afkastagetan hefur tekiö mið af aflatoppun á vetrarvertiö viö Suövesturland. En landburður af fiski á vetrarvertið þai; er lið- in tið vegna breytinga á fiskigengd og sókn. Fisk- vinnslustöövarnar eru miöaöar viö sveiflutoppana og þvi ekki fullnýttar. Stöövarnar eru of margar, en sú viöleytni að fækka þeim hefur engan árang- ur boriö. Vegna rekstrarörðug- leika hafa þær ekki bætt framleiösluskipulag sitt og vinnslurás eða bætt viö sig bún- aði. 3) A Suövesturlandi og Suðurlandi tiðkast yfirborganir á takmörkuðu hráefni vegna fjölda fyrirtækja og flutnings- möguleika á svæöinu. Samkeppni um vinnuafl við aðrar greinar er einnig haröari enannarsstaðar. 4) Breytingar i tegundaskiptingu aflans, sér- staklega samdráttur ufsaafl- ans, kemur illa við fyrirtæki á Reykjanesi og Suðurlandi. Þær valda samdrætti freðfiskfram- leiðslunnar á ^Suðurlandi um 5-6% meðan framleiðslan á landinu öllu eykst um 13%. 5) Reksturskostnaöur, viðhald og fjármagnskostnaður virðist hafa aukist hlutfallslega hjá frystihúsunum i Vestmannaeyj- um i kjölfar gossins, þrátt fyrir að bætur hafi komið fyrir beinan skaða og hluta tekjumissins. Framlegð úr rekstri er svipuð i Eyjum og á Vestfjörðum, en heildarafkoman miklu lakari I Vestmannaeyjum. Aflabrögö þar á siðustu vertiðum hefur einnig verið lakari. ,Niðurstaða þjóðhagsstofnun- ar er þvi sú að rekstur fisk- vinnslufyrirtækja á Suðvestur- landi og Suðurlandi sé i miklum ólestri. Ljóst er að hann þarf endurskipulagningar við, en beinar tillögur um á hvaða enda skuli byrjað hafa ekki komið fram. —ekh. Benedikt Daviðsson og Eysteinn Jónsson á fundinum um Sambúð verkaiýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar hjá Alþýðubandaiaginu i Reykjavik i fyrrakvöld. Eflum samvinnustarf á höfuðborgarsvæði Fundir þeir um sam- vinnumál/ sem Alþýðu- bandalagið hefur efnt til að undanförnu/ hafa verið vel sóttir og umræður miklar að loknum fram- söguerindum. 1 fyrrakvöld ræddu þeir Ey- steinn Jónsson, formaður stjórn- ar Samb. isl. samvinnufélaga og Benedikt Daviðsson, formaður Sambands byggingamanna um „sambúð samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar”. Voru er- indi beggja hin fróðlegustu en rúm er ekki til að rekja þau hér. Frummælendur, svo og aðrir ræðumenn, voru á einu máli um nauðsyn þess, að auka og efla sem mest samstarf þessara tveggja voldugu og áhrifamiklu félagsmálahreyfinga og mundi báðum til framdráttar. Eysteinn Jónsson taldi að róa þyrfti að þvi öllum árum að auka samvinnustarfið á höfuðborgar- svæðinu og efla Kron á alla grein. Væri það eitt brýnasta verkefni samvinnumanna. Það hefðu laun- þegar i Reykjavik á valdi sinu að gera og án dyggilegs stuðnings og atfylgis þeirra yrði ekki unnt að gera Kron að þvi áhrifaafli á sviði verslunar og viðskipta, sem ann- ars væri i lófa lagið. Benedikt Daviðsson sagði, að samvinnumál og efling sam- vinnuverslunar væri mjög á dag- skrá I verkalýðshreyfingunni og þar væri greinilega vaxandi skilningur á þvi að efla sam- vinnustarfið á höfuðborgarsvæð- inu. Við sama tón kvaö i orðum annara fundarmanna. Ennþá er einn fundur eftir og verður hann n.k. þriðjudags kvöld. Þá ræða þeir Sigurðui Magnússon og Engilbert Guð mundsson um samvinnustefnuní og sósialska baráttu. —mh Algjörlega fráleitt aö innlendur iðnaður fái ekki mjólkurduft á heimsmarkaðsverði segir Björn Bjarna- son, form. Landsambands iðnverkafólks Fram hefur komið I