Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977 ÁRAMÓT 1977-1978 tekjur og launakjör sem höföu verið lækkuö, þá streittist rikis- stjórnin á móti sanngjarnri launa- hækkun láglaunafólks mánuöum saman. Og hún geröi blátt áfram ekkert til þess aö koma þvi svo fyrir, að kjarabæturnar gætu átt sér staö meö öörum hætti en beinni krónutöluhækkun. Launasamningum ASl-félag- anna lauk meö þeim hætti, aö launajöfnunarstefnan var virt aö fullu. Þeir sem lægst höföu launin fengu hlutfallslega mest, en aörir sömu krónutölu. Aö þvi leyti so m frá þeirri stefnu hefir veriö vikiö, er þar um aö saka atvinnurekendur sjálfa og einstaka sérsamningahópa og rikisvaldiö sjálft þegar kemur aö háskóiamenntuöum mönnum og þeim hæst iaunuöu. 1 kjölfar ASl-samninganna komu samningar BSRB fyrir opinbera starfsmenn og samning- ar Sjómannasambandsins og Farmannasambandsins fyrir sjómenn og siðan samningar bankamanna og ýmissa annarra sérhópa og ákvöröun um laun BHM-manna. Meö samningum þessum má segja, aö þvl sem næst allt launa- fólk I landinu hafi hlotiö nýja kjarasamninga. BSRB-menn háöu sitt fyrsta verkfall og ASl varö einnig aö beita verkfalls- vopninu til þess aö knýja fram samninga. Launadeilurnar á þessu ári hafa vissulega oröiö lærdómsrlk- ar. Hver getur t.d. efast um þaö, aö þeir samningar sem náöust, fengust fram vegna stéttarlegrar samstööu. Launabætur láglauna- fólksins voru knúðar fram gegn vilja atvinnurekenda og gegn vilja rlkisstjórnarinnar. Og þaö voru verkalýössamtökin sem jafnframt knúöu fram kjarabæturnar handa öryrkjum og gamla-fólkinu. Og auövitaö voru þaö hin almennu verkalýösfélög, sem ruddu brautina og skiluöu þeim launasamningum áfram, sem á eftir komu. Félagsmenn BSRB sýndu einn- ig stéttarlega samstööu og uröu aö berjast af krafti fyrir rétti sín- um. Þeir sem tóku þátt I verkfalli BSRB hljóta aö hafa lært margt I þeim átökum. Þeir hafa eflaust fundiö að Morgunblaöiö var ekki og er ekki þeirra blaö. 1 þvl var, svo aö segja daglega á meöan á verkfallinu stóö, ráöist á lævlslegan hátt aö samtökum verkfallsmanna, aö forystumönn- um þeirra og aö verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Rikisstjórnin sýndi llka, svo ekki var um aö villast, aö hún er ekki fulltrúi launafólks. Annaö kemur alltaf I ljós þegar á reynir. Vinnudeilurnar á árinu og stappiö viö samningaboröiö ætti aö hafa kennt launafólki talsvert mikiö um þaö regindjúp sem er á milli hagsmuna þess, og hags- muna atvinnurekenda og þeirra hagsmuna sem rlkisstjórnar- flokkarnir báöir gæta. Er kollsteypa framundan? Ástandiö I efnahagsmálum um þessi áramót er vissulega ugg- vænlegt. Veröbólgan skrúfast upp dag frá degi meö dyggum stuön- ingi rlkisstjórnarinnar. Fjárlög fyrir áriö 1978 hafa nýlega veriö afgreidd og samkvæmt þeim er sannarlega búist viö trylltum veröbólgudansi á næsta ári. Fjárlögin hækka um 50 milj- arða króna á milli ára, eöa um 55%. Meöalhækkunin er þvi all-miklu meiri en vísitöluhækk- un ársins. Rlkisstjórnin segir, aö þessi fjárlög séu mótuö af aö- haldsstefnu. Aöhaldsstefnan kemur m.a. fram I eftirfarandi staöreyndum: 1. Leggja á fram sem hlutafé I Járnblendifélagið um 900 miljónir króna og auk þess 250 miljónir til hafnargeröar viö Grundartanga. — Fram- kvæmdir viö verksmiöjuna á Frá landsfundi Alþýöubandalagsins f nóvember 1977. árinu eru ráögeröar 8000 milj- ónir króna. 