Þjóðviljinn - 18.11.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.11.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. nóvember 1977 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Hvarvetna annars staðar á Norðurlöndum myndu kratar hæðast að þeim flokksmönnum úr eigin röðum, sem færu að biðla til borgara og um leið borgaraflokka Borgaraflokkur í stað Alþýðuflokks Prófkjör Alþýðuflokks Alþýöuflokkurinn berst nú fyrir lifi sinu sem stjórnmála- flokkur. Þess vegna m.a. hefur verið opnað upp á gátt i flokkn- um og þess freistað að láta opin prófkjör gefa flokknum það lifs- mark, sem hann þarfnaðist. Það verður heldur ekki annað sagt en þetta hafi tekist að þvi marki að vekja umtal um flokkinn. Hins vegar ætti öllum að vera ljóst, að kjósendur annarra flokka hafa haft veruleg áhrif á úrslit prófkjöra i Alþýðúflokkn- um og þar hefur sjálfsagt ekki sist munað um gamla vini i Sjálfstæðisfloknum og kjós- endur, sem ýmist hafa kosið þann flokk eða Alþýðuflokkinn á liðnum árum. Hér verða kostir og gallar prófkjöra ekki gerðir að umtals- efni. Hins vegar er það verulegt umhugsunarefni fyrir þá, sem telja sig félagshyggjumenn og vinstri menn, hverjar eru niður- stöður prófkjöra i Alþýðu- flokknum og hvers konar áróðri er beitt til að komast þar I fremstu röð. Siðasti verkalýðsfor- inginn fallinn I nýafstöðnu prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykjavik gerðust þau tiðindi, að Eggert G. Þorsteinsson, fyrrum múrari og þingmaður Alþýðuflokksins um langt skeið.var felldur, og að þvi hjálpuðust formaðurinn Benedikt, sem hörfaði úr sinu gamla kjördæmi, og svo „borg- arinn” Vilmundur Gylfason. Hvarf Eggerts G. Þorsteins- sonar úr þingliði og forystu Alþýðuflokksins er e.t.v. punkt- urinn aftan við þá ömurlegu þróun Alþýðuflokksins á liðnum áratugum, sem hefur rúið hann fylgi og trausti meðal verka- lýðsstéttarinnar. Innganga Björns Jónssonar i Alþýðuflokkinn hefur þvi engu breytt.og tilraunir hans og fleiri i flokknum til að hefja merki hanstil fyrri vegs meðal verka- fólks hafa þvi mistekist að fullu. Hvergi þar sem Alþýðuflokk- urinn býður nú fram og hefur möguleika á mönnum á þing eru frambjóðendur á oddinum, sem vaxið hafa upp i verkalýðs- hreyfingunni til þjóðmála- starfa. Með brotthvarfi Eggerts G. Þorsteinssonar er horfinn úr hópnum siðasti verkalýðsfor- ingi Alþýðuflokksins, sem setið hefur i þingsölum. Borgarinn Vilmundur Með fullri virðingu fyrir Vil- mundi Gylfasyni og baráttu hans gegn spillingu og kerfisöfl- um, þá verður að segjast eins og er, að flokkur sem hefur kennt sig við alþýðu og jafn- aðarstefnu mun ekki njóta skoð- ana Vilmundar i þjóðmálum. Það myndi tækifærissinnaður borgaraflokkur i stjórnarand- stöðu hins vegar gera. Það er enginn tilviljun i sjálfu sér að Vilmundur höfðar til borgar- anna, heldur borgarafundi og þakkar borgurunum að loknum sigri. Það er ekki verið að biðja venjulegt alþýðufólk um at- kvæði. Hvarvetna annars staðar á Norðurlöndum myndu kratar hæðast að þeim flokksmönnum úr eigin röðum, sem færu að biðla til borgara og um leið