Þjóðviljinn - 23.11.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1977, Blaðsíða 5
Miövikudagur 23. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 SÝNING Á MOKKA TANDBERG VINNUR Á GÆÐUM. Spurðu um TANDBERG áður en þú kaupir litsjónvarp þeir vita hvað þeir vilja sem velja TANDBERG mwmm Bætt þjónusta hjá Flugleidum Flugleiöir hafa sent frá sér fréttabréf, þar sem segir aö félagiö hafi gert samning viö hiö þekkta hoilenska flugfélag KLM á Heathrow-flugvelli viö London um afgreiðslu á vörum til flutn- ings meö vélum Flugfélags Islands og Loftleiöa. Heimilisfang KLM á Heathrow er Shoreham Road, Cargo Village, og siminn er 01-759 2488. Skrifstofur Flugleiða á Heathrowflugvelli og hér i Reykjavik veita eftir sem áður alla fyrirgreiðslu um pantanir viðskiptavina vegna vöruflutn- inga með vélum félaganna. Simarnir eru 01-759 7051 á Heat- hrow, en 84822 á skrifstofu farm- deildar i Reykjavik. Jafnframt er viðskipavinum bent á að i vetur verða sérstök fraktflug frá Lond- on á þriðjudögum og fimmtudög- um. Flugleiðir vænta þess að þjón- ustan við viðskiptavini félaganna verði eins og best verður á kosiö i höndum hins nýja afgreiðslu- aðila, enda eru ekki önnur flug- félög i heimi eldri og virtari en KLM. Fundur fyrir börn drykkjusjúklinga Ef þú ert á aldrinum 12—20 ára og telur aö það sé áfengisvanda- mál i þinni fjölskyldu, þá viljum við hvetja þig til aö koma á fund I Tónabæ i kvöld kl. 20 og kynna þér þær leiöir sem viö förum til þess að við, BÖRNIN, getum lifaö okkar eigin lifi án áhrifa frá sjúkdómnum ALKOHOLISMA, — segir i fréttatilkynningu frá félaginu Alateen. Félagið heldur kynningarfund fyrir börn ogunglinga á aldrinum 12—20 ára i Tónabæ i kvöld. Ala- teen er tælað að styrkja börn frá heimilum og fjölskyldum sem eiga við ofdrykkjuvandamál að etja. Alateen er einn þáttur i fjöl- skyldumeðferð alkóhólista og i þeim félagsskap ættu börn og unglingar sem við slikar aðstæð- ur búa að geta fundið þann styrk og von, sem þau þurfa og þora ekki að fara fram á hjá jafnöldr- um sinum sem ekki þekkja til áfengisvandamálsins. Fréttatilkynning. Orsakir sykursýki Félagsfundur Samtaka sykur- sjúklinga á morgun í Glæsibæ Samtök sykursjúkra boöa til félagsfundar fimmtudagskvöld, 24. þ.m. kl. 8.30 i veitingahúsinu Glæsibæ, Alfheimum 74. Dagskrá fundarins verður: 1. Félagsmál. 2. Einsöngur, Ingibjörg Marteinsdóttir. 3. Þórir Helgason yfirlæknir flytur erindi, er hann nefnir: Orsakir syskursýki, — erfðir og umhverfi. (Fundarmönnum gefst kostur á að bera fram fyrirspurnir). 4. Bjarni Finnsson, garðyrkju- maður, sýnir gerð jólaskrauts. A fundinum verða afhent jólakort og jólapappir, sem er helsta fjáröflunarleið félagsins. Veitingar verða fram bornar. Allir félagsmenn og velunnarar eru hvattir til að mæta. Hreinn heiðraður Þórhallur Halldórsson afhendir Hreini Halldórssyni viöurkenninguna. A árshátiö Starfsmannafélags Reykjavikurborgar 18. þ.m. heiðraði stjórn félagsins Hrein Halldórsson, Evrópumeistara i kúluvarpi, mcð þvi aö afhenda honum 250 þúsund krónur. Stjórnin vildi með þessari ákvöröun veita viðurkenningu fyrir einstakt afrek og frábæra þrautsegju um leið og hún óskaði Hreini góðs árangurs i framtið- inni. Hreinn Halldórsson er vagn- stjóri hjá SVR. Gunnar Halldór Sigurjónsson opnaði á sunnudag málverkasýn- ingu á Mokka. Er þetta 5. sýning Gunnars Halldórs, en auk þess hefur hann tekiö þátt i samsýn- ingum. Eru flestar myndirnar málaöar með oliulitum, en nokkr- ar meö oliupastel. Sýningin verður opin til 10. desember. All- ar myndirnar á sýningunni eru málaðar á s.I. einu til tveimur ár- •um. Athugasemd Með fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar Barnaleiks, þar sem þess var getið, að bókin væri fyrsta tilraun til þess að gera nám i rúmfræði lifandi, var ekki ætlunin að gera litið úr miklu starfi menntamálaráðuneytisins undir stjórn Onnu Kristjáns- dóttur, námsstjóra, á þessu sviði. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessu. 1 leiðinni er rétt að geta þess, að sjálf bókin Barnaleikur er hugsuö sem eins konar leiðarvisir með meðfylgjandi rúmmyndum, sem klippa má út og lima saman og þvi hæpið að gera þær að auka- atriði i umfjöllun. Rúmmynd- irnar eru sá augljósi hvati til sjálfstæðrar vinnu fyrir eiganda bókarinnar, sem Anna Kristjáns- dóttir telur svo mjög skorta á i gagnrýni sinni á umræddri bók i Þj. þann 22.11. 77.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.