Þjóðviljinn - 19.11.1977, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1977
Af holdanautum og
hordrógum
Fyrir nokkrum árum risu hér alvarleg
málaferli útaf hrossaketi og nautaketi.
Tildrög málsins voru þau að maður nokkur
hugðist gera sér dagamun og bauð sér og sín-
um út að borða. Á matseðlinum var nautasteik
og kom öllum saman um að gaman væri að
snæða fáséðasta ket á íslandi til hátíðabrigða.
Nautasteik var pöntuð og hún borin f ram eftir
kúnstarinnar reglum og eftir hæfilega en
dæmigerða íslenska bið.
Varla var sá sem til veislunnar bauð farinn
að tyggja f yrsta bitann af nautinu, þegar hann
þóttist finna að hrossaket væri á boðstóium en
ekki naut. Maðurinn kvartaði við þjóninn,
þjónninn viðkokkinn kokkurinn við brytann og
brytinn við hótelstjórann, sem sagði brytanum
að segja kokknum að segja þjóninum að segja
manninum að hér væri um misskilning að
ræða. Maðurinn sagði þjóninum að hann væri
síður en svo á móti kjötinu af þarfasta þjónin-
um, það væri raunar á borðum heima hjá sér
minnst einu sinni til tvisvar i viku og þess
vegna þekkti hann bragðið af hófaljóni frá
bragðinu af öðru keti og heimtaði leiðréttingu.
Voru þessi skilaboð látin ganga framan-
greinda boðleið, með sama árangri og fyrr.
Hér var um misskilning að ræða sagði vertinn
brytanum, brytinn kokkinum og kokkurinn
þjóninum og þjónninn manninum.
Maðurinn undi ekki þessum málalokum
pakkaði ketinu inní servéttu og fór í mál við
veitingahúsið fyrir að selja hrossaket fyrir
nautaket. Málið fór síðan rétta boðleið gegn-
um réttarkerf i landsmanna og endaði í Hæsta-
rétti þar sem maðurinn tapaði málinu. Höfðu
þá dómstólarnir tekið umræddan kjötbita í
sina vörslu og fengið hann yfirdýralækni
þjóðarinnar, en hann hafði látið flytja kjöt-
bitann á virtustu vísindastofnun landsmanna
að Keldum til að rannsaka hvort hér væri um
að ræða nautaket eða hrossaket.
Hin víðfræga vísindastofnun úrskurðaði að
með þeim tækjabúnaði, sem hún hefði yf ir að
ráða væri ógerningur að þekkja hrossaket frá
nautaketi, nema með þvi að fylgjast með
bitanum allt frá því að skepnan væri felld.
Gaf síðan stofnunin út yf irlýsingu þessa efnis
og varð sú yfirlýsing þess valdandi að fram-
angreindur maður tapaði framangreindu máli
qegn framanqreindu veitingahúsi.
Síðan þessi málalok voru gerið heyrinkunn
er bara brosað góðlátlega þegar gestum á fín-
ustu resturöntum borgarinnar dettur í hug að
vekja máls á því að þeir séu að reyna að hest-
húsa húðarjálk fyrir holdanaut.
Holdanautarækt er því sem næst óþekkt
fyrirbrigði hérlendis. Þó er það staðreynd að
alltaf er nóg framboð af nautaketi í öllum
kjötverslunum landsmanna og getur ekki far-
ið hjá því að fólk, sem þarf að versla við kjöt-
búðir fari að hugleiða hvaðan allt þetta yfir-
náttúrlega nautaket sé eiginlega komið, en
það er mun dýrara en annað ket.
