Þjóðviljinn - 04.01.1978, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. janúar 1978
MiOvikudagur 4. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Brúin sem beðið er
Þolum ekki bið til
1982 að brúin komi
segir Björgvin
Sigurðsson
formaður Verka-
lýðsfél. Bjarma
Björgvin Sigurðsson, formaöur
Verkalýðsfélagsins Bjarma á
Stokkseyri er að sjálfsögðu mikill
baráttumaður fyrir þvi að brú
verði byggð yfir ósa ölfusár, þar
sem útgerð og fiskvinnsla er
undirstöðu atvinnugreinin á
Stokkseyri, sem og Eyrarbakka
og leggist útgerð og fiskvinnsla
niður á þessum stööum, deyja
þorpin um leið. Þvi leituöum viö
til Björgvins og báðum hann
segja okkur sitt álit á þessu máli
og hvernig það liti út frá sjónar-
hóli vcrkafólks.
„Brú yfir ósinn hefur verið bar-
áttumál alls fólks á Stokkseyri i
meira en aldarfjórðung, eða allt
frá þvi 1956, að Jörundur
Brynjólfsson kqm þessari brúar-
smið inná brúárlög á alþingi. En
kannski höfum við ekki verið
nógu harður þrýstihópur, eins og
það er kallað í dag, i það minnsta
hefur enn ekkert gerst i málinu
annað en loforð, þvi miður.
Og eftir þessa áratuga baráttu
fyrir þvi að brúin verði byggð
verð ég að játa að ég er heldur
vantrúaður á að stjórnvöld sinni
þessu máli, jafn vel þótt ljóst sé
að þetta er hagsmunamál númer
eitt hjá okkur og Eyrbekkingum.
Þetta er okkar lang stærsta mál,
enda fer ástandiö versnandi meö
Björgvin Sigurðsson
hverjuárinu sem liður. Fiskiskip-
inverða sifelltstærriogstærri, en
hér geta ekki landað stærri bátar
en þetta 50 til 60 tonn og svo litlum
bátum fækkar óðum. Og að aka
þá leið sem nú þarf með fisk frá
Þorlákshöfn getur ekki gengið
mikið lengur. Þvi má segja að hér
sé um baráttu uppá lif og dauða
að ræða, fyrir þorpin hér á
ströndinni. Nú þarf að aka 56 km.
meö fiskinn frá Þorlákshöfn, en
það yrðu ekki nema 12 til 15 km.
er ósinn væri brúaöur. Auk þess
kemur það mjög oft fyrir, þegar
kemur fram á vetrarvertfð, að
bilarnir verða að aka Þrengsla-
veg og Hellisheiði með fiskinn,
þegar þungatakmarkanir eru á
veginum frá Þorlákshöfn uppi
Hverageröi.
Hér á Stokkseyri er varla hægt
aö tala um höfn, aðeins smá
bryggjustubbur og nú er svo kom-
ið, að 5 af þeim 9 bátum, sem eru i
eigu Stokkseyringa geta alls ekki
lent hér og verða þvi að landa i
Þorlákshöfn. Og það liöur sjálf-
sagt ekki á löngu þar til svo litlir
bátar, sem hér geta landað verða
ekki til, eða ekki gerðir út á
vetrarvertið. Og ég þori að full-
yrða aö komi ekki brú yfir Olfus-
árósa, leggst útgerð niður, bæði
frá Stokkseyri og Eyrarbakka.
Þvi er alveg ljóst, að við þolum
ekki að biða til ársins 1982 eða
1983eftir þvi að brúin verði tilbú-
in, en samkvæmt loforðum ráða-
manna, á að hefjast handa þegar
smiði Borgarf jarðarbrúarinnar
lýkur, 1979 og þvi ljóst aö það
verðurekkifyrren 1982 aö brú yf-
irölfusárósverðurtilbúin.Það er
bara þvi miður of langur timi, við
þolum ekki þá bið.
Ég veit ekki um einn einasta
mann hvorki á Stokkseyri eða
Eyrarbakka sem ekki telur brú
yfir Olfusárósa mál málanna hjá
okkur. Þar eru menn algjörlega
einhuga nú orðið. Enda er málið
svo ljóst sem frekast má vera,
þegar fólk er farið að flytjast
héðan til Þorlákshafnar aðeins
vegna þess að brúna vantar. Það
erusjómenn sem eiga heimili hér
en verða að landa i Þorlákshöfn
sem gefast upp sem eðlilegt er,
þar sem þeir verða að aka á
annað hundrað kilómetra til og
frá heimili sinu. Þá hafa hin tiðu
óhöpp meö bátana á Eyrarbakka
1975 og hér á Stokkseyri á dögun-
um þjappað mönnum saman i
þessu máli. Hér fyrrum voru!
