Þjóðviljinn - 21.12.1977, Page 12
1 2S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 21. desember 1177
~HC
Bækur úr Ljóðhúsum
Samastaður i tilverunni
eftir Máifríði Einarsdóttur
Málfríður Einarsdóttir er mörgum bók-
menntavinum kunn af kvæðum sínum
f rumortum og þýddum og af f rásögnum og
ritgerðum sem birst hafa í tímaritum og
blöðum. i bók þessari, sem er ólík flestum
endurminningabókum öðrum, lýsir hún
„samastöðum" sínum fyrstu þrjá áratugi
aldarinnar. Umhverf i, þjóðlíf, fólk, sálarlíf
er framkallað af lifandi nærfærni og með
slikum stílþrótti að sjaldgæft er.
302 bls. Verð kr. 5400.-
Fiðrið úr sæng Daladrottningar
Ljóð eftir Þorstein frá Hamri
Frá því Þorsteinn frá Hamri hóf skáldferil
sinn fyrir tæpum tuttugu árum hefur list
hans auðgast og tekið á sig ný blæbrigði
með hverri nýrri bók, en ekki er ólíklegt að
Fiðrið úr sæng Daladrottningar verði talin
heilsteyptasta Ijóðabók hans.
64. bls. Verð kr. 3600.-
Augað i fjallinu
Ljóð eftir Elisabeti Þorgeirsdóttur
Elisabet Þorgeirsdóttir er ung skáldkona,
ættuðfrá (safirði. Hún yrkir um viófangs-
efni og vandamál ungs fólks, gleði og sorg,
— og einnig stundum í gamansömum og
ofurlitið hæðnislegum tón. Aðeins fá þess-
ara I jóða hafa áður birst á prenti og er þetta
fyrsta bók Elísabetar.
84 bls. Verð kr. 2880.-
Bókaútgáfan
Ljóðhús
Laufásvegi 4, pósthólf 629, Símar 17095 & 20040
VANTAR ÞfG
VINWU
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
1 anfásvptí
Lambastaðahverfi (Seltj.)
Bólstaðarhlið
Háskólahverfi
Hjarðarhaga
Efri-
Skúlagötu
Miðtún
Akurgerði
til afleysinga:
Efri — Laugaveg
LangahHð
Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i
þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða-
birgða i nokkrar vikur.
UÚÐVIUM
Vinsamlegast hafið samband við af-
greiðsluna, Siðumúla 6.— Simi 81333.
Alyktanir bændafundar í Húnaveri
Úrskurður yfirdóms
bein árás á kjör
bænda
Sunnudaginn 11. des. héldu
bændur i Svinavatns- og Bói-
staöarhliöarhreppum fund aö
Húnaveri, aö forgöngu bdnaöar-
félaganna i þessum sveitum.
Tilefni fundarins voru siöustu
atburöir i verölags- og fram-
leiöslumálum landbúnaöarins
og þá einkum nýfallinn úrskurö-
ur yfirdóms og tillögugerö
aukafundar Stéttarsambands-
ins I þessum málum. Frummæl-
endur voru Stéttarsambands-
fulitrúar héraösins.
Fundurinn var fjölmennur og
i alla staöi vel heppnaöur. Um-
ræöur fjörugar, stóöu I 8 1/2
klst. og voru yfir 30 ræöur
haldnar. A fundinum kom fram
mjög hörö gagnrýni á úrskurö
yfirdóms svo og ráöageröir á
auknar álögur á bændastéttina i
formi veröjöfnunargjalds eöa
kjarnfóöursskatts. Hér fara á
eftir ályktanir fundarins:
Sameiginlegur fundur
búnaöarfélaga Bólstaöarhliöar-
og Svinavatnshreppa, haldinn
aö Húnaveri 11. des. 1977 álykt-
ar eftirfarandi:
1. Fundurinn mótmælir harö-
lega ákvöröun yfirdóms, sem
birtur var 5. des. s.l., um verö-
lagningu landbúnaöarafuröa, og
telur hann beina árás á kjör
bændastéttarinnar, miöaö viö
j aöra launaþróun f landinu aö
I undanförnu. Sérstaka áherslu
I leggur fundurinn á óheyrilega
meöferö á fjármagnsliö verö-
lagsgrundvallarbúsins, þar sem
ekkert tillit var tekiö tU þeirra
gagna, sem fyrir lágu um raun-
verulegan fjármagnskostnaö.
Þá lýsir fundurinn mikilli undr-
un á Urskuröiyfirdóms, þar sem
húsfreyjum eru reiknuö lægri
laun en bændum viö sömu
vinnu, og álitur aö þar sé um
lagabrot aö ræöa.
