Þjóðviljinn - 06.01.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 06.01.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Herstöðva- sinnar á undanhaldi - Þeir sem gerast talsmenn aronskunnar opinberlega hampa þvi gjarnan að herinn sé ekki hér á landi til þess að vernda ísland og íslendinga, heldur til þess að vernda Bandarikin og Bandarikjamenn fyrir árásum andstæðinganna. Þessir að- ilar benda gjarnan á það að Bandarikja- her hafi ekki á neinn hátt veitt íslending- um aðstoð þegar ráðist var á islensk fiski- skip i islenskri landhelgi i þorskastriðun- um. Á þessum forsendum telja þessir aðil- ar augljóst að Bandarikjamenn eigi að borga fyrir dvölina hér. Nú er það öllum ljóst hvaða afstöðu Þjóðviljinn hefur til gjaldtöku af hernum: Þar er um að ræða hörðustu andstöðu, en viðurkenning her- námssinnanna á þýðingarleysi hersins til þess að verja ísland og íslendinga er engu að siður ákaflega athyglisverð. Hinn armur hernámssinnanna hefur aftur á móti bent á, að hættan af herset- unni með leigugjaldi sé svo mikil að rétt- ara sé að láta herinn fara en að samþykkja leigugjald. Hefur einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins i utanrikismálanefnd alþingis, Guðmundur H. Garðarsson,sagt i blaðagrein að hættan af leigugjaldstöku af hernum sé i raun meiri en af Rússum, — að hættan af Aron, Albert og Gunnari Thoroddsen sé meiri en hættan af Rúss- um. Þessi yfirlýsing þingmanns Sjálf- stæðisflokksins og formanns NATO-vina- félagsins hér á landi er ákaflega athyglis- verð, vegna þess að til þessa hefur ekki mátt heyrast á það minnst i herðbúðum ihaldsins að nokkur hætta væri geigvæn- legri en hugsanleg árás Rússa og þar af leiðandi gæti það aldrei komið til greina að herinn mætti fara héðan af landinu. Það er þvi ljóst að innan Sjálfstæðis- flokksins — sem er aðalforsprakki her- stöðvastefnunnar frá upphafi — grafa um sig vaxandi efasemdir um réttmæti og nauðsyn hersetunnar. í þessu sambandi má einnig minna á, að fyrrverandi for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna benti á það i blaðagrein ekki alls fyrir löngu að nú væri um að ræða nýja tækni i hernaði öllum sem gjörbreytti viðhorfum frá þvi sem var þegar herinn kom hingað á þeirri forsendu að ófriður væri i Kóreu, — enda hafa jafnvel Bandarikjamenn nú sjálfir talið ástæðu til þess að endurskoða herstöðvastefnu sina i Kóreu. Herstöðvasinnar Sjálfstæðisfíokksins eru að viðurkenna einn af öðrum mikil- vægi þess að endurskoða herstöðva- samninginn við Bandarikin, en innan hinna hernámsflokkanna, Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins, er einnig að finna fjölmarga, sem leggja áherslu á nauðsyn þess að herinn fari úr landinu. Alþýðubandalagið er eini stjórnmála- flokkurinn sem algerlega heill og óhikað berst fyrir úrsögn íslands úr Atlantshafs- bandalaginu og brottför bandariska her- námsliðsins. Alþýðubandalagið hefur ekki og mun ekki láta af meginstefnu sinni i þessum efnum — blaður um afsláttar- stefnu af hálfu Alþýðubandalagsins i her- stöðvamálinu er annað hvort heimska eða visvitandi rangfærslur. Ástæðan til þess að þvi sést haldið fram á stundum að Alþýðubandalagið láti af stefnu sinni i herstöðvamálinu er sú að óskhyggjan nær stundum yfirhendinni i hinum