Þjóðviljinn - 15.11.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.11.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 VESTUR-ÞÝSKALAND: Enn dauðsfall fangelsaðs skæruliða MUNCHEN 14/14 — Ingrid Schubert, 33 ára borgarskæruliði og iengi féiagi i Baader-Meinhof- hópnum, fannst á laugardags- nóttina hengd i fangaklefa i Stadelheim-fangeisinu i Miinchen. Halda yfirvöid þvi fram að hún hafi framið sjálfs- morð, og er hún eftir þvi fjórði borgarskæruiiðinn, sem á skömmum tima lætur lifið á þann hátt i vesturþýskum fangelsum. Ingrid Schubert hafði verið dæmd til 13 ára fangelsisvistar fyrir að hjálpa til að ná Andreas Baad.er úr höndum yfirvalda i Vestur-Berlin 1970, svo og fyrir bankarán og fleira. Lögfræðingur hennar, sem ræddi við hana eftir dauða félaga hennar þriggja i Stammheim-fangelsinu, segir að þá hafi hún sagt honum að hún hefði alls ekki í hyggju að fremja sjálfsmorð. Tveir prestar, sem heimsóttu Gudrun Ensslin, einn fanganna þriggja sem yfirvöld segja hafa fyrirfarið sér i Stammheim, dag- inn áður en Ensslin fannst hengd, segja hana hafa sagt .aö „hræðilegir atburðir myndu ger- ast, ef hinir fangelsuðu borgar- skæruliðar yrðu ekkilátnir lausir. „Ef við sleppum ekki héðan út, munu hræðUegir atburðir gerast, atburðir sem við viljum ekki að gerist en höfum enga möguleika á að hindra, hafa prestarnir eftir Ensslin. NKOMO: Málamiðlun hefur mistekist LUSAKA 14/11 Reuter — Joshua Nkomo, annar aðalleiðtoga Föðurlandsfyikingarinnar, sem heyr skærustrlð gegn minnihluta- stjórn hvitra manna i Ródesiu, sagði i dag að siðustu tilraunir Bandarikjanna og Bretlands til málamiðlunar i Ródesiudeilunni hefðu mistekist og gaf til kynna, að Föðurlandsfylkingin tæki ekki annað i mál en að hún tæki við völdum af stjórn lans Smith milliiiðalaust. Nkomo sagði að skærustriðið myndi halda áfram uns Smith-stjórnin hefði verið sigruð. „Landinu verður að vera stjórnað af þvi fólki, sem barist hefur fyrir þvi, sem landsmenn vilja, og þetta baráttufólk er Föðurlandsfylkingin,” sagði Nkomo. Ummæli Nkomos boða ekkert gott fyrir málamiðlunaráætlun Breta og Bandarikjamanna, en i þeirri áætlun er gert ráð fyrir þvi að Smith segi af sér, en við taki breskur landstjóri, sem stjórni landinu i sex mánuði. A þeim tima eiga samkvæmt áætluninni að fara fram kosningar með jöfn- um atkvæðisrétti allra lands- manna og að þeim kosningum loknum er gert ráð fyrir aö taki við stjórn, sem njóti almennrar viðurkenningar rikja heims. Yfirlýsing Nkomos er einnig talin þýða versnandi samkomu- lag Föðurlandsfylkingarinnar og ýmissa blökkumannaleiðtoga, sem nú dveljast i Ródesiu sjálfri, en þeirra helstir eru Muzorewa .biskup og séra Ndabaningi Sithole. Fulltrúi Muzorewa biskups héfur þegar brugðist illa við ummælum Nkomos, en Nkomokallar Muzorewa, Sithole og fylgismenn þeirra fótaþurrkur óvina Föðurlandsfylkingarinnar. Fulltrúibiskups iLusaka, George Nyandoro, sagðist ekki telja að málamiðlunaráætlun Breta og Bandarikjamanna heföi enn brugðist með öllu. Nikomo sagði að Bretum hefði mistekist að vikja Smith frá völdum, og sýndi það að ekkert væri á málamiðlun- um þeirra byggjandi. Yinslit Sómala og Sovétmanna Slíta sambandi NAIROBI 13/11 — Stjórn Sómalí- lands tilkynnti I dag, að hún hefði lýst vináttusamning sinn við So- vétrikin, sem gerður var 1974 úr gildi fallinn. Jafnframt segjast Sómalir hafa slitið stjórnmála- sambandi við Kúbu. Var þetta til- kynnt i útvarpinu I Mogadishu, höfuðborg Sómalilands. Abdulkasim Salad Hassan, upplýsingamálaráðherra Sóm- ala, las upp yfirlýsinguna sjálfur og sagði að ákvarðanimar um þetta hefðu verið teknar á fundi miðnefndar Byltingarflokks sósialista, sem er rikjandi flokkur landsins. Stóð fundurinn að sögn ráðherrans 19 klukkustundir, svo að ætla má að nefndarmenn hafi talið ákvarðanimar örlagarikar. Kúbanskir sendiráðsmenn fengu 48 klukkustunda frest til þess að yfirgefa landið. Stjórnmálasam- bandi við Sovétrikin verður hins- vegar ekki slitið, en upplýsinga- málaráðherrann sagði að fækkað yrði I sendiráöum rikjanna hvors hjá öðru. Ætla má að Sómalir hafi tekið þessa ákvörðun vegna gremju yf- ir vaxandi stuðningi Sovétmanna við Eþiópiu, sem Sómalir eiga i striði við, en jafnframt hafa So- vétmenn dregið úr stuðningnum við Sómaliland, sem lengi var ömggasta bandalagsriki þeirra i Afriku. Sómalir saka Kúbani auk- heldur um að senda Eþiópum hernaðarsérfræðinga og jafnvel herlið. Hjartaþegi fremur sjálfsmorð HÖFÐABORG 14/11 Reuter — Kona að nafni