2. Fundurinn gerir þá kröfu til
rikisstjórnarinnar aö söluskatt-
Leiðrétting
1 „velmeintri kveöju tii
Björns Bjarnasonar”, sem birt-
ist i Landpósti miövikudaginn
14. des. er prentvilla sem rétt
þykir aö ieiörétta. 1 greininni
stendur undir kaflaheitinu:
Vitiö auðvitaö betur:
„En ég hef nýlega lesið af-
mælisrit Hákonar Bjarnasonar
og þar segja visindamenn aö
þótt víöa sé landiö ofbeitt svo aö
til stórvandræöa horfi þá séu til
landshlutar og háiendi sem
mætti nýta betur”. Hér á aö
standa: ,,... landshlutar og hag-
iendi”.
Er greinarhöfundur beöinn
J velviröingar á þessum mistök-
■ um.
—mhg.
ur veröi felldur niöur af kjöti og
kjötvörum nú þegar.
3. Fundurinn telur sölutregöu
á landbúnaöarafuröum meöal
annars stafa af óeölilegum og
.órökstuddum áróöri gegn
neyslu þeirra. Þvi fordæmir
fundurinn þær árásir, sem gerö-
ar hafa verið á bændastéttina i
ýmsum fjölmiölum og telur þær
beinan atvinnuróg.
4. Fundurinn álitur aö bændur
hafi engu f jármagni yfir aö ráöa
til aö mæta auknum álögum,
svo sem kjarnfóöurskatti, eins
og rekstrargrundvelli land-
búnaöar er nú háttaö.
Þó telur fundurinn eölilegt aö
leggja aukagjald á fóðurbæti,
sem notaö veröi til veröjöfnun-
ar, þannig, aö kjarnfóöur sé selt
sama veröi hvar sem er á land-
inu.
5. Fundurinn skorar eindregiö
á Alþingi og rikisstjórn aö auka
niöurgreiöslur á landbúnaöar-
afuröum, enda mundu slikar
aögeröir stuöla aö visitölulækk-
un, auka innanlandsneyslu
þessara vara og spara útflutn-
ingsuppbætur. Jafnframt sé at-
hugað hvort niðurgreiöslur séu
ekki heppilegastar á frumstigi
framleiðslu.
6. Þá skorar fundurinn á Al-
þingi og rikisstjórn aö taka
lánamál bænda til afgreiöslu nú
þegar. Sérstaklega skal bent á
lausaskuldamál og aðstoð viö
frumbýlinga. Gegndarlaus
vaxtahækkun og vanmat fjár-
magnsliöari verðlagsgrundvelli
gerir ungum mönnum nær
ókleift aö hefja búskap og leiðir
til þess aö eölileg endurnýjun
getur ekki átt sér staö innan
bændastéttarinnar.
7. Fundurinn litur svo á, aö
gildandi fyrirkomulag um sex-
manna nefnd hafi runniö sitt
skeiö á enda og betra sé fyrir
bændur aö semja um kjör sin
viö rikisstjórn á hverjum tíma.
8. Fundurinn telur þaö algjör-
lega óviöunandi ástand aö
bændur vanti allt aö 1/3 af þeim
launum, sem þeim ber lögum
samkvæmt. Þvi telur fundurinn
fyllilega timabært aö Stettar-
samband bænda hefji nú þegar
undirbúning þess aö setja á
sölustöövun á ull og skinnum á
komandi ári.
—mhg
Listasafn í
Borgarnesi
Liklegt er aö Borgnesingar
eigi þaö listasafn, sem stærst er
á landinu utan Reykjavikur.
Hallsteinn Sveinsson er i raun
stofnandi safnsins. Hann gaf þvi
I upphafi mikiö safn listaverka,
hefur siöan haldiö þvi áfram og
hefur nú alls gefiö þvi 154 lista-
verk. A yfirstandandi ári hefur
safnið eignast 23 verk og af
þeim hefur Hallsteinn gefiö 20.
„Viö Borgnesingar fáum senni-
lega aidrei nægiiega þakkaö
Hallsteini hiö ómetanlega fram-
lag hans til menningarllfs I
Borgarnesi”, segir I Röðli, og er
trúlega ekki ofmælt.
Listasafniö I Borgarnesi á nú
178 listaverk eftir 69 listamenn.
Þar aö auki eru svo I umsjá
hússins 21 listaverk sem önnur
söfn i Borgarfirði eiga.
1 Rööli segir svo:
„Þaö er því augljóst, aö ef
þessi listaverk eiga öll aö vera
almenningi til sýnis, þá þarf aö
gera stórátak i húsnæöismálum
safnsins. Listasafniö er ekki
eina vandamáliö, þvi húsakost-
ur hinna safnanna er litlu betri,
og furöu sætir hve haganlega
safnveröinum, Bjarna Bach-
mann, hefur tekist aö koma
þeim fyrir. Þaö eru þvi gleöi-
tiöindi aö eignaraöilar safnanna
viröast vera aö vakna af þyrni-
rósarsvefninum, þvi nú mun
æthinin vera aö hefjast handa
um byggingu nýs safnhúss. Viö
Borgnesingar eigum mikil og
merkileg söfn, en viö veröum
einnig aö hlúa vel aö þeim”.
— mhg
Umsjón: Magnús H. Gíslason