Þvi er ekki að leyna að talsverð mjólk er
framleidd í landinu og mjólkurafurðir eru
framleiddar í þeim mæli að smjör og ostaf jöll
risa með jarðfræðilegum hraða margföld-
uðum með miljón. Mjólkin er framleidd úr
kúm, en kýrnar eru drepnar þegar þær eru
komnar á grafarbakkann og búnar að missa
nytina. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar
að megnið af þvi nautaketi, sem er á boðstól-
um hér í kjötbúðum sé af gömlum beljum ef
ekki hrossum og þess vegna hefur nautaket
raunar verið bannað á mínu heimili. En það er
ekki bara nautaket, sem maður þarf að óttast
að sésvikin landbúnaðarneysluvara. ( slátur-
tíðinni er kindaket flokkað í þrjá flokka. í
verslunum er vonlaust að fá nema fyrsta
flokk. Því er haldið fram að allur annar og
þriðji flokkur fari í vinnslu. Það kann að vera,
en kunnugir halda þvi samt f ram að megnið af
því keti sem fari í vinnslu sé afgangur frá
fyrra árs framleiðslu. Og nú vaknar sú spurn-
ing: Hvernig veit sá sem kaupir kjöt í kjötbúð,
hvort hann er að kaupa nýtt kjöt eða gamalt,
fyrsta flokk eða þriðja, holdanaut eða
hordróg.
Mikið af landbúnaðarafurðum virðist ekki
þurfa að hafa á sér gæðategundar-né aldurs-
stimpil. Til dæmis gætu eggin verið tiu ára
gömul, ef þau á annað borð fengjust i búðum,
sviðin á fermingaraldri, pulsur, bjúgu,förs og
kássur unnið úr gömlu og verulega komið til
ára sinna í endanlegri mynd og tífus í
mæonesinu. Fyrir þessu er neytandinn
varnarlaus, því hvernig á almenningur að
þekkja holdanaut frá hesti þegar ein virtasta
vísindastofnun þjóðarinnar getur ekki fundið
muninn á þessum dýrum. Nei það er vissast
fyrir okkur neytendur að gera ekki of miklar
kröf ur um gæði þegar landbúnaðaraf urðir eru
annars vegar. Málið hlýtur að vera örugglega
i höfn fyrst það kostar á ári hverju andvirði
einnar Kröflu í styrki af opinberu fé að halda
framleiðslunni gangandi.
Hver man raunar ekki visuna, sem yfir-
þjónninn á fínasta veitingastað borgarinnar
varpaði fram þegar hann var spurður hverju
hann mælti með á matseðlinum:
„Steik ég ofar öllu set.
Einn er réttur besti,
nefnilega nautaket
af nitján vetra hesti."
Flosi.
Haustvaka
í Þinghól
Siguröur Þórarinsson.
Norræna félagið i Kópavogi
efnir til haustvöku sunnudaginn
20. nóvember næstkomandi kl.
20.30 að Þinghól, Hamraborg 11.
Bergljót Finnsdóttir, annar
verölaunahafi i ritgeröa-
samkeppni félagsins um vinabæi
Kópavogs, segir frá dvöl sinni i
Norrköping i Sviþjóö og nágrenni
i sumar, en þangað var henni boö-
iö af Norrænu félögunum þar og i
Kópavogi.
Hrönn Hafliðadóttir syngur ein-
söng við undirleik Hafliða Jóns-
sonar. Siguröur bórarinsson seg-
ir frá Mývatnseldum hinum nýju
og sýnir litskyggnur. Að lokum
les Hjálmar Ólafsson nokkur ljóð
úr Smalavisum Þorsteins Valdi-
marssonar.
Allir eru velkomnir.
Nýtt frímerki í
tilefni gigtarárs
Póst og Simamálastjórnin hef-
ur gefiö út sérstakt frimerki til-
einkaö alþjóölegu gigtarári 1977.
Á frimerkinu, sem er marglitt
eru sýndar gigtlækningar i heitri
laug, en þær lækningaaöferöir
hafa reynst árangursrikastar
hérlendis.
Verögildi frimerkisins er 90
krónur, teiknari er Friörika
Geirsdóttir og útgáfudagur 16.
nóvember.
bað er Alþjóöasamband gigtar-
félaga, International League
Against Rheumatism (ILAR) og
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) sem hafa ákveðiö að til-
einka árið 1977 baréttunni viö
gigtarsjúkdóma og hafa nefnt þaö
Alþjóðlegt gigtarár.
Meö þvi viija þessar stofnanir
vekja athygli á gigtarsjúkdóm-
um, efla rannsóknir á þeim og
stuðla að bættri meðferð gigtar-
sjúkra en gigtarsjúkdómar eru
algengasta orsök fötlunar.
Frimerki i tilefni alþjóðlegs
gigtarárs hafa verið gefin út viöa
um heim.