Elizabeth Nel, 34 ára, sem nýtt hjarta var sett I með skurðaðgerð fyrir þremur vikum, framdi sjálfsmorð 1 gærkvöldi með þvi að varpa sér út um giugga á Groote Schuur- sjúkrahúsinu. Frú Nel var fyrsta suðurafriska konan, sem nýtt hjarta var sett i eft- ir að skurðlæknirinn Christ- aan Barnard hóf hjartaflutn- inga milli fólks. Hún var átjándi sjúklingurinn, sem undirgekkst sllka aðgerð. Ekki fylgir það með frétt- inni, hver ástæðan til sjálfs- morðsins var. CariIIo til USA Kynnir Evrópu- kommúnismann í háskólum MADRID 14/11 Santiago Carrillo, aðalritari Kommúnistaflokks Spánar, lagði i dag af stað flug- leiðis til Bandarikjanna þeirra erinda að kynna viðhorf Evrópu- kommúnista og spænskra kommúnista sérstaklega. Mun hann kveljast i Bandarikjunum i tiu daga og fiytja fyrirlestra I Yale, Harvard og fleiri háskólum um spæ'nsk stjórnmál og Evrópu-kommúnisma. Snemma á árinu sendi Carillo Carrillo — kynnir Banda- rikjamönnum Evrópu- kommúnismann. frá sér bókina Evrópu- kommúnisminn og rikið, og vakti sú bók gremju Sovétmanna. Sök- uðu sovésk blöð hann þá um að reyna að valda klofningi i heims- hreyfingu kommunista. Carrillo hélt þvi fram, sem kunnugt er, að sér hefði veriö meinaö að flytja ræðu iMoskvu við hátiðahöldin af tilefni 60 ára afmælis október- byltingarinnar, en sovéskir tals- menn haf a sagt að þetta haf i staf- að af þvi, að Carrillo hafi tilkynnt komu sina of seint til að hægt væri að ætla honum ræðutima. Helstu flokkar Evrópukomm- unismans eru sem kunnugt er kommúnistaflokkar Spánar, Frakklands og Italiu. Þeir eru hlynntir fjölflokkalýðræði og leggja áherslu á að flokkar þeirra séu óháðir Sovétrikjunum. ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ B ■ I ■ I ■ I ■ I ■ K Aldrei haldið ef við hefðum ekki yerið sérstak- lega vel klæddir, sagði Sigurður Eggertsson sem lá á kili í 5 tíma í hörkuveðri ásamt félögum sínum 1 fyrrinótt var gerö mikil leit að þremur mönnum I gúmmibáti I Isaf jarðardjúpi. Þegar þeir fundust höfðu þeir hangið I 5 tima á kili bátsins i 7—8 vindstigum og fjögurra stifa frosti. Þeir voru að sjálf- sögðu orðnir vel kaldir en samt sæmilega á sig komnir enda sérstaklega vel klæddir. Þjóöviljinn ræddi við einn þeirra, Sigurð Eggertsson byggingameistara I Bolungar- vik, i gær og fer frásögn hans hér á eftir. Forsaga málsins er sú að við Guðjón Harðarson fórum á laugardag inn á Langadals- strönd með bát og ætluðum að komast til baka á sunnudag á gúmmibátnum. Þá villtumst við hinsvegari éljagangiog lentum i Æðey og ætluðum þá að gista þar um nóttina. Um kvöldið var komið ágætisveður og ákváðum við þá að halda áfram og Jónas Helgason bóndi i Æðey slóst i för með okkur. Ekki voru liðnar nema 20 minútur þegar mótorinn drap á sér og komum við honum ekki 1 gang aftur. Vorum við svo að hrekjast i hálfan fjórða tima þangað til bátnum hvolfdi. Þá var kominn haugasjór, hafði blásið upp á hálftima i 7—8 vindstig. Við fórum að sjálfsögðu i sjó- inn en náðum allir taki á bátn- um og komumst upp á kjölinn. Hins vegar týndum við öllu lauslegu út og ef okkur hefði tekist að koma bátnum á kjöl aftur hefðum við ekki haft neitt þetta út til að ausa nema þá kannski stigvélin. Við ákváöum þess vegna að halda okkur á kilinum enda er botninn stamur og menn renna ekki til á honum. Þarna grúfðum við okkur niður og reyndum að verjast ágjöfinni sem stöðuft gekk yfir bátinn. Við vorum sifellt að blotna. Einnig höfðum við náð taki á 10 metra langri linu sem notuð er til að binda bátinn. Við vorum orðnir ansi kaldir enda fór veður kólnandi og hefðum aldrei haldið þetta Ut ef við hefðum ekki verið sérstak- lega vel klæddir. Ég var td. i svokölluum snjósleðagalla og i tveimur peysum innan undir auk föðurlands og þvi um liku. Félagar minir voru lika mjög vel klæddir td. i tveimur úlpum. Ekki vorum við farnir aö örvænta af þvi að við gerðum ráð fyrir að ná landi fyrr eða siðar. Það hleypti lika i okkur kjarki að sjá til leitarskipanna en þau munu hafa verið oröin 20—25, þar á meðal allir Vestfjarðatogaramir sem voru að koma inn vegna veðurs. Við sáum lika menn ganga fjörur með ljós. Ég vil nota tækifærið til að skila þakklæti til þeirra sem að þessari leit stóðu. Að lokum sagði Sigurður aö eftirköstin væru helst þau aö þeir þremenningar væru enn að verki upp eftir öllum fótum. Það var vélbáturinn Hugrún sem fannþáfélaga að lokumum kl. 8 i gærmorgun og voru þeir þá skammt undan Seyðisfirði. —GFr I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.