pólitisku orðræðum herstöðvasinna á íslandi. Og það er vissulega heitasta ósk herstöðva- sinna að Alþýðubandalagið slái af stefnu sinni. Sérstaklega telja þeir þetta mikil- vægt nú, vegna þess að þeir vilja gjarnan skapa sér átyllu til þess að leita samstarfs við Alþýðubandalagið um önnur stjórnar- málefni. Þeir gera sér ljóst að þjóðfélag- inu verður ekki stjómað án samráðs við Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfing- una. Þessi staðreynd er vissulega mikil- væg — en. hún breytir á engan hátt grund- vallarafstöðu Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið berst eitt islenskra stjórnmálaflokka fyrir sósialisma, mál- stað verkalýðshreyfingar og islensku þjóðfrelsi. Alþýðubandalagið lætur ekki stefnumál sin af hendi; baráttu þess verð- ur haldið áfram. Alþýðubandalagið og all- ir islenskir sósialistar munu leggja áherslu á baráttuna fyrir úrsögn úr NATO og brottför hersins framvegis sem hingað til. Þeir herstöðvasinnar sem láta ósk- hyggjuna ná tökum á sér geta vissulega skemmt sér við pólitiska loftfimleika; með þvi breyta þeir engu. Þeim væri nær að lita i eigin barm—eins og margt bendir til að núorðið sé tiðkað i röðum þeirra — jafnvel i innsta valdahring Sjálfstæðis- flokksins. í spegli dropans I Þjóðviljanum f gær er sagt frá athyglisverðu hlutafélagi, Dropanum hf. Formaður hluta- félagsins Dropans er yfirmaöur ábyrgðadeildar Landsbankans sem gistir um þessar mundir húsnæöi réttargæslunnar eins og kunnugt er. Hann þarf þó hvergi að óttast um sitt pund.þvi að gjaldkeri Dropans, Emanúel Morthens, einn af fjármálafor- stjórum Alþýðuflokksins, sinnir störfum hjá Dropanum ennþá. 1 spegli Dropans má einnig sjá að flestir stjórnarmennirnir eru úr Læonsklúbbnum Nirði. Þar er einvalalið samankomiö, eins og við var að búast. Ritstjóri Visis: Situr hann inni með vitneskju um dropann? Dropinn sem holar steininn Einn félagsmanna í Læons- klúbbnum Nirði kom við sögu i ávlsanamálinu sem einnig er I athugun hins hraðvirka réttar- kerfis. Þarna er borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Björgvin Guð- mundsson. Sem betur fer er rit- stjóri Vfsis, Olafur Ragnarsson, einnig félagsmaður i Nirði: von- andi birtast bráðum viötöl f Visi viö aðstandendur dropans sem nú holar innan Steininn. Dropinn fyllir mœlinn Ekki trúir undirritaöur ööru en yfirmaður Ölafs Ragnars- sonar ritstjóra, Þórir Jónsson i Ford, samþykki að Ólafur skoöi dropann. Þórir er nefnilega lika i þessum Læonsklúbbi, Nirði. Þar er semsé valinn maður I hverju rúmi. Þar eru auk þeirra sem hér hafa veriö taldir fjöl- margir kaupmenn, stórkaup- menn, framkvæmdastjórar, áð ógleymdum lögfræðingunum, sem eru að sjálfsögðu flestir hrl. og hdl. og svo eru þarna llka löggiltir endurskoðendur. Með slika sveit sér við hlið er ekki að undra að menn geti áratugum saman iðkað undarlegar æfing- ar á hengiflugi réttvisinnar. Væri ekki ófróölegt að Ólafur Ragnarsson birti viðtöl viö alla þá limi Læonsklúbbsins sem best eru kunnugir þvi hvaða dropi það var sem fyllti mælinn. Framfarir i blaðamennsku Blaðamennsku á Islandi hefur stórlega farið fram. Nú er farið fint i sakirnar og heimsmanns- lega að þvi staöið að koma á- róðrinum á framfæri. Ein- hverntima hefðu Morgunblaöið og Alþýðublaðiö