Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1978 Um veidímál í V opnafirdi Sú mikla umræða sem fram hefur fariB á siðustu árum um laxveiði, veiði i vötnum, eignar- ráö yfir landinu og umhverfis- mál, hefur stundum freistað min að stinga niður penna og ræða opinskátt um þessi mál, útfrá reynslu, sem orðin er æöi löng. Oftar en hitt hefur þó umræða þessi verið á það „lágu plani” að hún hefur, þegar betur var aö gáð, ekki freistað til andsvara, og á hin bóginn stóð ég i þeim eldi miðjum, sem fylgir þvi að fjalla um laxveiðimál, og þvi ekki ástæða til að færa út kviarnar. Fyrir nokkru hætti ég formennsku hjá Veiðifélagi Hofs- ár I Vopnafirði, enda oröinn land- laus maður eins og flestir borgar- búar. Þar með er lokið afskiptum minum af veiðimálum aö mestu, þó að ég eigi ósagt mitt siöasta orð á þeim vettvangi, sem ég hef fórnaö meiri tima en nokkru öðru ólaunuöu starfi. Upphaf stangveiöi i Hofsá, hófst upp úr aldamótum, og veiddi Stefán Eiriksson, hinn odd- hagi, þar jafnan er hann hafði sumardvöl á Fossi. Veiðar fóru hinsvegar fram á þann veg, að dregið var fyrir I þeim hyljum, sem höfðu góðan botn, nokkrum sinnum á sumri, en ýmsir bændur sinntu þeim veiðum ekki, svo að laxinn átti griöland á stórum svæöum og ofveiöi óþekkt á laxi og silungi. Voru þó hundruð kilóa iöulega tekin úr einum og sama hyl I veiðiferð. Fyrir og eftir 1930 dvöldust nokkrir Englendingar við laxveiöar á Burstarfelli lungann úr sumrinu, komu liklega 5 eða 6 sumur i röð. Sfðan féllu stang- veiðar niður aö mestu þar til nokkru eftir strið, en þá fóru sam- göngur að batna smátt og smátt, og bændur, sem land áttu að aðal laxveiðisvæðinu, fóru þá að leigja einstakiingum laxveiði fyrir hlægilegt verð. Rétt um sama leiti tók Stangveiðifélag Borgar- ness meirihlutann af veiðisvæð- inu á leigu nokkur sumur. Siðan slitnaði upp úr samningum þegar leigan átti að hækka um þrjú eöa fjögur þúsund yfir sumarið. Strax upp úr 1950 var ljóst hver þróunin mundi verða ef ekki yröi tekið i taumana. Þeir sem besta aðstöðu höfðu, þ.e. land áttu að bestu veiðisvæðunum gátu leigt, hinir ekki, enginn var ábyrgur gagnvart heildinni fyrir meðferö viðskiptavina sinna á ánni. Um þaö leiti sem ég var aö hefja búskap, 1951 og 52, var reynt aö sameina alla bændur, sem land áttu að Hofsá, um stofn- un veiöifélags. Ég heimsótti flesta bændur og ræddi viö þá um þetta nauösynjamál, að allir fengju sanngjarna hlutdeild i þeim verðmætum, sem áin gæti gefið af sér i framtiðinni, ef ábyrg stjórn stæöi vörö um hana, rækt- aði, verndaöi og bætti. Það hafði nokkur áhrif á þetta brölt okkar, að þegar ég dvaldi I Skotlandi nokkru áður, eða ’48, kynntist ég þeim mikla árangri sem þar hafði náðst i veiðimál- um, jafnvel að gera smásprænur að veiðiám. Þótti mér þó sem aö- staða okkar væri allt önnur og betri, eftir þvi sem ég leit til vatnsfalla þar. Þó að bændur tækju erindi okk- ar, sem að þessu stóðumvel, allflestir, komu upp tvennskonar sjónarmið sem slógu vopnin úr höndum okkar, annarsvegar áhugaleysi og vonleysi þeirra, sem aldrei höföu