2. Kaupa á svonefnt Vlöishús fyr- ir menntamálarábuneytiö fyrir um 250 miljónir kr. pg efna síö- an til viðgeröa og breytinga á þvl, þannig aö fullbúiö mun húsið kosta 6-700 miljónir kr. 3. Sjúkratryggingargjald er hækkaö um 2000 milj. kr. 4. Skattvisitala er ákveöin lægri en almennar reglur standa til og mun leiba af sér hækkun á tekjuskatti um 2000 milj. kr. 5. Lagðir eru á nokkrir nýir skatt- ar, sem nema um 1500 m. kr. 6. Gert er ráö fyrir erlendum lán- tökum á árinu sem nema 20 miljöröum króna. 7. Reiknað er meö I áætlunum aö á árinu verði 22% gengisfelling. 8. Boðuð er 57% hækkun á gjöld- um Pósts og sfma. 9. Boðuð er enn hækkun vaxta á lánum stofnlánasjóða. Þannig er boöskapurinn og þannig er staöan um áramót, eöa áöur en reynt er aö takast á viö vanda atvinnuveganna. Þannig er ástandiö I lok ársins, þegar framleiösla þjóöarbúsins er I hámarki, útflutningsverölag hærra en nokkru sinni áöur og hækkun á veröi innfluttrar vöru nemur aöeins 5-6%. Þab er eðlilegt aö almenningur spyrji, hver ósköpin eiginlega hafi gerst. Við þær aöstæöur sem nú hafa komið upp I Islenzkum efnahags- málum, eftir þriggja ára alranga stjórnarstefnu, er mikil hætta á að heilbrigð dómgreind almenn- ings veröi rugluö meö alls konar frösum og kenningum. Þannig hefur t.d. mjög boriö á þvi um skeiö, að umræöur um veröbólg- una, — orsakir hennar og afleiö- ingar — bera keim af þvl, aö hún væri eitthvað óskiljanlegt, eitt- hvaö sem öllum væri um aö kenna og engum sérstökum, eöa jafnvel að hún væri eins og náttúrufyrir- bæri eöa draugur. Þegar verölag á innfluttum vörum hækkar mikið erlendis eins og t.d. átti sér stað árin 1973 og 1974, eða um 14% fyrra áriö og 34% síöara áriö, mælt 1 erlendri mynt, þá koma eðlilega fram veröhækkanir hér á landi, eöa veröbólga. En þegar verö á inn- fluttum vörum hækkar aðeins um 5-6% á ári 13 ár I röö, eins og hefir gerst 1975, 1976 og 1977, en verö- bólga hefir verið hér hjá okkur 32-50%, þá stafar meginhluti slíkrar veröbólgu af okkar eigin aögerðum. Og hverjar hafa þessar aögerð- ir verið? Þvi er fljótsvarað. Þær hafa verið gengislækkanir, ákveðnar af rlkisstjórninni, nýjar og nýjar skatta-álögur ákveönar af rikisstjórninni, miklar verö- hækkanir á opinberri þjónustu, ákveðnar af ríkisstjórninni og glfurleg vaxtahækkun, samþykkt af ríkisstjórninni. Þetta eru hinar beinu orsakir veröbólgunnar s.l. þrjú ár. Þess- ar ráöstafanir allar hafa svo leitt til kauphækkana, til þess aö vega upp á móti veröhækkunum, og slöan hafa þessar kauphækkanir leitt af sér nýjar veröhækkanir og þannig koll af kolli. Þannig er veröbólgudraugurinn til kominn. Þessum staöreyndum á enginn aö neita og það er ástæöulaust meö öllu aö vefja þetta inn I neinn dularhjúp. Hitt er annaö mál og um þaö er hægt aö ræöa, hvers vegna