Þjóðviljinn - 17.02.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. febriíar 1978
AF KOSTULEGUM
STELLINGUM
Þegar ég var krakki f yrir hartnær hálf ri öld
stofnaði ég til kunningsskapar viðeldri mann,
sem vann í bókabúð Eimreiðarinnar (að mig
minnir) og í gegnum þennan kunningsskap
varð ég áskrifandi að merku tímariti, sem
mótaði mjög lifsskoðun mína á þessum árum
og veitti mér fróðleiksþyrstum langþráða
innsýn í þá huliðsheima, sem aðeins f róðleiks-
fús æska fær að njóta. Tímarit þetta kom út
mánaðarlega,og má með sanni segja að hver
f róðleiksmoli, sem þar var á boðstólum, haf i
verið étinn upp til agn.a, bæði af mér, sem og
vinum mínum og kunningjum, þeim sem á
annað borð höfðu öðlast sama vit og þroska og
ég.
Tímaritið hét — að mig minnir — ,,Naked
beauty", og var gef ið út af samtökum strípa-
linga í Stóra Bretlandi. Það af efni tímarits-
ins, sem einkum höfðaði til mín og framan-
greindra vina og kunningja voru myndir af
berrössuðum kellingum í alls konar stelling-
um, enda vorum við enginn okkar,þegar þarna
var komið-sögu, orðnir læsir á framandi tung-
ur. Það væri sannarlega fengur í því að ná í
eitt eða tvö eintök af þessu hálf bannaða tíma-
riti frá stríðsárunum og bera það saman við
svipaðar bókmenntir í dag,og grunar mig að
broslegt þætti nú að banna tímarit með inni-
haldi ,,Naked beauty" í því flóði litrikra bók-
mennta af þessu tagi, sem nútímamönnum í
siðmenntuðum þjóðf élögum gef st f æri á að f á
að njóta.
Ég held næstum því að kvikmyndafram-
leiðendur fyrir-stríðsáranna hafi tæplega haft
hugmyndaflug til þess að búa til bíómyndir
með berrössuðum kellingum, hvað þá köllum,
og það djarfasta sem maður sá (ef manni þá
tókst að svindla sér inn, þvi slíkt var jafnan
bannað börnum) voru æsandi slæðudansar
austurlenskra kvennjósnara, þar sem vonar-
glæta var að manni tækist ef athyglinni var
haldið vel vakandi að sjá fyrir ofan hnéð á
konunni, þegar hún snéri sér hratt,að maður
nú ekki tali um naflann. Fullvíst er þó, að
þeirra tíma siðapostular voru þeirrar skoðun-
ar að banna bæri börnum innan sextán
kvikmyndir, sem sýndu kvenmannsnaf la.
Nokkrum árum áður höfðu siðferðisyfirvöld
borgarinnar lagt bann á sýningar á revíu-
leiknum ,,Fornar dyggðir" af því að ein af
leikkonunum kom þar fram í undirkjól, án
þess að vera í nokkru utanyfir.
Já maður má sannarlega muna tímana
tvenna hvað leyfilegt siðferði varðar í bók-
menntum og öðrum listum. Á nýafstaðinni
kvikmyndahátið listahátlðar í Reykjavík var
boðið uppá röska tylft af erlendum stórmynd-
um (í fullri lengd) sem allar eru — ef marka
má orð aðstandenda hátíðarinnar — með því
merkasta sem verið er að gera i kvikmyndum
í dag. Þar fær nú mannskapurinn að sjá held-
ur betur uppf yrir hné. Með því að ég er alæta á
bíómyndir, fór ég að sjá bróðurpartinn af því,
sem á boðstólum var á nefndri kvikmynda-
hátíð/Og af því að ég hef f rá blautu barnsbeini
haft unum af því sem djarft kallast, einkum
ef það þjónar listrænum tilgangi, þá er ég
sannarlega þakklátur þeim sem gengu í það að
fá þessar myndir hingað.
Allt slúður um það að það geti ekki þjónað
listrænum tilgangi að fólk æli hvert á annað,
læt ég eins og vind um eyrun þjóta, minnugur
þess að einn listrænasti kaflinn í Eglu f jallar
einmitt um það atvik, þegar Eqill Skalla-
grímsson ældi uppí Ármóð skegg bónda heima
hjá þeim síðarnef nda. í fegurstu bókmenntum
islendinga er líka ósjaldan migið til að gef a at-
burðum lislrænt inntak. Hver man ekki eftir
Butralda brunnmíg í Gerplu Halldórs. Þó að
ég muni að vísu ekki í svipinn eftir að menn
haf i kúkað mikið á diskana sína (ég á við list-
rænt) i íslenskum bókmennntum, þá er þess að
geta, að aftan úr grárri forneskju hefur það
oft prýtt islenskar gullaldarbókmenntir, að
góðir sláttumenn skitu listrænt i slægjuna
(sbr. Magnús sálarháski). Víst er að sú athöfn
hef ur fengið aukið listrænt inntak í síðari tíma
verkum, listrænum.
