Þjóðviljinn - 31.01.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 31.01.1978, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. janúar 1978. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni félagsins, Aðalbirni Benedikts- syni, Hvammstanga eða Baldvin Einars- syni starfsmannastjóra Sambandsins, sem gefa nánari upplýsingar, fyrir 20. febrúar n.k. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Reykt sild ISLENSK MATVÆLI H/F HAFNARFIRÐI Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Gjöf lóns Sigurðssonar Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar hefur til ráð- stöfunar á árinu 1978 3.1 milj. kr. Samkvæmt reglum skal verja fénu til',,verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita”. Heimilt er og að „verja fé til viðurkenn- ingar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vis- indarit i smiðum.” öll skulu rit þessi „lúta að sögu ís- lands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum.” Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Sú breyting hefur orðið á, að i stað menntamálaráuðneytis hefur forsætisráðuneytið tekið að sér vörslu sjóðsins. Skulu umsóknir stilaðar til verðlaunanefndar, en sendar forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsi, fyrir 20. mars n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit i smiðum. Reykjavik, i janúarmánuði 1978. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Gils Guðmundsson Magnús Már Lárusson Þór Vilhjálmsson Stýrimannafélag Islands heldur félagsfund að Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Félagsmál Stjórnin. Frá Borgarfiröi eystra: Framtíð byggðarlags- ins veltur á höfninni j — Hér er norðaustan átt og snjókoma og leiðin til Héraðs, Vatnsskarðið, lokuð, sagði séra Sverrir Haraldsson sóknar- prestur i Borgarfirði eystra við Landpóst, er þeir ræddust við s.l. miðvikudag. Samgöngur — Einu samgöngurnar, sem við höfum i raun og veru er flug- ið, bætti séra Sverrir við. Það er flogið hingað frá Egilsstöðum einu sinni á dag, þegar fært er. Flugið i vetur hefur gengið vel en mér finnst þeir ansi djarfir, flogið stundum, að þvi er leik- manni sýnist, i tvisýnu en þetta eru öruggir menn. Flugið er að sjálfsögðu ákaflega mikið not- að. Gert er ráð fyrir þvi að opna Vatnsskarðið tvisvar i mánuði en það er nú ekki alltaf gert ef útlitið er slæmt. Nú nýlega var það opnað en lokaðist strax aft- ur. Skip sjást varla hér. Þau fara framhjá. Það er hrein hending ef það kemur annað hvort Esjan eða Heklan, nánast tilviljun. Veðurfar Hér hefur ekki verið, venju fremur, snjóþungt i vetur en tið afskaplega umhleypingasöm. Það hafa jú komið byljir en um- hleypingarnir hafa verið ó- venjumiklir. Það er ekki stund- inni lengur sama veður, ýmist norðan með snjókomu, vestan- rok og svo sunnanrigning. Eng- in beit. Féð er alveg á gjöf. Engin atvinna Atvinna er hér engin, eins og Sverrir Haraldsson er. Menn, sem fara á vertið, eru farnir eða að búast til ferðar. Þeir eru alltaf nokkrir, sem það gera, en fer fækkandi. Annars er þetta alveg dauður timi hér um þetta leyti, hvað atvinnulifið áhrærir. Og það lifnar naumast yfir þvi fyrr en þeir fara að búa sig á grásleppuveiðarnar i vor. Hér er engin föst vinna. Venju- lega hafa nú einhver hús verið i smiðum en þau eru engin núna. Ibúar i byggðinni eru um 240 og skiptast nokkuð jafnt milli sveitar og þorps. Fólki fer alltaf heldur fækkandi Hafnleysiö Það er höfnin, sem okkur vantar, þvi hér byggist allt á sjónum. Ef höfn kæmi hér þá hefði þessi f jörður ekkert minna að bjóða en firðirnir hérna i kring. En ég held að allt sé i ó- vissu með höfnina eftir eyði- legginguna þarna i vetur. Það hefur ekkert verið lagfært