rlkis- stjórnin ákvað aö beita þessum ráöum. Hún telur, aö laun vinn- andi fólks hafi veriö oröin of há, — kaupgetan hafi veriö of mikil. Hennar leiö til aö minnka kaup- getuna og knýja fram aöra tekju-skiptingu var aö beita verö- bólgunni. Veröbólguvandamáliö er af þessum toga fyrst og fremst. Sú röksemd ríkisstjórnarinnar, aö hún hafi orðiö aö lækka gengiö vegna þess aö verö á útflutnings- vörum hafi fallið I veröi á erlend- um mörkuðum, fær ekki staöist af þeim ástæðum aö útflútnings- veröiö hefir fyrir löngu hækkaö upp yfir þaö, sem þaö áöur var, en samt heldur gengib áfram aö falla. önnur röksemd rlkisstjórnar- innar er aö launatekjur hafi þurft aö lækka vegna þess aö þjóöar- tekjur minnkuöu áriö 1975. Sú röksemd er löngu fallin vegna þess, aö þjóðartekjur eru nú hærri en þær voru, þegar kaupiö var hæst. Um þaö ber m .a. eftirfarandi tafla Þjóöhagsstofn- unar vitni: Kaupmáttur kauptaxta ... Þjóöartekjur á mann A sama hátt eru röksemdir rlkisstjórnarinnar fyrir árlegum nýjum álögum rikisins haldlaus- ar vegna þess, aö þaö eru rekstrarútgjöidrlkisins og ýmsar fjárfestingaframkvæmdir, sem engan arögefa.sem hækkaöhafa langt umfram meöaltals-verö- lagshækkanir I landinu. Greiöslur rikisins til félagsmála og sam- félagslegra þarfa hafa ekki haldið I horfinu viö hækkandi verölag. Þaö er vissulega von, þegar þannig stendur á, aö um þaö sé spurt, hvernig standi á öllum þessum efnahagslegu erfiöleik- um. Grundvallarskýringin er þessi: 1. Um nokkurt árabil hefir nær öllu viöbótarvinnuafli þjóöar- innar verið beint I milliliöa- og þjónustustörf. Þannig sýna skýrslur, aö fólki hefir fjölgaö mikiö I banka- og trygginga- félagastörfum, verzlunarstörf- um, stjórnsýslu og ýmis konar milliliöa-störfum. A sama tlma fækkar vinnandi fólki I grunn- framleiðslugreinum þjóö- félagsins. Þessi þróun dregur úr þeim framleiðsluvexti, sem heföi getaö oröiö. 2. Rlkisvaldiö hefir, einkum s.l. 3. ár, haft forgöngu um gifurlegar fjárfestingarframkvæmdir, sem litlu hafa skilaö I þjóöar- búiö. Þar eru fyrirferöarmest- ar framkvæmdir viö Kröflu og Sigöldu og Járnblendiverk- smiöju, miklar rafllnulagnir og fádæmalegt fálm vlöa I orku- málum. Ef ekki heföi komiö til Járnblendiverksmiðjan, sem I ár mun draga til sln um 5000 miljónir kr. og á næsta ári um 8000 miljónir, þá heföi engin þörf veriö á Hrauneyjarfoss- virkjun strax, en hún mun á næsta ári taka til sín 2-3000 milj. kr. 3. Fjárfestingarmálin hafa al- mennt séö veriö skipulagslaus og vlöa hefir veriö fariö illa með fé. 4. Yfirbygging þjóöfélagsins er oröin alltof mikil, sbr. umsvif banka, tryggingarfélaga, ollu- félaga, skipafélaga og verzl- unarfélaga. 