Þjóðviljinn - 18.11.1977, Blaðsíða 16
DMVIUINN
Föstudagur 18. nóvember 1977
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægtab ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
C 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans f sima-
skrá.
Mótmælir
ummælum
Þórs Haga-
líns í
sjónvarpi
Vegna ummæla Þórs Hagalins
sveitarstjóra á Eyrarbakka um
að hið alvarlega ástand atvinnu-
mála þar væri úr sögunni kom
Kj artan Guðjónsson formaður
Verkalýðsfélagsins Bárunnar
eftirfarandi samþykkt á framfæri
við Þjóðviljann:
„Vegna frásagnar i sjónvarps-
þætti sl. sunnudag þar sem birt
var viðtal við Þór Hagalin sveit-
arstjóraáEyrarbakkaum ástand
atvinnumála i þorpinu og ekki var
hægt að skilja öðruvisi en að
málin væru leyst, samþykkti fél-
agsfundur i Verkalýðsfélaginu
Bárunni á Eyrarbakka 15. þ.m.
að fela formanni félagsins að
koma á framfæri þeirri leiðrétt-
ingu að enn eru málin i sama
horfi og þaö eitt hefur gerst að
gefin hafa verið loforö um ein-
hverja fjárveitingu til breytingar
á hraðfrystihúsinu sem fyrirsjá-
anlega leysir ekki þá hlið mál-
anna aö húsið geti hafið atvinnu-
rekstur næstu mánuði.
Þá samþykkti fundurinn að
lýsa vonbrigðum sinum yfir
áhugaleysi þingmanna kjör-
dæmisinsum aö vinna aö þessum
alvarlegu vandamálum Eyrbekk-
inga þar sem aöeins einn af þeim
hefur sýnt áhuga á vandamálum
staðarins með þvi aö koma hing-
að og halda fund með þorpsbúum
til að ræða þau alvarlegu vanda-
mál sem hér eru i dag I brenni-
punkti”.
Kjartan sagði i samtali viö
Þjóðviljann að hann hefði komið
þessari leiöréttingu á framfæri
við sjónvarpiö en þar sem hún
hefði ekki komiö i fréttum á mið-
vikudagskvöld eins og honum var
tjáö — ef hún kæmi á annaö borð
— liti hann ekki á sjónvarpið sem
hlutlausa stofnun og yröi.þvi að
leita til dagblaöa.
Skeiðfaxi stöðvaður
Sementsverksmiðjan neitar að fara eftir kjarasamn-
ingum og Vélstjórafélagið lét stöðva skipið
Verkalýðsfélagið
Báran á Eyrarbakka
t heila viku hafa sementsflutn-
ingar milli Akraness og Reykja-
vikur sjóleiðina legiö niðri, vegna
þess að Vélstjóraféiag tslands
neyddist til að láta stöðva skipið,
vegna þess aö Sementsverk-
smiðja rikisins, neitar að gera
upp við yfirmenn skipsins, sam-
kvæmtþeim kjarasamningum, er
geröir voru sl. sumar. Skeiðfaxi,
sementsflutningaskipiö hefur þvi
legið bundið viö bryggju i heila
viku.
Að sögn Ingólfs Ingólfssonar,
formanns Vélstjórafélags Islands
erupphaf þessa máls það, að þeg-
ar hætt var að nota gömlu
sementsferjuna og Skeiðfaxi tók
við var ráðin 4ra manna áhöfn á
hið nýja skip, Skeiðfaxa. Þetta
var i apríl sl. og siðan hefur ekki
verið gert upp viö vélstjórann á
skipinu. Hann hefur fengið pen-
inga við og við, en aldrei fengið
uppgert, vegna þess að Sements-
verksmiðjan neitar að gera upp
við yfirmenn skipsins, samkvæmt
gildandi kjarasamningum og vill
fá sérsamninga.
Siðan i haust hafa staðið yfir
samningaumleitanir, milli félaga
yfirmannanna og launamála-
nefndar rikisins en alls ekkert
Skeiðfaxi, sementsflutningaskip Sementsverksmiöju ríkisins, hef-
ur veriö stopp i viku vegna vanskila og vanefnda SR.
miðaö i samkomulagsátt. Hins-
vegar hefur náðst samkomulag
um að eini hásetinn á skipinu taki
kaup og kjör samkvæmt gildandi
kjarasamningum.
„Það er ekki hægt að liða þaö
að menn á þessu eina skipi hafi
lakari kjör en aðrir. Og hvað við
kemur vélstjóra skipsins hefur
hann verið 16 ár i starfi og þaö
kemur ekki til mála að ljá máls á
verri kjörum fyrir hann en aðra
vélstjóraá sjónum”, sagði Ingólf-
ur Ingólfsson formaöur Vél-
stjórafélags Islands.
Við höföum i gær samband viö
afgreiðslu Sementsverksmiöj-
unnar við Ártúnshöfða og spurð-
um hvort skortur væri orðinn á
sementi vegna þessarar stöövun-
ar skipsins. Var okkur tjáð að svo
væri ekki.sement væri flutt suður
á bilum, auk þess sem nokkur
lager væri alitaf til staðar og svo
að á þessum árstima væri hvað
minnst steypt. —S.dór
er ekki öll ánægjan.
Það er unaður að vera í sturtubaði. Það hefur líka góð áhrif
á húðina. Síðan þegar maður hefur þurrkað sér er það bezta eftir:
mýkjandi nudd með Nivea Milk. Andlit, háls og sérstaklega
handleggir, fætur, hné, en þar vill húðin verða þurr og hrjúf.
Nivea Milk mýkir húðina. Ekki aðeins er Nivea Milk góð
heldur er hún einnig ódýr.
Svo þú getur hæglega bruðlað með hana.
Unaður eftir sturtu og bað. Nivea Milk.
HIVEA
—GFr