Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. febrúar 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Stéinn Framkvsemdastjóri: Eiður Bergmann Pálsson Ritstjórar: Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Sfðumúla 6, Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Prentun: Blaðaprent hf. Arni Bergmann. Krafa dagsins — Kjarasamn- ingana í gildi Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins safnar glóðum elds að höfði sér. Framundan eru harðvitugri stéttaátök en hér hafa verið háð um langt skeið. f fyrradag lauk i Reykjavik fjölmennum formannaráðstefnum Alþýðusambands Islands og Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Á báðum ráðstefnunum voru samþykkt- ar mjög harðorðar ályktanir gegn kaup- ránsáformum rikisstjórnarinnar og boð- aðar sameiginlegar baráttuaðgerðir strax þann 1. mars til varnar kjarasamningun- um en gegn ólögum rikisstjórnarinnar. Það er mjög athyglisvert, að ekki einn einasti stuðningsmanna rikisstjórnarinn- ar innan verkalýðshreyfingarinnar hefur treyst sér til að túlka málstað hennar á formannaráðstefnunum. 1 röðum verka- lýðshreyfingarinnar rikir almennur ein- hugur um að hindra gerræðisfulla árás rikisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á lifskjörin. Til að stöðva árás rikisstjómarinnar munu öll helstu samtök launafólks i land- inu taka höndum saman á næstu dögum og vikum, og beita ef nauðsyn krefur þeim hörðustu aðgerðum, sem kostur er á. Kjarasamningana i gildi er það kjörorð, sem mótað var á formannaráðstefnu Al- þýðusambandsins. Undir þessu kjörorði mun verkafólk um land allt ganga til bar- áttunnar við niðingslega rikisstjórn braskarastéttarinnar og linna ekki fyrr en fullur sigur er unninn. Samstaða verkalýðshreyfingarinnar hefur nú þegar knúið rikisstjórnina á und- anhald. Á fundi efri deildar alþingis i gær ■gaf forsætisráðherrann þá yfirlýsingu, að rikisstjórnin hafi að sinni hætt við áformin um að taka óbeinu skattana út úr visitölu- útreikningnum. En hann tók fram að stefna rikisstjórnarinnar i málinu væri þó óbreytt. Nú þarf að reka flóttann. Enn neitar rik- isstjórnin að hvika frá áformum sinum um stórfellt kauprán og ógildingu kjara- samninga. Málið er á lokastigi á alþingi, þegar þetta er skrifað. En rikisstjórnin hefur hér ekkert ein- ræðisvald, sem hún getur notað til að svikja gerða samninga. Verkalýðshreyf- ingin er öflug á íslandi, hún getur með samtakamætti brotið þetta gerræði ráð- herra Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins á bak aftur og varið kjara- samningana. í samþykkt formannaráðstefnu Alþýðu- sambandsins, sem allir fundarmenn nema einn greiddu atkvæði,segir m.a. um árás rikisst jórnarinnar: „Samþykkt frumvarps þessa fæli i sér grófa og stórfellda kjaraskerðingu allra launþega þar sem þeir yrðu sviptir hálfum samningsbundnum verðbótum fyrir verð- lagshækkanir, sem ekki geta numið minnu en 30 — 40% frá 1. nóvember 1977 — 1. nóvember 1978, en það er það timabil, sem verðbætur yrðu skertar fyrir samkvæmt 1. grein frumvarpsins.” í samþykkt formannaráðstefnu A.S.l. segir ennfremur: ,,Þótt ekki kæmu til margvisleg fleiri atriði en að framan er greint frá, er aug- ljóst að með ráðstöfunum þessum væri hafin slik aðför að verkalýðsstéttinni og samtökum hennar að óhjákvæmilega nauðsyn bæri til að gegn henni verði snúist með öllu þvi afli, sem samtökin hafa yfir að ráða. ,,Og siðar segir: „Ráðstefnan ítrekar fyrri áskoranir verkaiýðssamtak- anna til rikisstjórnarinnar um að stöðva framgang frumvarpsins. Verði ekki orðið við þeim eindregnu tilmælum samþykkir ráðstefnan að fela miðstjórn ásamt stjórnum eða fulltrúum BSRB og FFÍ að skipuleggja sameiginlegar baráttuað- gerðir, og skal miða við, að þær hefjist 1. mars n.k., en þann dag á fyrsta