Þjóðviljinn - 15.11.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.11.1977, Blaðsíða 20
MOÐVIUINN Þriöjudagur 15. nóvember 1977 Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. t 81333 Einnig skai bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Þing Alþýðusambands Vestfjarða var haldið um helgina: Stjórnín öll endurkjörin þessu ári. Sambandssvæöi ASV er Vestfjaröakjördæmi og aðildarfé- lög þess nú 15. Stjórn sam- bandsins var öll endurkjörin aö þessu sinni en i henni sitja Pétur Sigurösson forseti, Karvel Pálmason, Guömundur Friögeir Magnússon, Bjarni L. Gestsson og Höröur Snorrason. Þjóöviljinn átti stutt simtal viö hinn nýendur- kjörna forseta. Pétur sagði að verkalýðs- og kjaramálin hefðu verið fyrir- ferðamest á þinginu eins og vænta mátti og hefðu menn skipst á sjónarmiðum um svokallað Vestf jarðasamkomulag. Hann var spurður hvort einhver fótur væri fyrir þvi aö Karvel Pálmason hefði ætlað sér að koma sér í forsetaembætti ASV Pétur Sigurösson " Framhald á bls. 18. Vélbáturinn Haraldur var áöur geröur út frá Vestmannaeyjum. Tveír fórust með Haraldl Leitin að vélbátnum Haraldi SH 123 sem hófst sl. föstudag bar engan árangur um heigina. Skipverjarnir tveir, Bragi Þór Magnússon og Benedikt Gunnlaugsson, eru taldir af. Þeir voru báöir búsettir á Grundarfirði, en þaöan var Haraldur gerður út. Brak fannst úr bátnum á reki undan öndverðarnesi á föstudag. Fjöldi báta, flugvéia og björgunarmanna tók þátt I leitinni. Nú um helgina var haldið 23. þing Alþýöusambands Vest- fjaröa, en þaö er einmitt 50 ára á Vl-mál gegn Ragnari Arnalds dœmt i undirrétti: Kröfum um refsingu, miska- bætur og fégjald var hafnaö Nýlega er genginn i undirrétti dómur i máli VL-manna gegn Ragnari Arnalds, formanni Al- þýöubandalagsins. Mál þetta var höföaö vegna ummæla er Ragnar viöhaföi i útvarpsþætti um tölvu- vinnslu á undirskriftarlistum VL- inga, en i þætti þessum geröi Ragnar grein fyrir þingsálykt- unartillögu sinni og þriggja ann- arra þingmanna. VL-ingar töldu eftirfarandi ummæli ærumeiö- andi I þessu viötali útvarpsins viö Ragnar: ,,..fá fólk við allskonar kring- Konan sem lést i umferöarslysi á Akureyri sl. laugardagskvöld hét Helga Sigurjónsdóttir, til heimilis aö Lyngholti I þar I bæ. Hún var 71 árs aö aldri. Slysið varð á Hörgárbraut til umstæður til að ljá nafn sitt á lista án þess að það hafi hugmynd um aö eftir á eru skoðanir þess skráðar á gataspjöld og segul- spólur sem geta siðar meir orðiö til afnota fyrir ýmisskonar óhlut- vanda menn, þá er þetta ekki lengur venjuleg undirskriftasöfn- un heldur skipulegar persónu- njósnir með nýjustu tækni.” „...tilgangurinn sé einmitt sá sem menn hafa óttast að hér eigi að mynda fyrsta visinn að póli- tiskri tölvuskrá yfir alla Islend- inga til afnota fyrir hægri öflin i landinu...” móts við Höfðahlið. Helga hugð- ist ganga þar yfir götuna og varð þar fyrir bil og var látin áður en komið var með hana á sjúkrahús. Helga heitin var ekkja og bjó hjá syni sinum. Ragnar Arnalds VL-ingar kröfðust ómerkingar ummælanna, þyngstu refsingar fyrir þau, miskabóta, og greiðslu á birtíngarkostnaði og máls- kostnaði. Sem fyrr segir hafnaði dómarinn, Steingrimur Gautur Kristjánsson, alfari þessum kröf- um VL-inga, að öðru leyti en þvi að ummælin voru að hluta til dæmd dauð og ómerk. Hins vegar varð ekki fallist á kröfur um málskosjnað sem bendir til þess að talio sé að málshöfðun hafi verið ástæðulaus. í greinargerö minnir dómarinn á að stefndi var formaður Al- þýðubandalagsins er ummælin féllu og ennfremur sérstaklega á að skyldan til