fréttum aö undanförnu að innlendum kex- og sælgætisiðnaöi er gert að kaupa innlent mjóikurduft á 320-330 kr. kg. á meöan heimsmarkaðsverð- iö er aðeins 80 kr. Þjóðviljinn hafði i gær samband við Björn Bjarnason formann Landssam- bands iðnverkafólks og taldi hann þetta algjörlega fráleitt meðan iðnaður hér verður að keppa viö innflutt kex og sælgæti án vernd- ar. Nú eru liðin ein 8 ár síðan iðn- rekendur geröu samkomulag við rikisvaldiö um aö iðnaöur fengi jafnan hráefni á heimsmarkaðs- verði og var þaö undanfari aðild- ar aö EFTA. Halldór E. Sigurös- son landbúnaöarráðherra mun margsinnis hafa lýst þvi yfir að staöið verði við gefin loforð og hefur það veriö mjög drengilega mælt af honum, eins og Davið Scheving Thorsteinsson, formað- ur Fél. Isl. iðnrekenda sagði i blaðaviðtali i gær. Hins vegar hefur hann svikið orð sin jafn- harðan og stendur svo enn.-GFr Björn Bjarnason. Frá borgarstjórn: Verslunartími lengdur? Samþykkt var I borgarstjórn Reykjavikur að skipa nefnd, sem I verði 3 fulltrúar borgarinnar ásamt fulltrúum verslunarmanna og neytenda til þess að endurskoða núgildandi reglugerð um opnunartima verslana. Björgvin Guömundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins lagöi fram á fundinum tillögu um að verslunartimi yrði gefinn frjáls, en borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu fram breyt- ingartillögu um nefndarskipun- ina sem var samþykkt. 1 tillögunni er tekið fram að athugað verði hvaða afleiðingar breytingar á verslunartima hefðu fyrir smákaupmenn og að þess y rði gætt að þeir gætu hald- ið áfram verslun sinni. Nokkrar umræður urðu um málið og lýstu allir sem til máls tóku sig fylgjandi þvi að opnun- artimi verslana yrði lengdur. —AI Mikið að stríða hjá krötunum Prófkjörsslagurinn hjá Alþýðuflokknum er nú að taka á sig ýmsar myndir. Þvi varstungiö að blaðinu Igær að nú hefði Vilmundur nokkur Gylfason boðið öllu starfsfólki Sláturfélags Suðurlands, — (væntanlega þó aðeins Reykvik- ingum,) —7 i kaffi að Hótel Sögu kl. 2 i dag. Trúlegt má telja, að ekki verði látið sitja við þennan eina starfs- hóp og verður þá búiö að drekka mikið kaffi um það leyti, sem prófkjörsdagurinn rennur upp og Kjarvalsstaöir: Listamenn i safnráðinu Samkvæmt lögum um Lista- safn Islands, skulu islenskir myndlistamenn kjósa úr sfnum hópi þrjá menn I safnráö til fjögurra ára I senn, tvo list- málara og einn myndhöggvara. Við kosningu að þessu sinni voru kjörnir sem aðalmenn list- málararnirHrólfur Sigurðsson og Hörður Agústsson og Magnús Tómasson, myndhöggvari. Vara- menn voru kjörnir Einar Hákonarson og Ragnheiöur Jóns- dóttir, listmálarar, og Sigurjón Ölafsson, myndhöggvari. menn geta fariö að þakka fyrir veitingarnar. Hjá SS i Reykjavik vinna á 2. hundrað manns. Þaö dugar ekki aö horfa I her- kostnaðinn þegar mikið á að striða. —mhg Kvik- mynda- húsið samþykkt Leyfi hefur nú endanlega veriö veitt til þess að reka kvikmyndahús I nýbygging- unni að Hverfisgötu 54. Þaö er Jón Ragnarsson, eigandi Hafnarbiós sem á nýja kvikmyndahúsiö og hyggst hann reka þaö sam- hliða Hafnarbiói. 1 húsinu veröa 3 litlir salir auk eins stórs og gefur þaö möguleika á fjölbreyttuin og mörgum kvikmyndasýning- um I einu. Vist er aö kvikmyndaunn- endur i borginni hugsa sér gott til glóöarinnar aö fara I ,,nýja” bióiö þegar þaö verö- ur tekið i gagniö um áramót- in. —AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.