Eyrbekkingar með drauma um;
stóra og mikla höfn á Eyrarbakka
og voru á þeim árum ekki eins
ákafir baráttumenn fyrir
brúnniog nú. Eftir að landshöfnin
kom i Þorlákshöfn hafa vonir
þeirra um viðunandi höfn dofnaö
óg þeir eru alveg jafn ákveönir
baráttumenn fyrir brúnni nú og
við hér á Stokkseyri sem alla tið
höfum verið fylgjandi brú yfir ós-
Bara loforð
Það vantar ekki að við höfum
leitað aftur og aftur til ráða-
manna i þessu máli. Við höfum
rætt við forráðamenn Byggða-
sjóðs við þingmenn Suðurlands-
kjördæmmis og ráðherra. Allir
hafa fullan skilning á málinu en
siðan ekki meir. Það gerist ná-
kvæmlega ekkert i málinu. Mér
finnst það furðuleg stefna hjá
stjórnvöldum aö veita fé og það
stórfé I hverskonar ævintýri á
sama tima sem ekki fæst króna i
þessa brúarsmíð sem þó snertir
svo mikið sjálfa undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðarinnar útgerð og
fiskvinnslu. Þetta er pðlitik sem
ég skil ekki.
Að lokum má geta þess aö hér
fyrrum var ferja yfir ósinn þar
sem fyrirhugað er að brúin komi
og sýnir það svo ekki veröur um
villst að þá þegar töldu menn það
mikils viröi að sleppa við þann
stóra krók sem Hellisheiðin er
hvað þá nú i dag eftir að höfnin i
Þorlákshöfn er orðin aðal lifæð
Suðurlandsundirlendis. —S.dór
Þaö viröast allir
sammála en...
samt gerist
ekkert i málinu,
segir Jóhanhes
Reynisson odd-
viti á Stokkseyri
Hvað hafa ráðamenn á Stokks-
eyri og Eyrarbakka gert undan-
farin ár til aö ýta á eftir brúar-
smiöi yfir öifusárós, til hverra
hefur veriö leitað og við hverja
hefur veriö talaö. Til að fræöast
um þetta var rætt viö Jóhannes
Reynisson oddvita á Stokkseyri.
,,Ég hygg að rætt hafi verið við
alla þá sem hugsanlega gætu haft
áhrif á að málinu yrði hrundið i
framkvæmd. Og við suma hefur
verið rætt marg oft. Þingmenn
okkar ráðamenn Byggðasjóðs,
ráðherra og fleiri. Og þaö er al-
veg sama við hvern er rætt allir
erusahimála um nauðsyn þess aö
brúin komi og það semfyrst en —
það gerist bara ekkert I málinu.
Þaö eina svar sem við fáum er að
um leið og Borgarfjarðarbrúar-
smiðinni sé lokið veröi hafist
handa hér. Þvi viljum við bara
ekki una. Viö viljum að það verði
hafist handa fyrr.
Hætta á fólksflótta
A meðan ekkert áþreifanlegt
gerist í málinu, liggjum viö
Jóhannes Reynisson
undirþeirri hættu að fólk flytjist
héðan til Þorlákshafnar. Fyrst
yrðu það sjómennirnir og það
hefur gerst að sjómannafjöl-
skyldur hafi flust héðan vegna
þessa og siðan myndu aðrir fylgja
á eftir, þvi að stór hætta er á að
útgerð og fiskvinnsla hætti hér ef
brúin kemur ekki. Og þegar fólk
sér ekkert áþreifanlegt gerast i
málinu er þessi hætta meiri en
ella. Um leið og byrjað verður á
framkvæmdum myndi það róa
fólk.
— Hefur orðið fólksfækkun?
— Nei það hefur ekki fækkað
fólki, heldur fjölgað á siðustu ár-
um. Til að mynda get ég nefnt að
á sl. 12 árum hefur fjölgað fólki á
Stokkseyri úr 480 manns i 600 og
það er vegna þess að hér hefur
verið sæmilega góð atvinna og
unga fólkið hefur ekki flust burt
eins og áður var. Það breytir þó
ekki hinu sem ég sagði- áðan að
héöan hafa flust fjölskyldur sjó-
manna vegna hinna erfiðu að-
stæðna sem brúarleysið veldur.