kaup- skerðingin að koma til framkvæmda. All- ar skulu aðgerðir samtakanna stefna að þvi marki, að þeim ólögum, sem sett hafa verið hagsmunum og rétti launamanna til höfuðs verði i reynd eytt, þannig að kjara- og réttindaskerðingin komi ekki til fram- kvæmda og verði ekki þoluð af neinu verkalýðsfélagi né einstökum félögum þeirra. Kjörorð baráttunnar verði: Kjarasamningana í gildi!” Þetta var úr samþykkt ráðstefnu Al- þýðusambandsins, og segja má að sam- þykkt formannaráðstefnu BSRB, sem birt var á forsíðu Þjóðviljans i gær, sé mjög i sama anda. Bæði þessi stóru og voldugu stéttarsam- tök launafólksins ganga einhuga og sam- hent til baráttunnar hvert við annars hlið. Þannig mun sigur vinnast. 1 útvarpsumræðunum frá Alþingi nú i vikunni. Minnti Eðvarð Sigurðsson for- maður Dagsbrúnar á, að lægsta kaupið er nú aðeins kr. 106.000,- á mánuði fyrir fulla dagvinnu, og þetta kaup er þrátt fyr- ir ávinning kjarasamninganna i júni s.l. nær 40 þús kr. lægra yfir mánuðinn, en ef krafan um 100 þús. króna lágmarkslaun með fullum verðbótum hefði verið sam- þykkt i fyrra. Þá kröfu taldi ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, sanngjarna fyrir tæpu ári. Nú ræðst hann á kaup, sem er 40.000,- krónum lægra á mánuði. Þetta er sanngirni rikisstjórnarinnar. Þetta er réttlæti Framsóknarflokksins. Burt með rikisstjórnina. Burt með Ólaf og Geir og allt þeirra lið úr ráðherrastólun- um. —k. Hrákasmiðin Frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir er ekki bara vont efnislega, heldur er það einnig hrákasmið frá upp- hafi til enda. Magnús Torfi ölafsson lýsti þvi skilmerkilega i útvarpsum- ræðum um frumavrpið i hvaða atriðum það er frábrugðið til- lögum stjórnarfulltrúanna i verðbólgunefndinni. Augljóst var að sú vinna sem þar lá að baki hafði fullkomlega verið hunsuð.enda var verið að breyta frumvarpinu fram á siðustu stundu. Mörg dæmi hafa verið rakin um hrákasmið þessa. Það kom t.d. strax i ljós að hugmyndin um að taka óbeinu skattana út úr visitölunni um áramót hafði ekki verið hugsuð til enda. Stjórnarliðar viðurkenndu að láðst hefði að taka niðurgreiðsl- ur með i reikninginn og setja undir þann leka að hægt væri með samspili þeirra og álögum óbeinna skatta að lækka kaup i landinu eins og rikisstjórninni sýndist. r Oframk væmanlegt ákvœði önnur grein frumvarpsins er einnig fullkomin hrákasmið. Um hana sagði Eðvarð Sigurðsson i útvarpsumræðun- um: „Tilgangur þessarar greinar mun vera sá að þeir lægst laun- uðu fái hlutfallslega heldur meiri en hálfar bætur, en öll er greinin og þær skýringar, sem fram hafa komið við hana, svo óljósar og ruglingslegar að telja má þessi ákvæði óviðunandi fyrir verkafólk sem vinnur ójafnan vinnutima á tlma- og vikukaupi og jafnframt munu þessi ákvæði vera óframkvæm- anleg fyrir atvinnurekendur. Engin leið er að gefa út kaup- taxta, sem fela i sér verðbætur samkvæmt 2. grein frumvarps- ins,og hvernig á þá verkafólk að fylgjast með þvi að það fái rétt- ar greiðslur?”. O gerðu það samt Kjarni málsins er sá að þess- ar verðbætur eiga ekki að reikn- ast á einhvern ákveðinn kaup- taxta, heldur eftir á á heildar- tekjur fólks. Það eru ekki ein- ungis atvinnurekendur og full- trúar verkalýðshreyfingarinnar sem hafa lýst yfir þvi, að þetta ákvæði sé óframkvæmanlegt. Þorsteinn Geirsson, deildar- stjóri I launadeild fjármála- ráðuneytisins, gerði frumvarps- höfundum grein fyrir þvi, aö hann sæi sér ekki fært að fram- kvæma þetta ákvæði frum- varpsins. Þrátt fyrir þetta álit embættismannsins, sem á að borga rikisstarfsmönnum út samkvæmt lagaboði stjórnar- innar, er þess krafist að hann framkvæmi það dframkvæman- lega. Mikil er tilætlunarsemi rikisstjórnarinnar. Þeim er farið að förlast.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.