Nekt og samf arir eru nú einu sinni ær og kýr
mannkynsins og tilheyra náttúrulögmálinu, en
listin gerir að vísu auknar kröfur til þessara
þátta. Það þótti til dæmis áður listrænn
áhersluauki að sýna konu á undirkjól. Nú næg-
ir ekki minna en að sýna helst uppí leggöngin á
henni. Auðvitað er fásinna að vera að banna
myndir, sem þjóna listrænum tilgangi. Þeim
sem að láta sér detta í hug að sóðalegt brölt
einhverra svokallaðra öfugugga á breiðtjald-
inu geti breytt hugmyndum okkar ungling-
anna um sjálfa ástina, get ég sagt það, að
engu er að kvíða. Ástin verður, enn sem hing-
að til, sterkasta af lið. Og til áréttingar þessum
orðum má rif ja upp þennan gamla húsgang:
Ef ég fyllist ástarþrá
æ mig langar til að sjá
klámmyndir með kellingum
i kostulegum stellingum.
Flosi.
Árbók Háskóla íslands
73-76
Arbók Háskóla islands fyrir há-
skólaárin 1973-1976, eóa nánar til-
tekið fyrir timabiliö 15. nóvember
1973 tii 15. júni 1976, er komin út.
Þetta er mikið rit sem hefur að
geyma margvislegar upplýsingar
um Háskólann og starfsemi hans.
Ritstjóri árbókarinnar er pró-
fessor Þórir Kr. Þórðarson, og
henni fylgir sérstakt fylgirit,
„Rennsli vatns um berggrunn Is-
lands”, ritgerö eftir dr. Braga
Arnason, sem ætlað er að vera
sýnishorn af rannsókar- og rit-
störfum starfsliðs Háskólans.
Gerð þessarar árbókar er á
margan hátt frábrugðin þvi, sem
áður hefur verið, enda hafa mikl-
ar breytingar orðib á starfsemi
Háskóla Isiands á undanförnum
órum.
A fundi sem haldinn var með
rektor Háskólans, forsetum hinna
einstöku deilda, stjórnendum
stofnana skólans og fréttamönn-
Lóðaúthlutun Sjálfstæössflokksins i Reykjavik
Hyllum einkaframtakið
Auðvitað eigum við að verð-
launa hugumstóra einstaklinga,
sem uppfullir eru af fram-
kvæmdahug og dug og láta ekki
smáskittiri eins og f jármálalegac
hindranir stöðva framgang sinn á
vegi veraldarkapphlaupsins um
heimsins gæði.
Borgarstjórnarmeirihlutinn i
Reykjavik hefur greinilega haft
þessi „sjálfsögöu” lýðræðis-
sjónarmið i huga er hann af-
greiddi tillögu tveggja manna
lóöanefndar um það hverjir
skyldu hljóta lóðir i Reykjavik að
byggja sér þak yfir höfuðið.
Eitt litið dæmi þessu til stað-
festingar.
Fýrirtæki er skráö hjá borgar-
fógeta og heitir hvorki meira né
minna en HORNBJARG hf. Hlut-
verk þess er að leggja rafkerfi,
sjá um götulýsingu, leggja
hcimtaugar og annast jarðvinnu
til þess aö þessi verkefni megi
vinnast. Ekkert er að sjálfsögöu
eölilegra en i þessu fyrirtæki sé
einn af stofnendum sonur raf-
veitustjóransIReykjavfk og einn
af stjórnarmönnum sonur eins af
varaborgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrverandi aðalfull-
trúa, Úlfars Þórðarsonar, augn-
læknis, þvi fyrirtækið þetta vínn-
ur aðallegaog nær eingöngu fyrir
Reykjavikurborg.
Stofnendur fyrirtækisins eru
fimm ungir menn. Þrir þeirra,
Rafn Ragnarsson, Ágúst
Ragnarsson (þeir eru bræður) og
Sveinn Úlfarsson ásamt tveimur
skólabræðrum sinum þeim Guö-
jóni Ágústssyni og Þorgeiri Ast-
valdssyni sóttu fyrir nokkru um
lóð að byggja sér hús á. Þessir
hugdjörfu ungu menn eru allir
ýmist i skóla eða hafa nýlokiö
skólanámi. Til að mynda stundar
Sveinn Úlfarsson Þórðarsonar nú
nám í Vestur-Berlin.
Nú. Nema hvað. Drengirnir
þrir úr Hornbjargi h.f. og félagar
þeirra tveir fengu úthlutað ibúða-
húsalóðum á Eiösgrandasvæði, —
en þaö var fyrir mistök, þvi einn
af starfsmönnum borgarinnar
setti umsóknir þeirra i rangan
umsóknarhlaða, —en það er önn-
ur saga. Þegar til átti að taka og
hinir velfjáðu námsmenn ætluöu
að fara að byggja kom i ljós að
geysidýrt var að byggja á
Eiðsgrandasvæðinu þvi grafa
þurfti allt að átta metra ofan á
fast. Þeir kumpánar létu þvi ekki
bjóða sér slikt byggingarland og
endumýjuðu umsóknir sinar og
vildu nú fá úthlutað lóðum þar
sem jarðvegur er grynnri.