Meistari
Jakob
í sídasta sinn n
Brúöuleikhúsiö sýnir Meistara
Jakob og fleiri þætti i siöasta sinn
á morgun, sunnudaginn 20., kl. 15
aö Fríkirkjuvegi 11. Miöar eru
seldir viö innganginn og I sima
15937 frá ki. 13 á sunnudaginn.
Jólasýningar Brúðuleikhússins
hefjast næsta sunnudag og veröur
þá sýnt leikritið Jólasveinar einn
og átta. A þvi veröa ekki marga
sýningar fyrir jólin þvi Brúðu-
leikhúsinu hefur verið boðið með
það stykki til útlanda.
Stofnuð hafa verið
Samtök grásleppuhrogna
framleidenda
Laugardaginn 12. nóv. sl. voru
stofnuð i Reykjavik samtök grá-
sleppuhrognaframleiðenda hér á
landi. Samkvæmt lögum samtak-
anna staffa þau sem almennt
hagsmunafélag framleiðenda
grásleppuhrogna og skulu gæta
réttar félagsmanna sinna i hvi-
vetna. Skal félagiö beita sér fyrir
öflun nýrra markaða, vinna að
vöruvöndun og stuöla að hverju
þvi máli, sem veröa má fram-
leiðslu félagsmanna til framfara
og eflingar.
Félagið annast eða semur um
sölu á framleiðslu félagsmanna,
þeirra er þess óska. Þá mun fé-
lagið útvega viðskiptamönnum
sinum umbúðir, salt og aðfár
nauðsynjar til framleiðslunnar.
Ennfremur mun félagið koma
fram sem fulltrúi félagsmanna
við verðákvarðanir.
Félagar geta orðið allir fram-
leiðendur grásleppuhrogna og út-
gerðarmenn, sem gera út á grá-
sleppu, enda ráöi hver þessara
aðila yfir a.m.k. 10 tunnum af
grásleppuhrognum.
Þeir félagsmenn, sem öska
eftír sölu gegnum félagið, skulu
tilkynna það magn, sem þeir vilja
selja, til félagsstjórnar fyrir 15.
febr. ór hvert.
Stjór. iélagsins skipa: Björn
Guðjónssor,, Reykjavik, Guð-
brandur Kristvinsson, Ströndum,
Guðmundur Hólmgeirsson, Húsa-
vik, Henning Henriksen, Siglu-
firði, Karl Ágústsson, Raufar-
höfn, Rögnvaldur Einarsson,
Akranesi og Sigursteinn HUberts-
son, Hafnarfirði. Varastjórn:
Helgi Kristjánsson, Reykjavik,
Hafsteinn Guðmundsson, Flatey,
Auðunn Benediktsson, Kópaskeri,
Skarphéðinn Arnason, Akranesi,
Jón Marteinsson, Vogum, Ragnar
Hermannsson, Husavik,og Birgir
Guðjónsson, Kópavogi.
A stofnfundinum var gerð eftir-
farandi samþykkt með samhljóöa
atkvæðum:
„Stofnfundur samtaka grá-
sleppuhrognaframieiðenda hald-
inn í Reykjavik 12. nóv. 1977 mót-
mælir harðlega þeirri sérstöku
skattlagningu, sem framleiðend-
ur grásleppuhrogna hafa orðið að
búa við undanfarin 5 ár með töku
6% útflutningsskatts af fram-
leiðslu þeirrar sem iátinn hefur
verið ranna að mestu til óskyldra
aðila i þjóðfélaginmú.
bess er krafist, að skattlagning
þessi verði þegar I stað lögð niður
i lok gildistimans, sem upphaf-
lega var ákveðinn i árslok 1977.
Þá er skorað á hlutaöeigandi
stjórnvöld, að gera nú þegar
sundurliöaða grein fyrir ráöstöf-
un þeirra næstum 150 milj. kr.,
sem framleiöendur grásleppu-
hrogna hafa greitt I Þróunarsjóö
lagmetisiðnaðarins undanfarin
fimm ár, og jafnframt bent á þaö
sanngirnismál, að réttum eigend-
um þessa f jár verði skilaö þvi til
baka.”