borgaraflokka. Slikt yrðu talin dæmi um óstéttvisi af verstu tegund og um leið væri óhugs- andi að sá, sem tileinkaði sér slikan talsmáta, yrði kosinn á þing fyrir jafnaðarmannaflokk. Hér eru það hinir reikulu smá- borgarar, sem kjósa Sjálf- stæðisflokkinn eitt árið og Alþýðuflokkinn annað, sem best hlýða kallinu, þegar hrópað er til borgaranna um stuðning. Kannski er „Borgara- flokkur” réttnefni? Þetta leiðir hugann að þvi, hvort ekki fari að styttast i það, að .Alþýðuflokkurinn láti sitt gamla nafn, en taki i þess staö upp nafnið: „Borgaraflokkur”. Reyndar er það rökréttara eins og málum er komið i dag. Tengsl Alþýðuflokksins við verkalýðshreyfinguna eru óðum að rofna að fullu, eins og rakið hefur verið. Annars staðar á Norðurlöndum hafa jafnaöar- mannaflokkarnir mikil áhrif i samvinnufélögunum. Hér eru þessi áhrif hverfandi og um leið tengsl við atvinnurekstur i eigu fjöldasamtaka. Bæjarútgerð- irnar sem Alþýðuflokkurinn stóð að i eina tið eru nú flestar aðeins svipur hjá sjón eða falln- ar upp fyrir og þar með áhrif Alþýðuflokksins með þessum rekstri. Tengsl við fjöldahreyf- ingar og atvinnulif eru þvi að mestu úr sögunni. Meira að segja málgagnið, Alþýðublaðið, er rekið af öðrum. Ekki sækir Alþýðuflokkurinn heldur lengur styrk i skáld og listamenn, sem taka sér stöðu með alþýðu manna. Hagalin er hljóður og flestir úr þeirri stétt. Nokkrir framgjarnir mennta- menn, sem tengst hafa Alþýðu- flokknum i gegnum ættir, eru þó eftir, en ekki margir. Þeir leit- ast nú við að skipta á milli sin vonarsætum Alþýðuflokksins á þingi. Baráttumál „Borgara- flokksins” Eins og er virðast mestar lik- ur á þvi að hugsanlegt þinglið Alþýðuflokksins halli sér að Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar, ef húsbændunum á höfuðbólinu er farin að leiðast búsetan með Framsókn og þingstyrkur verður sambæri- legur við viðreisnarárin „góðu”. Og eins og svo oft áður getur ihaldið væntanlega valið sér samstarfsflokka að vild eftir næstu kosningar að óbreyttri stefnu. Þær vonir sem sumir hafa e.t.v. bundið við aukinn styrk verkalýðsafla i Alþýðu- flokknum hafa svo orðið að engu við niðurstöður prófkjöranna i þeim flokki. Flokkursem ekki á sér lengur virkan stuðning i helstu fjölda- hreyfingum þjóðfélagsins, en byggir stefnu sina á dægurmál- um,verður ávallt tækifærissinn- aður. Þannig hefur farið fyrir stærri flokkum en Alþýðu- flokknum i islenskri pólitik og þannig mun þróunin verða áfram, ef stefnumálin eru mið- uð viðstundarhag. Barátta gegn kerfinu dlræmda mun duga skammt ef botninn finnst hvergi. Þvi getur farið likt fyrir Vil- mundi og Bjarna Guðnasyni forðum, og þeir myndu upp- skera sem sist skyldu. Það ættu menn að hafa i huga, þegar Vil- mundur boðar næst til „borgar- afundar”. Tilboð Rafafls langlægst, 20% undir kostnaðaráætlun F ramleiðslusamvinna í stad einkabrasksins Svarvið óhróðri hræddra atvinnurekenda EnMerekklb,iraM»s- Þess hefur stundum orðið vart að undanförnu að rafverktakar, sem stunda einkarekstur, eru nú mjög uggandi um sina gróða- hagsmuni. Það er starfsemi framleiðslusamvinnuféiaga