Þjóðviljinn - 21.12.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 21.12.1977, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. desember 1977 Verður ríkisfyrirtækjum slátrað? Lagt er til að Landssmiðjan og Siglósíld verði seldar Nefnd sem fjármálaráðherra skipaði i mars s.l. hefur lagt til að Landsmiðjan verði seld sem og Siglósíld. Jafnframt hefur nefndin unnið að athugun á öðrum rikisfyrirtækjum eins og Ferða- skrifstofu rikisins og Bifreiða- eftirliti rikisins og eru á lokastigi. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu fjármálaráðherra siðdegis í gær við 3. umræðu fjarlaga. Nefndin sem ráðherra skipaði var falið að meta „hvort ýmissí framleiðslu- og þjónustustarf- semi, sem hið opinbera hefur með höndum, sé betur komiö hjá einstaklingum” og jafnframt „hvort aðild rikisins að atvinnu- starfsemi i landinu i samkeppni við einkaaðila sé æskileg”. I bréfi nefndarinnar til fjár- málaráðherra kemur jafnframt fram að allmörg önnur fyrirtæki eru á verkefnaskrá nefndarinnar og á næstunni muni nefndin meta hcyrt æskiiest sé að seld verði hlutabréf rikisins i ýmsum fyrir- tækjum t.d. Slippstöðircii á Akureyri og i bormóði ramma á Siglufirði. „Bændaþingmenn” í efri deild Alþingis: Kjötið áfram með söluskatti Ganga í berhögg við samþykkt aukaaðalfundar Stéttarsambandsins „Ef söluskatturinn verður ekki felldur niður af kjötinu teijum við útilokað að styðja samþykkt fóðurbætisskatts á bændur”. sagði Gunnar Guðbjartsson for- maður Stéttarsambands bænda, i viðtali við Morgunblaðið I gær. Flokksbræður hans i efri deild Ingi Tryggvason og Jón Helgason. skatt á kjöti Þeirvildu ekki fella niöursölu Þingið sent heim í dag 1 gær fór fram á Alþingi þriðja umræöa fjárlaga, og stóð fundur fram eftir kvöldi. I dag verða atkvæði greidd um fjölmargar breytingartillögur við fjáriagafrumvarpið og það endanlega- afgreitt. Að þvi bdnu fara þingmenn i jólaleyfi, en þingiö hefur veriö kvattsamaná ný þann 23. janúar. Hér i blaðinu verður næstu daga skýrt nánar frá störfum Alþingis þessa siðustu daga fyrir jólaleyfi, meðal annars frá þriöju umræðu fjárlaga og afgreiðslu mála. Slæmt veöur í borginni í gær: Lítid um óhöpp — og sæmilega gekk að halda götum opnum Eitthvert versta veöursem af er þessum vetri, var i Reykja- vik i gær, hvassviðri og skaf- renningur og asahálka á götum. En eins og oftast þegar færð er hvað verst, verða óhöppin fæst. Að sögn lögreglunnar var óvenjulftið um umferöaróhöpp i borginni i gær. Menn fóru afar varlega og þar að auki var um- ferð með allra minnsta móti. 1 úthverfum borgarinnar var viða þungfært um fótaf eröartlma i gær, en ruðningstæki fóru um götur og héldu þeim opnum. Hálka var mikil, en ekki var saltaö, þar sem það er yfirleitt ekki gert i miklu frosti. Það var einkum á leiöinni uppi Breiöholt og i Arbæjar- hverfi, þar sem þungfærast varð, en það erú einmitt stað- irnir, sem fyrst lokast ef snjó hreyfir aö ráði i borginni. —S.dór Alþingis felldu sama dag og viðtalið var tekið tillögu frá Alþýðubandalagsmönnum um niðurfellingu söluskatts á kjöti og kjötvörum frá 1. janúar ’78. i hópi þeirra voru framámenn bænda- hreyfingarinnar svo sem Ingi Tryggvason og Jón Helgason. Gengu þeir með þessari