Þjóðviljinn - 04.01.1978, Page 7
Miðvikudagur 4. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Hid lifandi talaða orð er sá grundvöllur ,
sem allt ritmál verður á að byggja. Rofni þes$i
tengsl verður ritmálið dautt merkjakerfi eins og
miðaldatína og táknmál stærðfræðinnar
Halldór Ármann
Sigurðsson:
Stritast þeir við
að sitja
Undanfarin ár hefur opinber
umræöa um islenskt mál veriö
meB liflegasta móti. Má einkum
rekja þaö til lofsveröra breytinga
sem geröar voru á reglum um
stafsetningu .1 menntamálaráö-
herratiö Magnúsar Torfa ölafs-
sonar, en mikilvægust þeirra var
brottfelling zetu úr rituöu máli.
Síöan þetta varö hefur ekki linnt
fádæma aöför nokkurra alþingis-
manna aö islenskri tungu. Hafa
þessir menn ekki haft annaö þarf-
ara aö gera en aö krefjast þess aö
zetuklafinn veröi aftur lagöur á
skólabörn. Eru þeir og nefndir
setuliöiö eöa Setuflokkurinn og
má um athafnir þeirra á þingi
segja eins og um Njál Þor-
geirsson i heimahúsum foröum:
Stritast þeir viö aö sitja. Undir-
ritaöur fær a.m.k. ekki séö aö til-
gangur þeirra þar sé annar eöa
merkari en setan ein.
Gjarnan er sagt um ráöamenn
Kinverja aö þeir fjandskapist
sem óöast viö Rússa þegar þeir
sjá ekki fram úr vandamálunum
heima fyrir. Og aldrei voru veisl-
urnar viö hirö Lúöviks 14 glæstari
og taumlausari en þegar fjár-
hirsla rikis hans var eins galtóm
og haus á einum islenskum þing-
manni getur oröiö. Slik eru úrræöi
ráöastéttarinnar þegar hún
stefnir hag þjóöanna i enn meiri
háska en endranær. Islensk
alþýöa er nú i þessháttar háska:
Veröbólga keyrir úr öllu hófi.
Fiskimiö eyöast. Atvinna
stöövast. Spilling, svo sem skatt-
svik, gjaldeyrisbrask, mútur og
eitursmygl, er I algleymi. Fjöl-
margir „Islendingar” vilja selja
land sitt útlenndum ofbeldis-
mönnum og likur eru til þess aö
þjóöin týnist I hafi og glati tungu
sinni. A slikum timum er ekki aö
undra þótt ellefumenningarnir,
málsvarar yfirstéttarinnar leiki
á fiölu meöan Róm brennur. Til
hins er illt og grátlegt aö vita aö i
hópi þessara manna skuli vera
tveir „sósialistar”, fulltrúar
alþýöunnar.
Þaö er lofsvert aö menn hefji
opinbera umræöu um islenska
tungu. Vafamál er hinsvegar aö
alþingismenn séu til sliks kjörnir
eöa fallnir. Oft viröist þeim fátt
lagiö og einna sist aö nota eöa
fjalla um móöurmáliö, þaö sýnir
stofnanaislenskan þeirra. Er
kansellistill þessi hinn nýi meö
verstu málspjöllum. Reyndar
opinberaöi Jónas Arnason, einn
ellefumenninganna, fafræöi sina I
þessum efnum á dögunum. Kvaö
hann flámæli auka á blæbrigöi
tungunnar og taldi I þvi eftirsjá.
Sjálfskipuöum varömönnum
tungunnar á Alþingi Islendinga
‘ hlýtur aö vera kunnugt aö taliö er
aö I árdaga tslenskunnar hafi hún
haft 27 einhljóö I sérhljóöakerfi
sinu. I timans rás hafa oröiö fjöl-
margar breytingar á þessu kerfi I
þá veru aö hljóö hafa týnst úr
málinu, falliö saman viö önnur.
En nú svo komiö aö eftir standa
aöeins 8 hinna upprunalegu 27
einhljóöa og eru þó ööruvlsi borin
fram en I öndveröu. Flámælin var
rökrétt framhald eldri breytinga.
Heföi ekkert veriö aö hafst heföi
þaö endaö meö algjörum sam-
runa i og e annarsvegar og u og ö
hinsvegar, á svipaöan hátt og
þegar y féll saman viö i. Einhljóö-
in heföu einfaldlega oröiö 6 I staö
8, þaö eru nú öll blæbrigöin hans
Jónasar! Ég held aö þingmaöur-
inn ætti að snúa sér aö því aö efla
sósialisma á Islandi en hætta aö
torvelda störf kennara.
