Þjóðviljinn - 21.12.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1977 Málgagn sósialisma, verkalýðsh reyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiósla, auglýsingar: Sföumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaóaprent hf. Ekki kaupiö— heldur stjórnarstefnan Þegar talsmenn rikisstjórnarinnar reyna að skýra fyrir almenningi orsakir þess margvislega efnahagsvanda, sem við er að glima i okkar þjóðfélagi, þá benda þeir jafnan á kaupið hjá vinnandi fólki. Það er kaupið, sem er alltof hátt segja þessir herramenn, — of hátt kaup veldur verðbólgunni, og verðbólgan veldur efna- hagsvandanum. Þeir sjá ekkert nema kaupið. Þeim dettur ekki i hug að viðurkenna, að stjórnarstefnan eigi nokkra sök á efna- hagsvandanum, og þeir geta með engu móti haldið þvi fram, að viðskiptakjör okkar út á við eigi sök á þessum vanda enda eru þau með allra besta móti, og þjóðartekjur okkar á mann hærri en nokkru sinni fyrr. Samt eru efnahagsmálin i öngþveiti, verðbólgan á kjörtimabilinu helmingi meiri en nokkru sinni áður, og yfir vofir stöðvun fiskiðnaðarins, mikilvægustu at- vinnufyrirtækjanna i landinu. Þetta komast talsmenn rikisstjórnar- innar ekki hjá að viðurkenna, en þeir bæta við til skýringar, að öll stafi þessi vand- ræði nú bara af þvi að kaup launafólksins sé alltof hátt. Ef kaupið væri bara nógu lágt, — þá væri allt i lagi, þá kæmi i ljós að landinu sé reyndar prýðilega stjórnað!! Þannig tala og skrifa erindrekar rikis- stjórnarflokkanna. Og það eru furðulega margir i hópi al- menns launafólks, sem taka meira eða minna mark á þessum sibyljuáróðri. En er þá nokkur hæfa i þvi, að kaup- máttur launa hafi með kjarasamningun- um fyrr á þessu ári hækkað umfram það, sem hækkandi þjóðartekjur gáfu tilefni til? — í nefndaráliti, sem stjórnarandstæð- ingar i fjárveitinganefnd Alþingis lögðu fram á Alþingi i fyrradag er þessari spurningu svarað á ljósan og skýran hátt. Þar koma fram býsna athyglisverðar upp- lýsingar frá Þjóðhagsstofnun um málið. Þar kemur m.a. fram, að þjóðartekjur okkar Islendinga á mann eru taldar verða 10,8% hærri á þvi ári, sem nú er að ljúka, en þær voru á árinu 1972, og Þjóðhags- stofnun telur, að á komandi ári, 1978, verði þjóðartekjur okkar á mann 13% hærri en þær voru árið 1972. Hefur þá kaupmáttur umsaminna launa náð að hækka i samræmi við þetta? Nei, þvi fer fjarri. Samkvæmt þeim upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun, sem stjórnarandstæðingar i fjárveitinganefnd birta i nefndaráliti sinu verður kaupmáttur kauptaxta — saman vegnir kauptaxtar verkafólks, iðnaðar- manna, verslunar- og skrifstofufólks og opinberra starfsmanna — nú á árinu 1977 8,6% lægri en kaupmátturinn var árið 1972, og sé litið á komandi ár, þegar allar umsamdar kjarabætur verða komnar til framkvæmda, þá gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir, að kaupmáttur hinna umsömdu launa verði enn 3,2% lægri en hann var árið 1972. Sem sagt, á sama tima og þjóðartekjur á mann vaxa um 10,8% á árunum 1972 — 1977 þá lækkar kaupmáttur umsaminna launa hinna fjölmennustu