óhlutdrægni hvili á Rikisútvarpinu sjálfu, en ekki þeim aðilum sem kvaddir eru til i umræöuþætti á vegum -útvarps- ins. Þjóðviljinn mun birta dóminn I heild einhvern næstu daga. Daudaslys á Akureyri Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Fylgjandi kjamasprengjum á KeflavíkurfiugveUi A laugadaginn hélt Málfunda- fétag Menntaskólans á Isafiröi fjölmennan fund 1 Uppsölum um herstöövamáliö. Þar voru mættir til varnar fyrir erlendar herstöövar þeir Hannes Hólm- steinn Gissurarson og Stein- grimur Ari Arason en tveir heimamenn, þeir Grettir Engil- bertsson og Hallur Páll Jónsson töluöu fyrir herstöövaandstæö- inga. Gerður var góöur rómur aö máli hinna sfðarnefndu en mál- flutningur þeirra Hannesar fékk litlar undirtektir og fóru þeir hina mestu sneypuför enda tók enginn upp hanskann fyrir þá. Hannes Hólmsteinn hrópaði mjög eins og hans er vandi. Hann var ma. spuröur að þvi hver væri afstaða hans til geymsiu kjarnorkuvopna á Keflavikurflugvelli og svaraði hann þvi að vörnum landsins væri vel borgiö ef svo væri. A sunnudag var honum boðiö af skólameistara Menntaskólans að halda gestafyrirlestur i skólanum en þá munu mennt- skælingar hafa verið búnir aö fá nóg af boðskap þessa kostulega vindmylluriddara og mættu fáir. Þykir nú vegur herstöðvaand- stæöinga mjög hafa aukist þar vestra. GFr Hannes Gissurarson Bankamenn samþykktu kjarasamningana Já sögdu 1529, nei 167 Kjarasamningur S.l.B. og bankamanna frá 1. nóv. sl. var samþykktur i allsherjaratkvæöa- greiöslu bankamanna. Kjörsókn var mikil, eða 90%. Já sögöu 1.529 eöa 87.6% af þeim sem kusu. Nei sögöu 167 eöa 9,6%. Auðir seðlar voru 39 eöa 2.2% en ógildir 2. Þetta eru þó ekki endanlegar töl- ur, þar sem innan viö 2% atkvæöa höföu ekki borist, þegar talið var á föstudag (11.11.), en þessi at- kvæöi höföu stöövast i pósti vegna veöurs. Bankarnir hafa fyrir sitt leyti samþykkt kjarasamningana. Á vegum S.l.B. og starfsmannafé- laganna hafa verið haldnir 18 fundir, i Reykjavik og út um land þar sem kjarasamningar hafa verið kynntir. Alls mættu um 840 bankamenn á þessa fundi eða tæplega helmingur félagsmanna S.l.B. Prófkjör Alþýðuflokksins: Eggert féll Benedikt Gröndal, Vilmundur Gylfason og Jóhanna Siguröar- dóttir skipa þrjú efstu sætin á lista Alþýöuflokksins I Reykjavik viö næstu alþingiskosningar, samkvæmt niöurstööu prófkjörs- ins um helgina. Benedikt Gröndal hlaut 2.443 atkvæöi i 1 sætiö, Vil- mundur Gylfason 3.800 atkvæöi i 1. og 2. og Jóhanna Siguröardóttir 2.995 i 3. sætiö. Alls kusu 5491, en i siöustu al- þingiskosningum fékk Alþýðu- flokkurinn rösklega 4000 atkvæði. Gild atkvæði voru 5081. Benedikt hlaut 48.1% atkvæða i 1. sætið, Eggert G. Þorsteinsson 1.355 eða 26.7% og Vilmundur Gylfason 1214 eða 23.9%. Siguröur E. Guðmundsson hlaut aðeins 1,3% I það sæti, eða 69 atkvæði. Vilmundur Gylfason hlaut 2.586 atkvæði i annað sætið, eða 50,9%. Sigurður E. Guðmundsson 942, eða 18,5%, Bragi Jósepsson 777 eða 15,3% og Eggert G. Þorsteinsson 776 eða 15,3%. Jóhanna Sigurðardóttir fékk 58,9% atkvæða i 3. sætiö, Bragi Jósepsson 1.184, eða 23%. Sigurð- ur E. Guömundsson 902 eða 17,8% í annað og þriðja sæti hlaut Bragi sameiginlega 1.961 atkvæði og Sigurður E. Guðmundsson i öll þau sæti sem um var kjörið 1913 atkvæði. 350 farast í hvirfilbyl MADRAS 14/4 Reuter — Hvirfilbylur mikill gekk yfir suðurindverska fylkið Tamilnadú fyrir tveimur dögum og varð að minnsta kosti um 350 manns að bana. Frétt hermir nú að annar hvirfilbylur álika stefni á fylkið suöaustan úr hafi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.