Undirstaðan sé
réttilega fundin
1 setuliöinu eru fleiri en Jónas
Arnason, innan þings sem utan.
Þeim er þaö sameiginlegt aö
ræöa um stafsetningu og móöur-
máliö af meira kappi en forsjá,
meiri tilfinningu en viti, meira
lýöskrumi en góöum vilja. Mönn-
um þessum væri hollt aö Ihuga
grundvöll og tilgang stafsetn-
ingar:
1) . Opinber stafsetning er höfö til
samræmis rituðu máli og til aö
auðvelt sé aö kenna sem flestum
aö rita móöurmál sitt. 1 hita staf-
setningarumræöunnar viröast
menn einkumxtelja mikilvægt aö
stafsetning sé eins á öllum bók-
um. Er og ágætt aö menn eigi
þess kost aö rita bækur sínar meö
samræmdri stafsetningu. Engu
aö siöur er hér um algjört auka-
atriöi aö ræöa. Bestar bækur
islenskar voru skrifaðar meö
heimasoöinni stafsetningu og eru
þó kenndar viö háskóla I meira en
20 löndum heims. Hitt er megin-
atriði og raunar kjarni þessa
máls aö stafsetning er samræmd
til aö unnt sé aö kenna sem flest-
um aö skrifa á sem auöveldastan
hátt. Augljóst er aö viö skriftar-
kennslu veröur aö styöjast viö
einhverjar ritreglur. Og deginum
ljósara er aö ef kenna á heilli þjóö
aö rita tungu slna verður þjóöin
öll aö læra sömu stafsetningu.
Greinilega er hér um einfalt
framkvæmdaatriöi aö ræöa. En
hvernig eiga ritreglurnar þá aö
vera? Þaö fer vissulega eftir til-
gangi stafsetningarkennslunnar.
Sé hann sá aö kenna fáeinum út-
völdum orösifjafræöi og saman-
buröarmálfræöi kennum viö
nútlma Islendingum 12. aldar
stafsetningu (þó aö hún hafi
aldrei veriö samræmd!) meö
viöeigandi tilvlsunum til frum-
norrænna rúna, gotnesku og ann
arra forngermanskra mála. Viö
skulum hinsvegar trúa þvl aö
markmið stafsetningarkennslu sé
einfaldlega aö gera þjóöina alla
skrifandi. Þá er auösætt aö viö
eyöum ekki dýrmætum tíma
kennara og nemenda I aö staglast
á óþarfa flækjum. Þá er auösætt
aö I landi lýöræöis og jöfnuöar er
stafsetning höfö sem einföldust.
2) Stafsetning er aöeins ytri bún-
aöur tungunnar þegar talmáli er
snúiö til ritaös máls. Hiö lifandi,
talaöa orö er sá grundvöllur sem
allt ritmál veröur á aö byggja.
Rofni þessi tengsl veröur ritmáliö
dautt merkjamál eins og
miöaldalatlna og táknmál stærö-
fræöinnar.
Stafsetning er af bókstöfum og
bókstafir eru hljóötákn. Þaö er
þvi augljóst aö hún veröur aö
styöjast viö einhverja fram-
buröarfyrirmynd. Þessi fyrir-
mynd hlýtur aö vera hinn æski-
legi lifandi framburöur hverju
sinni, aö bestu manna yfirsýn.
Þaö er nefnilega eitt hlutverk
stafsetningar aö stuöla aö æski-
legum framburöi á sama hátt og
góöur framburöur ætti aö
auðvelda mönnum stafsetningu.
Þannig styöur rithátturinn hver,
hvar, hvernig o.s.frv. hv-fram-
buröinn. Og rithátturinn gata I
staö gada, plata I staö plada
styöur harömæliö. Hvor tveggja
er af flestum dómbærum mönn-
um talinn æskilegur framburöur.
Hinsvegar ætti jafnvel Sverri
Hermannssyni aö vera ljóst aö
stafsetningin hanzki, verzlun,
yfir, fyrir o.s.frv. getur aldrei
haft nein áhrif á framburö nema
til afbökunar. Ypsilonhljóöiö og
zetuframburöurinn eru einfald-
lega horfin úr íslensku máli og
koma aldrei aftur, hversu oft sem
þau eru skrifuð. Þetta endalausa
stagl á dauöum hljóöum minnir
reyndar óþægilega á brandarann
um Klepparana og sandburöinn.
