Þjóðviljinn - 04.01.1978, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 04.01.1978, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miövikudagur 4. janúar 1978 Breytingar ríkisstjórnarinnar á almannatryggingalögum: Midast einvöröungu vid fjár- öflun en ekki efnisbreytingar sagdi Magnús Kjartansson í þingræðu Þegar frumvarp rikisstjórnar- innar um að tvöfalda sjúkra- tryggingagjaldiö var til umræöu á Aiþingi nokkru fyrir jól, flutti Magnús Kjartansson ræöu þar sem hann mælti mjög gegn þeirri stefnu er fólst í frumvarpinu. Þá ræddi hann einnig þá þróun sem oröiö hefur á sviöi heiibrigöis- mála á tlmabili núverandi rikis- stjórnar, og er sá hluti birtur hér á eftir: Almannatryggingar á viðreisnarárunum „í tíö slöustu rlkisstjórnar þá geröist þaö á hverju ári aö lögö voru fyrir Alþingi frumvörp um veigamiklar breytingar á almannatryggingum, sjúkra- tryggingum og heilbrigöislöggjöf. Þetta voru allt mjög efnislegar tillögur um aö breyta þessu kerfi, og bæta þaö, aö auka rétt þeirra, sem erfiöast eiga í þjóöfélaginu og eru háöir þvi, aö almanna- tryggingakerfiö og heilsugæslu- kerfiö sé sem fullkomnast I land- inu. A sviöi almannatrygginga var komiö hér upp á íslandi smánarlegt ástand eftir valdatfö viöreisnarstjórnarinnar. Alþýöu- flokkurinn hefur oft hælt sér aö þvi, aö hafa haft forystu um almannatryggingar á Islandi og hann má vissulega hæla sér af þvi, sem hann hefur þar vel gert. En þaö seig þvl miöur á aöra hliö meöan viöreisnarstjórnin var viö völd á Islandi. Hlutur almanna- tryggingar varö minni og minni og þeir, sem áttu framfæri sitt undir bótum almannatrygginga liföu hér á Islandi viö smánarleg kjör i samanburöi viö þaö ástand sem var til aö mynda annars staöar á Noröurlöndum. Fjármunir færðir tii hinna bágstöddu Þaö var mikiö stórmál aö kippa þessu i liöinn og eitt af aöalverk- efnum þeirrar rikisstjórnar sem hér var mynduö 1971. Unniö var mjög myndarlega aö þessum málum. Þaö voru færöir til fjár- munir svo miljöröum kr. skipti i þjóöfélaginu til þess aö tryggja hag þeirra bágstöddustu en aö sjálfsögöu skertist á sama tima hagur þeirra, sem höföu boriö mest úr býtum I þjóöfélaginu. Um þetta var fjallaö á hverju einasta þingi. Þaö voru geröar ákaflega miklar breytingar á almanna- tryggingalöggjöfinni og þaö var gengiö frá föstum tekjustofnum til aö standa undir þeim breyting- um. Ég segi fyrir mig ég hef ekki haft eins mikla ánægju aö vinna aö nokkru máli eins og einmitt þessum breytingum. Tekjustofnar al- mannatrygginga hrynja niður Þaö hefur einnig gerst I tfö núverandi rikisstjórnar aö á hverju ári hafi veriö flutt frumvörp um breytingar sem eru taldar snerta almannatrygg- ingar. En þær breytingar hafa ekki veriö um neinar efnisbreyt- ingar á kerfi almannatrygginga, þær hafa einvöröungu fjallaö um tekjuhliöina hvernig á aö safna peningum til aö standa undir almannatryggingakerfinu. Astæöan til þessa er aö sjáifsögöu sú óöaveröbólga sem hefur vaxiö út yfir öll mörk 1 tiö núverandi rikisstjórnar.-Hún veldur þvi aö ekkert stenst nema I nokkra mánuöi og tekjustofnar sem voru fastir og öruggir I sambandi viö almannatryggingar og heilsu- gæslumál hafa hruniö niöur 1 þessari óöaveröbólgu. Heilbrigöisráöherra hefur flutt frumvarp á hverju einasta þingi, en einvöröungu um þessa hlið málsins. Ráðherra dragbítur á framkvæmdir Og ráöherrann hefur ekki látiö þar viö sitja. Viö samþykktum 1 tiö fyrrverandi ríkisstjórnar nýja löggjöf um heilbrigöismál, mjög vandaöa löggjöf, sem lengi haföi veriö undirbúin og menn samþykktu hana einróma hér á hinu háa Alþingi. Ég hygg aö öll- um þingmönnum hafi veriö það ljóst, aö þessi löggjöf fól þaö I sér, aö Islendingar ætluöu aö verja meiri hluta af slnum þjóöartekj- um en áöur var til þess aö efla heilsugæslukerfiö I landinu. Ég held aö þaö hafi ekki fariö fram hjá nokkrum manni aö þaö mark- miö fólst I