Þjóðviljinn - 17.02.1978, Page 3

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Page 3
Köstudagur 17. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Norrœnir menningardagar í Vestmannaeyjum í sumar Maðurinn og hafíð 1978 Meinningar- og fraeðslusam- band alþýðu hefur ásamt hlið- stæðum samtökum á Norðurlönd- um beitt sér fyrir, að haldnir verði i Vestmannaeyjum i sumar Menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks. Þessi hátið hef- ur verið nefnd „Maðurinn og haf- ið 1978”, og hefur tekist samstarf um hana við bæjarstjórn Vest- mannaeyjakaupstaðar, sjó- manna- og verkalýðsfélög i Eyj- um, atvinnurekendur þar og fjöl- marga aðila aðra. Verkalýðsfélag Borgarness upp samn- og mótmælir kjaraskerðingar- áformum ríkis- stjórnarinnar Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness var haldinn hinn 12.' febrúar s.I. 1 skýrslu stjórnar kom fram að kjaramálin voru að- alviðfangsefni félagsins á árinu 1977 og á fundinum var sam- hljóma samþykkt eftirfarandi til- laga: „Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness, haldinn 12. febrúar 1978, mótmælir harðlega þeirri harkalegu árás á frjálsan samn- ingsrétt og lifskjör launafólks, sem felst i efnahagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar. Slikar aðgerð- ir draga úr trú manna á gildí samninga og heiðarlegra vínnu- bragða stjórnvalda, sem ættu þó að vera til fyrirmyndar og stuðla að þvf að staðið sé við gerða samninga. Fundurinn telur að verkalýðs- hreyfingin verði nú að standa ein- huga saman og hindra allar til- raunir, sem miða að þvi aö skerða þá samninga sem i gildi eru. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem nú hafa skapast samþykkir fundur- inn að segja upp öllum kaupliðum kjarasamninganna nú þegar, samanber heimild i ramma- samningnum frá 22. júni 1977.” Á árinu 1977 voru haldnir 9 fé- lagsfundir og 26 stjórnar- og trún- aðarmannaráðsfundir i Verka- lýðsfélagi Borgarness, og gefið var út fjölritað fréttabréf sem dreift var til félagsmanna. Farin var skemmtiferð til Vestmanna- eyja og tvær leikhúsferðir til Reykjavikur. Haldið var nám- skeið á vegum stéttarfélaganna i Borgarnesiog MFA um trúnaðar- manninn og samningamálin. Stjórn félagsins fyrir árið 1978 var sjálfkjörin og skipa hana: . Jón Agnar Eggertsson, formaður, Davið Sverrisson, ritari, Ingi- björg Magnúsdóttir, gjaldkeri, Baldur Jónsson fjármálaritari, Þuriður Bergsdóttir og Guö- mundur Egilsson, meðstjórnend- ur, og varaformaður er Þorgeir Guðmundsson. Aðrir i varastjórn eru Arndis F. Kristinsdóttir, vararitari, Agnar Ólafsson, varagjaldkeri, Sigurður Eiðsson varafjármálaritari og Svava Kristjánsdóttir og Anna Marla Guðbjartsdóttir varameð- stjórnendur. Menningardagarnir munu standa dagana 29. júni — 2. júli með ráðstefnu um kjör fólks i við- komandi starfsgreinum og fjöl- breyttri dagskrá, sem starfshóp- ar sem myndaðir hafa verið i Eyjum eru þegar farnir að undir- búa. Skipuð hefur verið fram- kvæmdanefnd hátiðarinnar með fulltrúum hinna ýmsu starfsaðila og eiga sæti I henni Reynir Guð- steinsson og Sigurgeir Jónsson af hálfu bæjarstjórnar; fyrir verka- lýðssamtökin i Eyjum Jón Kjart- ansson, Jóhanna Friðriksdóttir og Elias Björnsson; af hálfu at- vinnurekenda Ágúst Bergsson, Gisli R. Sigurðsson og Magnús Bjarnason; fyrir ýmis áhuga- mannafélög óg fleiri þeir Hlöðver Johnsen, Sigurgeir Scheving og Ástþór Jóhannsson, og af hálfu MFA Stefán ögmundsson og Karl Steinar Guðnason. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðin Vilborg Harðardóttir. Þetta er i fyrsta sinn sem MFA á Norðurlöndum efna til menn- ingardaga á Islandi á samnor- rænum grundvelli, en þeir hafa verið haldnir annars staðar, t.d. Járnbrautardagar i Noregi, Skógarhöggsdagar i Finnlandi og Námudagar i Sviþjóð og Noregi, og er tilgangurinn hverju sinni aö auka veg og virðingu þess fólks sem viðkomandi störf vinnur og efla skilning annarra á störfum þess og áhugamálum. Styrkur hefur fengist til menn- ingardaganna hér frá Norræna menningarmálas jóðnum. Ekki — Heldur Vegna fréttar, sem birtist I Þjóðviljanum ekki alls fyrir löngu um mismunandi verð Cannon myndavéla, sér blaðið ástæðu til að taka fram, að ekki var átt við verðlag eða verslunarhætti i versluninni Gevafoto, Austur- stræti. ARAS... á útsölu- markaðinn? Nei, sem betur fer ræður friðsemdin ennþá ríkjum, en viijirðu versla hagkvæmt væri rétt að ráðast nú þegar á vöruúrvalið á útsölumarkaði Karnabæjar Hafirðu gert góð kaup á útsölunni munt þú gera enn betri kaup núna Laugavegur 66 — 2. hæð Tískuverslun unga fólksins Útsölumarkaðurinn Laugavegi 66 — sími frá skiptiborði 28155

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.