5. Stefna rlkisstjórnarinnar I efnahagsmálum hefir öll ýtt undir þessa hættulegu þróun. Hún hefir beint fjármagni þjóðarinnar I stóriöjufram- kvæmdir og orkuframkvæmdir I sambandi viö þær. — Fjár- festing á vegum atvinnuvega landsmanna minnkaöi hins vegar aö magni um 21% árið 1975, um 17% áriö 1976 og nú er áætlab aö hún minnki um 17-20% á næsta ári. 6. Stefna ríkisstjórnarinnar hefir verib aö leysa allan vanda meö kauplækkun almennings, en hinu hefur veriö neitaö aö létta á vanda atvinnuveganna meö þvl að draga úr yfirbygging- unni. Spillingin kemur iljós Þaö er táknrænt, aö einmitt þegar rlkisstjórnin er aö berja lóminn fyrir hönd kerfisins og segir aö þar sé engu hægt aö breyta og ekkert aö spara, þá kemst upp um ýmsa svindlkónga, m.a. á sviði gjaldeyrismála. A sama tíma og rlkisstjórnin heldur þvi fram, aö engin leiö sé til aö draga úr viðskiptahalla þjóöarinnar viö útlönd og bæta 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 101.1 105.1 89.6 85.4 91.4 96.8 100 1108.0 107.4 99.6 104.4 110.8 114.0 gjaldeyrisstööuna, önnur en sú aö kaupgeta almennings veröi minnkuö, þá kemur Iljós, aö heill hópur þeirra, sem fengiö hefir gjaldeyri þjóöarinnar til ráöstöf- unar.eiga hundruö miljóna króna I dönskum bönkum. Nú vita allir, aö þeir sem komn- ir eru inn á þá braut ab stela und- an gjaldeyri og geyma hann er- lendis, munu ekki siöur geyma fé sitt I Vestur-Þýzkalandi,! Sviss og fleiri löndum en I Danmörku. Spurningin er þvl, hve miklum fjárhæöum hefir á þennan hátt veriö skotið undan, ekki aöeins til Danmerkur, heldur einnig til annarra landa? Og I beinu fram- haldi af gjaldeyrissvindlinu koma svo grunsamleg skipakaup og undanskot I því sambandi: Hvaö skyldu þar vera geymdar miklar fjárhæöir,? Og enn bætast við fréttir um stórfelld svik I sambandi viö bíla- innflutning. Allir vita að mikil gjaldeyris- svik eiga sér staö I gegnum Kefla- vlkurflugvöll. Dollarar, sem koma þaöan ganga hér á svörtum markaði I stórum stíl. Fjármálasvik af þessu tagi eru eflaust stunduö I ríkum mæli. Þau minna á skattsvikin og þaö bók- staflega skattahneyksli aö 1600 rekstrarfélög I landinu, sem velta um 200 miljöröum króna á ári, skuli engan tekjuskatt greiöa til rikisins, á sama tlma og sjálfsagt þykir aö innheimta tekjuskatt af almennum launatekjum og sjúkragjald af tekjum, þó aö þær fari niöur I 300 þús. krónur á ári. Staöan I gjaldeyrismálum þjóöarinnar hefir ekki veriö góö nú I nokkur ár. Sú staba hefir ekki veriö slæm af þvl aö lítils gjald- eyris væri aflaö, — síöur en svo. Astæðurnar hafa m.a. veriö þær, aö gjaldeyri hefir verið sóaö I fánýtan innflutning I ýmsum greinum og honum hefir veriö eytt I stórum stll I innflutning til framkvæmda, sem ekkert gagn gera. Og svo er gjaldeyrinum beinllnis stoliö I þokkabót. Rlkissjóöur hefir líka næga tekjustofna og ætti ekki aö þurfa á nýjum aö halda. Rlkissjóður innheimtir 48 milj- aröa I söluskatt, en þjóðin borgar örugglega 10 miljöröum króna meira I söluskatt á ári, en sá mis- munur týnistá leiðinni. Sá týndi söluskattur myndar lika_ kaup- getu. Rikissjóður innheimtir 15 milj- aröa á ári I tekjuskatt. Ef allir, — félög og einstaklingar — greiddu þann skatt samkvæmt lögum og á heiðarlegan hátt, án alls konar bókhaldsbrellna, þá gæfi sá skattur rlkinu eflaust 10 miljörö- um hærri fjárhæð á ári. Þannig er kerfið. Þannig er spurningin um framkvæmd þess. Spillingin, sem nú er aö koma I ljós, er dæmigerð um siðleysi sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.