Þjóðviljinn - 15.11.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.11.1977, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 15. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Ríkisstjórnin íþyngir iðnaði Rikisstjórnin hefur ákveðið að uppsafnaður söluskattur af út- fluttum iðnaðarvörum fyrir árin 1975 og 1976 verði ekki endur- greiddur, heldur aðeins fyrir árið 1977. Þetta kom fram i svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn frá Albert Guðmundssyni s.l. fimmtudag. Albert Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Magnús T. Ólafs- son, Þórarinn Þórarinsson og Steingrfmur Hermannsson lýstu óánægju sinni með þessa ákvörð- un, og þeir tveir siðastnefndu skoruðu á rikisstjórnina að end- urskoða afstöðu sina. Það kom fram i umræðum um málið að meiri söluskattur er nú innheimtur af iðnaði en öðrum framleiðslugreinum. Tímaritið Málmur er nýlega komið út Komið er út 9. tbl. timaritsins Málms sem Málm- og skipa- smiðasamband Islands gefur út. Það er 16 bls. að þessu sinni,en i ritnefnd eru Guðjón Jónsson, Guðmundur Hilmarsson og Helgi Arnlaugsson. Meðal efnis e.r Reynsla siðustu samninga, Ný ákvæði i siðustu samningum, Bónuskerfi tekið upp i Stálvik, viðtal við Guðmund Bergmann Guðmundsson eldsmið, jarðar- kaup Félags járniðnaðarmanna, grein um rafsuðumengun, um sameiningu stéttarfélaga, vöru- MALMUR ííiiitifiíjT......................... UTCCPANÐi: MALM- OC SKIPASMIOASAMBANU fStANOS Cf'NI: ■» xv AnV&x t $wMx SMMÓNÓUW ti « iX'VKJtVVv ' • •-'.■ ■ v.v Wír.v,-' • VWÍ>« v« RA'ívfV • V'Xojs ( »v«'\Sís<<J ’-uns • WPtWMgl.lKiAK. X NCSKAvsWSf • KVK* 'TVONS- bilaverkstæði Veltis er heimsótt, heyrnarmælingar á Neskaupstað og viðtal við konu sem lýkur sveinsprófi i bilamálun. — GFr Skortur er á nautakjöti Hætt er við að skortur verði á nautgripakjöti þegar kemur fram á veturinn. Fyrstu 9 mánuði þessa árs var slátrun nautgripa 14.5% minni en á sama tima i fyrra. Sala á nautgripakjöti var mjög svipuð þessi timabil, heildarsalan fyrstu 9 mánuði ársins var 1382 lestir. Birgðir af nautgripakjöti 1. sept. sl. voru með allra minnsta móti, eða aðeins 69 lestir. Mjög mikið hefur verið slátrað af ung- kálfum i ár, og er þvi augljóst að ásentingur er með minna móti. Helst eru það bændur á Fljóts- dalshéraði sem leggja stund á nautakjötsframleiðslu og kaupa þeir þó nokkuð af ungkálfum úr öðrum héruðum. Nautgripaslátr- un stendur nú yfir i mörgum slát- urhúsum en hún er með minnsta móti. Barnablaðið Æskan fjölbreytt Ot er komið októberblað Æsk- unnar, 52 siður að stærð. Blaðið er fjölbreytt af efni og myndum, og má meðal annars nefna þetta efni: Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna i New York, Mannfjöld- ann i heiminum I dag. Frásögn um férð Kristófer Kolumbus, Ævintýri af Astara konungssyni, Klunni fær nýja stöðu, eftir Walt Disney, Alfakýr- in, islensk þjóðsaga, Þjóðveldis- bær Islendinga, Leynistigurinn, ævintýri, Sonur Dýrlingsins, Indi- ánasögur, Bærinn minn Akureyri, Úr sögu listarinnar, Kisa brýnir klærnar, Sundkappinn mikli, æv- að vanda intýri, Flug Lindbergs, Verð- launaferð Flugleiða og Æskunn- ar á siðastliðnu sumri til Chicago, eftir Svein Sæmundsson, Fyrir yngstu lesendurna, Knútur og Anna fljúga til Kina, ævintýri, grein um Elvis Presley, Sá yngsti, ævintýri, 111 meðferð á skipum, Unglingareglan, Handa- vinnubók, Teiknisamkeppni, Á flótta, íslenskur hestur i Nregi. Hvað skrifa þeir um Æskuna. Færeyskar sagnir um dverga. Leikfimi i heimahúsum, Hvað viltu verða? Furðuleg pönnu- kaka, ævintýri, skrýtlur, mynda- sögur, krossgáta og m.fl. Rit- stjóri er Grimur Engilberts. Rammagerð [ Innrömmum allar tegundir af myndum, teikningum og út- j /I saum. Höfum yfir 70 tegundir af römmum á boðstóluni. Opið 10 til 18.30 alla virka daga. Innrömmun Péturs Lockhart, Kolbeinsstöðum w við Nesveg (Seltjarnarnesi). Verslunin Tröð í Kópavogi Að Neðstutröð 8 i Kópavogi hef- ur verið opnuð verslun sem ber nafnið Tröð. Þar eru seld barna- föt og leikföng auk allskyns gjafa- vara. öl, gos, sælgæti og tóbak eru einnig á boðstólunum. Eig- endur verslunarinnar eru Torfi Guðbjörnsson og fjölskylda. Hún er opin á venjulegum verslunar- tima nema á föstudögum til 22 og laugardögum til hádegis. A myndinni eru Bára Benedikts- dóttir og Inga Teitsdóttir við af- greiðslustörf. IÐN AÐ ARB ANKINN útibú á Selfossi Nýtt Föstudaginn 4. nóvember s.l. opnaði Iðnaðarbanki isiands h.f. úlibú á Selfossi. Útibúið er til húsa að Austurvegi 38 en þar hef- ur bankinn keypt fyrstu hæð nýrr- ar skrifstofubyggingar. Húsið teiknaði Sigurður Jakobsson tæknifræðingur, en innréttingar útibúsins teiknaði Pétur B. Lúthersson, húsgagnaarkitekt. Útibússtjóri Iðnaðarbankans á Selfossi er Jakob J. Havsteen, lögfræðingur, en starfsmenn verða alls 5 talsins. Þar mun vérða veitt öll almenn bankaþjón- usta, og verður opið alla virka daga frá kl. 9.30 til kl. 15.30. Auk þess verður siðdegisafgreiðsla opin á föstudögum frá kl. 7.00 til 18.30. í tilefni af opnun útibúsins á Selfossi samþykkti bankaráð Iðn- aðarbankans að færa Iðnskólan- um á Selfossi að gjöf kvikmynda- sýningarvél til notkunar við kennslu. Nónkex er heilhveitikex hollt og gott, enda Frónkex KEXVERKSMIÐJAN FRÓN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.