Þjóðviljinn - 17.02.1978, Síða 5
Föstudagur 17. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S
Samiö í
Kuldalegar eöa neikvœðar undirtektir erlendis
SALISBURY og víöar 16/2 —
Tilkynnt hefur verið að stjórn
hvitra manna i Ródesiu og þrenn
samtök þarlendra biökkumanna
hafi í meginatriðum komist að
samkomulagi um nýja stjórn-
skipan i landinu. Erlendis er
samkomulagi þessu ýmist tekið
kuldalega eða þvi er beinlinis
vísað á bug.
Johannes Vorster, forsætis-
ráðherra Suður-Afriku, hefur
einn erlendra leiðtoga fagnað
fréttinni eindregið. Joshua
Nkomo, annar leiðtoga Föður-
landsfylkingarinnar, sem stendur
að skæruhernaði gegn stjórn
hvitra manna, segir að
samkomulagið breyti engu.
Föðurlandsfylkingin átti engan
hlut að viðræðum Ródesiu-
stjórnar og blökkumannasamtak-
anna þriggja, sem að samkomu-
laginu standa. Andrew Young,
Kastast í kekki með Egyptum
og Keníumönnum
Hertaka flugvélar
hvorir fyrir ödrum
KAÍRÓ 16/2— Egyptar tóku i dag
hertaki tvær keniskar farþega-
flugvélar með um 130 farþegum
og flugliðum og neyddu egypskar
herþotur aðra þeirra til þess að
lenda á flugvellinum við Kairó.
Gerðu Egyptar þetta i hefndar-
skyni vegna þess að i gær neyddu
keniskar herflugvélar egypska
flugvél til að lenda i Keniu, á
þeim forsendum að flugvélin væri
að flytja vopn til Sómalilands og
hefði þar að auki i óleyfi flogið
yfir keniskt land.
Atvik þessi varpa nokkru ljósi á
flækjurnar i sambandi við hern-
aðarátökin á austurhorni Afriku.
Kenia er það riki i austanverðri
Afriku sem er hvað hliðhollast
Vesturveldunum, en styður þó
málstað Eþiópiu i striðinu við
Sómali. Mun þetta stafa af þvi,að
i norðausturhluta Keniu eru svæði
mestanpart byggð hirðingjum af
sómölsku þjóðerni, og gerir
Sómaliland þvi tilkall til svæða
þessara. Af þeim sökum hafa
samskipti Keniu og Sómalilands
verið miður vinsamleg.
Keniustjórn segir að egypska
flugvélin hafi verið fermd
sprengikúlum og öðru sprengiefni
og hefur gert þann farm upptæk-
an. Eþiópiustjórn hefur fyrir all-
löngu sakað Egypta um að veita
Sómölum hernaðaraðstoð, en
Sjfátótt
Hljómleíkar
HARPÓ
sunnudag 19. febr.
kl. 21.00
18 ára og eldri.
Mánudag 20. febr.
kl. 20.30
13 ára og eldri.
Miðasala i Faco.
Skifunni Hafnarfirði
Vikurbæ Keflavik
Egyptar hafa til þessa þrætt fyrir
það.
Talið er liklegt að Egyptar
muni sleppa kenisku flugvélunum
jafnskjótt og Keniumenn láta
egypsku flutningaflugvélina
lausa.
Umdeild lög
gegn
hryðjuverka-
mönnum
BONN 16/2 Reuter — Vestur-
þýska sambandsþingið
samþykkti i dag með aðeins eins
atkvæðis meirihluta stjórnar-
frumvarp um umdeðd lög, sem
ætlað er að auðvelda lögreglunni
að hafa uppi á hryðjuverkamönn-
um og hindra að þeir sleppi úr
fangeisum. Hin hægrisinnaða
stjórnarandstaða greiddi öll at-
kvæði gegn frumvarpinu, sem
hægrimenn telja að gangi ekki
nógu langt, og nokkrir vinstri-
sinnaðir þingmenn sósialdemó-
krata voru einnig á móti vegna
þessað þeir telja að i hinum nýju
lögum felist brot á þegnréttind-
um.
Samkvæmt lögunum getur lög-
regla haldið grunuðum mönnum
föngnum f allt að 12 klukkustundir
og þeim er einnig ætlað að hindra
lögfræðinga, sem grunaðir kunna
að verða um stuðning við öfga-
menn, í þvi að mæta til réttar-
halda.