afstöðu þvert á samþykktir Stéttarsam- bandsþings múlbundnir af sjónar- miðum ihaldsmanna. Á fundi i efri deild Alþingis á mánudag þar sem rætt var um frumvarp til laga um ráðstafanir i rikisfjármálum lagði Ragnar Arnalds fram breytingartillögu þess efnis að frá 1. janúar 1978 skyldi falla niður söluskattur af kjöti og kjörvörum og verðlag i þeim vörum lækka sem þvi næmi. Einnig gerði tillagan ráð fyrir heimildarákvæði þess efnis að greiða mætt niður heildsöluverð kjöts að þvi marki að það jafngilti afnámi söluskatts. Þessi tillaga Ragnars var felld að viðhöfðu Ragnar Arnalds.— Hann lagöi til að söluskattur af kjöti yrði feildur niður nafnakalli og stóðu m.a. allir þingmenn Framsóknarflokksins i deildinni að þvi að fella hana. I Morgunblaðsviðtalinu segir Gunnar Guöbjartsson einnig: „Tónninn i þeim viðræðum sem við höfum átt við fulltrúa rikis- stjórnarinnar siðustu daga hefur ekki verið jákvæður i garð þeirr- ar óskar okkar að söluskattur verði felldur niður af kjöti og kjötvörum og undirtektir hafa þvi verið tregar.” ekh Heidurslaun listamanna Tillaga um Maríu Markan Fjórtán þingmenn úr mennta- málanefndum beggja þingdeilda hafa flutt um það tillögu við aðra umræöu fjárlaga aö Maria Mark- an, óperusöngkona, hljóti heiðurslaun listamanna á næsta' ári. Bætist hún þvi viö i hóp heiðurslistamanna i staö Rik- harðs Jónssonar, sem lést á ár- inu. Aðrir i flokki heiðurslista- manna eru Asmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Danielsson, Guömundur G. Hagalin, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guö- mundsson, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur Gislason og Þorvaldur Skúlason. Ræstingakonur í Kópavogi: Ávaldi bæjarins hvort vinnan verdur boöin út f blaöinu á laugardaginn var skýrt frá fyrirætlunum bæjaryfir valda I Kópavogi um að bjóða út ræstíngu á vegum bæjarins,. Mál þetta kom til umræöu á bæjar- stjórnarfundi sl. föstudag, og var þar samþykkt aö heimila bæjar- ráði aö leita útboða á þessari vinnu eftir að farið hefðu fram viðraéður við Verkakvennafélagið Framsókn. Enn fremur var samþykkt að engum yrði sagt upp störfum fyrr en niðurstööur þeirra viðræðna lægju fyrir. Þaö er alveg ljóst aö þessi sam- þykkt breytir svo til engu um þessi mál. Þaö er eftir sem áöur algerlega á valdi bæjarfélagsins hvort vinnan sem hér um ræöir verður boðin út eða ekki. Það hef- ur aðeinsverið ákveðið aö tala viö þá sem hlut eiga að máli áöur en til ákvörðunar kemur. Aö tillög- unni um útboð ræstinganna stóðu bæjarfulltrúar allra flokka nema Alþýðubandalagsins. —IGG Veðurhamur hamlar flugsamgöngum — Það gengur nú heldur lak- lega með flugið hjá okkur núna, sagði Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi hjá Flugleiðum við blaðið i gær. Enn.