hreinlega logið þvi upp á Þjóöviljann að hann væri farinn aö fá rúblur hjá No- vosti fyrir að gefa út „Fréttir frá Sovétrikjunum ” hálfsmán- aðarlega. Enda þótt áöurnefnd blöð beri meiri virðingu fyrir sannleikan- um en áður, finna blaðamenn þeirra samt enn hjá sér hvöt til þess aö ýja að hugsanlegum tengslum við Þjóðviljann með útvöldu orðalagi. ARH i Alþýðublaöinu fer svona að: „Blaöamenn AB gerðu stfu Þjóöviljans I Blaðaprenti heim- sókn i gær, en þar var friður flokkur þjóna prentlistarinnar að hefja umbrot á fyrstu siðum blaösins...”(Frétta frá Sovét- rikjunum.) „Ómerkingur” I Morgunblaö- inu segir á hinn bóginn: ...... að um siðustu áramót hóf sovéska fréttastofan Novosty útgáfu á ritinu „Fréttir frá Sovétrikjunum” sem áætlað er að komi út aðra hverja viku I sama broti og Þjóðviljinn....” Og aftur er vikið að þessum útlitseiginleikum hins nýja blaðs: ...... að þessi breyting „Frétta frá Sovétríkjunum” úr tímarits- formi yfir i 16 siðna Þjóðvilia- brot væri ekkert einangrað fyr- irbæri hér á landi....” Skólabókardæmi um litun frétta ~ Þeim er svo sem ekki of gott vinum okkar á hinum blöðunum aö striða Þjóðviljanum svolltið. En hér er ágætt dæmi um dómsmAlaraðúneytio hefur nú fengið til umsagnar frá utanríkisráðuneytinu það mál hvort erlendu ríki sé heimilt að gefa út hér á landi rit f dagblaðsformi. Astæðurn- ar fyrir þcssu eru, að um síð- ustu áramðt hóf sovézka frétta- stofan Novosty útgáfu á ritunu „Fréttir frá Sovétríkjunum“, sem áætlað er að komi út aðra hverja viku í sama broti og Þjóðviljinn og verði hverju sinni 16 síður, í stað þess að áður voru þessar fréttir gefnar út í tímaritsformi einu sinni f mánuði. „Það sem um er að ræða í þessu er :ð meta ákvæði laga um prentrétt", sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu er Morgun- blaðið innti hann frétta, af þessu máli. „En við erum það fevÖCÖB HALUOÓRS JUAXNESS f iSOVEl ■ jHIKJUNUM 6LEÐILE(ÍT \ VÁH I Forsíða hins nýja blaðs „Frétt- ir frá Sovétríkjunum". hvernig hægt er að lita fréttir meö oröavali og hálfsannleika. Það er semsagt allur sann- leikurinn i málinu að öll dag- blööin sem Blaðprent prentar eru I sama broti. Og raunar öll blöö sem smiðjan prentar. Þvi eru Sovétfréttir lika i VIsis- og Timabroti. Og það sem meira er um vert: Sovétfréttir eru I Morgunblaðsbroti,því að það er I sama broti og önnur dagblöð. Hugsanlega er þó sú árátta að nefna það brot sem öll islensk dagblöð eru brotin i Þjóðvilja- brot sprottin af einskærri virð- ingu fyrir yfirburðum blaðsins. Það er svona svipað og þegar timariti eru sögð vera I Skirnis- broti.Okkar er heiðurinn, ef svo er. í Blaðaprentieru blöð brotin um i þeirri stiu sem laus er hverju sinni,og enga ábyrgö bar Þjóðviljinn á einhverjum áróð- urssnepli Sjálfstæðisflokksins sem brotinn var um i hans stiu á dögunum. En lesendur Morgunblaðsins og Alþýðublaösins sitja eftir með þá ákveðnu tilfinningu aö eitthvað hafi Þjóðviljinn aö gera með útgáfu sovéska áróðurs- ritsins. Sem auövitað er fjarri sanni. Þegar farið veröur.aö kenna blaöamennsku hér á landi mætti vel nota þetta sem dæmi um lit- un frétta, til varnaðar eöa eftir- breytni eftir atvikum. Það er um að gera aö kunna fagiö. —s. — ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.