þessari löggjöf, en þvl miöur hefur núv. heilbrigöisráð- herra ekki staöiö viö þaö. I tfö fyrrverandi stjórnar var gengiö frá ýmsum mjög veigamiklum þáttum I þessu kerfi, þaö var til aö mynda gengiö frá ákvöröun um byggingu geödeildar viö Landspitalann hér í Reykjavik, en vandi geösjúklinga er einhver mesti heilbrigöisvandi sem Islendingar eiga viö aö etja. Þaö var gengiö frá þessu máli I öllum atriöum, undirbúningur var ákaflega vandaöur og þaö var gerö fullgild framkvæmdaáætlun og veitt fé til hennar i samræmi viö þá áætlun i tíö fyrrverandi rikisstjórnar. Samkvæmt þeirri áætlun átti geödeildin aö vera fullbúin og taka tii starfa nú um næstu áramót, áramótin 1977—1978. Hæstvirtur ráöherra hefur hinsvegar skoriö niöur öll framlög tii þessarar deildar. Hún veröur þvl ekki tilbúin um þessi áramót, sem nú eru skammt und- an, hún verður ekki tilbúin fyrr en á næsta áratug, og hæstv. ráö- herra þekkist ekki I sögu þessarar heilbrigösistofnunar sem frumkvööull, heldur sem drag- bltur. Handahófskennd vinnubrögð Þetta er ekki eina dæmiö á þessu sviöi. Þaö var fjallaö um fjóröungssjúkrahús Noröurlands I tlö fyrrverandi rikisstjórnar og gengiö var frá áætlunum um þaö, hvernig aö þeirri framkvæmd skyldi staöiö og þaö átti aö ljúka þeirri framkvæmd á næsta ára- tug. — Ég fékk þá á mig ámæli frá ýmsum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins úr Noröurlandskjör- dæmi um aö þarna væri gert ráö fyrir allt of hægum vinnubrögö- um. Hvaö hefur gerst I tiö núv. heilbrigöisráöherra? Fram- kvæmdum viö þessa mikilvægu miöstöö heilbrigöisþjónustu á Is- landi hefur veriö frestaö svo mik- iö, aö hún veröur ekki fullgerö á næsta áratug, heldur á næstu öld. Þannig hefur veriö staöiö aö fjölda mörgum þáttum öörum. Þaö er veriö aö taka upp sama háttinn og áöur var aö mylgra allt of litlum upphæöum jafnt á allt of marga staði, I staö þess aö reyna aö vinna skipulega og ljúka verk- efnum eins fljótt og unnt er. Þaö eru fyrirmæli um þaö I lögum um heilbrigöisþjónustu aö gerö skuli framkvæmdaáætlun og aö henni skuli fylgt. Ég hef áöur vakiö at- hygli hins háa Alþingis á þvi, aö heilbrigöisráöherra hefur ekki Magnús Kjartansson. látiö vinna þetta verk, hann aö- hyllist handahófsvinnubrögö á þessu sviöi. Slysadeildin vanrækt Eitt dæmi um þetta atriöi er raunar á dagskrá hjá okkur þing- þingsjá mönnum núna. Ég hef vakiö athygli á þvf áöur, aö þaö er ekki gert ráö fyrir þvl, I tillögum meirihluta fjárveitinganefndar aö lokiö veröi viö slysadeild Borgarspltaians á næsta ári. En þaö er knýjandi nauösyn, og aö kasta peningum I steinsteypu á þessum veröbólgutlmum án þess aö steinsteypan komi aö gagni er versta meöferö á fjármunum, sem hægt er aö hugsa sér. Við eigum aö ljúka verkefnum, sem búiö er aö undirbúa aö fullu, á sem allra skemmstum tlma. En þarna er aö verki óöaveröbólga þessi hroöalega meinsemd sem tröllrlöur Islensku þjóöfélagi. Þessi meinsemd, gerir þaö aö verkum, aö þaö standast engar áætlanir nema I nokkra mánuöi i hæsta lagi, þaö er ekki hægt aö gera áætlun til eins árs aö nokkru viti. Viö erum hér aö ganga frá fjárlögum, en viö vitum ákaflega vel aö þetta er lltilsvert starf, þaö stendur naumast steinn yfir steini eftir nokkra mánuöi ef þessi verðbólguþróun heldur áfram. Hækkun sjúkra- tryggingagjalda Einn þáttur þessarar óöaverö- bólguþróunar er þaö hátterni heilbrigöisráðherra aö leggja fyrir hvert einasta Alþingi tillög- ur eöa frumvörp um fjáröflun i sambandi viö tryggingamál. Ráöherra lagöi I upphafi til fjáröflun sem nam, aö þvl mig minnir hálfum öðrum miljarði. Nú leggur hann til aö þessi upphæö veröi aukin um 1.9 miljaröa. Þessi upphæö er komin á milli þriggja og fjögurra miljaröa króna. Hvaö skyldi gerast á næsta ári meö sama áframhaldi aö þvi er varöar óöa- veröbólgu og óstjórn? Ætli þessi upphæö veröi ekki hækkuö upp I 8 miljaröa og svo 16 