Þjóðviljinn - 17.02.1978, Page 9

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Page 9
Föstudagur 17. febrúar 1978 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 Siguröur Lárusson, Gilsá: Opid bréf til Lúövíks Jósepssonar munni sér: „Gumanismi”. Og meistarann úr Suöursveit: „Rangsnúin mannúö”. Og aust- anvindurinn, kominn allar götur frá Peking, hvislar i eyra mér: „Eftir aö vér höfum gereytt þeim óvinum, sem bera byssu um öxl, veröa enn eftir óvinir, sem ekki bera neinar byssur, þeir munu heyja örvæntingarfulla baráttu gegn oss. Vér megum ekki hafa léttúöarfulla afstööu til þessara óvina”. Ég halla til vitnis Joseph E. Davies sendiherra Bandarikj- anna i Moskvu á árum hinna opinberu réttarhalda þar i borg 1936 og 1938. Ariö 1941 skrifaöi hann: „Nú skyndilega geri ég mér ljósa myndina af ástandinu eins og ég heföi átt aö geta gert þá. Þegar ég kynnti mér gögnin viövikjandi réttarhöldunum og þaö sem ég skrifaöi hjá mér, frá nýju sjónarhorni, sá ég nær öll einkenni á þýskri fimmtu her- deild i starfi i Sovétrikjunum. Þaö var engin fimmta herdeild i Sovétrikjunum 1941 — þeir höföu skotiö hana.” Og ég kalla til vitnis W. Duranty, sem skrifaöi nokkru siö- ar: „Ég get ekki gleymt þvi, sem einn æstur og hneykslaöur frakki sagöi viö mig nýlega, þegar viö rökræddum hreinsanirnar. Já sagöi hann, þaö er kannski hægt aö segja, aö þetta hafi veriö hrottalegar aögeröir, kannski brjálæöi, eins og sumir kalla þaö. En geymdu ekki, vinur minn, aö i Rússlandi skutu þeir svikarana og fimmtu herdeildina, en i Frakklandi geröum viö þá aö ráö- herrum. t dag getum viö séö árangurinn af báöum aöferöun- um.” En ekki fleiri vitnaleiöslur. Aftur á móti læt ég hér fljóta meö, gamla griska dæmisögu, sem Maó formaöur kenndi mér einhverntima: „Einn vetrardag fann vinnumaöur i sveit frosinn höggorm. Hræröist hann til meö- aumkunar, tók hann upp og lét viö barm sér. Höggormurinn lifnaöi viö i hlýjunni, eölishvötin lét á sér bæra svo aö hann beit velgeröar- mann sinn til bana. En á bana- stundinni sagöi vinnumaöurinn: Þetta var mér mátulegt fyrir aö hrærast til meöaumkunar meö svo illu kvikindi”. Þessa sögu kunni Jósep líka Þessa sögu hefur Jósep karlinn Stalin kunnaö lika, og veriö fær um aö draga af henni rétta lær- dóma. Haföu min ráö, vertu ekki alltof útausandi á samúö, þaö er afleitt aö vera gersamiega uppi- skroppa meö hana þegar virkileg þörf er fyrir hana. Marxistar geta knappast sett hagsmuni og lif einstaklingsins ofar sjónarmiöum og hagsmun- um heildarinnar. Þaö getur meira aö segja veriö bein mannúöarskylda aö taka lif fas- istaforingja, ef kostur gefst. Ella getur þaö kostaö þúsindir og aftur þúsundir lifiö, og þjáningar margra kynslóöa. Hjá hvorum aöilanum heföi til aö mynda samúðar þinnar veriö aö leita, spænsku lýöveldisstjórn- inni eöa Francisco Franco, ef sá fyrrnefndi heföi veitt þeim siöar- nefndu þá þjónustu, sem veröugt heföi veriö á sfnum tima? Eöa hvorum megin hryggjar heföi samúð þin legið i Chile, ef Allende heföi „látiö svipta lifi”, Pinochet og hans kumpána? Hjd mikilmenninu, eða? Ættum viö kannske aö láta þessar spurningar hljóta dialektiska málsmeöferð: Þaö sem er rétt viö ákveönar söguleg- ar aöstæöur, getur veriö rangt viö aörar sögulegar aöstæöur. Jæja Magnús minn, Ég fer^nú aö slá botn i þetta bréf. Um leið og ég kveö þig meö óskum um gæfu og gengi, langar mig til aö minna þig á gamlan málshátt, sem alþýða farinna kynslóöa hefur skilið eftir, handa okkur. Hann er svona, „dramb er falls furöa”, þaö er, aö uppheföin, sem dramb- inu veldur, geti breyst i niöurlæg- ingu, sina eigin andstæöu. Hugleiddu þessa gömlu lifs- speki vei og vandlega, ég er viss um aö hún fellur þér vel I geö, enda dialektiskur skilningur. Þinn