Þjóðviljinn - 28.01.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 28. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Gísli Gunnarsson um stöðu sænsku stjcmarinnar:
_______' __________________________________ 1.0
Sundurlyndi 1 kjarnorkumálum
en ósennilegt að sænsku borgaraflokkarnir
hœtti á að rjúfa stjórnarsamvinnuna
26/1 frá Gisla Gunnarssyni,
fréttaritara Þjóöviljans i Lundi:
Sundurlyndi sænsku
stjórnarf lokkanna út af
kjarnorkumálunum er nú
mjög til umræðu og er
jafnvel talað um hættu á
því að stjórnin segi af sér
þessvegna. Það má þó
teljast allólíklegt, því að
fall stjórnarinnar áður en
kjörtímabilið er útrunnið
yrði gífurlegt áfall fyrir
borgaraf lokkana, og
myndi það verða þeim til
trafala í áratugi. Það yrði
lagt út þannig, að borgara-
flokkarnir hefðu sýnt og
sannað að þeir gætu ekki
stjórnað saman.
6 kjarnorkuver
30% raforkunnar
Astæðan til þess að þetta er
mjög til umræðu núna er
aukinn þrýstingur frá ýmsum
aðilum um að stjórnin taki upp
virka stefnu i sambandi
við kjarnorkuna. Nú þegar eru
i Sviþjóð sex raforkuver knú-
in kjarnorku, og sjá þau Svi-
um fyrir 30% raforku þeirrar
er þeir nota. Eitt kjarnorkuver i
viðbót er næstum tilbúið til notk-
unar, en það fæst ekki tekið i
notkun vegna sundurþykkju
stjórnarflokkanna. Haldið er
Gisli Gunnarsson
13 kjarnorkuver i Sviþjóð. Þjóö-
flokkurinn dregur pinulitið i land
frá þessu og leggur til að verin
verði „aðeins” tólf, en Miöflokk-
urinn hefur alls enga áætlun i
þessum málum enn. Hið eina,
sem flokkurinn byggir á i kjarn-
orkumálunum er að i hita kosn-
ingabaráttunnar lofaði núverandi
forsætisráðherra Thorbjörn
Falldin, að öll kjarnorka yröi
horfin úr Sviþjóð 1985, en flokkur-
inn hefur aldrei gert neina áætlun
um hvernig þetta skuli fram-
kvæmast. Þó benda niðurstöður
skoðanakannana til þess, að
borgaraflokkarnir hafi einmitt
unnið kosningarnar á þessari
, .kjarnorkusprengingu ’ ’ Falldins.
fulltrúar Miöflokksins og
Kommúniska vinstriflokksins
sammála um niðurstöður. Þær
eru á þá lund, að eins og sakir
standa sé ekki hægt að hafa
minna en tiu kjarnorkuver i
Sviþjóð.
Krafa um 20 kjarnorkuver
1 öðru lagi settu iðnrekenda-
sambandiö og verslunarráðið i
Stokkhólmi i dag fram kröfu um
aö alls yrðu 20 kjarnorkuver höfð
i landinu. Bakvið þetta liggur að
það fyrirtæki, sem framleiðir
mest i sambandi við atómiðn-
aðinn, ASEA, á i vaxandi erfið-
leikum vegna tvistiganda rikis-
stjórnarinnar. Fulltrúar atvinnu-
rekenda sjálfra vikja að visu
engu neikvæðu orði að stjórninni,
sem sýnir hvað þeir styðja hana
eindregið, og á það einnig við um
forráðamenn ASEA, en þeir láta
samtök verkamanna við ASEA
segja þeim mun meira.
80% úrans er í Svíþjóð.
Eitt mál i viðbót hefur mjög
komist i umræður um þetta und-
anfarið, en það er sú staðreynd að
ljóst þykir að 80% alls úrans, sem
fundist hefur i jörðu i Vestur-
Evrópu, er i Sviþjóð, aöallega i
fögrum skóga- og akuryrkjuhér-
uðum i landinu miöju. Lengi hef-
ur verið vitað um þetta úran, en
það hefur meir og meir komist á
dagskrá undanfarið vegna skorts
á úrani i heiminum. Umhverfis-
verndarmenn hafa ærnar ástæður
til að setja sig upp á móti vinnslu
Ströyers dagbok
Ströyer i Dagens Nyheter teiknar þessa mynd I tilefni ákvörðunar
stjórnarinnar að leyfa byggingu kjarnorkuvers nr. 2 i Barseback. Að
baki eru plaköt miðflokksins, þar sem stendur: Kjarnorkan — Nei
á úrani þessu, þvi að ljóst er að
vinnslan myndi hafa i för með sér
gifurlegar umhverfisskemmdir.
Stjórnin er klofin i þessu máli á
sama hátt og um kjarnorkuverin.