starfsstétta um 8,6%. Og á sama tima og þjóðartekjur á mann eru taldar hækka um 14%, þ.e. á árunum 1972 — 1978, þá telur Þjóðhagsstofnun að raungildi taxtakaupsins muni lækka um 3,2% Samkvæmt þeirri töflu, sem birt er i nefndarálitinu, sem hér hefur verið vitnað til, en taflan byggir á tölum frá Þjóðhags- stofnun, þá var vegið meðaltal kaupmátt- ar kauptaxtanna 102,7 stig á árunum 1972 —1974 (miðað við 100 árið 1972). Á þessum sömu þremur árum var meðaltal þjóðar- tekna á mann 105,1 stig (miðað við 100 ár- ið 1972). Séu hins vegar árin 1975 —1978 tekin til samanburðar, og þá að sjálfsögðu miðað við þjóðhagsspá fyrir næsta ár og reiknað með þeim umsömdu launahækkunum, sem enn eru ekki komnar til fram- kvæmda, þá kemur i ljós, að þessi fjögur siðari ár verða þjóðartekjurnar 107,2 stig til jafnaðar (miðað við 100 árið 1972), en kaupmáttur kauptaxtanna verður hins vegar ekki nema 90,8 stig að meðaltali á árunum 1975— 1978. Þessi samanburður sýnir ótvirætt, hversu viðs f jarri þvi fer, að launafólk hafi nú fengið sinn skerf af vaxandi þjóðar- tekjum, og hann sýnir einnig hvilikur reginmunur er á annars vegar árunum 1972 —1974 og hins vegar árunum 1975 — 1978. Þar segja til sin stjórnarskiptin á siðari hluta árs 1974. En framar öllu sýna þó þessar upplýs- ingar, hversu gjörsamlega fráleitur sá áróður Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins er, að það sé of hátt kaup almennings, sem eigi sök á verðbógunni og efnahagsvandræðunum. —k. Minni fjárráð nú en í fyrra Þaö er ástæöa til þess aö vekja athygli á ummælum tals- manna tveggja samtaka, sem safna fyrir fjárvana fólk fyrir jólin, I Alþýöublaðinu I gær. Hjálpræöisherinn og Mæöra- styrksnefnd hafa i fjölda ára reynt aö bæta úr fyrir fjölskyld- um sem af ýmsum ástæöum hafa ekki úr eins miklu aö spila eins og meöal-Jón i kauphátiöinni á jólaaöventu. Forráöamenn þessara samtaka geta þvi talaö af talsveröri reynslu. Guölaug Runólfsdóttir hjá Mæörastyrksnefnd segir m.a.: > „Núþegarhafa boristá þriöja hundraö beiönir. Þetta er svipaö og I fyrra, en þá bárust alls þrjú hundruö umsóknir. Þaö er greinilega mikil þörf á slikri starfsemi, þrátt fyrir allt tal um velferöarþjóöfélag. Þaö er einn- ig áberandi, aö margir umsækjandanna eru fólk, sem aldrei hefur ieitaö til okkar áöur. Viö munum taka viö beiönum og framlögum fram á Þorláks- messukvöld.” Þá hefur Alþýöublaöiö þetta eftir Mirian öskarsdóttur hjá Hjálpræðishemum: „Hún kvaö miklu fleiri hafa leitaö til Hersins og beöiö um aöstoö en til dæmis i fyrra. — Fólk viröist hafa mikið minni fjárráö þessi jól. Þaö er einnig áberandi mikiö af nýjum umsækjendum. Viö höfum eng- ar tölur handbærar um fjölda umsókna, en fjöldinn er örugg- lega meiri en oftast áður.” Gjaldeyriirek Leyndarráðin í gjaldeyris- og skattsvika- málunum Þaö er misjafn sauöurinn i islenskri embættismannastétt. Siöustu ár hefur amk hjá sumum embættum örlaö á viöleitni ein-. stakra embættismanna til þess aö miöla upplýsingum til almennings. Til eru embættis- menn sem telja sig vera upplýs- ingaskýlda gagnvart almenn- ingi