En þessi f jölgun sýnir að fólk vill
búa hér og ég er viss um það að
hér væri míklu fleiribúar en nú er
ef brú yfir ölfusárósa væri til
staðar.
Við höfum alltaf litið svo á, að
eftir að Þorlákshöfn var gerð að
landshöfn og hætt var við hafnar-
gerð á Stokkseyri og Ey^arbakka
ogokkur gertað nota Þorlákshöfn
að brú yfir ósinn væri i raun hluti
af framkvæmdunum i Þorláks-
höfnogég veit að það eru fleiri en
við sem leggjum sama skilning i
þetta mál. Höfnin hér á Stokks-
eyri og raunará Eyrarbakka lika
erekki annað en löndunaraðstaða
fyrir minni báta yfir sumar-
mánuðina. Það er að visu hægt
fyrir allt að 60-70 tonna báta að
komast hingað inn yfir veturinn
en þeir eiga það alltaf á hættu að
komast ekki út aftur og meðan
svo er munu bátar að sjálfsögðu
frekar leita til Þorlákshafnar.
Vissulega hefur mest verið rætt
um brúarsmiöina útfrá hagsmun-
um sjávarútvegsins sem eðlilegt
er. En nú er nýútkominn skýrsla
um alla þá ótal möguleika til
iðnaðar, sem Arborgarsvæðið
hefur og þegar hefur verið
myndað hlutafélag til aö vinna að
undirbúningi iðnaöar hér á Ar-
borgarsvæðinu. Miklar likur eru
á að verksmiðjur fyrir slikan
iðnað yrðu reistar á þéttbýlis-
svæðinu kringum Selfoss, Stokks-
eyri og Eyrarbakka með tilliti til
vinnuafls. Og auðvitað yrði Þor-
lákshöfn útflutningshöfnin og þá
geta menn séð enn frekari
nauðsyn þess að hefjast handa
með smiði brúar yfir ölfusárósa.
— Þú sagöir áðan að allir sem
þið hefðuð rætt við væru sammála
um nauðsyn þess að byggja brú
yfir ósinn en hvar leynist þá and-
staða sem kemur i veg fyrir aö
framkvæmdir hefjist?
Mig grunar að sú andstaða sem
hefur orðið til þess að ekki hefur
verið hafist handa enn sé frá
þingmönnum af Norður og
Austurlandi. Þeir berjast fyrir
brúarsmiði i sinum kjördæmum
og hafa oft á tiðum staðiö sig vel i
þeim efnum en að þvi er mér og
fleirum finnst á okkar kostnaö.
Þetta er alla vega min skoðun á
þeim seinagangi sem einkennir
þetta mál.
Það urðu skaðar á bátum á
Eyrarbakka 1975 og nú hér á
Stokkseyri I vetur og mönnum
þykir mælirinn þegar orðinn full-
ur og ég get fullvissað þig um það
að við munum hefjast handa af
tvöföldum krafti nú þegar þing
kemur saman að koma þessu
nauðsynjamáli af stað og fá fram
meira en loforðin tóm.
—S.dór
Hér er unnið að þvl að losa um hræ eins af þeim bátum sem eyðilögöust i Stokkseyrarhöfn á dögunum
Svona var ástandiö eftlr flóðln mikiu á Stokkseyri f vetur,
ónýtir (Ljósm. -eik-)
fjórlr bátar lágu uppá þurru landi, seunilega allir
Mikil gróska í ullaridnadi ullariðnaði 1977
F ramleiðniaukning
krefst stærri eininga
Nú eru starfandi hér á landi 15
prjónastofur, sem framleiöa til
útflutnings, og fjölgaði prjóna-
stofum um tvær á árinu 1977.
Þetta kemur fram i nýútkomnu
fréttabréfi Ctflutningsmiöstöðv-
ar iðnaðarins. Stærð þessara
prjónastofa er ákaflega mismun-
andi og eru þær með allt frá einni
prjónavél upp I rúmlega 20
prjónavélar. Pólarprjón á
Blönduósi og Hekla á Akureyri
hafa flestar prjónavélar. Allar
prjónastofurnar reka jafnframt
saumadeild. Auk þess eru 12 fyr-
irtæki, sem eingöngu reka
saumastofur sem byggja mikið á
útflutningi og fjölgaði þeim um
þrjár á sl. ári. Vitað er nú um fyr-
irhugaða stofnun nýrrar prjóna-
stofu og tveggja nýrra sauma-
stofa.
t fréttabréfinu segir, að ekki
fari á milli mála að ekki hefði
veriö unnt að auka útflutning um
50% á siöastliönu ári ef ekki hefði
komiö til mikil afkastaaukning.
