Þjóðviljinn - 17.02.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. febrúar 1978 jþJóÐVILJINN — SIÐA 11 Listamennirnir viö verk sin ásamt tveimur andlitsmyndum eftir heiOursgestinn, Jón Kaldal. Þeir eru f.v. Pjetur Maack, Kjartan Kristjánsson og Gunnar S. Guðmundsson (Ljósm.:eik) 1 dag kl. 17 verður opnuð ljós- myndasýningin Ljós á Kjarvals- stöðum en hún hefur verið haldin annað hvert ár siðan 1971. Að þessu sinni standa 3 ljósmyndar- araðsýningunni,þeirGunnar S. Guðmundsson, Kjartan Krist- jánsson og Pjetur Maack. Heið- ursgestur sýningarinnar er Jón Kaldaf en hann var fyrsti Islend- ingurinn sem hélt einkasýningu á ljósmyndum. Sýningin verður op- in 16—28. febr. kl. 16—22 daglega og um helgar frá 14—22. —GFr Uppruni og meginrennslisleiðir fiestra heitra vatnskerfa landsins. Kerfin eru sýnd með örvum, og eru þá örvarnar dregnar frá miðju áætlaðs úrkomusvæöis kerfisins og tii viðkomandi jarðhitasvæðis. Alls eru á myndinni 47 tölusett heit vatnskerfi. Fylgirit Árbókar H.í. Uppruni hvera og linda Til þess að gefa almenn- ingi einhverja hugmynd um og innsýn í þau rann- sóknastörf sem fara fram innan veggja Háskóla Islands fylgir Árbók H.i 1973-1976 sérstakt rit sem fjallar um rannsóknir dr. Braga Árnasonar, prófess- ors, á uppruna og eðli grunnvatnskerfa landsins, bæði heitra og kaldra, og nefnist það „Rennsli vatns um bergrunn islands, Uppruni hvera og linda." Markmið þessara rannsókna hafa einkum verið að afla grunö- vallarþekkingar um þessa hluti, og helstu niðurstöður sem hafa fengist eru eftirfarandi. Tekist hefur að kortleggja vatnsstreymi kaldra grunnvatns- kerfa á nokkrum allstórum svæö- um á landinu. Helstu svæðin eru: Vatnasvið Þórisvatns og svæðið suðvestur af því allt niður í Land- sveit, og svæðið norðan Vatna- jökuls allt norður i öxarfjörð. Rannsóknir á hveravatni hafa gefið eftirfarandi mynd af uppruna jarðhitans: Hveravatnið er að uppruna regn. 1 flestum til- fellum er það regn, sem fallið hefur á hálendi landsins fyrir all- löngu siðan. Þar hefur það náð aö seytla djúpt niður i bergrunninn, en við það hitnar það. Vatnið getur siðan streymt neöan jarðar allt að 150 km leiö, uns það leitar upp um sprungur og misgengi á láglendi landsins eða jafnvel á hafsbotni undan ströndum þess. Loks hafa þessar rannsóknir veitt nokkrar upplýsingar um aldur vatns, þ.e. hve langt er frá þvi það féll sem regn og þar til það birtist aftur i uppsprettum eða borholum. Vatn köldu grunn- vatnskerfanna er vart meir en fárra áratuga eða jafnvel aðeins fárra ára gamalt. Heita vatniö er hins vegar mjög misgamalt,en þó i flestum tilvikum miklu eldra en kalda vatnið. Yngsta heita vatnið er aðeins nokkurra áratuga gam- alt, en það elsta er frá siðustu isöld. Þegar haft er i huga að vatns- föll og jaröhiti er megin^undir- staða þeirrar orku, sem Islend- ingar eiga, ætti þýðing þessara rannsókna fyrir orkubúskap landsmanna að vera nokkuö augljós. Þaö er álit höfundar rit- gerðarinnar, að með þessum rannsóknum höfum við komist einu skrefi nær þvi lokatak- marki, ekki aðeins aö vita hvar eigi að bora eftir heitu vatni, heldureinnig að vita hve miklu af þvi við megum dæla upp úr jörðinni án þess að hætta á að rányrkja þessa orkulind. Tflkynnlng frá Nýja Hjúkrunarskóianum Fyrirhugað er hjúkrunarnám fyrir ljós- mæður i Nýja hjúkrunarskólanum. Um- sóknareyðublöð fást i skólanum. Umsókn- ir berist fyrir 15. september 1978. Skólastjóri Blikkiðfan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur- "hverskonar blikksmíði. 'Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar 1978 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, uppi. Dagskrá: Uppsögn kjarasamninga Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur félagsfund i Lindarbæ mánudaginn 20. febrúar, kl. 5 e.h. Dagskrá: 1. Uppsögn samninga. 2. Kosning fulltrúa á 3. þing Landssam- bands iðnverkafólks. Stjórn Iðju. Aðalfundur Aðalfundur Prentsmiðju Þjóðviljans h/f fyrir árið 1977 verður haldinn fimmtudag- inn 2. mars 1978 og Grettisgötu 3. Fundur- inn hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2) önnur mál. Stjórnin. Styrkir til háskólanáms á ítaliu ítölsk stjórnvöld hafa tiikynnt aö þau bjóöi fram I löndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu fimm styrki til háskóla- náms á ltaliu háskólaáriö 1978-79. — Ekki er vitaö fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Is- lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætiaöir tii fram- haldsnáms viö háskóla og eru veittir til 12 mánaöa náms- dvalar. Styrkfjárhæöin er 240.000 lirur á mánuöi auk þess sem feröakostnaöur er greiddur aö nokkru. Umsækjendur skuiu hafa góöa þekkingu á frönsku eöa ensku, eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokiö há- skólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Þeir ganga aö ööru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hafa kunnáttu I Italskri tungu. Umsóknum um styrki þessa skai komiö tii menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 23. þ.m. — Sérstök umsóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 13. febrúar 1978. Málfrelsiss j ó ður minnir á heimsenda giróseðla sem greiða má i hverri bankastofnun og pósthúsL Póstgirónúmer Málfrelsissjóðs er 31800. Málfrelsissjóður Laugavegi 31, simi 29490

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.