af þvi, sem þá gekk úr skorðum. Verði ekkert að gert i þessum efnum þá er það algjört rothögg á byggðina hér. Ýmsir voru farnir að byggja sina framtið á varanlegri og góðri höfn, sem við töldum okkur sjá hilla undir. Menn voru bjartsýnir og bátun- um var farið að fjölga. Skóli og félagslíf Við höfum hér barnaskóla, 1. og 2. bekk i skyldunáminu. En okkur vantar 3. bekkinn. Aftur á móti hefur gengið hálf skrikkjótt með kennarana. Þó læt ég það vera i vetur. Við er- um búnir að hafa sama skóla- stjóra i þrjá vetur. En það hefur alltaf skipt um kennara á hverju hausti, en hér er einn fastur kennari með skólastjóranum og svo stundakennari eitthvað smávegis. Við höfum aldrei fengið réttindamann sem fasta- kennara. Einu sinni höfðum við ágætan mann, Ólaf vitavörð i Svalvogum. Hann var prýðileg- ur og mikil eftirsjá að honum. Félagslif er hér nú ekki mikið. Þó er hér ungmennafélag, kven- félag og leikfélag, sem sýndu Skjaldhamra Jónasar i vetur. Skólastjórinn okkar, Einar Þor- bergsson, sá um leikstjórnina. —sh/mhg Perlusteinsvinnsla í Borgarfirði Fyrir um það bil 28 árum kom fram hugmynd um hvort ekki mætti vinna efni úr perlusteini hérlendis. Málið lá i dvala að mestu þar til i tið siðustu vinstri stjórnar. Þá skipaði Magnús Kjartans- son, þáverandi iðnaðarráð- herra, svokallaða gosefnanefnd, sem kanna skyldi möguleika á að vinna verðmæti úr islenskum gosefnum til iðnaðar innan- lands. Þar með var vinnsla á perlusteini aftur komin fram i dagsljósið. Iðnþróunarstofnun hefur siðan, ásamt gosefna- nefnd, unnið að rannsóknum á perlusteini og vinnslu hans. Einnig hafa tilraunir þar um verið gerðar i Sementsverk- smiðju rikisins. Þegar þessi mál tóku að skyr- ast vaknaði m.a. áhugi i Borg- arfirði fyrir að hefja vinnslu á perlusteini. Stofnað var hlutafé- lagið „Prestahnjúkur” i þeim tilgangi. Stofnendur eru allflest sveitarfélög i Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum nofðan Skarðs- heiðar, ásamt fyrirtækjum og einstaklingum. Hér má einnig geta þess, að stofnuð hafa verið félög á Akranesi og i Hveragerði i sama tilgangi og er ætlunin að um samstarf verði að ræða milli þessara þriggja aðila að vissum þáttum. M.a. er að þvi stefnt, að reka sameiginlegt fyrirtæki, sem annaðist frumvinnslu. t þvi fyrirtæki mun „Prestahnjúkur” eiga meiri hlutann. Möguleikar á nýtingu perlu- steins eru margir. Má þar nefna útflutning á honum þurrkuðum og flokkuðum og nú þegar hafa borist nokkrar fyrirspurnir er- lendis frá um það. Einnig eru | margir möguleikar til full- vinnslu innanlands, t.d. sem einangrunarefni, i múrhúðunar- blöndu, milliveggjaeiningar, plötur samsvarandi spónaplöt- um, jarðvegsbætir, til ölgerðar, málningarframleiðslu og eru hér þó aðeins taldir upp fáir möguleikar. Fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækja, sem vinna úr perlusteini, hefur litið verið kannaður. Það, sem gerir verkefnið áhugavert er, að um er að ræða innlent hráefni, sem i flestum eða öllum tilfellum mundi leysa innfluttar vörur eða innflutt hráefni að hólmi. (Heimild: Röðull) —mhg 1400 refir - 4000 minkar Svipaður fjöldi refa var unn- inn s.l. ár og að undanförnu eða um 1400 dýr. ötullega hefur ver- ið unnið að eyðingu villiminka á árinu, sérstaklega i varplöndum og á heiðum uppi. Veiddir minkar á árinu voru um 4000 dýr eða svipuð tala og áður. Á vegum veiðistjóra hafa verið gerðar tilraunir með að fækka vargfugli með lyfjum og lofa þær tilraunir góðu. Drepnir hafa verið um 3000 fuglar á þessum tilraunaveiðum. (Heimild: Uppl. þjón. landb.). —mhg Ötullega hefur verið unnið að eyðingu minks á varplöndum. VOf Umsjón: Magnús H. Gíslason J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.