Misklíð
Breta og
F æreyinga
LUNDCNUM 15/2 — Alvarleg
misklíð virðist komin upp á miili
Breta og Færeyinga út af túlkun
nýgerðs samnings Efnahags-
bandalags Evrópu og Færeyja
um veiðar á hvors annars miðum.
Heyrst hefur að Færeyingar
vilji banna Bretum veiðar á
Færeyjamiðum fram i mai i fisk-
verndunarskyni og hafi skoskum
togara þegar verið visað úr fær-
eysku landhelginni á þeim for-
sendum. Bruce Millan, Skot-
landsmálaráðherra Breta-
stjórnar, sagði i dag að breska
stjórnin hefði þegar haft sam-
band við færeysku stjórnina út af
þessu máli og einnig visaði því til
EBE. Hélt Millan þvi fram að ef
Færeyingar hyggðust bægja
breskum togurum úr fiskveiðilög-
sögu sinni, stangaðist það á við
fiskveiðisamning þeirra og EBE,
sem Bretar myndu þá telja úr
gildi fallinn.
aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, sagði að
samkomulagið gæti ekki leitt til
neins nema þess að striðið i
Ródesiu yrði einnig innbyrðis-
styrjöld svartra landsmanna.
Sovéska stjórnin hefur látið hafa
eftir sér að með samkomulaginu
sé stefnt að þvi að viðhalda
óbreyttu ástandi i Ródesiu með
nýrri forhlið.
Sagt er að i samkomulaginu sé
gert ráð fyrir að hvitir Ródesiu-
menfái einir að kjósa 28 þingm •
af 100 á fyrirhugað þing. Hvitir
landsmenn eru tæplega 270.000
talsins en blakkir um 6,8 miljónir.
1 dag var tilkynnt i Salisbury að
samningsaðilar hefðu náð sam-
komulagi i meginatriðum um
nýja skipan Rósesiuhers, sem nú
er undir stjórn hvitra manna.
Sagt er að i samkomulaginu sé
gert ráð fyrir að einhverjir af
skæruliðunum, sem berjast gegn
Ródesiustjórn, geti fengið sig
tekna i öryggisliðið, en margt er
þó óljóst um þetta atriði. Þá er
svo að heyra að þegar hinni nýju
skipan hafi verið komið á, muni
opinbert heiti landsins verða
Zimbabwe, sem lengi hefur verið
heiti blökkumanna á þvi. Þetta
nafn er dregið af rústum miklum,
sem að likindum eru minjar eftir
voldugt blökkumannariki fyrr á
tið, en heitið Ródesia, sem hvitir
menn gáfu landinu, er hinsvegar
dregið af nafni Cecil Rhodes
auðkýfings mikils sem var pott-
urinn og pannan i tiltektum Breta
er þeir lögðu landið undir sig
skömmu fyrir s.l. aldamót.
Enn hefur ekki náðst
samkomulag um skipan bráða-
birgðastjórnar, sem fara á með
völd i landinu þangað til
nýskipanin, sem gert er ráð fyrir i
samkomulaginu, kemst á, en haft
er eftir heimildum i Salisbury að
um það muni að likindum semjast
fyrir lok næstu viku.
Biireiðaskoðun
í Kópavogi
Bifreiðaskoðun i Kópavogi, sem hefst 20.
þ.m., lýkur klukkan sextán hvern dag,en
ekki kl. 16.30... eins og misritaðist i auglýs-
ingu um biíreiðaskoðun frá 8. þ.m.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboö
SIMI 53468
0
1
Starfsfólk
heimilisþ j ónustu
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
óskar að ráða starfsfólk til heimilisþjón-
ustu (ellilifeyrisþegar). Nánari upplýs-
ingar veitir forstöðumaður heimilisþjón-
ustu, Tjarnargötu 11, simi 18800.
Sffl Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
i|i Vonarstræti 4 sími 25500
Vetrarvörur
Shell!
Sterkt vopn í baráttunni vió Vetur konung
Startgas (svari fyrir blöndunga Sætaáklæði í flesta bíla
Rakaþerrir
Gluggahreinsiefni
Frostlögsmælir
Rafgeymar,
flestar gerðir
Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni
íseyðir fyrir rúðusprautur
Lásaolía, hindrar ísingu í bílaskrám
Silikon á þéttilistana
(sbræðir fyrir bílrúður
njóskóflur, 2 gerðir
Hleðslutæki
4 og 7 amper
Geymasambönd
Startkaplar
Fjölmargar gerðir
af gúmmímottum
(ssköfur, margar gerðir
Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir
Fást á bensinstöðvum Shell
Oliufélagið Skeljungur hf
Shell
Smávörudeild
Sími 81722