Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 11

Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 11
Föstudagur 6. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Sigruöu þá léttilega með 20 mörkum gegn 16. Gísli Blöndal skoraði 9 mörk Þaö var ekki rishár leik- ur Vals og Víkings í Reyk javíkur mótinu í handknattleik sem háöur var í Laugardalshöllinni. Mikið um byrjendavitleys- ur/og er greinilegt að jóla- steikin ef ekki áramótin sitja ennþá í flestum leik- mönnum liðanna. Leiknum lauk með sigri Vals sem skoraði 20 mörk gegn aðeins 16 mörkum Víkings. Staðan í leikhléi var 10:10. Á undan leik Vals og Vik- ings fór fram úrslitaleikur Fram og Vals um Reykja- vikurmeistaratitilinn, og þar varð Fram öruggur sigurvegari — sigraði með 11 mörkum gegn 3. Greini- legt að Fram á mjög efni- legu 3. flokks liði á að skipa. En það er leikur Vals og Vik- ings sem ætlunin er að fjalla um. Það var Fylkisleikmaðurinn Steinar Birgisson sem skoraði fyrsta markið fyrir Vikinga, en i kjölfarið fylgdu þrjú mörk frá Valsmönnum. Og áfram héldu Valsmenn. Þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður var staðan orðin 7:3. Þá var eins og að Vikingar vöknuðu fyrst til lifsins, og tókst þeim eins og áður sagði að jafna fyrir leikhlé 10:10. Jón Pétur Jónsson skoraði fyrsta mark siðari hálfleiks og kom Valsmönnum yfir 11:10. Vik- ingar komust siðan i 12:11 með mörium frá þeim Steinari og Páli Björgvinssyni. En er hér var komið sögu tóku Valsmennirnir mikinn kipp, og þegar siðari hálf- leikur var hálfnaður var staðan orðið 16:13 fyrir Val og úrslit leiksins ráðin. Vikingar náðu ekki að minnka forskot Valsmanna, og leiknum lauk eins og áður sagði með sigri Vals 20:16. Bestu menn Vals að þessu sinni voru þeir Gisli Blöndal, Björn Björnsson og markvörðurinn Brynjar Kvaran. Var Gisli frisk- ur i fyrri hálfleik, en slappaðist heldur er liða tók að lokum leiks- ins. Brynjar varði mark Vals með ágætum i gærkvöldi, og er greini- legt að Valsmenn eru að eignast enn einn frábæran markvörð. Björn skoraði nokkur falleg mörk. Vikingar voru allir frekar dauf- ir i þessum leik, enginn einn skar- aði fram úr. MöHK VALS: Gisli Blöndal 9 3v., Björn Björnsson 5, Jón Pétur 2, Þorbjörn Jensson 2, Bjarni Jóns- son Karl Jónsson eitt mark hver. MÖRK VÍKINGS: Páll Björg- vinsson 5,eitt viti, Ólafur Jónsson 4, Steinar Birgisson 4, Jón Sig- urðsson 2, Magnús Sigurðsson eitt mark. Leikinn dæmdu þeir Kjartan Steinback og Kristján örn Ingi- bergsson og gerðu þeir það vel. — SK. INNIFALIÐ: Flug, rútuferöir. gisting, morgunverður og aðgöngumiöar á alla leikina BEINT FLUG til Arósa og heim frá Kaupmannahöfn. Dletmar Schmidt sést ú þessarrl mynd taka viö verölaunum fyrlr sinn 100. landsleik fyrir A-Þýskaland. Hann er leikmaöur meö a-þýska liöinu ASK Vorwerts sem oft hefur leikiö hér. Björn Björnsson lék vel fyrir Val i gærkvöldi. Hann sést hér svifa inn úr horninu og skora glæsilega. íþróttamad- ur ársins 1977 kosinn Iþróttamaður ársins hefur veriö kosinn. Veröa úrslit kosningar- innar kunngerö I hófi sem iþrótta- fréttamcnn efna til aö Hótei Loft- leiðum i dag. Þaö eru allir Iþróttafréttaritarar dagblaöanna auk útvarps og sjónvarps sem kosningarétt höföu. — SK. Tveir leikir í körfunni Tveir leikir verða háðir I Is- landsmótinu í körfuknattleik I Hagaskóla um þessa helgi. Leik- irnir fara báðir fram á laugardag og leika þá fyrst 1R og Þór og síð- an strax á eftir Ármann og Fram. Leikirnir hefjast kl. 14. Allt verða þetta hörkuleikir þar sem öll þessi lið keppast um aö ná sæti i „súperligunni” sem leikið verður i á næsta ári. í henni eiga rétt til keppni sex lið. Báðir leikirnir ættu að geta orð- ið hörkuspennandi og er næsta út- séð um möguleika á „súperlig- unni” hjá þvi liði sem tapar i leik IR og Þórs. Ef Armenningar ná ekki stigi gegn Fram má telja möguleika þeirra á veru i „super- ligunni” á næsta ári úr sögunni. — SK. FRAMARAR SIGRUÐU Reykjavikurmótið i innanhúss- knattspyrnu var háð á miðviku- dagskvöldið i Laugardalshöll. Eftir mikla og mjög harða keppni voru það Fram og KR sem léku til úrslita. Lauk leiknum með jafn- teflieftir venjulegan leiktima en i framlengingunni sem var 2x4 minútur skoraði hvort liö tvö mörk pg enn var þvi jafnt 6:6. Framarar höfðu fengið gullið tækifæri til að ná forystu i leikn- um þegar jafnt var, en þá misnot- uðu þeir vitaspyrnu. Orslit leikjanna urðu annars / KR-Vfkingur Þróttur-Leiknir Valur-Fylkir 6:6 14:2 8:4 þessi: Armann-Fram 2:8 Vikingur-Leiknir 10:2 Fram-Fylkir 10:3 Þróttur-KR 6:9 Valur-Armann 9:5 KR-Leiknir 11:5 Valur-Fram 3:7 Vikingur-Þróttur 6:7 Fylkir-Armann 7:2 'í Samvinnuferöir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 W JW Hópferð á heims- meistaramótið i handknattieik Z£j3 26. janúar til 5. febrúar VERÐ KR. 98.100 Reykjavíkurmótid í handknattleik Valsmenn fóru létt meö Vlking

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.