Þjóðviljinn - 23.11.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.11.1977, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. nóvember 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 Umsjón Helgi Ólafsson Spasskí átti ekki í erfiðleikum Boris Spasskí átti ekki í miklum erfiðleikum með að ná fram jafntefli er 1. einvígisskákin var tefld áfram í Belgrad í gær. Hann rataði á langbesta biðleikinn, og eftir hann má segja að framhaldið hafi verið nokkuð sjálfgef- ið. Spasskí hef ur því hvítt í næstu skák sem tef Id verð- ur i dag.- Kortsnoj og Spasskl að tafli i úrslitum áskorendakeppninnar 1968. Þá sigraði Spasski 6,5 v. — 3,5 v. Hvað gerist nú? Biðskák: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Boris Spasski 41. .. Kd6! (Biðleikur Spasskis og sá besti i stöðunni. Þvert ofani spádóma ýmissa skáksérfræðinga átti Spasski ekki i neinum umtals- verðum erfiðleikum með að halda skákinni. Með textaleiknurh sem að sjálfsögðu krafðist nákvæmrar sundurgreiningar tryggir hann sér jafntefli. Eftir 41. - Bc8 sem margir áttu von fær Kortsnoj meira ráðrúm til athafna.) 42. c8(D)-Bxc8 44. Rxc8+-Kc7 43. IIxc8-Hxc8 45. Re7 (Til sömu niðurstöðu leiðir: 45. Ra7 Kb6 46. Rc8-Kc7 o.s.frv.) 45. .. Kd7 46. Rg8-h4! (öruggasta leiðin til jafnteflis. Eftir 46. - Kf8 47. Rf6 gxf6 48. Kh4 nær hvitur fram endatafli með valdað fripeð sem gæti reynst Spasski erfitt. Textaleikurinn þvingar fram einföldun stöðunn- ar.) 47. g4-Ke8 50. Kth4-Kg7 48. Kh3-Kf8 51. Kg3-Kg6 49. Rh6-gxh6 52. Kf4-f6 (Jafntefli. Það þarf vart að fara mörgum orðum um loka- stöðuna. Hún skýrir sig best sjálf. Staðan i einviginu: Spasski 0,5 v. — Kortsnoj 0,5 v.) BORIS SPASSKÍ — VIKTOR KORTSNOJ Aigreiðslumaður — Rafvirki Okkur vantar afgreiðslumann, helst rafvirkja. Söluumboð L.Í.R. Hólatorgi 2, Reykjavik. Ath. Upplýsingar ekki gefnar i sima. Frá Mýrarhúsaskóla Kennara vantar i hálfa stöðu frá áramót- um til loka skólaárs. Upplýsingar i sima 20980. Skólastjóri BLAÐBERAR Óskast í eftirtalin hverfi: Hverfisgata- Laufásvegur DJÚÐVIUINN Rauðalækur Hraunbraut (Þjóðv. & Timinn) Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir október mánuð 1977, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern. byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 21. nóvember 1977 Breiðholtsbúar Framfarafélag Breiðholts III og Fjöl- brautaskólinn i Breiðholti efna til kynn- ingarfundar um starfsemi og skipulag Fjölbrautaskólans i Breiðholti fimmtu- daginn 24. nóvember nk. Kynningarfund- urinn verður haldinn i húsakynnum skól- ans og hefst kl. 20.30 (klukkan hálf niu). Kennarar og nemendur munu gera grein fyrir sjö námssviðum skólans og 25 mis- munandi námsbrautum hans. Óskað er eftir umræðum og fyrirspurnum. Kennsluhúsnæði og kennsluaðstaða verð- ur kynnt. Allir velkomnir á kynningarfundinn Fjölbrautaskólinn i Breiðholti. Framfaraféiag Breiðholts III

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.