Þjóðviljinn - 04.01.1978, Side 16

Þjóðviljinn - 04.01.1978, Side 16
DWÐVIUINN Mibvikudagur 4. janúar 1978 Aðalsimi Þjóöviljans er 8l'3S3 kl. 9-20 mártudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og áunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, > 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Skattrannsóknarstjóri: eftir frekari rannsókn á einstaka reikningum I bankanum i krafti þessa úrskurðar. Alfs voru islenskir reikningar i Finansbanken 81 talsins. Þar af var einn reikningur þeg- ar i rannsókn hjá islenskum Framhald á bls. 14. á grundvelli dómsúrskurðar frá í desember sem heimilar skattyfirvöldum að rekja feril reikninganna Rikisskattstjóri hefur enn ekki sent út fyrirspurnarbréf tii þeirra, sem eiga gjaldeyrisreikn- inga i Danmörku og upplýsingar bárust um rétt fyrir jólin. Garðar Valdimarsson, skatt- rannsóknastjóri, sagöi I samtali viö Þjóöviljann i gær, að þessir viöbótarreikningar væru i tveim- ur bönkum utan Kaupmanna- hafnar; þeir væru fáir og upp- hæðirnar óverulegar miðað við það sem var i Finansbanken. Heildarupphæð og fjölda reikn- inganna vildi skattrannsókna- stjóri ekki gefa upp að svo stöddu. Danska „Bank 77” aðgerðin náði til 45000 reikninga i bönkum viðs vegar um Danmörku, en.Fin- ansbanken var rannsakaður sér- staklega, þar sem bankinn hefur auglýst mjög hagstæð kjör gegn ákveðinni bindingu inneigna. 1 desember féll i Kaupmanna- höfn dómsúrskurður, sem heimil- ar skattyfirvöldum þar að rekja hvern reikning fyrir sig i Finans- banken, þ.e. að athuga hverjir hafa lagt inn á reikninginn og hverjir hafa tekið út af honum. Fjölmargir aðilar, sérstaklega Sviar, hafa neitað að eiga reikn- inga sem eru merktir þeim i Fin- ansbanken, og mun þessi úr- skurður verða til þess að hægt verður að kanna hver raunveru- legur eigandi reikninganna er. Skattrannsóknastjóri sagði i gær, að hann hefði þegar leitað Enn er fundað um fisk- verðið yfirnefndir virdast eiga í miklum erfiðleikum aö komast aö niður- stöðu ,,Ég þori engu að spá um það hvenær nýtt fiskverð kemur, það var fundur i gær og annar verður á morgun, þetta viröist ætla að verða óvenjulega erfitt að þessu sinni”, sagði Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, en hann er formaður yfirnefndar um fiskverð, sem, eins og kunnugt er, virðist eiga i miklum erfiðleikum með að ná samkoinulagi um nýtt fiskverð. Jón sagði að sem betur fer hefði málið aðeins mjakast, eða réttara sagt skýrst nokkuð undanfarna daga, en hann sagðist ekki þora að timasetja það hvenær nýtt fiskverð kemur. Mjög svipaða sögu sagði Olafur Daviðsson, en hann er formaður yfirnefndar um nýtt loðnuverð. Þar er fundað daglega, en Ólafur vildi engu spá um hvenær verðið kæmi. Þjóðviljinn hefur það eftir öðr- um heimildum, að erfiðleikar yf- irnefndar um loðnuverðið stafi af öðrum orsökum en hinnar nefnd- arinnar. Varðandi loðnuna er hagur allra sem nálægt henni koma talinn vera góður, en þar vill verðjöfnunarsjóður hafa sitt og þar stendur hnifurinn i kúnni. Hjá yfirnefndinni sem fjallar um fiskverðið eru erfiðleikarnir aftur á móti þeir, að fiskkaupendur segjast vera á kúpunni og ekkert geta borgað. Vandamálin stafa sum sé annarsvegar af fátækt,en hinsvegar af rikidæmi. — S.dór m I ig m vte ® ... s... ■ í.;! fg§£ r v c' mStmBm “v IV ■ «p 8S STt01 Stt Happdrætti má haga á marga vegu. Hata fáa háa vinninga eöa marga smaerri sem koma sér þó vei. Viö höllumst aö þeirri skipan. En féllum þó í freistni aö bjöða Mercedez Benz 250 - aö verðmæti yfir 5 milljónir króna - sem aukavinning i júni. Og heila og hálfa mitljón sem hæstu vinninga í hverjum mánuði. En alls eru vinn- ingar 18.750 og falla á fjórða hvern miða i ár. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvaö i þvi að fjölga happadögum sínum í ár. Happdrættisáriö 1978 - Happaárið þitt? Leitar frekari upplýsinga um reikningana í Danmörku

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.