miljaröa og slðan 32 miljaröa og svo framveg- is, ef þessi stefna á aö halda áfram. Svona stefna er þjóðhættuleg. Sjúklingar greiði mat sinn I sambandi viö þau vandkvæöi sem upp hafa komiö vegna þess- arar óöaverðbólgu hafa komiö upp hugmyndir um aö skeröa sjálft almannatryggingakerfiö. Ég minnist þess ákaflega vel, aö ég horföi á sjónvarpsþátt I vor þegar yfir stóöu umræöur milli launamanna og atvinnurekenda um kjör launafólks á tslandi. Málsvari atvinnurekenda f þess- um umræöum, einn af forystumönnum Sjálfstæöis- flokksins og þátttakandi I prófkjöri flokksins nú um frambjóöendur til næstu Alþingiskosninga, kom fram meö þá tillögu, aö fólk á sjúkrahúsum gæti borgað matinn sinn. Ég var staddur á Grensásdeild Borgarspltalans þegar ég hlustaöi á þetta og þekkti oröiö allgóö deili á þvi fólki, sem dvaldist þar meö mér. Ég vissi ósköp vel, að allur þorri þessa fólks heföi oröiö aö fara út af deildinni á svipstundu ef slik breyting heföi veriö gerö. Ég er ekki gefinn fyrir aö bera vand- kvæöi mln á torg, en ég fór aö hugsa um sjálfan mig, og ég hef oröið aö dveljast alllengi á sjúkrahúsum slöustu árin. Ef ég heföi oröiö aö borga matinn minn, væri ég algjörlega gjaldþrota núna. Ég hef þó góðar tekjur aö minu mati og fæ tekjur, þó ég sé veikur, en ákaflega stór hluti þjóöarinnar fær þaö ekki. Heilbrigðiskerfið verði forréttindi efnamanna Þetta er tillaga um aö heilbrigöiskerfiö á lslandi nái ekki til snauöra manna heldur veröi forréttindi þeirra, sem hafa miklar tekjur. Ég hélt aö þetta heföi skroppiö upp úr þessum at- vinnurekanda I þessuni umræö- um, en ég var ekki viöstaddur hér á þingi, þegar I fyrsta skipti var lagður á sá skattur, sem nú er til umr. Ég geröi þaö mér til fróöleiks I gær, aö ég náöu mér I Alþingistlöindaheftiö, sem fjall- aöi um umræöurnar um þetta mál I fyrsta skipti. Og þar sá ég, aö hæstv. heilbrigðisráðherra talaöi sjálfum um þetta sem möguleika, aö fólk á sjúkrahúsum yröi aö borga matinn sinn. Þetta eru viðhorf sem uppi eru I veröldinni. Þannig var til aö mynda dstatt I Bandarikjunum til skamms tlma. Þar hefur oröiö nokkur bót á aö undanförnu sem betur fer, en þannig var ástatt I Bandarlkjunum, aö þar voru eng- ar almannatryggingar til. Þaö voru til fyrirtæki sem tóku aö sér aö tryggja fólk á gróöagrundvelli. Ég þekkti Islenska konu sem gift- ist bandariskum manni og fluttist til Bandarikjanna og vann þar um tima I iönfyrirtæki. Hún fór á skrifstofu slíks tryggingafélags og tryggöi sig þannig að hún fengi bætur frá félaginu ef hún yröi fyrir slysum eöa sjúkdómum og yröi aö leggjast á sjúkrahús. Þaö kom tvívegis fyrir þessa konu, aö hún slasaöist i starfi slnu og hvaö halda háttvirtir þingmenn aö hafi gerst? Þetta tryggingafélag sagöi henni upp viöskiptum vegna þess aö þarna var viöskiptavinur sem félagiö græddi ekki á. Vilja menn koma upp almannatryggingum af þessu tagi á tslandi? Ef þessi hugmynd, sem ráöherra hefur oröaö, og þar aö auki þessi forystumaöur Sjálf- stæöisflokksins sem ég minntist á áöan, yröi aö veruleika er veriö aö gera heilbrigöiskerfiö á Islandi aö forréttindum efnamanna, og þaö er einhver viðurstyggilegasta þróun sem ég get hugsaö mér. § ÓNSKÓLI SIGURSVEIN6 D. KRISTINSSONAR | Hellusundi 7 . Reykjavík INNRITUN og greiðsla námsgjalda fyrir vorönn verð- ur i skólanum við Hellusund miðvikudag- inn 4., fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. janúar kl. 17-19 alla dagana. I húsi Tónskólans við Fellaskóla i Breið- holti verður innritað laugardaginn 7. janú- ar kl. 14-16. Að þessu sinni verður aðeins innritað i for- skóla, 8-14 ára nemendur, i undirbúnings- deild, 15 ára og eldri, og i kórskóla (full- orðið fólk). Að öðru leyti er skólinn nú fullsetinn. Umsóknir falla úr gildi að innritun lokinni ef þær verða ekki staðfestar með greiðslu námsgjalda. Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.