haft veiðitekjur eða veiði úr ánni, um að þeirra hlutur gæti nokkurntima orðið einhver, og hinsvegar afstaða þeirra sem töldu sig báðum fótum I jötu standa og hlut sinn versna ef i fleiri staði yrði deilt. A þessu strandaöi stofnun veiðifélags meö meiru, sem hér skal ekki tiundaö, og þar með hófst nær 15 ára óheillaþróun, sem endaði með hruni laxastofns- ins, en stofnun veiöifélags á rúst- um, sem ég sagði i einhverri skýrslu, að likst hefðu samblandi af orustuvelli og svinastiu. Sem dæmi um þaö má geta þess, aö fyrir stofnun veiðifélagsins, dældu skotglaðir veiðimenn úr langdrægum rifflum á flöskur og brúsa, sem stillt var upp meðfram ánni. Ær og lömb fund- ust með snoppu eða haus fastan i dósum eða fötum, eða afskorna eða særða fætur i bein, eftir nylongirni ta.m.k. sex tilfelli, en eftir félagsstofnun ekkert). Um drykkjuskap, hegðun og afbrot skal ekki rætt að sinni, en á þess- um árum fékkst þvi miður, tákn- rænt dæmi um, hvað stundum gerist ef hinn „landlausi bæjar- búi” fær ábyrgðarlaust og óáreittur að haga sér eftir eigin geðþótta úti i náttúrinni. Þaö skal hins vegar undirstrik- aö að öll okkar kynni og samskipti við meginhluta bæja- og borgar- búa hafa verið meö ágætum og sárt er að vita hve fáir geta miklu spillt. En þetta var lika táknrænt dæmi um, hvað gerist, ef bændur standa ekki vörð um eignarrétt sinn. Þá færa ágengir menn sig upp á skaftið og halda að sérleyf- ist. Þetta 10 — 15 ára timabil fyrir stofnun Veiðifélags Hofsár, I febr. 1976., voru allar laxárnar i Vopnafirði, fjórar að tölu, ofveiddar og jafnvel gjöreyddar. I tveimur tilfellunum kom stane- veiðifélagið Flúðir á Akureyri mjög við sögu (Höfsá og Selá),’en Reykvikingar I hinum tveimur (Vesturdalsá og Sunnudalsá). Ekki væri ófróðlegt að athuga i samhengi, samskipti Flúða- manna á Akureyri og stiórnar Veiðifélags Hofsár, annarsvegar, og Rafveitu Akureyrar og Laxárbænda hinsvegar, bæöi málin komust i brennipunkt á sama timaskeiði, og I báöum til- fellum ætlaði aðallinn á Akureyri að taka sér húsbóndavald meö frekju og tillitsleysi, en brýndi að lokum deigt járn til stáls. Frá Vopnafirði Siðustu 6 — 7 árin fyrir stofnun veiðifélagsins, stóð aðal-Hruna- dansinn, og fyrsta áriö, sem veiðifélagið starfaöi má vera með i tölunni, þvi það ár héldu Flúða- menn verulegum hluta af ánni, en létu illa að stjórn. Framkoma þeirra sjálfra dæmdi þá úr leik og klögumál þeirra og rógur um mig og „Skotann” og stjórn Veiðifélags Hofsár sem hefur veriö eitt aðalmáliö á velflestum fundum Landssambands stang- veiðimanna allar götur siöan ’69, marklaus. Þessi klögumál hafa lika riðiö húsum i ráðuneytum og innan „Kerfisins” slöan haustið ’67 og eru þvi eitt þessara sér- stæðu islensku dæma, þar sem sökudólgarnir eru sækjendur og opinberir ákærendur, en hvorki vitni eða verjendur eru til kvadd- ir. Arið 1962 kom til min norðan úr Mývatnssveit, Brian Booth, og veiddi nokkra daga hjá okkur Jóni Haraldssyni á Einarsstöð- um, en við leigðum þá út sam- eiginlega eina og hálfa stöng, en Flúðir á Akureyri höfðu þá stærstan hluta