Tveggja manna lóðanefndin og
meirihluti Sjálfstæðismanna i
borgarráði varð aö sjálfsögðu við
þessari ósk, þar sem ekki nema
svo sem f jórir borgarar sóttu um
hverjalóðsem úthluta skyldi, og
sjálfsagt fólk með 4ra- 6 her-
bergja ibúðir, stóra fjölskyldu og
fasta vinnu litt samkeppnisfært
við þá fimmmenninga um fjár-
mögnun á raðhúsabyggingu, sem
ljúka skal við á þremur árum og
kemur til meðað kosta amk. 25-28
miljónir ef byggt yrði i dag.Þvi
var ákeðið að úthluta þeim full-
hugum lóðunum númer 5-13 við
Raufarsel.
Þetta mikla og ágæta framtak
borgarstjórnarmeirihluta Sjálf-
stæðisflokksins má að sjálfsögðu
ekki rugla saman við flokkspóli-
tik eða tengja saman i þessu tilliti
nöfn Sveins úlfarssonar náms-
manns í V-Berlin og úlfars
Þórðarsonar, föður hans, vara-
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavik og heldur ekki
verktakafyritækinu Hornbja rgi
h.f. og samskiptum þess viðborg-
ina og allra sist uppbyggingu þess
firma.
Hér er einvörðungu verið að
verðlauna hugumstóra einstak-
linga á sjálfsagöan og lýðræðis-
legan hátt.
(Er það ekki annars???)
—úþ
um kynnti ritstjóri Arbókarinnar
efni hennar nokkuð.
Hann sagði m.a. að með þvi aö
hefja útgáfu Arbókar Háskóla Is-
lands i nýrri gerð vildi Háskólinn
koma til móts viö þær sjálfsögðu
óskar i þessu efni, sem almenn-
ingur hefur látið i ljós undanfarin
ár. Það væri orðið æ ljósara
hversu nauösynlegt væri, aö opin-
berar stofnanir gerðu grein fyrir
starfsemi sinni og létu almenn-
ingi i té upplýsingar um hvernig
og i hvaða tilgangi almannafé er
varið.
Til þess aö ná þessu marki eru
nú i árbókinni birtar, auk
skýrslna í hefðbundum stfl, frá-
sagnir af starfsemi deilda Há-
skólans og rannsóknastofnana
hans, skrifaðar á ljósu máli til
upplýsingar öllum almenningi.
Arbók Háskóla íslands 1973-
1976 er 343 bls. að stærð og skiptist
i 12 ki Hún hefst á inngangi
HáskólaivAtors, Guðlaugs Þor-
valdssonar, sem nefnist „Háskól-
inn og islenskt þjóðfélag”. 1 öðr-
um kafla bókarinnar eru svo birt-
ir kaflar úr ræöum rektors sem
hann hefur flutt við háskólahátið-
ir og við afhendingu prófskir-
teina. Þar er um aö ræða athygl-
isverða kynningu á vandamálum
Háskólans og þeim vonum sem
væntanlega eru við skólann
bundnir. Og á fundinum lagði
rektor sérstaka áherslu & nauð-
syn þess aö efla tengsl Háskólans
við þjóðfélagiö: við almenning,
við önnur skólastig og ekki sist
við atvinnulifið.
Viöamesti kafli árbókarinnar
er 3. kaflinn, sem nefnist „starf-
semi deilda rannsóknastofnana”.
Þar er sagt frá uppbyggingu
kennslunnar i einstökum deild-
um, rannsóknarstörfum og ann-
ari starfsemi. Kennir þar margra
grasa og merkilegra ekki sist
varöandi rannsóknarstörfin.
Þá er i bókinni kennaratal
Háskólans, töflur um fjölda stú-
denta og próf, kafli um Háskóla-
bókasafnið, birtir eru reikningar
skólans og sérkafli er um ritstörf
og fræðilega starfsemi. Siðasti
kafli bókarinnar hefur að geyma
Lög um Háskóla Islands frá 1970,
með siðari breytingum.
Þessi bók spannar meginhluta
fyrri rektorstimabils Guðlaugs
Þorvaldssonar, en þvi lauk 15.
september 1976.
Stefnt er aö þvi að næsta árbók
fjalli um tímabilið 15. júni 1976 til
15. júni 1979, þ.e. nokkurn veginn
núverand} kjörtimabiii rektors,
og komi út haustið 1979. Jafn-
framt verður unniö að þvi að
koma út árbók fyrir timabiliö
1970-1973, en næsta árbók á undan
þeirri sem nú var að koma út, er
fyrir árið 1969.
Árbókin fæst I Bókasölu stú-
denta, Félagsheimilinu við
Hringbraut og kostar 1500 krónur.
Hún er send i póstkröfu um land
allt (slmi 2 45 55).
-IGG