einlægur, Ólafur Þ. Jónsson vitavöröur Svalvogum. Háttvirti alþingismaður. í þessum mánuöi birtist heil- siöugrein i Þjóöviljanum eftir þig um landbúnaöarmál. Uppistaöan i þessari grein voru samþykktir fjölmargra bændafunda, sem haldnir höföu veriö viöa um land i vetur. Þú geröir þessar samþykktir aö þínum orðum og bættir I lok greinarinnar viö nokkrum pistli frá eigin brjósti. Ég várö harla glaöur fyrst i staö. Nú haföi heldur komiö á snæriö hjá bændum. Maður, sem um árabil hafði veriö aðsópsmik- ill þingmaöur og ráöherra, harö- snúinn baráttumaður i sjávarút- vegsmálum og mörgum fleiri málum, en haföi þó litiö lagt bændum liö, var nú búinn að taka upp hanskann fyrir þá svo um munaöi. Þetta voru gleöileg tiö- indi. Ekki haföi núverandi stjórn búiö svo þokkalega að bændum á siðustu árum. Kaup þeirra aöeins 2/3 af kaupi viömiöunarstéttanna og aðeins 3/4 þess greiddir viö innlegg afuröa, þrátt fyrir þó aö núverandi landbúnaöarráöherra hafi margsinnis i ræðum sinum gefiö vilyröi fyrir að úr þessu skyldi bætt á siðasta hausti, svo hægt væri að greiöa þeim 90% afuröanna viö innlegg. Ég hafði nú ekki tekiö svo mjög mikiö mark á gaspri Stefans Jónssonar og Ragnars Arnalds i Þjóöviljanum um landbúnaöar- mál. Kosningar voru I sjónmáli og þeir báöir þingmenn i fjöl- mennum bændahéruöum. Voru þeir ekki bara á atkvæöaveiöum? Nú hlaut eitthvaö aö vera aö breytast bændum I hag, þegar þú varst kominn meö. Nú máttu stjórnarflokkarnir vara sig, en þeir hafa nefnilega gengiö nokkuö langt i þvi á siöasta kjörtimabili, að troöa bændur undir i þvi gifur- lega kauphækkanakapphlaupi, sem tröllriöið héfur þjóðinni, þetta siðasta ár. Enda viröast stjórnarflokkarnir hafa litiö svo á, aö hægt væri aö skammta bændnum naumt, þvi þeir heföu ekki I annað hús að venda. En aö morgni 27. jan. vaknaöi ég við vondan draum þegar ég hlustaöi á þingfréttirnar. Þú haföir þá endurflutt frumvarp þitt frá vinstri stjórnarárunum um aö sameina (Itvegsbankann á gjaldþrotsbarmi á siöastliönu ári? Mér skildist, aö sameining bankanna ætti fyrst og fremst aö vera til þess, aö jafna lánsfénu meira milli atvinnuveganna og i ööru lagi ætti aö fækka verulega smá útibúum hingaö og þangaö um landiö. Ég hef kannski heyrt skakkt, þvi eins og þú veist heyr- ist nú misjafnlega i útvarpi hér austanlands og ekki hefur þaö batnaö siöan hann Vilhjálmur gamli tók viö yfirstjórn rikisút- varpsins. En var nú þarna á feröinni sami boöskapur og I bændaspjalli þinu? Ég fór aö efast þvi nýlega haföi flokksbróöir þinn i stjórn stofnlánadeildar Landbúnaöarins sagt mér, aö sjaldan eöa aldrei heföi útlitiö i lánamálum land- búnaðarins veriö eins svart og nú. Var þá Búnaöarbankinn aflögu- fær til aö fjármagna sjávarútveg- inn? Skelfing er ég annars oröinn kalkaður, ég gat ómögulega kom- ið þessu saman. En auðvitað gekk þér aöeins gott til. Aldrei hafði ég efast um einlægni þina I byggða- stefnumálum. En smá útibú frá bönkunum hafa aö minu viti veriö snar þáttur i uppbyggingu úti á landi og hagræöi þaö, sem dreifbýliö hefur haft af þeirri þjónustu, er ómetanlegt. En ég hlýt aö vera oröinn eitt- hvað skritinn. Mig minnir aö hér fyrr á árum yröi þér oft tiðrætt um bankavaldiö, ekki sist Seöla- bankann, og var ég þér þá inni- iega sammála. Ég átti þessvegna von á aö þú mundir hreinsa dug- lega til i þvi skúmaskoti á meöan þú varst bankamálaráöherra, en einhvernveginn man ég ekki eftir þvi. Hinsvegar vitnar þú i Jóhannes Nordal i greinargerö þinni við bankamálafrumvarpiö, ef ég man rétt. Oöru visi mér áöur brá en margt getur skritilegt skeö. Þaö getur veriö tvieggjaö sverö aö fylgjast daglega meö Þjóöviljanum, eöa svo hefur mér reynst þaö. Eitt af þvi, sem veldur mér undrun er, að ég hefi ekki