árinnar. Upp frá þvi varð hann fastur viðskipta- vinur næstu sumur, og tók sér einu sinni vetursetu þarna hjá okkur i dalnum. Margt siðkvöldið sat hann á tali við mig og sagði mér þá ekki einungis fyrir hvern- ig Hofsá væri aö fara, heldur hvað væri til ráða, auk þess sem hann fræddi mig um þá hluti sem siðar urðu kunnir eftir útkomu bókar- innar: „Raddir vorsins þagna”. Var hann ólatur að eggja mig á að snúast til varnar fyrst meö þvi að fækka stöngum um helming og stofna siðan veiðifélag. Hann fylgdist með hrygningu i ánni flest haust eftir 1963 og spáöi þvi að 1968 yröi áin nær eyðilögö. Það sumar varö veiðin 170 laxar, en þar með var hjólinu snúið við. I febrúar 1967 var Veiöifélag Hofsár stofnað, og gekk það ekki fyrirhafnarlaust, m.a. sendu Flúöamenn tvo stjórnarmenn sina á stofnfund Veiðifélags Hofsár! Upphaflega flaug af staö lögmaður félagsins til þess að mæta á stofnfundinum. Af ein- hverjum ástæöum sneri vélin við, en lögmaöurinn átti eftir aö láta til sin taka siöar. Eftir mikið samningaþóf, leigði hið nýstofnaða Veiðifélag, Flúða- mönnum þann hluta árinnar, sem þeir höf.ðu haft til eins árs, eöa sumariö 1967. Booth hafði áfram þann hluta, sem hann haföi haft á leigú undanfarandi sumur, en aö- ilar urðu að falla fra' forleigurétti, sem þeir höfðu samið um við landeigendur. Flúðir urðu auk þess að framselja Veiöifélagi Hofsár samning, er félagið hafði gert viö prestinn á Hofi, til loka veiöitimans 1968. Það sem Flúöamönnum gekk verst aö sætta sig við, voru þær veiðitakmarkanir og reglur, sem hiö nýstofnaða félag setti og gilda enn i dag. Er ég hafði afskipti af þeim þetta sumar vegna brota sem ég stóö þá aö, voru svörin gjarnan þau, að „þessar reglur væru svo heimskulegar aö þær væru ekki til annars en brjóta þær”. Svipuð voru viöbrögð þeirra er við fækkuðum stöngum meö aðstoð Veiðimálastjóra áður en Veiöifélagið var stofnaö. Haustið 1967 auglýstum við Hofsá og Sunnudalsá til leigu og var auglýsing þar um birt I þrem- ur dagblööum og Rikisútvarpinu. Ekkert innlent tilboö barst, aö- eins tilboð frá Brian Booth, og á grundvelli þess var samiö til 7 ára. Fiúðamenn sendu mér hins- vegar bréf, þar sem þeir tóku skýrt fram aö þeir treystu sér ekki til að senda tilboð I ána „vegna takmarkana á veiöitima og tækjum, sem ekki tlðkast I sambærilegum ám,” eins og segir i bréfinu. Enn þann dag i dag undrast lávaröarnir hjá Flúöum að þeirra „tilboð” skyldi ekki vera virt svars, en þvi eina alvöru tilboði, sem barst, tekið, og þetta hafa þeir gert aö eilifðarmáli hjá L.S., Landssambandi Stangveiöi- manna og innan „kerfisins”, eins og áður sagði. Satt aö segja sá ég aldrei neitt I bréfinu, sem gaf til- efni til andsvars frá mér. Hver meöalglöggur maöur, með þau kynni sem ég var búinn aö fá af þessum málum, gat þó Iesiö milli linanna töluverða sögu, einkum eftir að þeir hófu tilraunir til að eyðileggja þann samning sem við gerðum og undirskrifuöum. Bréf þeirra bauö upp á aðeins einn kost og þann einn, að stjórn Veiöi- félagsins létti af öllum sinum ný- settu veiöitakmörkunum og