raf- iðnaðarmanna, sem veldur þess- um ugg, og er hann sannarlega ekki ástæðulaus. Atvinnurekend- ur i rafiðnaði hafa leitað allra bragða til að stöðva sókn fram- leiðslusamvinnufélaganna. en án árangurs. Er nú svo komið að við örvæntingu liggur i hópi einka- braskaranna i þessari grein. Til marks um þá örvæntingu er sam- þykkt, sem gerð var á aðalfundi Landssambands islenskra raf- verktaka fyrir stuttu, en þar var þvi m.a. haldið fram, að pólitisk fyrirgreiðsla hafi ráðið þvi, að samið var við framleiðslusam- vinnufélagið Rafafl um að taka að sér verk við Kröfluvirkjun. Staðreyndir málsins eru á þarín veg, að f jögur tilboð bárust i þær framkvæmd- ir, sem hér um ræðir, og var tilboð Rafafls lang- lægst, kr. 28.485.000,-. önn- ur tilboð voru sem hér seg- ir: Rafverktakar Norður- lands kr. 39.700.000.,. Orku- virki kr. 44.955.000,-. Sam- virki kr. 45.171.000,-. Þess má einnig geta að viðmið- unarboð verkfræðinga hjá Rafteikningu h.f. var kr. 37.258.000,-. t biaðinu Norðurlandi á Akur- eyri birtist fyrir stuttu viðtal við Sigurð Magnússon, formann Raf- afls, þar sem rætt er um árásir atvinnurekenda á starfsemi framleiðslusam vinnufélagsins. Þjóðviljinn telur ástæðu til að koma á framfæri þvi sem for- maður Rafafls segir i blaðinu Norðurlandi og fer viðtalið hér á eftir. — Eiginlega er þetta ekki svaravert, sagði Sigurður. Raf- verktakar hafa haldið uppi þess- um óhróðri gegn okkur lengi, allt frá þvi áður en við sömdum um raflagnirnar i Kröflu. Staðreynd- in er sú að okkar tilboð i þessar lagnir var langlægst, 20% undir kostnaðaráætlun, og að það slóðst i einu og öllu aö mati þeirra hlutlausu tæknimanna sem yfir- fóru það. Það var þvi fullkomlega eðlilegt að okkar tilboði væri tek- ið. Það hefði hins vegar verið at- hugunarvert ef einhverju öðru til- boði hefði verið tekið, kannski 30% hærra. Samvinnufélögin hafa hækkaö öll laun Þegar við sömdum um verkið var öllum ljóst að virkjunin var alls ekki fullhönnuð og við gerð- um þvi siðar samning um þær viðbætursem á verkinu urðu. Um þær má taka sem dæmi að upp- haflega var gert ráð fyrir að raf- kaplar fyrir báðar vélarnar yrðu 10-15 þús. metrar að lengd. Þegar upp var staðið frá þvi að tengja fyrri vélina eina voru kaplarnir hins vegar orðnir 30-40 þús. metr- ar. Vissulega jókst okkar gróði við þetta,en verkið varð hlutfalls- lega ódýrara fyrir þvi, miðað við að öðru ti'lboði hefði veriö tekið. rafverktakar sjá ofsjónum yfir, þeir hamast gegn okkur á öllum vigstöðvum. Ilöfuðástæðan er sú að við erum með samvinnufélag framleiðenda sem neitar aö ganga inn i samtök atvinnurek- cnda.Nú eru rekin tvö samvinnu- félög á þessu sviði, Rafafl og Samvirki, og þessi tvö samvinnu- félög eru nú með stærstu verkefn- in sem unnið er að hér á landi á sviði raflagna, Kröflu og Sigöldu. Ég get lika nefnt það hér að á nýafstöönum aðalfundi Félags is lenskra rafvirkja sagði formaður þess, Magnús Geirsson, að til- koma sam vinnufélaganna hefði ekki einungis orðið til að hækka laun þeirra eigin félagsmanna heldur allra rafvirkja hvar sem er á landinu.