eöli máls samkvsemt, enda þótt þaö standi hvergi i lögum. Slik sjónarmiö tilheyra tiðarandanum og menn hafa fyrir sér fordæmi i nágranna- 4 löndunum þar sem embættis- mannakerfiö er opinskárra. Þaö var sannarlega raunalegt aö sjá embættismann gjald- eyriseftirlits og gjaldeyris- nefndar sitja fyrir svörum i sjónvarpinu sl. föstudagskvöld. Þaö voru sannkölluö leyndarráð i gömlum stil. Þeir skutu sér eins og álar bak viö lög og reglu- geröir um þagnarskyldu embætta sinna, gátu ekki svar- aö þessu og hinu vegna takmarkana á verksviði hvers embættisum sig, og virtust vera fullkomlega skoöanalausir menn. Bara embættismenn i orösins alþrengsta skilningi. Svipaö hefur veriö uppi á teningnum i viötölum viö emb- ættismenn rikisskattstjóra. Ekki er þessum ágætu mönnum ætlandi aö vera eins heimóttar- legir I raun I verkum sinum bak viö tjöldin og innan veggja embætta sinna eins og þeir koma fyrir þegar fréttamenn spyrja um gjaldeyris- og skatt- svikamál. Ef svo væri lægi beint viö aö ætla aö þeir ynnu fremur meö aöra hagsmuni i huga en almannahagsmuni. Endaþótt þaö svifi yfir vötn- unum I islenskri löggjöf og dómapraxis aö brot gegn sam- félaginu séu ekki eins alvarleg og brot gegn einstaklingum og einkaeign hlýtur þaö aö vera kappsmál þessara embættis- manna aö koma þeim upp á yfirboröiö. Samt er þaö svo aö mun erfiöara viröist aö fá upplýsingar um skattsvika- og gjaldeyrissvikamál heldur en flest önnur afbrotamál. 1 skatt- svikamálum hefur t.d. viögeng- istaö hægteraö ljúka þeim meö úrskúröi skattasektanefndar. Þetta var hugsaö á þann veg aö með þessum hætti mætti flýta máismeöferöinni. Hinsvegar er þaö óskiljanlegt hversvegna slik mál eru ekki opinber eins og önnur dómsmál. Þaö mesta sem viröist hægt aö fá upp um þau er hversu mörg þau hafi verið á ári, svona rétt til þess að sýna aö skattrannsóknadeildin hafi ekki verið aögeröalaus. Þaö er ekki veriö aö hylma yfir smá- glæponana i þessu þjóöfélagi meö þægilegheitaafgreiöslu af þessu tagi. Nú hafa borist til landsins upplýsingar um skatt- og gjald- eyrissvik frá Danmörku og Noregi. Þaö er ástæöa til aö hvetja viðkomandi embættis- menn aö reka nú af sér slyðru- oröiö og birta þessar upplýsing- ar sem fyrst. Að einblína á það sem er bannað Siguröur Lindal, prófessor, hefur bent frjálshyggjumannin- um Jóni Steinari Gunnlaugs- syni hrl. á þau mistök hans aö einblina á þau ákvæöi meiö- yröalöggjafar og stjórnarskrár sem banna en gleyma þeim sem leyfa. A sama hátt mætti benda viö- komandi embættismönnum á aö stara sig ekki blinda á þagnar- skylduákvæöi um embætti þeirra heldur leita aö smugum sem leyfa upplýsingamiölun og nota dómgreind sina og stuön- ing almenningsálitsins til þess aö sýna framá aö þeir séu ein- hvers megnugir i embættum sinum. Þaö hafa veriö til embættismenn sem sópaö hefur aö. Ef svo heldur sem horfir neyöast islenskir fjölmiölar til þess aö setja upp ritstjómir erlendis og fá upplýsingar um þaö hjá erlendum embættis- mönnum hvaö er aö gerast hjá leyndarráöunum Islensku. —ekh. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.