regl- um, og þá voru þeir til „viðtals um sanngjarnt verö fyrir ána! Mér hefur verið tjáð, aö ræður lögmanns Flúða á Akureyri, hafi vakiö þvllika hrifningu hjá stang- veiöimönnum á fundum L.S., þar sem hann reiddi svipu réttlætisins að formanni Veiðifélags Hofsár, og fyrrum Teigsbónda (fjar- stöddum), að oftlega heföi verið skorað á hann að láta sérprenta plaggið öðrum til viðvörunar og valdhöfum til upplýsingar. Liklega er það hógværöin tóm sem hefur aftrað höfundi frá þessu, en entist þó ekki til aö koma i veg fyrir að úrdráttur úr ræðu hans birtist i „Veiðimaður- inn”, 95. tbl. 1975, ásamt skýrslu frá aðalfundi L.S. 1974. Þetta blað hef ég við hendina, en þó að leitað sé með logandi ljósi er varla hægt að segja að eitt einasta atriði sé sannleikanum samkvæmt, þó hefur hann rétt eftir úr innihaldi tveggja bréfa sem nokkrir bændur I Vopnafirði voru fengnir til aö undirskrifa og send voru landbúnaöarráðuneyt- inu, enda mun höfundarrétturinn lögmanninum ekki óviökomandi. Bréf þessi voru mótmæli gegn þvi aö viðkomandi ráðuneyti löggiltú nýgerðan samning viö Brian Booth, á þeim forsendum að roö- sáraveiki, sem þá hafði geysað á Bretlandseyjum um skeið, bærist til landsins með veiöitækjum og vatnsklæðum veiðimanna. Fljótt á litið virðist hér hafa verið á ferðinni búmannleg var- hygli, en þegar þess er gætt að meðan Brian og gestir hans og Flúðamenn veiddu hlið við hlið i Hofsá, þá var allt I lagi og enn- fremur aö breskir veiöimenn veiddu i öðrum ám, en þegar hann var orðinn leigutaki var um að gera aö blása þessa smithættu út, fá samninginn ógiltan og þar með átti veiöifélagið engra kosta völ, nema þá semja við Flúða- menn. Niðurstaða í fjórum liðum Bændur sinni vardstödunni 1. Veiöimál yröu fljótt I algjöru öngþveiti ef eignarréttur á bú- jöröum (og veiöivötnum) væri tekinn úr höndum þess fólks sem leggur það á sig að þreyja þorrann og Góuna úti um hinar dreiföu byggöir. Fólk sem kemur til aö dvelja nokkra sumardaga við veiðivötn, tekur ekki að sér þá varðstöðu sem þarf. Kunnara er en frá þurfi að segja hvern hug menn bera til þess sem rikisins er. 2. Veiðifélög bændanna eða Land- samband veiöifélaga ættu ein að annast útleigu til stangveiði- manna erlendra og innlendra studd af Veiðimálastofnuninni, landbúnaöarráðuneyti og dómsvaldi. 3, Peningafurstar úr bæjum og borg eiga engan frumburðar- rétt ósóttan i sveitir landsins. Þeir eða þeirra forfeður hösluðu sér völl og komu ár sinni fyrir borð þar sem trúaö er á steinsteypu, hlutabréf og vixla. Leiga þeirra á laxveiði- ám og enáursala á veiðileyfum hækkar verðið og býður heim gjaldeyrisbraski. 4. Bændur veröa að gjöra sér bet- ur ljóst en nú er hverjir standa meö þeim I sambandi við veiði- mál og hver er þeirra brjóst- vörn. Með góðri samvinnu viö Veiöimálastofnunina er auövelt að halda áfram þeirri uppbygg- ingu sem þarf til þess að allir sem vilja veiða og viröa leik- reglur eigi þess auðveldlega kost aö njóta þess unaðar sem veiðivötnin okkar veita öllum þeim sem njóta kunna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.