Þá ættu jafnvel illa greindir
þingmenn aö gerta gert sér grein
fyrir þvi aö 12. og 16. aldar
framburöur er ekki til á stál-
þræöi. Þaö er þvi harla vonlítiö
verk aö kenna nútimamönnum
þennan framburö og þar af
leiöandi yfirgengileg heimska aö
ætla þeim aö stafsetja I samræmi
viö hann.
3) Ritmál er þvi fullkomnara sem
þaö kemst af meö færri tákn. Þaö
sannar þróun þess úr myndletri I
bókstafaletur. Nú nota flestar
þjóöir heims aö sjálfsögöu bók-
stafaletur eöa latínuletur. En
meginregla stafsetningarinnar
þá sú aö hún er höfö „fónemlsk”
eða hljóörétt, aö svo miklu leyti
sem unnt er. Hver bókstafur er
m.ö.o. látinn tákna eitt „fónem”
eöa málhljóö. Nú er þaö svo aö
málhljóðiö a er boriö fram meö
margvislegum hætti I íslensku, er
t.d. ýmist langt eöa stutt. Samt
sem áöur þykir skynsamlegt aö
hafa eöins eitt a I stafrófi Islend-
inga þar eö öll þessi mismunandi
fram bornu a eru eitt og sama
málhljóöiö og því engin hætta á aö
menn villist á þeim. Þessi er
einmitt hinn eini viturlegi grund-
völlur allrar stafsetningar, sér-
hvert málhljóð tungunnar hefur
aöeins einn bókstaf en ekki
marga og sérhver bókstafur
táknar aöeins eitt málhljóö en
ekki mörg. Aö öörum kosti væri
ritmáliö óskiljanlegur
hrærigrautur eins og væri ef ein
tala gæti táknaö margar stæröir,
2 gæti þýtt tveir, þrír eöa fjórir
eftir þvl hvort um væri aö ræöa
kíló, metra eöa mínútur.
Þó aö þessi sé vissulega hinn
óbifanlegi grundvöllur sem
stafróf þjóöanna byggjast á er aö
fleiru aö hyggja viö ákvöröun rit-
reglna. Af ýmsum orsökum er
ekki æskilegt aö hafa stafsetningu
hljóörétta I öllum tilfellum.
Þannig fer best á því aö gætt sé
innra samræmis viö ritun hvers
orös. Þess vegna skrifa menn
rigndi en ekki ringdi eöa rindi.
Ennfremur er sjálfsagt aö taka
tillit til uppruna oröa þar sem
slikt veldur ekki misskilningi eöa
óþarfa flækjum. Þaö vefst t.d. lít-
iö fyrir skólabörnum aö rita rétt
. orð eins og völlur, halli, varla,
karl o.s.frv. Þar er um aö ræöa
einfaldar og algildar reglur.
Almennt má fullyröa aö stafsetn-
ing sé þvl skynsamlegri sem regl-
ur hennar eru ljósari og algildari.
Þegar hugaö er aö framantöld-
um lögmálum skynsamlegrar
bókstafsetningar veröur greini-
legt hversu fáheyrö firra þaö er
að hafa mörg tákn fyrir eitt
málhljóö. Hver eru t.d. rökin fyrir
þvi aö nota tvo bókstafi fyrir
s-hljóö sem sannlega er aöeins
eitt 1 Islensku? Ellegar aö skrifa
i-hljóö ýmist einfalt eöa meö ypsi-
loni? Uppruninn, segja menn,
Hvaö þá um ó? Þaö hljóö á sér
víslega þrennskonar uppruna I
Islensku, þ.e.a.s. I löngu o-hljóöi
ónefkveönu, löngu o-hljóö nef-
kveönu og löngu o-hljóöi
nefkveönu og opnu! Eöa æ og ö
sem eiga sér tvennan uppruna?
