Þjóðviljinn - 18.11.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Föstudagur 18. nóvember 1977
Málgagn sósíalisma,
xerkalýdshreyfingar
og þjóöfrelsis
tltgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði: Arni
Bergmann.
Auglýsingastjori: tjlfar Þormóðsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Síðumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Blaðaprent hf.
20-30 miljarða
fjárfesting.
Svo 1000
miljónir
í árshalla
Fyrir rúmlega hálfu ári siðan tók
Alþingi íslendinga ákvörðun um byggingu
. járnblendiverksmiðju á Grundartanga i
Hvalfirði.
Þegar málið var til umræðu á Alþingi
var mjög um það deilt, hvort hér væri um
arðsamt fyrirtæki að ræða, eða ekkí, og
hvort skynsamlegt væri að selja þvi orku á
svo lágu verði, sem ákveðið var.
Rikisstjórnin lagði fyrir Alþingi rekstr-
aráætlun fyrir verksmiðjuna , og var
þar gert ráð fyrir að söluverðið á kisil-
járninu, sem verksmiðjan á að framleiða,
yrði 3.405 norskar krónur á tonn á næsta
ári. Miðað við þetta verð taldi rikisstjórn-
in að hægt væri að hafa nokkurn hagnað af
rekstri verksmiðjunnar, og þó þvi aðeins
að hún fengi orkuna á langtum lægra verði
en almennt gerist.
Sigurður Magnússon, sem þá sat sem
varamaður á Alþingi fyrir Alþýðubanda-
lagið, og sat i iðnaðarnefnd gerði þá
afdráttarlausu kröfu að Þjóðhagsstofnun
yrði fengin til að reikna út, hverjar
afkomuhorfur verksmiðjunnar væru mið-
að við gangverð á kisiljárni eins og það
var i raun á árinu 1976.
Ekki gekk auðveldlega að fá þessa út-
reikninga, en þó tókst það að lokum fyrir
harðfylgi þingmannsins, og voru þeir birt-
ir opinberlega áður en Alþingi tók sina
lokaákvörðun um byggingu verksmiðj-
unnar.
Þessir reikningar sýndu, að Verðið á
kisiljárni hafði ekki verið 3.405 norskar
krónur á árinu 1976, heldur 2.388 norskar
kr. Þessir reikningar sýndu lika að miðað
við raunverulegt verð ársins 1976 á
kisiljárni, þá var ekki að búast við hagn-
aði af rekstri verksmiðjunnar, eins og
talsmenn rikisstjórnarinnar höfðu útmál-
að, — heldur var niðurstaðan bullandi tap,
og það þrátt fyrir óeðlilega lágt orkuverð.
Þjóðhagsstofnun vottaði, að reikna mætti
með árlegu tapi, sem svaraði 22 miljónum
norskra króna, en það eru um 850 miljónir
islenskra króna samkvæmt núverandi
gengi. Talsmenn rikisstjórnarinnar lýstu
þvi hinsvegar yfir hver á fætur öðrum, að.
þótt verð á kisiljárni hafi verið 2.388
norskar krónur á árinu 1976, þá yrði það
örugglega komið upp i 3.405 norskar krón-
ur á árinu 1978, og þess vegna væri allt tal
um yfirvofandi tap á verksmiðjunni ekk-
ert annað en venjulegt kommúnistaraus
gegn blessun stóriðjunnar.
Og þingmenn Alþýðuflokksins klöppuðu
ráðherrunum lof i lófa, og greiddu óðfúsir
atkvæði með byggingu járnblendiverk-
smiðjunnar.
Nú eru ekki nema 6 vikur þar til árið
1978 heldur innreið sina, og óðum liður að
þvi að kisiljárnframleiðsla hefjist á
Grundartanga.
En hvað er þá nú að segja um verðið á
kísiljárninu, framleiðsluvöru verksmiðj-
unnar?
Samkvæmt öruggum heimildum, sem
fyrir liggja þá hefur verð á kisiljárni ekki
hækkað frá árinu 1976, öllu fremur hefur
það enn lækkað. í norskum blöðum sem
Þjóðviljinn hefur undir höndum er frá þvi
greint að heimsmarkaðsverð á kisiljárni
sé nú um 2.300 norskar krónur hvert tonn.
Þetta þýðir sé byggt á fyrri útreikningum
Þjóðhagsstofnunar óbreyttum að öðru
leyti, að árlegur halli á járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga mun nálgast
l.OOOmiljónir isl. króna. i
i timaritinu Metal Bulletin frá 6. sept.
s.l. er frá þvi greint, að i Japan verði að
greiða 1.800 norskar krónur fyrir orkuna,
sem þarf til að framleiða eitt tonn af kisil-
járni, en á Grundartanga fæst slík orka
fyrir 350 norskar krónur, eða á innan við
20% af orkuverðinu i Japan.
