Þjóðviljinn - 28.01.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.01.1978, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. janúar 1978. AF RÓGMASKÍNU Það er víst ekki ofsögum sagt að við lif um á vélaöld. Allt virðist ganga fyrir vélum, nema ef vera kynni ástarlifið, og segja sumir að aðeins sé fímaspursmál hvenær það verði vél- vætt. Engin amboð eru lengur til í sveitum. Orf og Ijáir eru sláttuvélar, hrífur eru rakstr- arvélar. Dráttarvélar hafa leyst hestinn af hólmi, en húsmóðurina uppþvottavélar, strau- vélar, hrærivélar, bónvélar, þvottavélar, kaffivélar, prjónavélar, saumavélar og skóburstunarvélar, en húsbóndann og rak- hnífinn rakvélar, og svona mætti lengi telja. Margir eru þeirrar skoðunar að vélaöldin haf i i raun og veru haf ist með iðnbyltingunni, en það er nú ekki alveg rétt, þvi ein er sú vél sem verið hef ur í brúkun f rá öróf i alda, en það er hin svokallaða „rógmaskina". Sú vél hefur oft komið mörgum að góðum notum í lifsbar- áttunni, en henni hafa löngum stjórnað ,,vond- ir menn með véi og þras". Rógmaskínan er alltaf í mikilli brúkun, enda hefur almenningur í landinu greiðan að- gang að vélinni og notar sér það óspart, og þá mest til gamans og yndisauka í fábreytileika lifsins, en notadrjúg getur hún einnig orðið í sumum tilfellum, eins og dæmin sanna. Allar vélar ganga fyrir einhverju eldsneyti, — bensíni olíu, kolum, rafmagni, en rógmaskín- an gengur fyrir níði, rógi, söguburði, slúðri og alls kyns rósamáli og er smurð með ekki ómerkari oliu en lyginni. Eins og aðrar vélar á rógmaskínan það til að hitna við mikla notkun, og er mér næst að halda að hún haf i verið glóandi að undanförnu hérlendis, enda hefur hún verið gernýtt bæði til gagns og gamans. Nú er svo komið að menn þora varla að láta það vitnast að þeir séu bankamenn, eða opin- berir starfsmenn i ábyrgðarstöðum, af ótta við að vera stimplaðir þjófar, þó þeir séu það svo sannarlega ekki nærri því allir. Tvö eru þau fyrirbrigði sem öðrum fremur gætu orðið til þess að rógmaskínan bræddi úr sér, en það eru prestkosningar og prófkjör. Mér er nær að halda að illmælgi, rógur og níð eigi drjúgan þátt i úrslitum flestra prest- kosninga hérlendis, og er ekki fráleitt að láta sér detta í hug að hans hátign Kölski stjórni þar ferðinni af sinni alkunnu ratvísi. Ef sann- ur væri helmingurinn af þvi sem sagt hefur verið í mín eyru um vissa klerka af stuðnings- mönnum og konum annarra klerka, væru í klerkastétt slik úrþvætti að óhætt væri að reikna með að öll hersingin færi beint til Helvitis ásamt hyski sinu þegar það loksins geispaði golunni. Guði sé lof að maður veit betur. En þó að rógmaskinan sé æði notadrjúg í prestkosningum, hef ur hún eftir því sem næst verður komist hálfu meira notagildi í því til- tölulega nýja fyrirbrigði í þjóðmálunum, sem nef nt hef ur verið próf kjör. í villtustu f antasíu hefði mann aldrei getað órað fyrir því, hvílíkt samansafn af skíthælum rógmaskínan telur þá vera, sem gefa kost á sér til þingsetu og annarrar þeirrar setu, sem ætluð er til almannaheilla. Þá er rógvélin sannarlega rækilega mötuð á óhróðri, bækmælgi, rógi og níði um andstæðinginn, og maskínan sér um að koma öllu margmögnuðu til skila. Þannig voru innan Framsóknarflokksins tilreiddar í rógmaskínuna sögur um formann þingflokks Framsóknarmanna, ritstjóra Tímans, formann utanríkismálanefndar og útvarps- ráðs og sölumeistara umf ramverðmæta varn- arliðsins. Opinberlega var frá því skýrt í blöð- um að staðið væri á siðkvöldum f yrir utan öld- urhús og horft á kynþroska smástelpur þegar þær væru að koma út, og blásaklausum manni stungið inn f yrir eitthvað, sem enginn fékk að vita hvað var, fyrr en rógmaskínan hafði knú- ið vefstól lyginnar að því marki að einhver litríkasti lygavefur síðari ára var fullofinn í allri sinni dýrð. Rógmaskínan hafði gengið samkvæmt áætlun. Tveir valinkunnir fram- sóknarmenn kolféllu í prófkjöri. í Sjálfstæðis- f lokknum skaust Albert uppfyrir Geir, eftir að búið var að Ijúga því um hinn siðarnefnda að hann hefði eiginhagsmuna að gæta, en fyrir Alþýðuf lokkinn framleiddi apparatið svo kjarnmikinn óþverra að hann er ekki eftir hafandi í jafn penu blaði og Þjóðviljinn er. Hún er nef nilega ekki svo galin heilræðavís- an, sem framsóknarmaðurinn orti eftir að úr- slit prófkosninganna voru kunn: Hafir þú í hyggju aö halda fylgi þinu, hættu ekki á að hætta á þaö aö hafana i rógmaskínu. Flosi Baráttuskemmtun á Hallærisplaninu í dag kl. 14.00 I dag kl. 14.00 skorum við á alla Reykvikinga að mótmæla þeirri óhæfu að rífa niður meginhluta gamla miðbæjarins. Á borgarstjórnarf undi nk. fimmtudag verður tekin ákvörðun um hvort rifa skuli ellefu timburhús austan við Aðalstræti. Mótmælum harðlega! Fundarstjóri: Pétur Gunnarsson rithöfundur Á dagskrá baráttu- skemmtunarinnar verður eftirf arandi: Hornaflokkur leikur Kór Menntaskólans viö Hamrahliö syngur Pétur Gunnarsson rithöfundur verður fundarstjóri. Leiklistarskólanemar flytja leikþátt Spilverk þjóöanna syngur og leikur Harmonikuleikur Fjöldasöngur Heitt te verður fram reitt Ávörp: Hjörleifur Stefánsson arkitekf Þorvaldur Friðriksson háskólanemi Guðrún Helgadóttir menntaskólanemi Ölafur Gíslason ibúi i Vík Þorgeir Þorgeirsson rithöf undur Ávörpin verða mjög Fundurinn verður fyrir framan Hótel Vlk sem er eitt þeirra húsa sem á að rifa. stutt og er áætiað að sam- koman standi í rúman klukkutíma. Fundurinn verður eins skemmtileg- ur og miðbærinn á að vera. Reynist nauðsyn- legt vegna veðurs, verður reynt að fá inni fyrir samkomuna og verður það þá auglýst i hádegis- útvarpi í dag. Undirbúningsnefndin. Spilverk þjóðanna syngur og leikur Kór Menntaskólans við Hamrahlið syngur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.