Það er skiljanlegt að einkafyrirtækin séu litið hrifin af þessari þróun,og i þvi ljósi ber að skoða þennan öhróður, sagði Sig- urður að lokum. Eins og aörir samningar Þessi aðdróttun snertir ekki siður þá tæknimenn sem lögðu Framhald á 14. siðu Gigtardagurinn 1977 Eins og kunnugt er af fyrri fréttum er yfirstandandi ár al- þjóðlegt gigtarár að frumkvæði Heilbrigðismálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Gigtsjúkdómar erú einhvcrjir þeir viðtækustu sem hrjá fólk um viða veröld, en gigtsjúkum hefur ekki verið sinnt að sama skapi. Gigtarfélag tslands, sem stofn- að var fyrir u.þ.b. 11/2 ári, hefur i samstarfi við samtök gigtar- lækna haft i frammi margvisleg- ar aðgerðir. á þessu ári til að vekja alla hlutaðeigandi aðila til umhugsunar og aðgerða gegn þessum válega sjúkdómi. M.a. stóð félagið fyrir fjársöfnun fyrr á þessu ári til kaupa á rannsókna- tækjum i ónæmisfræðum og munu tækin koma til landsins fyrri hluta næsta árs. Málefnum félagsins hefur verið mjög vel tekið af hinum fjöl- mörgu gigtsjúklingum viða um land og fjölmargir aðrir hafa lagt félaginu lið, sem það metur mik- ils og þakkar að verðleikum. Sem dæmi um undirtektir einstaklinga má geta þess, að kona sem er gigtsjúklingur, fr. Valgerður Kristvinsdóttir, Hverfisgötu 66, Rvk., færði félaginu nýlega að gjöf kr. 100 þúsund. Gigtarfélagið hefur ákveðið að efna til sérstakrar kynningar- samkomu n.k. laugardag i Há- skólabiói til að leggja áherslu á starfsemi sina og markmið og ijúka með þvi yfirstandandi gigt- arári. Þessi kynningarsamkoma verður mjög fjölbreytt: t upphafi leikur skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónsson- ar, Guðjón Hólm Sigvaldason, stórkaupm. og form. Gigtarfé- lagsins flytur ávarp.Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra heldur ræðu, Sigriður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona syngur vinsæl lög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, Jón Þorsteinsson læknir flytur erindi er hann nefnir: Gigtsjuklingar og samfélagið, Hjálmar Gislason fer með gamanþátt, Sigrún Björns- dóttir leikkona flytur frumsam- inn þátt, „simtalið”, eftir Loft Guðmundsson og einsöngvararn- ir Sigurður Björnsson, Sieglinde Kaham, Rut Magnússon og Hall- dór Vilhelmsson syngja Astar- ljóö, Valsa Brahms Op. 52 viö undirleik Guðrúnar Kristinsdótt- ur og Olafs Vignis Albertssonar sem leika fjórhent á pianó, en lokaorð flytur Halldor Steinsen læknir, varaform. Gigtarfélags- ins. Kynnir verður Pétur Péturs- son útvarpsþulur. 1 anddyri Háskólabiós verður efnt til sérstakrar sýningar á myndum og teikningum, sem lúta að gigtsjúkdómum og læknismeð- höndlun. Aðgangur að þessari fjöl- breyttu skemmtun er ókeypis og allir velkomnir.en i anddyri biós- ins gefst fólki kostur á að gerast félagar (styrktarfélagar) i Gigt- arfélagi tslands. Háskólabió opn- ar kl. I3.30,en samkoman hefst kl. 14.00. Gigtarfélagið væntir þess að félagsmenn og aðrir áhuga- menn fjölmenni og veiti þannig stuðning mjög nauðsynlegum og aðkallandi þætti heilbrigðismál-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.