Og samt má reikna með árlegu tapi hjá
Grundartangaverksmiðjunni upp á nær
1000 miljónir isl. króna!!
Þingmenn Alþýðubandalagsins beittu
öllu afli sinu á Alþingi i vor til að stöðva
áformin um byggingu járnblendiverk-
smiðjunnar. Þeir greindu m.a. itarlega
frá flestum þeim upplýsingum, sem hér
hafa verið raktar, en ekkert dugði.
Járnblendiverksmiðjan á Grundar-
tanga er langsamlega fjárfrekasta fram-
kvæmdin, sem nú er unnið að á íslandi, og
islenska rikið á meirihluta i verksmiðj-
unni. Framkvæmdum er haldið áfram af
fullum krafti, og heildarkostnaður við
byggingu iðjuversins og mannvirkja, sem
þvi tilheyra verður a.m.k. 20-30 miljarðar
isl. króna, eða á við tvær til þrjár Kröflu-
virkjanir.
Siðan kemur hallinn, sem ætla má að
verði 1000 miljónir á ári.
öll þjóðin þarf að gera sér ljóst hvilikt
fen það er sem flokkar rikisstjórnarinnar
með Alþýðuflokkinn i eftirdragi hafa álp-
ast út i upp á Grundartanga.
Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að öll
fjárfesting i nýju ibúðarhúsnæði verði yfir
landið i heild um 22.400 miljónir kr. á ár-
inu 1977. Það er álika upphæð, sem verið
er að drekkja i feninu á Grundartanga.
k.
Skóf lust unguæðið
Nú er runninn skóflustungu-
hamur á borgarstjórann i
Reykjavik. Eins og Davið Odds-
son borgarfulltrúi benti á i út-
varpsþættistendur það allsekki
i neinu sambandi við fyrir-
hugaðar kosningar i vor. Reyk-
vikingar kunna hinsvegar að
meta framkvæmdir eins og
borgarfulltrúinn sagöi réttilega.
Nú er bara að vona að borgar-
stjórinn taki sem flestar skóflu-
stungur fram að kosningum.
Helst eina á dag i von um að
koma fylginu i lag.
Skóflustunga er nefnilega
kvittun upp á það aö verkið er
hafið og ekki verði aftur snúið.
Hún er á hinn bóginn engin
trygging fyrir að úr verði bygg-
ing á svipstundu. Ætli sé ekki
raunhæft að ætla að fyrsti
áfangiFélagsmiðstöövarf Arbæ
verði vigður fyrir kosningarnar
’82. Það væri amk. i fyllsta sam-
ræmi við gang málsins. Fyrir
kosningarnar ’74 var tekin
ákvörðun um Félagsmiðstöðina
og i kosningabaráttunni þá var
ekki annað að heyra en til stæði
að drifa hana upp.
En fyrir alla muni skulum við
vona að skóflustunguhamurinn
renni ekki af borgarstjóra.
Reykjavík er um margt langt að
baki annarra sveitarfélaga
hvað félagslega þjónustu snert-
ir. Það vantar elliheimili,
heilsugæslustöðvar, dagheimili
og fl. og fl. Skóflustungurnar
merkja i flestum tilfellum að
borgarstjórnarihaldiö hefur
neyðst til þess að sýna lit á að
sinna félagslegum þörfum
borgarbúa. Þótt það kunni aö
vera kosningalitur sem blái
ihaldsliturinn og samneyslu-
fjandskapurinn skin í gegnum
er ástæða til að fagna hverri
skóflustungu sem tekin er við
annað en verslunarhöll i
Reykjavik. Með nógu öflugri
andstöðu er hægt að hræða
ihaldið i Reykjavik til félags-
legra framkvæmda. Með þvi að
fella það I kosningum væri kom-
inn grundvöllur aö sókn í félags-
málum Reykvíkinga.
Sjálfsbjargarþjóð-
félagið i hættu
1 grein i nýútkomnum Rétti
tekur Einar Olgeirsson þá þétt-
býlis-dreifbýlisumræðu, sem
verið hefur áberandi I fjölmiðl-
um, til meðferðar. Tök hans á
efninu eru mjög frábrugðin þvi
sem tiðast sést. 1 seinni hluta
greinarinnar ræðir hann
Reykjavikurauðvaldiö og
möguleika verkafólks til þess að
hafa i fullu tré við það. 1 fyrri
hlutanum fjallar hann um
„sjálfsbjargarþjóðfélagið”:
,,Það ermikil þörfá, ekki sist
eftir aö BSRB hefur nú fengið
verkfallsrétt og vart verður
vissra tilhneiginga til að efla tök
einkaauðvalds i dreifbýlinu, að
verkalýðs- og starfsmanna-
stéttirnar athugi rækilega
stjórnlist sfna.
