Þjóðviljinn - 17.02.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Side 15
Föstudagur 17. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hæstiréttur Vestur- Þýskalands: Veldi til fínninganna ekki klám 14/2 — Hæstiréttur Vestur- Þýskalands hefur úrskurðað að sú stórfræga kvikmynd Veldi tilfinninganna eftir japanska kvikmyndahöfundinn Ósjima sé ekki klám og sé heimilt að sýna hana i öllum kvikmyndahúsum þar i landi. Dómur þessi þykir marka timamót i Vestur-Þýska- landi. Yfirvöld i Vestur-Berlin reyndu að fá myndina bannaða og fengu dómsúrskurð um að ekki mætti sýna hana, en hæsti- réttur landsins hefur nú sem sagt kollvarpað þeim úrskurði. 1 dómsorði hæstaréttarins segir, að myndin hafi ótvirætt listrænt gildi. Myndin fjallar um sam- hengi kynhvata, ofbeldis og dauða. Kvikmynd þessi er nú á hvers manns vörum hér á landi. Sem kunnugt er átti að sýna hana á kvikmyndahátiðinni, en frá þvi var horfið vegna þess að rikissaksóknari og yfirmaður rannsóknarlögreglunnar töldu að hún varðaði við lög. — Kvik- mynd þessi var eitt helsta efnið i hefti vestur-þýska fréttatima- ritsins Der Spiegel, sem kom út i gær, og er mynd úr kvikmynd- inni á forsiðu heftisins. Sovétmenn kaupa 1000 tonn af lakki 800 frá Hörpu og 200 frá Sambandinu Nýlega voru undirritaðir samn- ingar i skrifstofu sovéska versl- unarfulltrúans i Reykjavik, herra Valdimar K. Valsson, um sölu á 1000 tonnum af hvitu lakki, sem afgreiðast eiga á næstu mánuð- um. Málningarverksmiðjan Harpa h/f selur 800 tonn en Sjöfn á Akureyri 200 tonn. Fob verðmæti þessa samnings er um 260 milljónir króna, auk þess sem Sovétmenn greiöa is- lensku skipafélögunum yfir 25 milljónir i flutningsgjöld. Þetta er þrettánda árið sem Rússar kaupa málningu frá ts- landi, en fyrsti samningurinn var gerður viö Hörpu h/f áriö 1965. Úr Eineig, Tvieyg og Þrfeyg. Þetta er afskaplcga góð kona sem getur látið hina ótrúlegustu hluti gerast Á sunnudaginn kemur, 19. • febrúar, veröur frumsýning I I,,Leikbrúðulandi” á 4 nýjum brúðuleikþáttum. Þetta er sjötta árið, sem „Leikbrúðuland” hefur • fastar sýningar aö Frikirkjuvegi Ill,og jafnframt eru 10 ár siðan þaö var stofnað. Brúðuleikhús á íslandi á sér Iekki langa sögu að baki, miðað við ýmsar aðrar þjóðir, en margt bendir til þess, að brúðuleikhús , eigi nú vaxandi vinsældum að Ifagna hér. Enn sem komið er er það aðal- lega yngsta kynslóðin, sem sækir , brúðuleikhús, en hinir fjölmörgu Ifullorðnu sem hafa séð sýningar „Leikbrúðulands” undanfarin ár virðast ekki hafa haft minni , skemmtun af en börnin. Brúðu- Ileikhús er ekkert siöur fyrir full- orðna, og vonandi tekst islensku brúðuleikhúsi að hasla sér völl , sem leikhús hinna fullorönu, engu Isiður en barnanna. Þættirnir sem „Leikbrúðuland” sýnir að þessu sinni eru 4, eins og , áður segir. Fyrsti þátturinn er ■ leikur án orða. Hann er um litinn I strák sem dreymir um að ferðast Brúðuleikhús er líka fyrir jullorðm til annarra stjarna. Næsti þáttur er byggður á kvæðinu um litlu Gunnu og litla Jón, eftir Davið Stefánsson. Siðan kemur leikþátt- ur eftir Arne Mykle, þekktan brúðuleikhúsmann i Noregi. Hann er ætlaður yngstu börnun- um og fjallar um dreka, sem ræn- ir prinsessu. og hetjuna sigildu, sem bjargar henni, en fær næsta óvenjuleg laun fyrir. Siðasti þátt- urinn er byggður á ævintýri Grimmsbræðra um Eineygu, Tvieygu og Þrieygu. „Leikbrúðulandi” hefur bæst ný liðsmaður, giraffin Girfinnur Girmundarson, kallaður Giri. Hann sér um að kynna atriöin. Guðrún Helgadóttir samdi text- ann fyrir Gira. 1 „Leikbrúðulandi” eru: Erna Sýningar verða á hverjum ■ Guðmundsdóttir, Hallveig sunnudegi kl. 3 að Frikirkjuvegi I Thorlacius og Helga Steffensen, H og svarað er i sima I en auk þeirra hefur fjöldi manns Æskulýðsráðs 15937 og 21769, en I lagt hönd á plóginn. aðeins sýningardagana. ■ Og þarna er drekinn ógurlegi sem rænir prinsessunni. _____ . ___ ___ . ____ . _____ _ _____ _ ___ PÁLL BERGÞÓRSSON, veðurfræðingur: Um fagra og ljóta stafsetningu Félagi Jón Thór sýnir mér þann heiður að minnast á alræmda framburðarstafsetningu mina i léttum dúr i vikuskoðun sinni á dagblöðunum siðasta sunnudag. En helst til mikið þykir mér hann gera úr- þeirri nákvæmni, sem stafsetning minhefur til að bera, jafnvelþótt i gamni sé gert. Hann segir, að þar sem engir tveir menn tali eins, munum við fá hátti tvöhundruðþúsundstafsetn- ingarútgáfur, allar jafn réttháar (!) (Þvilik forsmán: enginn mun- ur á Jóni og séra Jóni). Ef rétt væri, þýddi þetta hvorki meira né minna en það, að þessi stafsetn- ing jafnaöist á við fullkomnustu hljóöritunartæki. Eftir þúsund ár gætu þá þeir, sem læsu ritsmiðar okkar Jóns, greint öll hin fingerö- ustu blæbrigði i brúkun raddfæra okkar. Ef Egill og Snorri hefðu kunnaö þessa kúnst, ættum viö að geta framkallaö raddir þeirra og látið hljóma yfir landslýðinn. Sem sagnfræðingi veit ég að Jóni þætti þetta ansi gaman, svo ekki sé meira sagt. Páll Bergþórsson En þvi miður, svona fullkomið er ekki kerfið mitt, sem raunar er ekki mikið breytt frá þvi sem Björn Guðfinnsson setti fram i Helgafellsgrdn árið 1943. I þessu kerfi eru aðeins 43 málhljóö tung- unnar, en afbrigði þeirra eru ekki tilgreind, og þau eru allmörg. Hreimur i mæltu máli er ekki sýndur frekar en gerthefur verið. Vegna þess að við Jón Thór erum af svipuöu málsvæði, yröi staf- setning okkar svo að segja eins. Hins vegar kæmi fram á skýran og skemmtilegan hátt sá megin- munur, sem var til dæmis á fram- burði Daviðs Stefánssonar og Þórbergs Þórðarsonar, norð- lenskunni i alveldi sinu og horn- firskunni i allri sinni dýrð. Og sá munur yrði raunar að ýmsu leyti hreinræktaðri og fágaðri en mun- urinn á raunverulegum fram- buröi þeirra; Davið átti til dæmis til að vera linmæltur, eins og plöt- ur hans bera vitni um. En þær yf- irsjónir myndi hann varla hafa viljaö opinbera i stafsetningu sinni. Ekki svarar Jón Thór neinu af þeim rökum, sem ég setti fram i grein minni, þó að auðvitaö geti þau verið léleg fyrir þvi. En hann vitnari'vitlaust stafsettan stil eft- ir gamlan nemanda Þórbergs Þórðarsonar og spyr, hvort það sé þetta sem koma skal. Nei, auðvit- að ekki. Þessi nemandi skrifaöi nefnilega ekki nema að litlu leyti eftir framburði, enginn talandi maður ruglast til dæmis á orðun- um got og gotl.eða venuogvinnu, jafnvel þótt þeir ruglist á þvi að setja i og e á rétta staði eins og þessi nemandi. En hann hefur sýnilega veriö haldinn af hugar- vHi þess, sem er orðinn gersam- lega áttavilltur vegna mótsagna- kenndra stafsetningarreglna. Með þvi á ég viö þaö, þegar manni er sagt að setja á pappir- inn hljóð, sem ekki er til I munni manns, eða þá að setja ekki á pappirinn annað hljóð, eöa þá eitthvert annað hljóö i stað þess. Alla þessa ruglandi skapar nú- verandi stafsetning, og ef menn eiga erfitt meö að ná tökum á þessum reglum, vefjast lika fyrir þeim önnur einfaldari atriöi, likt og þegar villtur maður heldur, aö vatnið renni upp i móti. Ég er sannfæröur um, að framburðar- stafsetning, sem er að flestu leyti sjálfri sér samkvæm, kemur þarna að miklu liði. Nokkrar prentvillur voru I þvi dæmi, sem Jón tók úr Morgun- blaðsgreininni, og þvi vil ég setja hér með framburðarstafsetning- una á erindinu úr Mariukvæðinu. Og þó aö Jóni þyki svo sem nú- timastafsetningin standi prýöi- lega fyrir sinu i þeim saman- burði, skulum við minnast þess, að þar er það ekkert annað en vaninn sem ræður smekk okkar. Jafnvel ófrýnilegum skepnum þykja afkvæmi sin fegurst allra, þó að þau séu enn ljótari en for- eldrarnir, af þvi að þau þekkja ekki annað. Sem sagt, eftirfarandi stafsetn- ing þykir mér fögur; og svo þætti Jóni, eftir umþóttunartima: Maria ineian sgjæra minning þin oq æra verðuhqd væri að færa vehqsemd þjer oq sóma soddan sóiar Ijóma þú vahrsd ein ein ein þú vahrsd ein ein ein þú vahrsd ein so helg oq hrein hæsdum vavin blóma.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.