| þá hefur ekki verið hreyfö vél hjá okkur'til innanlandsflugs I dag. Það átti að athuga þetta kl. 11 og 12,en spáin er slæm og veðr- ið sömuleiðis og ennþá hefur ekkert verið flogið. — Hvað millilandaflugið áhrærir þá gekk það nú svo i morgun, að flugvél, sem átti að fara til Osló og Kaupmannahafn- ar komst ekki i loftið fyrr en 1 1/2 klst. eftir áætlaðan tima, vegna veðurs, og önnur, sem átti að koma frá Kaupmannahöfn i nótt, fór til Glasgow, lenti þar og er þar enn' Svo veldur það enn erfiðleik- um að mikil þoka hefur verið I Luxemburg og flugvélar, sem fljúga milli Luxemborgar og Islands og áfram til Banda- rikjanna, hafa tafist af þeim sök- um og orðið að lenda i Brússel Gengur á ýmsum endum með F ærö á vegum — Veður er nú ótryggilegt svo að maður verður að miða við stundina, sem er að liða, sagði Arnkell Einarsson hjá Vegagerð- inni, er blaðið innti hann eftir væri á vegum i gær. — Það hefur verið sterk austan- átt hér vestan- og suðvestan- lands, mikill skafrenningur og sumsstaðar smjókoma. Viöa á fjallvegum eins og Hellisheiði hefur ekki verið feröaveður fram undirþetta.en nú er veöur ögn að ganga niður. En Hellisheiði var ekki ófær vegna snjóa. Umferðin lá um Þrengslin i morgun, og á Suðurlandsundirlendinu hélst hún nokkuð i horfi en gekk hægt þar sem skyggni náði oft ekki 20 metrum; rétt að menn sáu til jarðar, og svo var allt austur i Skaftafellssýslu. Stórum bilum er fært um Austur-Skaftafellssýslu og norður um Austfiröi, en þar er færð aö þybgjast á fjallvegum,- Hálka er allsstaöar mikil þvi frost fer minnkandi. A Suðumesjum hefur verið vonskuveður i morgun, mikil háika og umferð nokkuö truflast, en þó verið unnt aö halda vegin- um nokkuð færum með snjó- moksturstækjum. Fært er fyrir Hvalfjörð og i Borgarfjörð og verið aö moka fjallvegi á Snæfellsnesi. Aætlaður var mokstur á Svinadal i morgun en hverfa varö frá þvi vegna veð- urs. Brattabrekka er ófær. 1 morgun var vonsku veöur á Holtavörðuheiöi og ekkert ferða- veöur en skömmu fyrir hádegi fóru fyrstu bilarnir þar yfir og reyndist þá litill snjór á veginum. Greiöfært er I Húnavatnssýslum en illskuveður á Vatnsskarði og i Blönduhliö allt inn fyrir Silfra- staði. Hinsvegar var sæmilegt veðurá öxnadalsheiöi og hún var fær stærri bilum. Frá Akureyri var fært til Húsa- vikur um Dalsmynni. Öljósar fregnir eru af færö á vegum á Norð-Austurlandi,en talið er fært stórum bilum úr Mývatnssveit til Austurlands. Fjallvegir á Vest- fjöröum eru flestir ófærir. Og svo skyldu menn varast hálkuna. —mhg núna tvisvar sinnum. Þetta allt hefur orsakað tafir og vafið upp á sig. Hinsvegar kemur vél frá Luxemburg i dag, á réttum tima. Hún heldur siðan áfram til New- York. Það eru yfirleitt töluverðar seinkanir hjá okkur núna einkum vegna veðurlagsins. Nú, af innanlandsfluginu er ekki betri sögu að segja. Það átti að fljúga til Vestfjarða i gær, en reyndist ekki hægt. Hinsvegar var flogið til Sauðárkróks, Akurey.rar, Húsavikur, Egils- staða og Vestmannaeyja. En all- ar tafir leiða af sér vandræði þvi það eru miklir flutningar nú. Vöruflutningarnir hafa lika veriö mikill höfuðverkur. í dag sendum við t.d. 28 tonn af vörum með skipi til ísafjarðar, en þær áttu upphaflega að fara með flug- véi. Búið er að senda bil norður með flutning og það er reynt að bjargaþessu eins og unnt er með land- og sjóflutningum. Svo bætir það nú ekki úr skák að ekki er hægt að koma við kvöldflugi til Egilsstaöa og Akureyrar vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóranna.En viö reynum að halda þessu gangandi eftir bestu getu og notum hverja smugu, sagði Sveinn Sæmunds- son. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.