Svo mátti segja fyrir rúmum
áratug að tvö ólik efnahags-
svæði væru á íslandi: Annars-
vegar hið „kapitalistiska ”
svæði Reykjavikur og Reykja-
ness, — hinsvegar allir
fjórðungar aðrir, dreifbýlið,
einskonar sjálfsbjargarþjóðfé-
lag.þar sem atvinnutækin voru
rekin fyrst og fremst til þess að
tryggja vinnu, en ekki einvörð-
ungu i gróðaskyni. Þessi þróun
„sjálfsbjargar”-þjóðfélags i
dreifbýlinu átti sér gamla sögu
allt frá þvi er einstakir atvinnu-
rekendur, er áttu fiskiskipin,
stungu af með þau einn góðan
veðurdag og alþýðan stóð uppi
atvinnulaus.Þá fann hún að hún
varð að bjarga sér sjálf: Fyrir
hálfriöld gerðist þetta á ísafirði
og alþýðan skóp sér þá Sam-
vinnufélag Isfirðinga, til að
tryggja atvinnu. Og á ný-
sköpunartimunum endurtók sig
hið sama framtak alþýðu:
Bæjarstjórnir komu sér upp
togaraútgerð (Norðfirði,
Reykjavik) stundumi samstarfi
við samvinnuhreyfingu og ein-
staklinga (Akureyri og víöar),
en alltaf með það mark fyrir
augum að tryggja atvinnu.
Það er islensku þjóðfélagi
mikil nauðsyn að þetta höfuð-
einkenni haldist á dreifbýlis-
svæðinu: Það séu sjálf bæjarfé-
lögin, jafnvel i samstarfi við
kaupfélögin og áhugasama ein-
staklinga, sem eigi frystihús og
togara —-og reki þessi tæki með
heildarhagsmuni bæjarfélags-
ins og almennings fyrir augum.
Vissulega getur það komið fyr-
ir, sem er undantekn. 1 kapital-
iskum rekstri, að einstakur at-
vinnurekandi taki slika tryggð
við sittbæjarfélag, aðhann setji
stolt sitt i það að reka atvinnu
sina hvað sem á gengur og gera
aðstæður allar, — verslun
o.s.frv., — sem best úr garði. —
Bolungarvik er dæmi um slikt,
— en það eru undantekningar.”
Að brjótast undan
Rey k jav ikurv aldinu
„Hinsvegar verður þess vart
nú, þegar rikið útvegar megin-
hluta kaupverðs skuttogara, að
einstakir braskarar reyni að
sölsa undir sig áhrifavald i
skjóli slikrar aðstöðu. Dreifbýl-
ið þarf að vera vel á veröi gegn
sliku, því með slikum itökum
einkabraskara væri raunveru-
lega Reykjavikurauðvaldið að
reyna að ná tökum á fram-
leiöslutækjum dreifbýlisins.
Yfirdrottnunartilhneiging
Reykjavikurauðvaldsins kemur
fyrst og fremst fram I þvi að
Vinnuveitendasamband íslands
reynir að hafa öll fyrirtæki
dreifbýlisins innan sinna vé-
banda og geta þannig i vinnu-
deilum knúð þau til að stöðva
rekstur sinn. Oft eru verkföll i
vissum dreifbýlisbæjum eins-
konar verkfall gegn sjálfum sér
og verkbann oft einskonar til-
ræði bæjarfélags við bæjarbúa.
öll atvinnufyrirtæki dreif-
býlisins ættu að hafa sin eigin
sjálfstæðu samtök og alls ekki
lúta Reykjavíkurvaldi Vinnu-
veitendasambandsins. — Sam-
eiginlegir hagsmunir verka-
fólks i dreifbýlinu og þessara —
meira eða minna opinberu
fyrirtækja — eru slikir að miklu
auðveldara er að ná samkomu-
lagi um kaupgjald þar, en við
Vinnuveitendasamband ís-
lands. Og það myndi gera slika
samninga enn auðveldari, að
verkafólk fengi fulltrúa i stjórn
fyrirtækjanna og gæti þannig
alveg fylgst með rekstri þeirra.
Það er vitanlegt, að það
ábyrgðarlausa braskaravald,
sem nú ræður rikjum á tslandi,
stefnir að þvi að auka það, sem
það kallar „einkarekstur”, —
sem felst raunverulega i þvi að
riki og rikisbankar séu látnir
setja fæturna undir ýmsa smá-
braskara, sem siðan reyna að
gera sig að herrum, jafnvel
harðstjórum, á þeim stöðum út
um land, þar sem fólkið hefur
alla aðstöðu til þess að efla sitt
sjálfsbjargarþjóðfélag og láta
ekki ábyrgðarlausa braskara
komast þar til valda.”
— ekh