Menn segja aö z I oröinu hanski
minni á tengsl þess viö oröiö
hönd. Gott og vel. Væri þá ekki
dásamlegt aö geta I stafsetningu
sýnt fram á mismunandi uppruna
nafnorösins ör og lýsingarorösins
ör? Eöa kvenmannsnafnsins Æsa
og sagnarinnar aö æsa?! Nei,
kjarni málsins er einfaldlega sá
aö stafsetning segir mönn-,
um sáralitiö um orösifjar. Þaö er
t.d. vita vonlaust aö grunnskóla-
börnum opinberist af stafsetn-
ingu skyldleiki oröa eins og
granni-rann, hár-hæll,
stund-standa. Orösifjafræöi
veröur ekki kennd meö því aö
staglast á stafsetningu heldur
meö þvl aö kenna orösifjafræöi.
Svona einfalt er þaö! Og kennar-
ar sem ekki geta bent á skyld-
leika orða án þess aö styöjast viö
fyrnda stafsetningu ættu aö leita
fyrir sér um annan starfa. Eöa er
kannski meiningin aö gervöll Is-
lenska þjóöin setjist á skólabekk
og læri öll hin upprunalegu 27
einhljóö tungunnar og beitingu
þeirra? Þá ætti uppruninn ekki aö
vefjast fyrir neinum! Sverri
Hermannssyni yröi víst ekki
skotaskuld úr aö kenna oss fá-
fræöum fræöin!?
Af þvl sem nú er sagt um
grundvöll stafsetningar er ljóst
aö engin þörf er á aö flækja rit-
reglur vorar með þvl að taka upp
zetu aö nýju heldur aö einfalda
þær I nokkrum atriöum. Fella
þarf ypsilon úr stafsetningarregl-
unum og é og x eiga sér þar engan
tilverurétt. Ennfremur á aö
heimila mönnum aö rita breiöan
sérhljóöa á undan ng og nk.
Upphaf Brennu-Njálssögu liti þá
þannig úr:
Möröur hjet maöur er kallaö-
ur var gigja. Hann var sonur
Sighvats hins rauöa. Hann bjó á
Velli á Rángárvöllum. Hann
var ríkur höföíngi og
málafilgjumaöur mikill og svo
mikill lögmaöur aö eingir þóttu
löglegir dómar dæmdir nema
hann væri viö.
Veröur ekki af þessu dæmi
dregið aö hér sé um voöabreyt-
ingar að ræða. Hinsvegar mættu
þær verða þjóöinni til blessunar
meö þvl aö firra kennara og
skólabörn ófáum örvæntingar-
stundum og gagnslausu erfiöi,
foröa málspjöllum og spara rlk-
inu einskisnýt fjárútlát. Og ekki
væri minnst um vert ef þessar
breytingar eyddu þeirri málfars-
legu stéttaskiptingu sem viröist
vera aö festast I þjóöfélagi voru.
Er þar um óramikilvægt atriöi aö
ræöa. Maöur sem stafsetur
starfsumsókn rangt á litla von um
að hljóta starfið þótt hann sé ann-
ars ágætlega til þess hæfur. Eng-
lendingar eru manna fastheldn-
astir I stafsetningarefnum. Þaö
er þvi naumast tilviljun aö þeirra
á meöal er djúpstæöari málleg
stéttaskipting en I öörum vest-
rænum þjóöfélögum. Viröist sllkt
ekki vert eftirbreytni. Þarf ekki
að leiöa getum aö þvl hversu
skaðlegt væri ef verkfræöingar og
togaraskipstjórar hlytu starf sök-
um sérstakrar hæfni I meðferð
z-reglna!
Nú er hún.
Snorrabúð stekkur
A blööum þessum hefur nokkr-
um hnútum verið kastaö aö hin-
um setufúsu ellefumenningum.
Eitt eiga þeir þó lof skiliö fyrir:
Þeir hafa hrundiö af staö llflegri
umræöu um Islenska tungu, þó aö
hún hafi að visu staöiö um auka-
atriði málsins. Oft var þörf en nú
er nauösyn aö hyggja aö hvert
móðurmálskennsla I skólum vor-
um stefnir. Hér skal minnt á
nokkur umhugsunarverö atriöi:
Móöurmálskennsla I skólum
vorum er komin I algjört öng-
þveiti. Þar á sér staö óafsakanleg
sóun tlma og orku I einskisvert
stagl á stafsetningu og úreltri
málfræöi. Þetta má best merkja á
þvi aö fjöldi háskólagenginna
•manna, jafnvel þeirra sem fást
viö kennslu, er ekki' skrifandi
samkvæmt núgildandi ritreglum,
svo að vansalaust geti talist. Þaö
er meö þessar reglur eins og um-
feröarreglurnar og áfengislög-
gjöfina. Þær eru svo vitlausar aö
annaöhvort viröir almenningur
þær ekki eöa getur ekki fariö eftir
þeim. ..Og reglur sem ekki eru
virtar eru verri en engar.