En stjórnin er nýbúin aö semja
um eitt stórlánið enn erlendis, og
eitt helsta tromp hennar til þess
að fá þetta lán var að benda á
sænska úranið. Þannig að um leið
og rikisstjórnin getur ekki gert
upp við sig hvort finna skuli úran-
ið eður ei, tekur hún stórlán út á
það.
Stefnuvandi stjórnarinnar
Það segir sig sjálft aö fyrir
stjórnina er mikil nauðsyn að
koma sér niður á stefnu i þessum
málum. Ef Falldin fellst á stefnu
hinna stjórnarflokkanna, svikur
hann kosningaloforðin um að út-
rýmingu kjarnorkuvera. Með þvi
móti myndi hann fæla marga frá
Miðflokknum og jafnvel sprengja
hann. Æskulýðssamtök flokksins
eru þannig þegar i uppreisn gegn
flokknum út af þvi, aö ekkert hef-
ur enn verið gert til aö stöðva
kjarnorkuna.
Annar kosturinn er að sprengja
stjórnina, en óliklegt er að það
verði gert af fyrrgreindum
ástæðum. Þriðji kosturinn er að
setja málið i nýja nefnd, og ef hún
skilaði áliti of fljótt, þá að setja
það i eina nefndina enn. Þannig
yrði reynt að draga málið á lang-
inn fram yfir kosningarnar 1979.
Þetta er liklega illskásti kostur-
inn fyrir stjórnina. Fresturinn
myndi að visu gera efnahagsmál-
in erfiöari viðfangs, auk þess sem
Framhald á bls. 7.
BEÐIÐ EFTIR HVERJU? heitir þessi mynd þar sem Olof Palme
biður glaðhlakkalega eftir þvi að tjaldið veröi dregið frá. Að tjaldabaki
er rikisstjórnin i togstreytu um kjarnorkumálin áöur en leiksýningin
hefst.
áfram byggingu þriggja kjarn-
orkuvera i viðbót. Byrjað var á
þeim framkvæmdum i stjórnartið
sósialdemókrata, og byggingu
þeirra er haldiö áfram á þeim
forsendum, að það myndi kosta
rikiö offjár að rjúfa samningana
við hlutaðeigandi verktaka. En
flestir ganga aö þvi sem gefnu að
taka eigi þessi ver i notkun fyrr
eða siðar, þótt Miðflokkurinn,
sem fer meö stjórnarforustuna,
segi annað.
Ákvörðun '75
— 13 kjarhorkuver
Samkvæmt áætlun samþykktri
1975 með atkvæðum sósialdemó-
krata og fhaldsflokksins og hálf-
gerðum stuðningi Þjóðarflokks-
ins var ákveðiö að alls skuli vera
Miðf lokkurinn
einangraður
Kommúniski vinstriflokkurinn
(VPK) er allra flokka eindregn-
astur á móti kjarnorkunni, en tel-
ur útilokað að hún geti veriö horf-
in úr landi fyrr en 1990 i fyrsta
lagi. Þessi flokkur er eini aöilinn,
sem lagt hefur fram áætlun i
smáatriðum um það, hvernig
kjarnorkuverin skuli lögö niður.
Upp á siðkastið hefur einkum
tvennt verið uppi á teningnum.
Eftir kosningarnar var skipuð
nefnd með fulltrúum fiokkanna
fimm, atvinnurekendum, verka-
lýðssambandinu og sérfræðing-
um, sem valdir voru með hliðsjón
af þvi að þeir voru á móti kjarn-
orkunni. Nefndin skilaði áliti
nýlega, og voru allir nema
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
Haraldur
Kjartan
ólafur Ragnar
Stefán
Hvað er í húfi?
Hvað er framundan?
ísafjörður — Súgandaf j örður
Almennir stjórnmálafundir
Almennir stjórnmálaf undir
verða haldnir i Góðtemplarahús-
inu á isafirði laugardaginn 4.
febrúar klukkan 5 síðdegis og í
Félagsheimiiinu Súgandafirði
sunnudaginn 5. febrúar klukkan 4
síðdegis.
Málshef jendur á fundinum á ísa-
firði verða: Haraldur Steinþórs-
son/ framkvæmdastjóri BSRB,
Kjartan Olafsson, ritstjóri og
Ólafur Ragnar Grímsson,
prófessor.
Málshef jendur á fundinum i Súg-
andafirði verða:
Kjartan Ölafsson, ritstjóri og
Stefán Jónsson, alþingismaður.
Stuttar framsöguræður— Fyrir-
spurnir og frjálsar umræður
Á fundunum verður m.a.
rætt um úrræði Alþýðu-
bandalagsins i efnahags-
málum, um yfirvofandi
árásir ríkisstjórnarinnar
og flokka hennará launa-
kjör almennings og varn-
irgegn þeim árásum, um
íslenska atvinnustefnu
Alþýðubandalagsins og
um orsakir fjármála-
spillingarinnar í íslensku
þjóðfélagi.
Fundirnir eru
öllum opnir