Hins vegar megi velta þvi fyrir
sér, hvort fjölgun prjóna- og
saumastofa sé æskileg frá sjónar-
miBi heildarinnar. Framundan
séu mikil átök um framleiðni-
aukningu og bætt gæði, en hvoru-
tveggja krefjist aukinnar sér-
þekkingar. Hins vegar byggist
sérþekking seint upp þar sem
framkvæmdastjórinn hafi fram-
kvæmdastjórnina sem aukastarf,
verkstjórinn hafi litla reynslu og
enn minni völd og prjónamaður-
inn hafi ekki orðið neinnar starfs-
þjálfunar aönjótandi. Þvl miöur
einkennist nýju fyrirtækin allt of
oft af þessu.
Enn fremur segir I fréttabréf-
inu, að margt bendi til þess, að til
þess að unnt sé að knýja fraa
framleiðniaukningu þurfi stærri
einingar, a.m.k. sé það reynslan 1
Evrópu.
öllum ber saman um að
markaösútlitiö 1978 sé gott, en
varla er unnt að gera ráö fyrir
meiri hækkun á erlendum mark-
aöi en 10%. Nú stendur ullariðn
aöurinn frammi fyrir vanda
vegna launahækkana, hækkana á
bandi og ef áframhaldandi
gengissig veröur. „Og um það
skal engu spáð hvernig stjórnvöld
munu bregöast við honum, en hitt
er augljóst, aö þau fyrirtæki sem
geta knúiö fram verulega fram-
leiðniaukningu og um leið bætt
gæði standa betur aö vigi i þess-
um bardaga en hin sem geta það
ekki”, segir. aö lokum um ullar-
iönaðinn i fréttabréfinu.
—eös
Ylirlit yfir útflutning helstu flokka vetjar- og lataiinaðar 1971-1977
Tölur í tonnum og hlutdeild hvers flokks i heildarmagnTTMagn fyrirdesember 1977 er áætlaö)
1. Prjónavörur úr ull aöallega
2. Ullarteppi
3. Ullarlopi og ullarband
4. Annaö (aðallega ytrifatnaöur nema prjónafatnaður)
Teskeidin, Stalín og
Margrét aftur á sviö
Nú upp úr áramótunum
hefjast á ný sýningar i
Þjóðleikhúsinu á þeim
leikritum, sem i sýningu
voru f yrir jól,en legið haf a
niðri vegna jólasýningar
innar á Hnotubrjótnum.
A Litla sviðinu verður fyrsta
sýningin á Fröken Margréti
þriðjudagskvöldið 3. janúar og sú
næsta 5. janúar. Þetta brasiiiska
leikrit um kennslukonuna Mar-
gréti hefur vakið verðskuldaða
athygli og leikur Herdisar Þor-
valdsdóttur i eina hlutverki sýn-
ingarinnar hlotið mikiö lof. Upp-
selt hefur veriö á allar sýningar
verksins til þessa. Leikstjóri er
Benedikt Arnason.
A Stóra sviðinu verður leikrit
Vésteins Lúðvikssonar, Stalin er
ekki hér,sýnt miðvikudagskvöldið
4. janúar, en leikritið hlaut af-
bragösgóða dóma og undirtektir.
Leikstjóri er Sigmundur Orn Arn-
grimssoi\ en i hlutverkunum eru
Rúrik Haraldsson, Bryndis
Pétursdóttir, Anna Kristin Arn-
grfmsdóttir, Steinunn Jóhannes-
dóttir, Sigurður Sigurjónsson og
Sigurður Skúlason.
Leikrit Kjartans Ragnars-
sonar, Týnda teskeiðin, verður
sýnt fimmtudagskvöldið 5. janúar
og er það 24. sýning verksins.
Mikil aðsókn hefur verið að leik-
ritinu i allt haust,enda hlaut það
hinar bestu viðtökur gagnrýn-
enda. Leikstjóri er Briet Héðins-
dóttir. Þær breytingar verða nú á
hlutverkaskipan, aö Sigurður
Skúlason tekur viö hlutverki
Randvers Þorlákssonar, en aðrir
leikendur eru Róbert Arnfinns-
son, Sigriður Þorvaldsdóttir,
Þóra Friðriksdóttir, Gisli Al-
freðsson, Guörún Þ. Stephensen,
Flosi ólafsson, Lilja Þórisdóttir
og Jón Gunnarsson.