1 annan staö er greinilegt eitt-
hvaö meira en lltiö aö þegar
móöurmálskennsla á
kólaskyldustigi leiöir til mállegr-
ar stéttaskiptingar, eins og áöur
er rakið. Vér státum af því aö búa
viö lýöræöiog jöfnuö I landi voru.
1 sliku þjóöfélagi er eitt helsta
markmiö skólaskyldunnar ,aö
jafna aöstööu og tækifæri einstak-
linganna.
1 þriöja lagi er aö geta megin-
atriöis þessa máls alls: Móöur-
málskennslan veldur öörum
þræöi málspjöllum. Er þar aö
riokkru leyti við aö sakast hina
fáráölegu hraölestrarkennslu
sem stunduö hefur veriö I fyrstu
bekkjum grunnskólans og kennir
börnum að llta á upplestur eins og
flórmokstur. Og ágætlega
greinda menn þekki ég sem aldrei
geta litiö Jónas Hallgrlmsson
réttu auga af því aö I barnaskóla
voru þeir látnir tönnlast á
Gunnarshólma eins og seigum
saltkjötsbita. En stærsta orsök
þessa ófremdarástands er vafa-
laust sú ofuráhersla sem lögö er á
ritmálið I Islenskukennslunni.
Vér Islendingar vorum til
skamms tlma mikil bókmennta-
þjóð. Þaö var þvl eðlilegt aö vér
legöum rækt viö ritmál vort. Nú
er hinsvegar svo komiö að stefna
þessi hefur leitt oss I ógöngur:
Vér afrækjum hiö talaöa. orö,
lifandi máliö. 1 stað þess aö kenna
fólki aö tala, sem aö réttu lagi
ætti aö vera til alls fyrst, strit-
umst vér viö aö kenna þvl aö rita
dauö hljóö og beygja sagnorö eftir
einskisnýtri og úreltri latlnumál-
fræöi. Vér teljum sáluhjálpar-
atriöi aö fólk kunni aö rita ypsilon
og jafnvel zetu samkvæmt
kúnstarinnar reglum enlátumoss
fátt um finnast þótt þaö segi
„ „kaseiru” I stað hvaö segiröu,
„kadamar” I staö hvaö er þetta
maöur „kertatlaru” I staö hvert
ætlaröu o.s.frv., o.s.frv. Og vér
reytum hár vort yfir því aö skóla-
börn kannast ekki viö miömynd
sagnoröa I þáskildagatlö
framsöguháttar, 1. persónu fleir-
tölu (sic!) á meöan þau þekkja
ekki mun oröa eins og
panna-banna, Pál-bál, Dæmi
þessarar hljóövillu veit ég
reyndar hjá manni sem þá
stundaöi nám I Islensku viö
Háskóla íslands. Hann er nú
móöurmálskennari viö einn
grunnskólann I höfuöborginni!
Ég hef atvinnu af þvl aö kenna
íslensku I efstu bekkjum grunn-
skólans. I þeim fjórum bekkjar-
deildum sem ég kenni er aðeins
einn nemandi fyllilega læs. Þar er
enginn skrifandi samkvæmt
núgildandi stafsetningarreglum.
Og innantómt málfræöi- og staf-
setningarstagl hefur innrætt
þessu fólki slíka óbeit á öllu rituðu
máli aö því leiöist undir drep aö
lesa Hrafnkelssögu Freysgoöa.
Þetta er nú árangurinn af 9 ára
umfjöllun hins Islenska skóla-
kerfis.
Stafsetning vor er komin svo
langt frá talmáli aö hún vinnur
oft gegn góöum framburði I staö
þess aö styöja hann. Og kennsla
hennar og úreltrar málfræöi tekur
óafsakanlega mikinn tíma frá
öörum og nauösynlegri þáttum
Islenskukennslunnar. Þetta er I
fáum oröum kjarni þessa máls og
niöurstaöa þessara skrifa. Þetta
ætti aö vera Sverri Hermannssyni
og sálufélögum hans nægilegt
umræöu- og áhyggjuefni.
Núpi, Dýrafiröi
Halldór Armann Sigurösson.