orðiö þess var á siöustu árum, i öllum efnahagsvanda þjóöarinnar, aö neinn alþingismaöur hafi lagt til að fram færi eignakönnun I land- inu og siöan yföi lagöur stór- eignaskattur á þá fjölmörgu auð- menn, sem nú eru á Islandi. Ég vil þvi skora á þig, sem formann Alþýöubandalagsins, aö flytja slikt frumvarp en leggja banka- málafrumvarpiö á hilluna. Ég get ómögulega tekiö mikiö mark á upphrópunum Þjóöviljans um auöstéttina á Islandi ef þingmenn Alþýöubandalagsins hreyfa hvorki hönd né fót til að reyna aö ná til auömannanna og láta þá skila hluta af ránsfeng sinum i þjóðarbúið. Þaö skyldi þó aldrei vera, aö þeir væru búnir að hreiöra um sig i öllum flokkunum og þaö sé skýringin á þvi, aö eng- inn þorir að styggja þá? Aö lokum nokkur orö um niöur- lag bændaspjalls þins. Þú ert á sömu skoöun og Eyjólfur Konráö um rekstrarlán til bænda. Aö lána bændum milliliöalaust. í fljótu bragöi lætur þetta nógu vel i eyr- um. En ef bankarnir fengjust til að iána þannig, skapar þaö mjög mikla skriffinnsku, en nóg er til af henni fyrir. En þaö, sem verra er: Bankarnir mundu aldrei lána þeim bændum neitt, sem eru á kafi i lausaskuldum, eins og flest- ir frumbýlingar, nokkur hluti bænda, sem hafa fjárfest mikiö á siöustu árum og loks ekki heldur þeim, sem standa mjög höllum fæti af öörum ástæöum. Þá má benda á, aö meö þvi fyrirkomu- lagi, sem veriö hefur, aö slátur- leyfishafinn fái rekstrarlánin, þá er lánaö út á allt innlegg hjá hverjum sláturleyfishafa, en eins og þú veist, þá eru margir smá- innleggjendur hjá hverjum slát- urleyfishafa, börn, unglingar o.fl. Engin lán fengjust út á innlegg þeirra, svo aö heildarlánafyrir- greiöslan minnkar mikiö. A kannski aö nota þá peninga, sem þannig myndu sparast hjá banka- kerfinu til útgerðarlána? Ég bjóst sist viö svona tillögum frá formanni Alþýöubandasagsins. Ég hef staöið i þeirri meiningu, aö þaö bæri hag þeirra, sem lakar eru settir I þjóöfélaginu fremur fyrir brjósti en hinna, sem eru vel settir. Anna Karenina eftir Léf Tolstoj er einhver ágætasta skáldsaga sem skrifuö hefur veriö, eins og mönnum er kunnugt. Þessi mikla saga hefur margoft freistaö kvik- myndamanna eins og aö Hkum lætur. Greta Garbo og Vivian Leigh eru i hópi þeirra leik- kvenna sem hafa spreytt sig á hlutverki önnu, heföarkonunnar sem lendir milli tannanna á sam- félagi þar sem ástarævintýri utan hjónabands eru aö sönnu leyfð og eiginlega sjálfsögö — en þvi aö- eins að gætt sé velsæmis á yfir- borðinu. Rússar sjálfir hafa og mjög iök- aö þaö aö breyta skáldsögu hins mikla landa sins i leikrænt form. Anna Karenina er jafnan á dag- Til aö fyrirbyggja misskilning skal ég taka fram, aö dæmi munu vera til þess aö kaupfélag hafi notaö rekstrarlán bænda til vöru- kaupa fyrir fólk i nærliggjandi kauptúnum, en þaö er aö sjálf- sögöu algerlega óheimilt. Meö bestu kveöju, Gilsá, 30. janúar, 1978, Siguröur Lárusson. skrá hjá einhverju leikhúsanna i Moskvu — og i Stóra leikhúsinu gengur nú siöustu árin ballet sem Maja Plisetskaja hefur gert um söguna. BBC hefur nýlega lokið viö aö gera tiu stunda myndaflokk um önnu Kareninu og fær hann mjög góöa dóma fyrir góöan leik og trúveröugt andrúmsloft. Sjálf lengdin hjálpar höfundum myndadlokksins: Anna Karenina er löng skáldsaga og jafnvel hin besta kvikmyndagerö, sem aö- eins má taka tvo tima aö sýna, hlýtur aö stikla mjög á stóru. Nicola Pagett (sem lék Elisabet dótturBellamys i „Húsbændur og hjú”) fer meö hlutverk önnu Kareninu en Stuart Wilson leikur ástmann hennar, Vronski greifa. r Saiftahahgikjöt bragömikð og ljúffcngt heíldsölubirgðír $ Reykhús Sambandsins S14241 Anna og Vronski i hinum nýja flokki frá BBC Anna Karenina í sjónvarpinu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.